Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 18
Framkvæmdaáætlun í húsnæðismálum aldraðra: F asteignir 65 ára og eldri að verðmæti 100 milljarðar 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 Fyrirlestur um vetrarstríðið í Finnlandi 1939-1940 verður haldinn í Norræna húsinu á sunnudag. Norræna húsið: Fjallað um vetrarstríð Finna og Sovétmanna JARL Kronlund, liðsforingi og hernaðarsagnfræðingur, sem stundar rannsóknir við sagnfræðistofnun liðsforingjaskólans í Helsinki, held- ur fyrirlestur um vetrarstríðið í Finnlandi í Norræna húsinu sunnu- daginn 28. janúar kl. 16.00, en 50 ár eru um þessar mundir liðin frá því að stríðið var háð veturinn 1939-1940. SAMSTARF hefúr tekist á milli félagsmálaráðuneytis, Húsnæðis- stofhunar ríkisins og húsnæðismálastjórnar um gerð framkvæmdaá- ætlunar til fímm ára í húsnæðismálum aldraðra. I framkvæmdaáætl- uninni verður megináhersla lögð á að eldri borgarar geti búið sem lengst á eigin heimilum, í eldri íbúðum eða nýjum og hagkvæm- ari. Alls eru 26.398 íslendingar 65 ára og eldri og af þeiní eru 22.210 eigendur að fasteign, eða 77,4%. Verðmæti þessara eigna er um 100 milljarðar króna. Unnið hefur verið að rannsókn- um á vetrarstríðinu undanfarin ár og nýjar niðurstöður hafa nýlega verið birtar. Auk þess var nýlega frumsýnd kvikmynd sem gerð var eftir skáldsögu finnska rithöfund- arins Antti Tuuri „Talvisota" undir íslenska heitinu „Vetrarstríðið". Hefur sú kvikmynd vakið mikla athygli. Eftir fyrirlesturinn verður sýndur u.þ.b. 20 mínútna langur útdráttur úr kvikmyndinni. Með þessum fyrirlestri kynnir Norræna húsið nýjan fastan dag- skrárlið. Það er fyrirlestur mánað- arins, sem verður haldinn síðasta sunnudag hvers mánaðar. Fyrirlesarinn í febrúar verður prófessor Olav Bo frá Noregi og nefnir hann fyrirlesturinn „St. Olavs historiske rolIe“. (Fréttatilkynning) Félagsmálaráðherra hefur falið fulltrúum ráðuneytisins, Hús- næðisstofnunar ríkisins og hús- næðismálastjómar að hefja undir- búning að gerð áætlunarinnar. Undanfari ákvörðunar félags- málaráðherra um framkvæmdaá- ætlunina er skýrsla nefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði haust- ið 1988 til að gera úttekt á hús- næðismálum aldraðra. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra telur að ekki þurfi að koma til mikil fjárframlög frá ríkinu til húsnæðismála aldraðra þar sem fasteignir í eigu eldra fólks eru svo miklar sem raun ber vitni. 91% hjóna 65 ára og eldri eiga fasteign en um 60% einstáklinga. Eignalausir einstaklingar 65 ára og eldri eru 5.195 talsins. Heildar- verðmæti fasteigna og annarra eigna þessa aldurshóps nemur um 100 milljörðum króna. Fjórðungur er éign ibúa á landsbyggðinni en annað er í eigu íbúa í Reykjavík og á Reykjanesi. Könnun sem gerð var á högum aldraðra í Reykjavík 1986 leiddi í ljós að dæmi voru um að eldri borgarar bjuggu án eldunarað- stöðu og baðs. „í mörgum tilfellum er meða- leign þessa aldurshóps um 2 'A-3 milljónir króna en i sumum tilfell- um er eignin mun meiri. En jafn- vel þótt fólkið búi við sæmilegar húsnæðisaðstæður hefur það ekki miklar tekjur og í sumum tilfellum hefur það ekki aðrar tekjur en tryggmgabætur," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. I nefndarálitinu kemur fram að ríkið eigi að aðstoða þennan ald- urshóp til að búa áfram á eigin heimilum og að hið opinbera eigi að aðstoða þá sem búa í stóru húsnæði að minnka við sig eða að fá íbúð í þjónustuhúsnæði. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að áætlað er að á næstu 20-25 árum muni þeir sem nú eru á aldrinum 40-60 ára erfa verð- mæti fyrir um 100 milljarða króna, meðal annars um 23.000 íbúðir, og ástæða sé til að taka mið af því við stefnumótun í málefnum aldraðra. í framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir að gerð verði könnun á þörf fyrir byggingu sérhannaðra íbúða fyrir aldraða á næstu árum og fyrir endurbætur á eldra hús- næði. Eignalausum eldri borgurum verði tryggt húsnæði og þeim sem eiga íbúðir fyrir auðveldað að hafa íbúðaskipti með þátttöku banka- kerfisins og með húsbréfum. Þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót fræðslustarfsemi um húsnæðis- mál aldraðra. Að þessu mun sam- starfshópur um framkvæmd áætl- unnar vinna í samráði við hags- munasamtök aldraðra og Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfs- hópnum er ætlað að ljúka störfum 1. maí næstkomandi. Guðrún Einarsdóttir. Sýnir olíumál- verk í Nýhöfti GUÐRÚN Einarsdóttir opnar málverkasýningu í Nýhöfn, Hafii- arstræti 18, í dag laugardaginn 27. janúar. Á sýningunni verða olíuverk unnin á síðastliðnu ári.- Guðrún fæddist árið 1957 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1984-89. Þetta er önnur einkasýning Guðrúnar. Sýningin stendur til 14. febrúar. Hún er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helg- ar frá kl. 14-18. Þjóðviljinn í leiguhúsnæði Þjóðviljinn flytur í dag I Síðum- úla 37, en Vaka-Helgafell hefiir keypt húsið að Síðumúla 6. Ólafur H. Torfason ritstjóri Þjóð- viljans sagði við Morgunblaðið að ráðgert væri að Þjóðviljinn yrði á nýja staðnum í að minnsta kosti 2 ár. Þetta er leiguhúsnæði en Ólafur sagði það henta blaðinu ágætlega. Ráðgert var að Þjóðviljinn flytti í hús að Lynghálsi 9 sem blaðið á ásamt Blaðaprenti og Tímanum. Er Ólafur var spurður hvort Þjóðviijinn væri hættur við þær fyrirætlanir, sagði hann að líklega væri það hús til sölu, yrði eftir því leitað. Ragnar Kjartansson í vitnastúku í Hafskipsmáli: Bráðabirgðauppgj ör var orðið sagnfræðilegt þegar það lá fyrir Fyrsta vitnið gerir sér ferð að utan til að koma fyrir dóm RAGNAR Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips var yfír- heyrður í sakadómi í gær. Yfirheyrslum yfír honum verður fram haldið á mánudag. Þá kom fyrir dóminn fyrrum framkvæmdasljóri Hafskips í Bandaríkjunum, Baldvin Berndsen, sem er búsettur vestra og starfar þar. Kostnaður vegna ferða hans auk dagpeninga og 26 þúsund króna þóknunar fyrir vinnutap, sem dómurinn úrskurðaði um í gær, er greitt sem kostnaður við rekstur málsins. Áætlað er að þijú önnur vitni verði kvödd að utan til að koma fyrir dóminn, Gunnar Andersen, fyrrum starfsmaður Cosmos, dótturfyrirtækis Hafskips í Bandaríkjunum; Björgvin Björgvinsson, fyrrum starfsmað- ur Hafskips í New York, og Albert Guðmundsson, sendiherra í Frakklandi. Ragnar Kjartansson sagði að um það leyti sem bráðabirgðauppgjör Hafskips fyrir fyrstu átta mánuði ársins hefði verið tilbúið hefði það í raun verið orðið sagnfræðilegt plagg, svo miklar breytingar hefðu orðið til hins verra frá uppgjörs- degi. Áður en niðurstöður uppgjörs- ins, sem hann hefði ekki komið nálægt að vinna, lágu fyrir, hefði stjómendum fyrirtækisins verið ljóst að stefndi í stórtap árið 1984, meðal annars vegna verkfalls BSRB, sem valdið hefði því að skip hefðu ekki verið losuð og lestuð, stórfellds taxtahruns allt árið, með- al annars vegna undirboða SÍS, og brostinna gengisforsendna ríkis- valdsins. Gengisþróun hefði verið lykilatriði fyrir félagið og 10% gengislækkun hefði getað þýtt 40-50 milljónir króna út af rekstrar- reikningi félagsins. Bankinn vildi ekki veð í viðskiptakröfiim Ragnar sagði að sér hefði orðið ljóst að skuldbindingar Útvegs- bankans gagnvart Hafskip hefðu verið komnar umfram tryggingar í október 1984 eftir fund með Axel Kristjánssyni aðstoðarbankastjóra. Hann sagðist á fundinum með Axel hafa dregið upp dökka mynd af horfum í rekstri félagsins og hefði Axel haft á orði að hann hefði aldr- ei heyrt Hafskipsmenn svona svart- sýna. Seinna sama dag hefðu Haf- skipsmenn svo verið boðaðir til fundar við bankastjómina. Ragnar sagðist þá hafa ítrekað tilboð til bankastjórnar um að hún tæki tryggingar í viðskiptakröfum Haf- skips sem þá hefðu verið 110-150 milljónir króna en skuldbindingar voru þá um 17 milljónir króna umfram tryggingar, samkvæmt lista bankans. Þetta hefði verið framkvæmanlegt en hefði þó vafist fyrir bankastjórn. Niðurstaðan af þeim fundi hefði hins vegar verið algjör stöðvun nýrra lána til Haf- skips á tíma þegar félagið þurfti mest á stuðningi að halda og ein- ungis þrír dagar voru þar til Atl- antshafssiglingar þess áttu að hefj- ast. Hins vegar hefði bankinn ábyrgst 500 þúsund dala yfirdrátt félagsins við bandarískan banka og þá eingöngu vegna Atlantshafssigl- inga. Hann kvaðst telja að Útvegs- bankamenn hefðu tekið þessa ákvörðun um að stöðva fyrir- greiðslu undir þrýstingi frá Seðla- banka íslands. Hvað sjálfan sig varðaði kvaðst Ragnar ekki síður hafa talið sig gæta hagsmuna Út- vegsbankans en hluthafa í störfum sínum fyrir Hafskip enda hefði hann ráðist til félagsins árið 1978 fyrir orðastað stjórnenda bankans. Ragnar sagði að strax í upphafi stjómarformennsku sinnar hefði hann lagt ríka áherslu á ítarlegar umræður í stjórn félagsins um reikningsskil þess og lagt meiri áherslu á það en fyrirrennari sinn. Endurskoðandi hefði gert grein fyr- ir helstu sjónarmiðum þar að lút- andi og farið hefðu fram ítarlegar umræður. Stjórnarmenn hefðu enda alltaf verið hafðir með í ráðum um mikilvæg mál sem vörðuðu félagið. Hins vegar minntist hann ekki umræðna í stjórn um vinnubrögð við gerð milliuppgjöra. Hann sagð- ist hafa lagt áherslu á að gerð milli- uppgjöra yrði flýtt þannig að þau lægju fyrir fljótlega eftir uppgjörs- dag og því hefðu þau að hluta til verið byggð á áætlun þar sem ekki hefðu allar rauntölur legið fyrir. Sér hefði verið kunnugt um aðferð félagsins við færslu flutningstekna umfram upphafsdag og að sú að- ferð hefði verið viðhöfð athuga- semdalaust frá því löngu áður en hann kom til starfa. í því sambandi nefndi hann að mikill kostnaður hefði fallið á félagið vegna flutn- inga áður en skip létu úr höfn og nefndi þar sérstaklega kísilgúr frá Mývatni. Fyrirtækið hefði samið við Ríkisskip um að sækja kísilgúr til Húsavíkur og flytja til Reykjavíkur þar sem Hafskip hefði í raun komið upp birgðastöð fyrir þessa afurð. Þessu hefði fylgt mikill kostnaður sem verið hefði gjaldfærður um leið en hins vegar hefðu tekjur verið lengi að skila sér. Eðlilegt hefði verið að taka tillit til þessa við upp- gjörsdag. Mikil vanþekking lögreglu Ragnar vék að yfirheyrslum hjá RLR og sagði að ekki væri að furða að frumrannsóknin hefði verið fálmkennd þar sem vanþekking og skilningsleysi rannsóknarlögreglu- mannanna á viðfangsefninu hefði verið algjör. Virtust þeir hafa mætt í yfirheyrslur með fyrirfram ákveðnar spurningar frá endur- skoðanda skiptaréttar, sem starfað hefði að lögreglurannsókn á kostn- að búsins. Hann sagði að ekki hefði tekist nákvæmlega að sjá rekstrarafkomu Hafskips árið 1984 fyrir þar sem ýmsir þættir hefðu verið vanáætlað- ir, meðal annars gengismunur og kostnaður við lestun og losun, aðal- lega í Bandaríkjunum, sem hefði þar skipt mestu máli. Einnig bar vitni í gær Baldvin Berndsen fyrrum framkvæmda- stjóri Hafskips í Bandaríkjunum. Hann er búsettur og starfandi þar og kom hingað sérstaklega til að bera vitni í málinu. Hann svaraði ýmsum spurningum um Atlants- hafssiglingar Hafskips og samskipti fyrirtækisins ytra við skrifstofu og stjórnendur heima, sem hann sagði hafa verið víðtæk. Fram kom að ytra hefði aðeins verið til staðar hluti vitneskju um kostnað af sigl- ingunum þar sem ekkert hefði þar verið vitað um kostnað í Evrópu og uppgjör hefði farið fram á Is- landi. Baldvin sagði að gagnaskil að utan heim hefðu gengið seint, einkum vegna vandamála í bók- haldsdeild og starfsmannahaldi dótturfélagsins. Vitneskja um allan kostnað vegna fyrstu Atlantshafs- ferðanna, sem farnar voru í október 1984, hefði ekki legið fyrir fyrr en í apríl eða maí 1985. Hann sagði að ýmsar kostnaðaráætlanir hefðu farið úr böndunum og aukakostnað- ur fallið á félagið en ekki komið fram nægilega snemma. Eftir að ráðinn hefði verið bandarískur sér- fræðingur að félaginu hefði náðst vald á vandamálunum og í ágúst eða september 1985, ársfjórðungi fyrir gjaldþrot, hefði verið búið að skjóta traustum rótum undir framtíð Atlantshafssiglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.