Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 21 Sameinað Þýskaland: Aðild að Atlants- hafsbandalaginu er ekki skilyrði —segir vamarmálaráðherra V-Þýskalands Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GERHARD Stoltenberg, varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, er þeirrar skoðunar að sameinað Þýskaland þurfi ekki endilega að vera aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Gerhard Stoltenberg. Ástand ótryggt í Panama FYRRUM stuðningsmenn Manuels Antonios Noriega, fyrrum einræð- isherra Panama, myrtu um miðja vikuna yfirbókara stjórnar Pa- namaskurðsins á heimili hans. Tveir þeirra komu þá vopnaðir að heimili mannsins, spurðu um son hans, sem ekki var heima. Brugð- ust þeir ókvæða við, misþyrmdu eiginkonu mannsins en skutu hann sjálfan. Jónas Þorsteinsson, lóðs á'skurð- inum, býr í næsta húsi. Hann sagði að ástand í Panama væri enn ótryggt. „Það eru enn nokkur læti hér og í öryggisskyni er mér bann- að að fara um á eigin bíl. Mér er ekið til og.frá vinnu í bíl frá stjórn skurðsins og í fylgd með okkur er brynvarinn bíll. Þá stendur skrið- dreki frá Bandaríkjastjórn fyrir utan húsið hjá mér og er að því mikil vernd,“ sagði Jónas í samtali við Morgunblaðið. Stoltenberg, sem tilheyrir flokki Kristilegra demókrata (CDU), lét þessa skoðun í ljós í viðtali við dag- blaðið Die Welt.á þriðjudag. Hann sagði að ef til þess kæmi að endi yrði bundinn á skiptingu Þýska- lands og Evrópu gæti reynst nauð- synlegt að koma til móts við Sov- étríkin með sérstökum öryggisráð- stöfunum á því svæði sem nú til- heyrir Varsjárbandalaginu. Vernon Walters, sendiherra Bandaríkjanna í Vestur-Þýskalandi, sagði nýlega að sameinað Þýskaland yrði að vera í Atlantshafsbandalaginu. Stoltenberg sagði einnig í við- . talinu við Welt að til lengri tíma litið væru það grundvallarhagsmun- ir Þjóðveija, ekki bara vegna örygg- ismála heldur einnig vegna utanrík- Bandaríkin: Áfengið er enn þá dýr- asta plágan Flórída. Frá Atla Steinarssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins. ÁFENGIÐ er enn útbreidd- asta fíknieftiið í Banda- ríkjunum, þrátt fyrir að neysla þess fari stöðugt minnkandi. Þetta eru álykt- unarorð opinberrar skýrslu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var á miðvikudag, Haft er eftir Hamilton Be- azly, formanni áfengis- og fíkniefnaráðsins, eftir útkomu skýrslunnar að niðurstöður skýrslunnar neyði yfirvöld til að viðurkenna að „herferðin gegn fíkniefnum“ verði fyrst og fremst að beinast gegn áfengisneyslunni. í skýrslunni segir að 10,5 milljónír fullorðinna Banda- ríkjamanna séu alkóhólistar og 7,2 milljónir manna til viðbótar misnoti áfengi. Þar segir einn- ig, að þótt alkólhólneysla eldri skólanemenda hafi minnkað á níunda áratugnum, þá sýni athuganir, sem gerðar voru á árinu 1988, að tveir af hveijum þremur háskólanemum noti áfengi að staðaldri. Skýrslan hermir, að áfengið hafi ótrúleg áhrif í umferð- inni. Fullyrt er að nálægt helm- ingur af öllum dauðaslysum í umferðinni sé afleiðing áfeng- isneyslu. Sagt er að það sé átta sinnum líklegra að maður undir áhrifum áfengis valdi alvarlegu umferðarslysi en sá sem er algáður. Fjórði hver maður sem lagð- ur er inn í sjúkrahús í Banda- ríkjunum á við vandamál að stríða sem tengjast áfengis- neyslu. Loks er sagt að misnotkun áfengis og áfengissýki muni kosta þjóðina 136,3 milljarða dollara á þessu ári eða sem svarar 33.200 ísl. kr. á hvern Bandaríkjamann. is- og viðskiptamáia, að þeir tengd- ust áfram NATO og að bandarísk herlið yrðu áfram til staðar í Evr- ópu. Atlantshafsbandalagið sagði hann á síðasta ári hafa sannað mikilvægi sitt og stuðlað að hinum friðsamlegu breytingum sem hefðu átt sér stað í Evrópu. Án þess sam- ráðs, sem hefði átt sér stað innan bandalagsins, hefði ekki tekist að móta hina sameiginlegu stefnu gagnvart þjóðum Austur-Evrópu varðandi aukna samvinnu, við- skiptaaðstoð og afvopnun. Atlants- hafsbandalagið sagði Stoltenberg vera mikilvægt bandalag á sviði öryggis- og utanríkismála sem einn- ig yrði þörf á í framtíðinni. Ef þró- unin í Austur-Evrópu yrði áfram mjög jákvæð væri hægt að hugsa sér að skipulag bandalagsins tæki einhverjum breytingum. Að tala um upplausn þess eða að Sambandslýð- veldið segði sig úr bandalaginu væri aftur á móti út í hött. SKjRKQSIUtM usunuR jvb* ÍS0$*' (áa9a y\.9' y\Á°' | Skjaldborg Ármúla 23- 108 Símar: 67 24 00 67 24 01 31599 Þegar viösegjum: „útsala!“ þá meinum viö það Mættu á staöinn og sjáðu ún/alið. — KOMINN TIL AÐ VERA — — A LLT BREYTT NEMA ÚTLITIÐ — — Hægt að velja um þrjár gerðir — Allar með sérbúnaði fyrir norðlæg lönd Verð frá kr. 595.000.- Útborgun frá 165.000,- Eftirstöðvar í 12-24 mánuði (bankavextir) Laugavegi 170-174 Slmi 695500 S.H. segir m.a. í blaðadómi í DV: ..Ljónviljugur borgarsportbfll" . . . Hann liggur frábærlega vel, lfka á malarvegi. Hann hefur stinna og sportlega fjöðrun án þess að vera hastur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.