Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 Sjúklingaskattur hinn nýi eftir Friðrikku Sigurðardóttur Nú eru boðaðar nokkrar breyt- ingar í samskiptum lækna og sjúkl- inga. í stuttu máli beinast þær a því að auka miðstýringu og refsa þeim er ekki vilja hlíta forsjá stóra bróður. Óvinsælt kerfi endurreist Sá siður tíðkaðist lengi hérlendis að almúgi átti þess ekki kost að leita til sérfræðinga í læknisfræði, nema hann hefði í höndum bréf frá heilsugæslulækni sínum. Þetta kerfi varð smám saman óvinsælt. Kom þar margt til, meðal annars það að sérfræðingum fjölgaði og þeir opnuðu sameiginlegar mið- stöðvar sem buðu fjölbreytta þjón- ustu. Þá var það einnig talsvert útbreidd skoðun að heilsugæslu- læknar væru mjög misfúsar til þess að senda sjúklinga til sérfræðinga. Sumir gerðu það ávallt þegar ástæða var til, öðrum hætti til þess að draga það von úr viti, öllum til tjóns. Spónn úr aski? Sæmilegur friður var í fyrstu um hið nýja kerfi. Þó bar fljótt á því að nokkrir heilsugæslulæknar undu því illa að- sjúkiingar þeirra sneru sér beint til sérfræðinga, án þess að koma fyrst til þeirra. Engum getum skal leitt að því hvers vegna þessi óánægja hefur komið fram, en vissulega kunna einhveijir að hafa misst þarna spón úr aski sínum. Sjálfsagt hefur sú óánægja átt sinn þátt í því að leggja á nú sérstakan sjúklingaskatt á þá sem vilja snúa sér beinttil sérfræðinga. Lifí stóri bróðir! Nú virðist ákveðið að taka mið- stýringarkerfið upp að nýju. Yfirskinið er meðai annars þetta: „Almenningur er ekki alltaf besti dómarinn um það hvaða sérfræð- ingur sé best hæfur að líta á tiltek- ið vandamál" (úr viðtali við aðstoð- arlandlækni á dögunum). Vissulega er það rétt að sjúklingar eru ekki álltaf bestu dómararnir á þessu sviði, en fólk hefur átt valkost, sem stóri bróðir sér ofsjónum yfir. Það hefur mátt fara til sérfræðings að eigin frumkvæði. Því á nú að taka tilvísunarkerfið upp að nýju. Að vísu í svolítið breyttri mynd. Fólk má áfram fara til sérfræðings án tilvísunar, en þá skal því líka refsað. Það á að greiða allt að helmingi af öllu sem gert er fyrir það, upp að 5.000 krónum í hvert skipti, í sekt fyrir slíkt at- hæfi. í sumum tilfellum verður samt ódýrara að greiða sektina en lúta stóra bróður. Það á einkum við fólk úti á landi, sem getur þurft að fara lengri leið til þess að ná í tilvísun en svo að það borgi sig. Eitt af furðuákvæðunum í nýju tilvísunarreglunum er það að á ákveðnum tímafresti skal sjúkling- ur fá nýja tilvísun frá heilsugæslu- lækni til sérfræðingsins. Sem sagt: Heilsugæslulæknir sendir sjúkling til sérfræðings, væntanlega vegna þess að hann er haldinn sjúkdómi, sem sá fyrrnefndi telur sig ekki ráða við að lækna. En á ákveðnum fresti á hann samt að dæma um hvort sérfræðingurinn þurfi lengri tíma til lækninganna eða hvort nóg sé að gert. Sérfræðingnum er ekki trúandi til þess! Þessi sérviska getur kostað tuga kílómetra ferðalag fólks úti á landi, ef það vill losna við að greiða sjúklingaskatt hinn nýja. Samskipti ekki í lagi? í áðurnefndu viðtali við aðstoðar- landlækni kemur fram að hann tel- ur boðskiptum milli heilsugæslu- lækna og sérfræðinga ábótavant. Hann telur að allt of mikil brögð séu að því að upplýsingar um sjúkl- inga berist ekki milli þessara aðila og það geti bæði kostað mun meiri rannsóknir og einnig stuðlað að -óbætanlegum mistökum. Nú er þetta að vísu fyrst og fremst áfellis- dómur yfir þeim mönnum, sem eiga að stjórna heilbrigðiskerfinu, en „Getur verið að allar upphrópanirnar um há- ar tekjur og mikinn kostnað séu til þess að dylja þá staðreynd að fólk vill komast framhjá miðstýringunni sem sit- ur verkefhalítil effcir í húsbáknum sem byggð hafa verið án nægilegr- arar fyrirhyggju?“ látum það liggja milli hluta. Það alvariega er að þetta er að mörgu leyti rétt. En af hveiju? Sjálfsagt er skýringin að ein- hveiju leyti fólgin í trassaskap. En ég fullyrði að hann er ekki eina skýringin. Gæti það ekki líka verið að sjúklingur vildi ekki að heimilis- læknir vissi um komu sína til sér- fræðings. Trúnaðarbrestur? Af hveiju kemur þetta upp? Skýr- ingar eru margar. Meðal þeirra er það álit margra sjúklinga (með réttu eða röngu) að heilsugæslu- læknir vilji ekki að þeir leiti hjálpar hjá sérfræðingi, heldur vilji sjálfur annast þá lækningu sem sjúklingur- inn treystir honum ekki til að ann- ast. Þá kemur líka á stundum fram það sjónarmið, þegar um þá sjúk- dóma er að ræða sem fólk er sér- staklega viðkvæmt fyrir (einkum geðræna sjúkdóma) að það vill ekki að skýrslur um þá liggi frammi á • almennum heilsugæslustöðvum. Hér skal ekkert um það dæmt hvort nokkuð er hæft í þessum ótta sjúklinganna og óskir þeirra þar með réttmætar. Aðeins staðhæft að þessar óskir eru orsök sam- bandsleysis í talsverðum mæli. En hvort heldur sem er, þá er það graf- alvarlegt mál að þessi ótti þeirra skuli vera fyrir hendi. Fullkomið trúnaðarsamband er eitt af megin- skilyrðum þess að árangur náist af læknisstörfum. Það fólk sem teiur sig ekki njóta þess skal nú skatt- lagt. Að lokum skal á það bent' að mikill fjöldi fólks hefur engan heilsugæslulækni. Talið er að um 10 þúsund Reykvíkingar séu þannig settir. Nú er skylt að taka fram að margt af þessu fólki á þess kost að hafa slíka lækna en hefur trass- að það af ýmsum ástæðum, svo sem vegna kunningsskapar við lækna. Engu að síður er allstór hópur fólks sem ekki á þess kosta að fá heilsu- gæslulækna. Það fólk á í erfiðleik- um út af smæstu veikindum. Er nú líka rétt að skattleggja það ef það þarf að leita til sérfræðings? Forsjárhyggja fortíðar Forsjárhyggja er sem betur fer víðast á undanhaldi. Það er því furðulegt að hún skuli skjóta upp kollinum í íslenskum heilbrigðismál- um nú, einmitt þegar verið er að leggja hana af í þessum málum meðal nágranna okkar, sem sumir hveijir hafa þóst þurfa að hafa vit fyrir almenningi í öllum málum. Getur verið að allar upphrópanirnar um háar tekjur og mikinn kostnað séu til þess að dylja þá staðreynd að fólk vill komast framhjá miðstýr- ingunni sem situr verkefnalítil eftir í húsbáknum sem byggð hafa verið án nægilegrar fyrirhyggju? Breiðholtskirkja. Breiðholtskirkja: Kristniboðs- kynning Á morgun, sunnudaginn 28. jan- úar, verður í Breiðholtskirkju í Mjódd kynning á starfi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Munu hjónin Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjartan Jónsson, kristniboðar, ann- ast þessa kynningu, en þau eru nú í ársleyfi, eftir að hafa starfað í Kenýa í fjölda ára. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 og mun Valdís þá koma í heimsókn og segja börnunum frá, sýna mynd- ir og kenna söngva frá Kenýa. Guðsþjónusta verður síðan kl. 14. Mun sr. Kjartan þá prédika og barnakór kirkjunnar syngur. Að guðsþjónustunni Iokinni sýna þau síðan myndir frá kristniboðs- starfinu og svara fyrirspurnum. Einnig verður sýning á myndum og munum frá kristniboðsakrinum í anddyri kirkjunnar. Er það von okkar, að sóknarbú- ar, og aðrir þeir sem áhuga hafa, fjölmenni til kirkju þennan dag og kynni sér hið merka starf, sem unnið er á vegum íslensku kirkjunn- ar í Eþíópíu og Kenýa. Sr. Gísli Jónasson '■'\'• C.%lV''' /* ' ' '- /' * 1 - * x - V 1 " /;1'1" '' ' Z / .. s / s ~ J " 1 - ' i f,f'pi"-VV-ví?'''-1;'; V v'j'V’U.'o-v/VvV-;i -1V Vi 'S'rJr' i*—— v -)r':',-V-;-1;i-‘'J -11W-'-'t:. ^ ^ jjj jj^H ^ ^ ^ 4 ; j“v/ ' m < V-V-UuývíV' 20-50% ifátátUvi af öllum gjafavörum ii|f Dg húsgögnum í dag f|i| og næstu daga j® -il''i'.- r';-■ '-vi - f »s v -. '■p- 2 '/ \ >2 \> \' i' 7 *' - si' \ /_x iv-V/'v.'v'/r;''/' • - 2, \> - /j v í- v L s i s-j -(\17 \ v - , s '/ V \; x1 i • \í'>'/\ ''x'\7 C!:* ; i \ i •; v '/, - , i _ - J'i\, \ j /i , ;i \ - Ýf:'Y/ý-i'"'' í.v« ' \ C.v Z1 '' \7, 'f' - - \~% - \ - *,-1 / ~<' > J'-/\-'\'\ ,;\~ ;1 C- / '■//"- \ \\i\ '‘ Cvu'iV/ V ‘c/y//-. Cv\,v\V''_\,v'V >, J '^ /\\|.' 1;\\>\ 1*J \ • -S'i /, ' ;,•;'/• -;; r-i-- ’-'.Yív'- ■;\\-o Opió i dag, &&&##%% lougordogkl. 10-17 ||1®S|S '■ '\T' • \1 T/ - *,\ "'/"/ 's' ", 7 'L/'.'m' nm : húsmunaverslun ; ENGJATEIG 1 9 REYKJAVlK fl //S ú f f\/\\\V v sími 6 8 9.i 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.