Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 26
Skíðalyftur opnaðar ALLAR lyftur I Hlíðarfjalli verða opnaðar í dag, ef veður reynist skaplegt, og verða þær í gartgi til kl. 17 i dag og einnig á sama tíma á morgun, sunnudag. Þá verður opið eftir hádegið alla virka daga. Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur Skfðastaða sagði í gær að frekar .leiðinlegt veður hefði verið í fjallinu og því hefði ekki verið unnt að ljúka öllu því sem gera átti útivið. „Það er ágætis skíðafæri héma, en þó er ástæða til að biðja fólk að fara varlega því enn stendur þúfa og þúfa upp úr,“ sagði ívar. Leikfélag Akureyrar: Vonir bundnar við að framlag rfldsins hækki um fímm mflljónir Framlag bæjarins áætlað 16,5 milljónir króna „ÞAÐ liggur fyrir að við munum ekki leggja upp iaupana, eins og jafnvel var útlit fyrir í byrjun árs,“ sagði Sigurður Hróarsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyri. Svokallaður afinælissamn- ingpir, sem gerður var á 125 ára aftnæíi Akureyrarbæjar 1987 og kvað á um ákveðnar greiðslur ríkis og- bæjar til félagsins, rann út um áramót og hefúr hann enn ekki verið endurnýjaður. Á fjárlögum var gert ráð fyrir rúmlega 12 milljónum króna til Leik- félags Akureyrar og í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ er gert ráð fyri 16,5 milljón króna framlagi til félagsins. Sigurður Hróarsson átti fund með Svavari Gestssyni menntamálaráð- herra fyrir skömmu og sagði að hann væri bjartsýnn eftir þann fund. Fyrir dyrum stæði að gera nýjan samning við ríki og bæ á nýjum forsendum. „Við gerum okkur þær vonir að framlag ríkisins til okkar - verði ámóta og það sem bærinn veit- ir og það mun þýða að við þurfum að minnsta kosti ekki að loka,“ sagði Sigurður. Hann sagði þó að verið gæti að starfsemin myndi eitthvað dragast saman, en verið væri að skoða ýmsar leiðir til að koma í veg fyrir að af því yrði. „Ég hef orðið var við mikinn vel- vilja og skilning á meðal ráðamanna á að halda húsinu opnu og að hér verði öflug starfsemi,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði að vonir væru bundn- ar við það að í nýjum samningi um framlög ríkis og bæjar til LA yrði framlag ríkisins hækkað um allt að 5 milljónir króna og væri það nú til athugunar hjá menntamálaráðherra hvort af gæti orðið. Góð aðsókn á árlegum styrktartón- leikum sjóðsins er mikil hvatning fyrir þá nemendur sem koma fram og forsenda þess að unnt sé að veita styrki úr sjóðnum á hverju ári. Tekið er á móti fijálsum fram- lögum við innganginn, en til fjáröf 1- unar eru einnig seld minningarkort í Bókvali og í tónlistarskólanum. Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur var stofnaður 1973 og hefur hann að markmiði að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistar- skólanum á Akureyri til framhalds- náms, en nú þegar hafa yfir 20 nemendur notið styrkja úr sjóðnum. Styrktartónleikar í tónlistarskólanum STYRKTARTÓNLEIKAR fyrir Minningarsjóð Þorgerðar S. Eiríks- dóttur verða haldnir á sal Tónlistarskólans á Akureyri sunnudaginn 28. janúar kl.17. Á tónleikunum koma fram kennarar og nemendur á efstu stigum skólans. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, meðal efnis má nefna Reverie eftir Debussy, Sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal, Tríó fyrir flautu og píanó eftir Ces- ar Cui, Tríó í a-moll op._ 114 eftir Jóhannes Brahms og Óperuaríur eftir Verdi og Puccini. Endurheimta fjárhagslegt og persónulegt sjálfstæði Árangur tilraunarinnar jákvæður, segir Halldór S. Guðmundsson forstöðumaður TILRAUN í þá átt að skapa ein- staklingum sem dvelja á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík meira íjárhagslegt og persónulegt sjálfstæði hefur nú staðið yfir í sjö mánuði. Tilrauninni átti að ljúka um áramót, en forráðamenn Dal- bæjar hafa sótt um að hún verði framlengd. Árangur þessarar til- raunar þykir jákvæður og er nú fyrirhugað að gera myndband þar sem daglegu lífi þess fólks sem þátt hefúr tekið í tilrauninni eru gerð skil. Halldór S. Guðmundsson forstöðu- maður Dalbæjar sagði að tilraunin hefði lotið að því að reyna að finna út hvort einstaklingur inni á dvalar- heimili gæti búið á sem líkastan hátt og um væri að ræða þjónustuíbúðir og á þann hátt endurheimt persónu- legt og fjárhagslegt sjálfstæði. Fimm einstaklingar tóku þátt í þessari til- raun. Verið er að vinna að gerð skýrslu um helstu niðurstöður til- raunarinnar og verður hún send ráðuneýti. Halldór sagði að niðurstöður til- raunarinnar væru jákvæðar, ein- staklingarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og finnst þeir hafa meira hlutVerki að gegna en því að vera einungis þiggjendur þjónustu inni á stofnun. Nokkuð misjafnt er á milli einstaklinga á hvern hátt þeir taka þátt í þessari tilraun, þannig sjá sumir sér sjálfir fyrir mat og sinna heimilisstörfum, en aðrir hafa keypt fæði hjá Dalbæ, eða fengið heimilishjálp. „Þessi hugmynd fékk strax já- kvæðar undirtektir meðal íbúanna og árangurinn af þessum mánuðum sem tilraunin hefur staðið er ánægju- legur. Við höfum farið eftir þeim ákvæðum í lögunum að veita ein- staklingsbundna þjónustu, sem taki mið af þörfum hvers einstaklings og er veitt á sem hagkvæmastan hátt,“ sagði Halldór. Sótt hefur verið um framlengingu á þessu verkefni, sem Halldór segir að megi líta á sem þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Fyrirhugað er að gera myndband sem sýnir þátttakendur í verkefninu við dagleg störf og vonast er til að hægt verði að sýna það í sjónvarpi og á öðrum dvalarheimilum til kynn- ingar. Á Dalbæ eru 44 vistmenn á tveim- ur deildum, hjúkrunardeild og al- mennu dvalarheimili. Þá er einnig rekin þar dagvistun fyrir aldraða Dalvíkinga og félagsstarf við heimil- ið er öflugt. Dalbæingar fagna nú tíu ára vígsluafmæli heimilisins, en það var formlega vígt í janúar fyrir tíu árum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þær Kristín Stefánsdóttir, Kristín Júlíusdóttir og Ása Þórólfsdóttir hafa tekið þátt í tilraun sem staðið hefúr yfir á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík síðustu mánuði og miðar að því að íbúar dvalarheimila endurheimti fjárhagslegt og persónulegt sjálfstæði sitt þó þeir búi inni á stofnun. Tilraun á Dalbæ á Dalvík: Húsbréfakynn- ing á Akureyri og Ólafsfirði HÚSNÆÐISSTOFNUN og Byggingaþjónustan halda byggingardaga á Akureyri og Ólafsfirði dagana 3. og 4. febrúar næstkomandi og verður sérstök áhersla á kynningu húsbréfakerfis. Laugardaginn 3. febrúar verður kynningin á Akureyri og sunnudaginn 4. á Ólafsfirði. Sigurður Geirsson deildarstjóri húsbréfadeildar Húsnæðisstofn- unar segir að hér sé, um sérs- takt verkefni að ræða í sam- vinnu við ráðgjafafyrirtækið Byggingaþjónustuna. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort slíkar kynningar muni fara fram víðar á landinu. ALLT STAKAR S06UR ásötgáfan FAANLEGAR 4 f PAKKA A KR. 1.750,- Ert þú búin(n) að fá r bækur? t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ÁSTRfÐAR S. JÚLÍUSDÓTTUR, Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki sjúkráhúss Keflavíkur fyrir frábæra hjúkrun og kærleiksríka umönnun undanfarin ár. Júlíus Einarsson, María Ögmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefanía L. Erlingsdóttir, Bjarni Einarsson, Ingibjörg Erlingsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU MAGNÚSDÓTTUR, Meðalholti 5, síðast búsett á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Dúna Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.