Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27, JANÚAR 4 Slælega laun- uð lífgjöf Til Velvakanda. í upphafi íslandsbyggðar höfðu menn sér til matar kjöt af ýmsum skepnum. Fór svo um síðir með versnandi árferði að fremur lítið varð um kjöt af öðrum kvikindum en sauðkindum. Án þeirra hefði þjóð vor orðið aldauða, hvorki meira né minna. Við eigum því þessum lífgjafa okkar ærna skuld að gjalda. En hvernig höfum við rækt þá skyldu? Vægast sagt yfrið slorlega — farist það heldur kind- arlega, eins og merkur klerkur komst að orði forðum. í stað þess að éta kjöt sauðkinda sem sköru- legast, þessara réttbornu arftaka lífgjafa okkar — minnkar átið ár frá ári, þótt íslenskt kindakjöt sé besta kjöt í heimi að dómi sann- fróðustu manna, svo sem núver- andi landbúnaðarráðherra. En hann hefur kynnst fénaði aðskilj- anlegra landa, þar á meðal fræg- ustu sauðkindum veraldar — utan íslands að sjálfsögðu — þ.e. á Nýja-Sjálandi. Svo að síst skortir hann yfirsýn á þessu sviði. Hver sem lítur fjálglega ásjónu Steingríms Sigfússonar, allt frá höku að hnakka, slétta og glans- andi líkt og nýborinn barnsrass, skynjar þegar að fram af munni slíks manns gengur hvorki f laður né fleipur. Góðir íslendingar, hættum nú að kýla vambir vorar á kjöti svína og kjúklinga sem brugðust svo ómanneskjulega í okkar sárustu neyð — hreinlega dóu út! Setjumst heldur niður og snæðum sem hraustlegast kjöt sauðkinda, hám- um í okkur sem f lesta afkomendur þessara saklausu og ósíngjörnu kvikinda sem þraukuðu gegnum harðindi liðinna alda, nöguðu okkar ástkæru fósturmold niður í rót af seiglu og fórnfýsi, svo að við fengj- um lífi haldið allt til þessa dags. Með því einu getum við greitt þá vangoldnu þakkarskuld. Reisum nú sem fyrst veglega kapellu til heiðurs þessum látnu lífgjöfum okkar þangað sem við gætum leitað t.d. á Sviðamessu og sameinast í þögulli bæn fyrir sálum framliðinna sauðkinda. Gæti Steingrímur Sigfússon embættað þar sem æðsti prestur. Myndi honum þá vel sæma að skrýðast sauðargæru. Þakklátur Ekki í sjúkrasamlagi Árni Aðalsteinsson hringdi: „Ég fór til sérfræðings á Lands- pítalanum samkvæmt tilvísun en þurfti að borga fullt gjald, 2400 kr. Sérfræðingurinn sagði mér að Tryggingastofnun eigi að greiða mismuninn, rúmlega 1.700 kr. Hjá Tryggingastofnun fékk ég þær upplýsingar að þessi sérfræð- ingur væri genginn úr sjúkrasam- laginu. Ég talaði aftur við sér- fræðinginn og hann sagði mér að fara í mál til að fá þessa peninga. Mér finnst nokkuð langt gengið. Væri ekki hægt að láta liggja frammi upplýsingar um hvaða sérfræðingar eru í sjúkrasamlagi og hveijir ekki svo sjúklingar lendi ekki í svona málum.“ Sígarettuveski Sígarettuveski tapaðist 22. janúar á leiðinni frá Miðbænum upp í Háaleitishverfi. Nafnið Stef- án íslandi er greypt innan á lok- ið. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 33335. Fundarlaun. Skíðaskór Svartir Kastlinger-skíðaskór nr. 44 ásamt Salomon tösku voru teknir laugardaginn 20. janúar. Vinsamlegast hringið í síma 672715 ef þeir hafa einhvers staðar fundist. Úr Seikoúr með rómverskum tölum og ljósri leðuról tapaðist fyrir jól. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 611489. Köttur Grábröndóttur fressköttur fór að heiman frá sér i Garðabæ fýrir mánuði síðan. Hann er með hvítar loppur, hvítan blett á fési og rautt hálsband. Ef einhver veit um afdrif hans, vinsamlegast hringið í síma 656148. Armband Breitt silfurlitað armband, merkt Ingólfur, tapaðist fyrir nokkru, ef til vill við biðskýlið við Glæsibæ. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 76515. Úr Karlmannsúr fannst á Leifs- götu fyrir nokkrum dögum. Upp- lýsingar í síma 19271. Fróðlegir og vandað- ir þættir Til Velvakanda. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem standa að gerð þáttanna „Á Hafnarslóð". Björn Th. Björnsson fer aldeilis á kostum hvað fróðleik og framsögn varðar. Þættirnir eru einfaldir en fagmann- lega fram settir og ég fagna því að sjónvarpið eyði fjármunum sínum í svona fræðandi og jafn- framt skemmtilegt efni því nóg er af'þessum leiðinlegu menningar- og vandamálaleikritum um aum- ingja og drykkjufólk; sú tegund af dagskrárgerð þjónar engum öðrum tilgangi en að. vera leiðinleg og niðurdrepandi í svartasta skamm- deginu. En þættir Björns eru fróð- leiksljós á þorranum og vonast ég til að sjónvarpið haldi áfram á þessari braut sem lofar mjög góðu. Kristín Árnadóttir 1990 41 Þú stendur í miðjum rófu- garðinum mínum, mað- ur...! Með morgunkaffinu Mér leiðast þessir skot- glöðu brjálæðingar, sem sífellt eru á hælum manns ... HÖGNI HREKKVlSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.