Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Guoparsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Olafur Ragnar og ógnarstj órnin í Rúmeníu au ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráð- herra og formanns Alþýðu- bandalagsins, að líkja mætti meirihlutastjórn Sjálfstæðis- manna í Reykjavík við valda- kerfi kommúnista í Austur- Evrópu og þá ekki sízt ógnar- stjórn hins fallna einræðisherra í Rúmeníu og að Davíð Odds- son, borgarstjóri, væri valda- maður af sama tagi og ríkt hafa í Austur-Evrópu, hafa vak- ið reiði meðal fólks. Það er lág- kúrulegt orðagjálfur af þessu tagi, sem veldur því hvað sumir stjórnmálamenn njóta lítillar virðingar meðal almennings. Hins vegar gefa þessi um- mæli Ólafs Ragnars tilefni til að ítreka þær kröfur, sem bæði hafa komið fram hér í Morgun- blaðinu og annars staðar, að Alþýðubandalagið og forystu- sveit þess geri upp við fortíð sína og upplýsi hispurslaust hver tengsl Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins hafa verið við kommúnistaflokkana í Austur-Evrópu. Og vegna þess, að formanni Alþýðubanda- lagsins er tamt að tala um rúm- enska einræðisherrann er ekki úr vegi, að hann byiji á útskýr- ingum sínum þar. Nokkrum árum eftir að Ceausescu kom til valda í Rúm- eníu tók Alþýðubandalagið upp meiri tengsl við kommúnista- flokkinn í Rúmeníu en áður. Þessi tengsl komu m.a. fram í því, að þáverandi formaður Al- þýðubandalagsins, Ragnar Arn- alds, núverandi þingmaður Al- þýðubandalagsins, var tíður gestur í Rúmeníu og sótti þar mannamót. Jafnframt fóru ýmsir aðrir forystumenn Al- þýðubandalagsins í ferðir til Rúmeníu og nutu gistivináttu kommúnista þar. Það er tíma- bært, að Ólafur Ragnar Grímsson upplýsi íslenzku þjóð- ina um þessi tengsl. Samband Alþýðubandalags- ins við Rúmeníu er hins vegar aðeins lítill kapítuli í sögu sam- skipta þess flokks og forvera hans, Sósíalistaflokksins, við kommúnistaflokkana í Austur- Evrópu. Það er tími til kominn, að Alþýðubandalagið leggi spil- in á borðið og upplýsi tengsl Sósíalistaflokksins við Austur- Þýzkaland, sem voru mikil og náin fyrir þremur áratugum. Þar þarf að gera grein fyrir ferðum námsmanna til Austur- Þýzkalands á þeim árum og þeim kostnaði, sem greiddur var fyrir þá, ýmist af kommúnista- flokknum þar eða austur-þýzka ríkinu. Ennfremur er eðlilegt að upplýsa um viðskiptatengsl fyrirtækja sósíalista við Aust- ur-Þýzkaland og raunar önnur ríki í Austur-Evrópu og þann fjárhagslega hagnað, sem af því leiddi. Samband Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsjns við kommúnistaflokkinn í Sov- étríkjunum er kjarni þessarar sögu. Ólafur Ragnar Grímsson, sem hefur státað af því að kom- ast lengra inn fyrir Kremlar- múra en aðrir íslendingar ætti að eiga auðvelt með að upplýsa þásögu. Islenzka þjóðin á að sjálf- sögðu kröfu á, að þessi tengsl verði afhjúpuð og upplýst að fullu. En þar að auki er það skynsamlegt fyrir Alþýðu- bandalagið sjálft að hafa fj'um- kvæði um að leggja þessar upp- lýsingar fyrir þjóðina. Ástæðan er einfaldlega sú, að eins og þróunin er í Austur-Evrópu, verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða, að öll skjöl um samskipti kommúnistaflokk- anna innbyrðis verði gerð opin- ber í þessum ríkjum. Þá verður auðvelt að afla upplýsinga um samskipti kommúnistaflokk- anna í Austur-Evrópu við Sósí- alistaflokkinn og Alþýðubanda- lagið. Ólafur Ragnar Grímsson ætti að temja sér meiri hófsemi í málflutningi. Það er aðeins einn stjórnmálaflokkur í þessu landi, sem þarf að gera hreint borð gagnvart sjálfum sér og öðrum vegna tengsla við ógnarstjórnir kommúnista í Austur-Evrópu. Það er sá stjórnmálaflokkur, sem hann er formaður fyrir. Krafan um uppgjör við fortíðina af hálfu Alþýðubandalagsins verður stöðugt háværari. Þeim mun oftar, sem Ólafur Ragnar gerir hróp að lýðræðissinnum í þessu landi og líkir þeim við einræðisherra kommúnistanna í austri, þeim mun harðari verða kröfurnar um uppgjör af hálfu hans sjálfs og flokks hans. a 2$ Búsorgir og mýra- ljós vinstri flokkanna eftir Þorstein Pálsson Talsmenn Alþýðubandalagsins hanga eins og í lausu lofti um þess- ar mundir. Augljóst er að þeir virð- at ekki átta sig á því hvernig bregð- ast eigi við endanlegu falli sósíal- ismans. Uppgjörið við fortíðina vefst fyrir þeim. Allt staðfestir þetta hið augljósa pólitíska tilgangsleysi Alþýðubandalagsins. Það er hálf aumkunarvert þegar formaður í stjórnmálaflokki eins og Alþýðubandalaginu, sem barist hef- ur fyrir sósíalisma í áratugi, reynir að heimfæra sósíalíska ógnarstjóm í Austur-Evrópu yfir á Sjálfstæðis- flokkinn. Fram til þessa hefur það verið helsta ádeiluefni sósíalista á sjálfstæðismenn að þeir væru of fijálslyndir. Hitt var dálítið broslegt þegar formaður Alþýðubandalags- ins reyndi að þvo.hendur sínar með því að halda því fram að í raun réttri væri hann ennþá framsóknar- maður og hefði alltaf verið. Hvers vegna fór hann þaðan? Tilgangslaus framboð Þessi pólitíski vandi Alþýðu- bandalagsins kemur engum á óvart. Það er á hinn bóginn athyglisvert að forystumenn Alþýðuflokksins virðast vera mjög uppteknir við það um þessar mundir að taka inn á sig þann vanda sem sósíalískir flokkar standa frammi fyrir eftir uppgjörið austantjalds. Til skamms tíma hefur Alþýðuflokkurinn þó ekki starfað á þann veg að hann þurfi nú að fá innantökur vegna hruns sósíalismans. En forystu- mönnum Alþýðuflokksins virðist vera mjög umhugað um að taka þær búsorgir á sig. Formenn A-flokkanna hafa lýst því yfir að með öllu sé tilgangs- laust fyrir flokka þeirra að bjóða fram í Reykjavík. Formaður Al- þýðuflokksins komst þannig að orði að eflaust myndu einhveijir „lufs- ast“ til að „henda atkvæðum" á frambjóðendur A-f lokkanna (Sigur- jón Pétursson og Bjarna P. Magnús- son) en það komi að engu gagni. Þessi nöfn eru ugglaust ekki nefnd fyrir þá sök að frambjóðendur A- flokkanna séu iakari í Reykjavík en annars staðar. Auðvitað er jafn gagnslaust að kjósa frambjóðendur þeirra í Hafnarfirði og Keflavík, á Akureyri og ísafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum, svo dæmi séu nefnd. En samfylkingartalið er sviðsett nú til þess m.a. að búa í haginn fyrir tilgangslausa vinstri flokka og í þeirri von að með því móti megi framlengja líf tilgangslausrar vinstri stjórnar eftir næstu alþingis- kosningar. Kjósendur fá fyrst tæki- færi til þess að svara slíkum hótun- um í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Og þar er hvert atkvæði jafn mikilvægt hvort heldur er í Reykjavík eða á iandsbyggðinni. Eiga skattgreiðendur að kaupa upp ríkiseinokun? Á sama tíma og aðilar vinnu- jnarkaðarins eru uppteknir vikum saman við það að freista þess að búa hér nýjan þolanlegri efnahags- grundvöll, þrátt fyrir ríkisstjórnina, eru ráðherrarnir uppteknir. við gæluverkefni af ýmsu tagi. Eitt af þessum gæluverkefnum eru fyrir- huguð kaup ríkisins á meirihluta í íslenskum aðalverktökum. Að ein- hveiju leyti stendur sá áhugi í tengslum við björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga, sem eru þess eðlis að þær mega hvergi koma upp á yfirborðið og alls ekki ræð- ast á Alþingi íslendinga. Landsfundir Sjálfstæðisf lokksins hafa margsinnis á undanförnum - árum ályktað í þá veru að verktaka- starfsemi á Kef lavíkurflugvelli ætti að vera fijáls. Um stefnumörkun af því tagi hefur á hinn bóginn ekki náðst meirihlutasamstarf á Alþingi. Bæði Framsóknarflokkur og Alþýðuf lokkur hafa ótvírætt vilj- að halda áfram þeirri einokunarað- stöðu sem ríkt hefur á þessu sviði. Þessi einokunaraðstaða var eðli- leg á þeim tíma sem verklegar framkvæmdir hófust á Keflavíkur- flugvelli. En tímarnir hafa breyst og nú eigum við nokkur öflug og sterk verktakafyrirtæki sem ráða við slík verkefni og þá er eðlilegt að gera breytingar og koma málum í það horf sem almennt tíðkast í viðskiptum varðandi verklegar framkvæmdir. En forystumenn A-flokkanna og Fi-amsóknar sjá hina nýju tíma í mýraljósi. Þeir hafa með öðrum orðum í hyggju að borga stórfé fyrir einokunaraðstöðu sem ríkið sjálft hefur búið til. Og að sjálf- sögðu ætla þeir ekki að borga úr eigin vasa heldur nota eignir og peninga skattborgaranna í þessum tilgangi. Orki það tvímælis að við- halda einokuninni hlýtur það að keyra út yfir allan þjófabálk að ætla að nota peninga eða eigur skattborgaranna til þess að ná meirihluta í fyrirtæki sem hefur einokun á grundvelli einhliða ákvörðunar ríkisvaldsins. Svo virðist sem öll orka og allur tími ráðherranna í núverandi ríkis- stjórn fari um þessar mundir í mál af þessu tagi. Þeir virðat alfarið hafa varpað ábyrgðinni af stjórn efnahagsmála yfir á aðila vinnu- markaðarins. Flestum er auðvitað ljóst að þeim er betur treystandi en ríkisstjórninni á því sviði. Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá staðreynd. En sú viðurkenning réttlætir ekki vinnubrögð af því tagi sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Enn lætur Framsókn „smyglið" viðgangast Athuglisverðar umræður fóru fram á Alþingi í vikunni um stefn- una í vaxta- og peningamálum. Til- efni þeirra umræðna var frumvarp um skipan þeirra mála sem Eggert Haukdal hefur flutt nokkrum sinn- um á Alþingi og endurflutti nú. Núverandi skipan vaxtamála byggir á löggjöf sem sett var í við- skiptaráðherratíð þeirra Matthíasar Á. Mathiesen og Matthíasar Bjarna- sonar. Sú löggjöf er umfangsmikil og byggð á nútímaviðhorfum um stjórn og skipan banka- og peninga- mála. Hún var samþykkt í sam- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks og naut fulltingis Al- þýðuflokksins í f lestum megin efn- um. Þorsteinn Pálsson „Naftivextir viðskipta- bankanna hafa verið óhóflega háir í byrjun þessa árs miðað við verðbólgu. Vera má að bankarnir hafi farið hægar í sakirnar en efni hafa staðið til við lækk- un naftivaxtanna að undanförnu til þess að sýna aðilum vinnu- markaðarins að þeir meti þá ábyrgu afstöðu sem þar hefur verið sýnd.“ Framsóknarmenn hafa á hinn bóginn verið í allsheijar styijöld gegn þessari löggjöf sem sett var undir stjórnarforystu Steingríms Hermannssonar. Fyrir skömmu sagði dagblaðið Tíminn í forystu- grein að sjálfstæðismenn hefðu „smyglað“ þessari viðamiklu lög- gjöf inn á Framsóknarflokkinn á sínum tíma. Þeir virðast ekki hafa meira álit á foringjum sínum en svo að unnt sé að smygla stórum lagabálkum um viðskiptabanka og Seðlabanka framhjá ráðherrum og þingflokki framsóknarmanna. Annars staðar þættu það lélegir forystumenn sem létu slíkt yfir sig ganga gegn vilja sínum, jafnvel þótt fyrir liði „smygl- aranna" fari jafn harðskeyttir og liprir málafylgjumenn og Matthías Á. Mathiesen og Matthías Bjarna- son. En nú er ekki lengur við sjálf- stæðismenn að sakast. Núverandi ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur mikinn meirihluta á Alþingi. Þá vaknar auðvitað sú spurning hvers vegna þessi skelfi- lega ftjálshyggja, sem framsóknar- menn og fleiri segja að felist í nýju bankalöggjöfinni, er ekki afnumin. Hveijir standa í vegi fyrir því? Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki það góða sem hún segist vilja? Eða ætli það sé svona í þessu stjórnar- samstarfi að samstarfsmenn Fram- sóknar „smygli“ andstöðunni við breytingar á bankalöggjöfinni framhjá forystumönnum hennar? Raunvextir lækkuðu nokkuðu á síðastliðnu ári, alfarið á grundvelli markaðslögmála. Þrátt fyrir hávað- ann í talsmönnum ríkisstjórnarinn- ar um að beita handafli var það aldrei gert. Algengir raunvextir eru þó 7,5% í bönkum og frá 8% upp í 12%- á verðbréfamarkaði. Því miður eru ekki horfur á frekari lækkun raunvaxta. En það eru raunvextirn- ir sem máli skipta bæði fyrir spar- endur og lántakendur. í greinargerð Seðlabankans sem birt var við lok síðastliðins árs seg- ir svo: „Enginn vafi er á því að rekja má betra jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar lánsfjár til þeirra háu raunvaxta sem voru í gildí, einkum á árinu 1988. Með betra jafnvægi fór þegar á síðari hluta þess árs að koma fram til- hneiging til lækkunar á markaðs- vöxtum og hefur hún haldið áfram á þessu ári.“ I sömu skýrslu Seðlabankans kemur á hinn bóginn fram að raun- vextir af lánum sjávarútvegsins < þyngdust mjög á árinu 1989 frá því sem var 1988. Þeir hækkuðu miðað við innlent verðlag úr 10,8% í 13,3%. Fjármagnskostnaður sjáv- arútvegsins jókst því verulega á þessu fyrsta heila starfsári félags- hyggjuríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. En áður var það helsta umkvörtunarefni forystu- manna Framsóknarflokksins í sam- starfi við sjálfstæðismenn hversu hár fjármagnskostnaður sjávarút- vegsins var og fijálshyggjumönnum kennt um. Engar ræður eru fluttar af þessu tilefni nú um Rómarbrenn- ur og fjármagnsófreskjur. Nýr vaxtatónn hjá launþegaforystunni Aðilar vinnumarkaðarins eru að ræða endurnýjun kjarasamninga. Vaxtamál hafa mjög verið til um- ræðu á þeim vettvangi. Athyglis- vert er að samstaða virðist vera með atvinnurekendum og forystu- mönnum launþega að gera einungis kröfu til þess að nafnvextir lækki með lækkandi verðbólgu. Með öðrum orðum: Þessir aðilar virðast vera sammála um að láta markaðsákvarðanir á vöxtum vera ráðandi. í markaðskerfi lækka nafnvextir sjálfkrafa með lækkandi verðbólgu. Áf hálfu þessara aðila hefur ekki verið rætt um lækkun raunvaxta frá því sem nú er. For- ystumenn launþega hafa ekki, eins og svo oft áður, rætt um að upp- ræta verðbréfamarkaðinn eðá gert kröfu um að lækka með handafli þá raunvexti sem þar ríkja. í þessari afstöðu forystumanna launþega og atvinnurekenda felst mikil viðurkenning á þéirri skipan mála sem ákveðin var með nýju bankalöggjöfinni. Þetta sýnir einn- ig það raunsæi og þá ábyrgð sem liggur að baki þeirri vinnu sem nú fer fram á vettvangi vinnumarkað- arins. Talsmenn ríkisstjómarflokk- anna mættu því taka sér þessa aðila til fyrirmyndar og eftirbreytni um margt. Nafnvextir viðskiptabankanna hafa verið óhóflega háir í byijun þessa árs miðað við verðbólgu. Vera má að bankamir hafi farið hægar í sakirnar en efni hafa staðið til við lækkun nafnvaxtanna að undan- förnu til þess að sýna aðilum vinnu- markaðarins að þeir meti þá ábyrgu afstöðu sem þar hefur verið sýnd. Nái þeir árangri á svokallaðri „núll lausn“ geta bankarnir stigið stærra skref í einu til nafnvaxtalækkunar þegar kjarasamningar verða undir- ritaðiri Meiri samstaða en sýnist Ríkisstjórnin tekur nú fullan þátt í viðræðum um að tengja ísland við þá löggjöf sem Evrópubandalagið hefur ákveðið að gilda skuli um innri markað þess. Þar er m.a. gert ráð fyrir fijálsum fjármagnsflutn- ingi og fijálsri bankastarfsemi. Ljóst er að ríkisstjórn sem tekur þátt í slíkri samningsgerð setur ekki samtímis á handaflsstýringu varðandi vaxtaákvarðanir. Þess vegna er spurning hvort ekki sé kominn tími til þess að tals- menn Framsóknarflokksins og ríkisstjómarflokkanna viðurkenni í orði það sem þeir í raun og vem eru að viðurkenna á borði. Aðrir aðilar hafa gert það eins og forystu- menn launþega og vinnuveitenda í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú fara fram. Núverandi löggjöf um vaxtaákvarðanir tryggir best að það jafnvægi skapist til lengdar að sparnaðar aukist og fyrirtæki og einstaklingar ráði við að ávaxta spamaðinn. Kjarni málsins er þó sá, að í fram- kvæmd er miklu meiri samstaða um þá nýskipan þessara mála, sem ákveðin var fyrir fáum árum, en ýmsir vilja vera láta. Og hvers þarfnast þjóðin nú fremur en raun- sæis og samstöðu? Það er fátt, nema ef vera skyldi bjartsýni. Höfiindur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Samstarfsnefiid um stjórnun fiskveiða: Fulltrúar FFSÍ, VMSÍ og þriggja stj ómmálaflokka skrifa ekkí undir Kvía- bryggja lagfærð Kvíabryggja í Þorlákshöfn, sem lyftist upp í stormflóðunum í byij- un mánaðarins, hefur nú verið keyrð niður og jöfnuð þannig að bátar geti haft viðlegu við hana. Bi-yggjan er talin ónýt, og er ekki álitið að hún þoli kviku í höfn- inni. Á mánudagin verða væntan- lega teknar ákvarðanir um hvern- ig unnið verður að endurbótum á þeim mannvirkjum í Þorlákshöfn sem eyðilögðust í stormf lóðunum. Markaðssetning íslands á Bretlandi: Tillögum breskra aðila vel tekið STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra gerir ráð fyrir að skipa nefnd strax eftir helgi, sem á að vinna að því að kynna ímynd Islands erlendis í samvinnu við breska fyrirtækið Forum. Hugmyndin er að hrinda af stað samræmdu og sameinuðu kynningarátaki og verða fúlltrúar fyrirtækja og stofhana hagsmunaaðila skipaðir í nefnd- ina. Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins kemur væntanlega til Islands í næstu viku, en að sögn forsætisráðherra er mikilvægt að heljast þegar handa með heimsókn Bretadrottningar til íslands í júní í huga. SAMSTARFSNEFND um stjórnun fiskveiða lauk störfum í gær og verður álit nefndarinn- ar lagt fyrir Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra á mánudag. Ekki náðist eining um álit nefhdarinnar. Fulltrúar Á fimmtudag og fostudag til- kynntu íslensk 36 skip um sam- tals 21.050 tonna loðnuafla. Á fimmtudag tilkynntu þessi skip um afla: Háberg 650 tonn til Grindavíkur, Þórshamar 570 til Njarðvíkur, Kap II 680 til FIVE, Albert 730 til Neskaupstaðar, Bergur 520 til Neskaupstaðar, Sunnuberg 640 til Grindavíkur, Skarðsvík 640 til Raufarhafnar, Dagfari 530 til Hafsíldar, Jón Finnsson 850 til Eskifjarðar, Hilm- ir 1.150 til Seyðisfjarðar, Guð- mundur Ólafur 500 til Neskaup- staðar, Erling 450 til Eskifjarðar, Fífill 530 til Neskaupstaðar, Húna- röst 780 til Hornafjarðar, Súlan 520 til Neskaupstaðar, Sjávarborg 750 til Seyðisfjarðar, Rauðsey 350 til Seyðisfjarðar, Þórður Jónasson 350 til Eskifjarðar, Pétur Jónsson Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, Verkamannasam- bands íslands og þriggja stjórn- málaflokka, Borgaraflokks, Kvennalista og Samtaka um jafhrétti og félagshyggju, skrif- uðu ekki undir nefhdarálitið, en 1.000 til Þórshafnar og Huginn 580 til Seyðisfjarðar. Á föstudag tilkynntu þessi skip um afla: Guðrún Þorkelsdóttir 720 tonn til Eskifjarðar, Guðmundur 870 til FES, Bjarni Ólafsson 900 til Eskifjarðar, Grindvíkingur 780 til Hafsíldar, Jón Kjartansson 750 til Eskifjarðar, Fífill 380 til Seyðis- fjarðar, Örn 400 til Eskifjarðar, Keflvíkingur 400 óákveðið hvert, Hákon 800 til Seyðisfjarðar, Höfr- ungur 700 til Neskaupstaðar, Júpíter 1.000 til Eskifjarðar, Björg Jónsdóttir 350 til Seyðisfjarðar, Börkur 350 til Seyðisfjarðar, Svan- ur 350 til Seyðisfjarðar, Hólma- borg 100 til Eskifjarðar og Kef lvík- ingur 30 tonn til Seyðisfjarðar. Skrifstofa Loðnunefndar er opin virka daga frá klukkan 8 til 17. Þess á milli fást upplýsingar um loðnuafla í símsvara 91-22204. skiluðu þó bókunum með at- hugasemdum um frumvarp um stjórnun fiskveiða. „Það eru nokkuð margar bókan- ir sem fylgja, þar sem menn gera grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ segir Kristján Skarphéðinsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Hann segir ágreininginn einkum vera um þau ákvæði frumvarpsins sem heimila framsal veiðiheimilda, sér- staklega af hálfu FFSÍ. Þá er einn- ig ágreiningur um tengingu veiði- heimilda við byggðarlög og fisk- vinnslustöðvar og ekki var eining um hvernig skyldi haga sölu fersk- fisks til útlanda. Framangreindir fimm aðilar skrifuðu ekki undir nefndarálitið, en aðrir undirrituðu með ýmsum fyrirvörum. Þar á meðal þingmenn sem áskildu sér allan rétt til at- hugasemda þegar umræður verða um frumvarpið á Alþingi. Guðmundur H. Garðarsson, Sjálfstæðisflokki, lagði fram svo- hljóðandi bókun: „Þrátt fyrir það, að ekki hefur tekist heildarsam- komulag í ráðgjafarnefndinni um tillögur að frumvarpi til laga um fiskveiðistjórnun, er núgildandi lög falla úr gildi, get ég fallist á að afgreiða málið úr nefndinni. Nauðsynlegt er að sjávarútvegs- ráðherra leggi fram á Alþingi frumvarp til laga um fiskveiði- stjórnun sem fyrst. sjálfstæðis- flokkurinn mun taka afstöðu til þess frumvarps, sem ráðherra mun væntanlega leggja fram á Al- þingi, þegar þar að kemur.“ Helstu nýmæli frumvarpsins eru, eins og fram hefur komið, að veiðitímabilið verður fært til, þannig að í stað þess að miðast við áramót hefst það 1. september ár hvert og lýkur 31. ágúst. Þá er gert ráð fyrir að mun færri atriði verði ætluð ráðherra til ákvörðunar, heldur en er í núgild- andi fiskveiðilögum, lögin verði ótímabundin, útgáfa veiðileyfa verði eifölduð verulega, óheimilt verði að fjölga fiskveiðiskipum, sóknarmark verði afnumið, kvótaálag vegna útflutnings ferskfisks, það er þorsks og ýsu, verði 20% í stað 15% nú, að færa megi 20% afla á milli ára í stað 10% nú, kostnaður við veiðieftirlit verði að hálfu greiddur af útgerð- inni, veiðikvóti verði framseljan- legur, bæði varanlegur kvóti og árlegur, að leita skuli umsagnar heimamanna þegar framselja á kvóta, skylt verði að tilkynna með minnst mánaðar fyrirvara með auglýsingu í lögbirtingablaðinu þegar selja á fiskiskip og/eða var- anlegan veiðikvóta. Þá er í frumvarpinu bráða- birgðaákvæði þess efnis nefnd verði skipuð til að endurskoða vikt- un af la, sem f luttur er út í gámum. Breska fyrirtækið Forum lagði fyrir skömmu fram ítarlegar tillög- ur um markaðssetningu íslands á Bretlandi. I skýrslunni er verkefn- inu skipt í þijá meginþætti og áætl- anir gerðar um hvern þeirra. Skammtímamarkmið, sem þegar verði hleypt af stokkunum í tengsl- um við heimsókn Bretadrottningar til íslands í júní, eru tíunduð, greint er frá markmiðum til nokkuð lengri tíma, þar sem nýta á upplýsingar og árangur í sambandi við heim- sóknina, og langtímamarkmiðum til fimm ára, sem byggja á velgengni þess sem áður hefur verið gert. Forsætisráðherra sagði að tillög- ur Bretanna væru mjög áhugaverð- ar og hefðu fengið jákvæðar undir- tektir hjá innlendum aðilum, sem vinna að kynningu og eins hjá ríkis- stjórninni. Samt sem áður þyrfti að ræða þær vel með tilliti til þess að ýmsir innlendir aðilar eins og Útflutningsráð, Ferðamálaráð og Flugleiðir starfa á þessu sviði og hafa ráðstafað peningum í því skyni, en tillögur Bretanna væru þess efnis að þeir önnuðust allt saman sjálfir. Steingrímur sagðist vilja skoða þessi mál á breiðari grundvelli en tillögur Bretanna bera með sér. „Á þessu sviði eru ótrúlega miklir vaxt- armöguleikar ef við skipuleggjum þá rétt og gerum þetta af fyrir- hyggju,“ sagði hann og taldi rétt að leggja áherslu á nánara sam- starf við Bretana, sem þekktu að- stæður hér mjög vel og hefðu sýnt málinu mikinn áhuga, sem væri mjög mikilvægt. Forsætisráðherra skipaði fyrir rúmu ári ráðgjafarnefnd ríkisins og einkaaðila til' að undirbúa sérstakt kynningarátak íslands á sviði mark- aðs- og sölumála og ferðamála. Nefndin hafði náið samstarf við Forum, en lauk störfum s.l. haust. 36 skip með 21 þús- und tonna loðnuafla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.