Morgunblaðið - 27.01.1990, Side 3

Morgunblaðið - 27.01.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 3 Frumvarp að nýjum Þjóðleikhúslögnm: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sætur er sjaldfenginn matur Þorraborð landsmanna svigna nú undan alls konar krásum, sem bera matargerðarhefð íslendinga fagurt vitni, þótt ekki séu þær lengur hversdagsmatur á öllum heimilum. Þar eru súrsaðir hrútspungar, sviða- sulta, slátur, lundabaggar, hangikjöt og harðfiskur — og síðast en ekki sízt blessaður hákarlinn, svo dæmi séu tekin. Hér fá þau Jakob Júlíusson og Sigrún Ása Ásmundsdóttir í fiskbúðinni Sæbjörgu sér bita af ilmandi hákarli og er ekki annað að sjá en þeim þyki sætt sjaldmetið. Listrænt og ijárhags- legt sjálfstæði aukið SAMKVÆMT lagafrumvarpi um Þjóðleikhúsið, sem menntamálaráð- herra hefur kynnt í ríkissijórn, verður fjárhagslegt og listrænt sjálf- stæði stofiiunarinnar aukið verulega. Meðal annars er afnumin kvöð um að Þjóðleikhúsið færi upp eina óperu og eina ballettsýningu árlega. Guðrún Ágústsdóttir aðstoðar- maður menntamálaráðherra sagði við Morgunblaðið, að helstu breyt- ingar frá núgildandi lögum væru þær að þjóðleikhúsráð verði innan- hússtofnun, en ekki skipað sam- kvæmt tilnefningu stjórnmála- flokka. Sérstakt ráð verði skipað til að fjalla um fjármál hússins og gert væri ráð fyrir að laun starfsmanna yrðu ekki lengur greidd af launa- skrifstofu fjármálaráðuneytisins, heldur af árlegri fjárveitingu til Þjóðleikhússins. Guðrún sagði, að með þessu væri verið að tryggja að saman færi fjár- hagsleg og fagleg ábyrgð, sem menntamálaráðuneytið teldi mjög mikilvægt. Nefnd, undir forustu Stefáns Baldurssonar fyrrum leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, vann að samningu frumvarpsins. Bresku fiskmarkaðirnir: Ottó Wathne með metverð OTTÓ Wathne NS fékk hæsta meðalverð, sem íslenskt skip * Islandslax boðinn til sölu erlendis ÞROTABÚ íslandslax hf. helur auglýst fiskeldisstöðina í Grindavík til sölu erlendis. Aug- lýsing var nýlega birt í alþjóðlegu fískeldistímariti en enginn hefur svarað auglýsingunni, að sögn Sigurmars K. Albertssonar, ann- ars bústjóra þrotabúsins. Ekki hefur tekist að selja stöðina hér innanlands, en Samband íslenskra samvinnufélaga, sem var aðaleigandi fyrirtækisins, lýsti áhuga á kaupum eftir gjaldþrotið en hefur ekki gert tilboð. Þrotabúið hefur rekið fiskeldis- stöðina síðan bú íslandslax var tekið til gjaldþrotameðferðar og hefur reksturinn gengið vel að sögn Sig- urmars. Landsbankinn á veð í fiskin- um og hefur fjármagnað reksturinn. Kröfulýsingarfrestur rennur út 7. febrúar og fyrsti skiptafundurinn verður í mars. hefúr fengið á bresku mörkuð- unum, þegar seld voru 100,6 tonn úr skipinu fyrir 1,66 punda, eða 166,36 króna, meðalverð í Grimsby á fimmtudag og föstu- dag. Gamla metið áttu Haukur GK, sem fékk 1,46 punda meðal- verð fyrir 113,7 tonn í Grimsby á mánudag, og Hoffell SU, sem fékk sama meðalverð í pundum fyrir 165,9 tonn í Hull 4. maí 1988. Ástæðan fyrir háu verði á brésku fiskmörkuðunum að und- anförnu er lítið framboð þar vegna brælu í Norðursjónum, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna. Á mánudag voru meðal annars seld í Grimsby 99,8 tonn af þorski úr Hauki GK fyrir 144 króna með- alverð, 3,8 tonn af ýsu fyrir 246,33 króna meðalverð og 7,5 tonn af grálúðu fyrir 141,44 króna meðal- verð. Á fimmtudag og föstudag voru meðal annars seld þar úr Ottó Wathne NS 90 tonn af þorski fyrir 162,20 króna meðalverð og 7,6 tonn af ýsu fyrir 213,25 króna meðalverð. Ibúðir á Flateyri rýmdar vegna hættu á snjóflóðum HVASST var á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi í gær. Allir vegir voru ófærir, að sunnan norður um land allt til Akureyrar og á Vestfjörð- um. Hætta var talin á snjóflóð- um á Flateyri og fluttu íbúar níu húsa þar af heimilum sínum á fimmtudagskvöld. Stórt snjó- flóð féll fyrir innan bæinn á fimmtudag, en olli ekki neinum skemindum. Þá var i gær talin hætta á snjóflóðum í Hnífsdal, en vegna veðurofsans komust menn ekki upp í fjall til mæl- inga. Á hádegi í gær var norðaustan- átt, 7-9 vindstig norðvestanlands, en annars staðar 5-7 vindstig. Fært var um Hellisheiði og Þrengslin, en þó var færð þar slæm vegna skafrennings. Fært var um Árnessýslu og allt austur á firði. Hvalfjörður var hættuleg- ur fólki á minni fólksbílum vegna hvassra vindhviða. Fært var um Snæfellsnes norðanvert, en þegar kom upp úr Norðurárdal var veð- rið orðið kolvitlaust og ófært allt til Akureyrar. Reyna á að ryðja vegi í dag, ef veður lægir. Állir fjallvegir á Vestfjörðum voru lok- aðir. Þángað hefur heldur ekki verið hægt að fljúga vegna veð- urs undanfama daga. Til dæmis gátu Flugleiðir aðeins farið eina ferð til ísafjarðar á þriðjudag, en síðan hefur allt f lug þangað legið niðri. Lögreglumaður í Búðardal sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leiðindaveður hefði verið þar síðan í fyrrinótt og hvöss norðaustanátt. Vegir væru þar í sveit snjólausir að mestu, en mik- il hálka. Vegurinn suður um Heydal væri fær, en ófært vestur yfir Svínadal og um Gilsfjörð. Umferð væri lítil, því fólk í sveit- inni héldi sig heima og biði veð- rið af sér. Lögreglan á Isafirði sagði að þar væri veður „kolvitlaust" og sæi ekki út um glugga fyrir kaf- aldsfjúki. Þó hefðu menn ekki lent í neinum vandræðum vegna veðursins. Allar aðalgötur bæjar- ins hefðu verið ruddar, en fólk væri ekki mikið á ferli. Níu hús rýmd á Flateyri Vegna snjóflóðahættu yfirgáfu þijátíu íbúar níu húsa við Ólafst- ún á Flateyri heimili sín seinni- part fimmtudags. Snjóflóð féll í norðanverðu Eyrarfjalli, innan- vert við Sólvelli, um klukkan 14 á fimmtudag. Flóðið var um 100 metrar þar sem það var breiðast og fór langleiðina niður að sjó. Það lokaði þjóðveginum um tíma. Tvö minni flóð féllu úr Skolla- hvilft ofan við byggðina og einnig nokkur utanvert við Flateyri. I gær ríkti enn hættuástand á Flat- eyri vegna snjóalaga í Bæjargili ofan við byggðina. Almanna- varnanefnd ákvað að enginn íbú- anna þrjátíu færi heim til sín fyrr en eftir að nefndin hefur fundað um ástandið í dag. Þá hafa íbúar húsa við Hjallaveg, sem liggur niður af Ólafstúni, verið varaðir við hættunni. Fyrir ofan byggðina hafa verið gerðir snjóflóðavarnargarðar, en áætlað hefur verið að auka þá og bæta. Að sögn Kristjáns Jó- hannessonar, sveitarstjóra, er nú verið að vinna svokallað hættu- mat og fer því bráðum að ljúka. „Það er forsenda þess að hægt sé að halda áfram gerð varnar- virkja og er vonandi að eitthvað verði hægt að gera í ár,“ sagði Kristján. Rafmagnstruflanir voru á Vestfjörðum vegna veðursins og hefur verið rafmagnslaust á fimm ■ bæjum á Ingjaldssandi síðan á fimmtudag. Viðgerð bíður betra veðurs. Rútan fauk út af veginum Afspyrnurok og skafbylur var í gær á sunnanverðu Snæfellsnesi í Hnífsdal var ekki ekki hægt að kanna aðstæður i fjallinu vegna veðursofsa, en talin var hætta á snjóflóðum þar í gær. og hafði verið frá því í fyrrinótt. Snjó festi ekki vegna storms, en vegir voru hættulegir vegna ísingar. Áætlunarbíllinn frá Reykjavík var nokkuð á eftir áætlun. Mjög misvindasamt er í slíku veðri undir Hafursfelli. Áætlunarbíllinn fékk á sig mikinn rokhnút og lenti utan vegar, en fyrir snarræði bílstjórans tókst honum að halda bílnum á hjólun- um. Bíllinn skemmdist lítið, fjaðrablöð munu þó hafa brotnað, en engan farþega sakaði. Kerl- ingarskarð var mokað í gærmorg- un, en um Staðarsveit var ekki fært vegna veðurs. Klukkan 8 voru tíu vindstig í Görðum, en eftir það herti vind nokkuð. Nem- endur Laugagerðisskóla tókst að keyra heim, nema börnin úr Stað- arsveit og Breiðvík; þau dvöldu í skólanum. Ekki var viðlit að kom- ast í gripahús til gegninga nema á traustum bíl eða dráttarvélum. Ekki er kunnugt um tjón á mann- virkjum. Súgfirðingar einangraðir Miklum snjó hefur kyngt niður á Vestfjörðum undanfarna daga og veður verið rysjótt. Botnsheiði til Súgandafjarðar var rudd mánudaginn 22. janúar en þá strax um kvöldið gerði blindhríð og tepptist þá heiðin aftur eftir að nokkrir jeppar höfðu lent í hrakningum við að komast yfir hana. Síðan hefur verið nærri látlaus snjókoma og norðanátt á Suðureyri og er nú svo komið að illfært er orðið um aðalgötur bæjarins vegna fannfergis. Ekki hefur tekist að fljúga til Suður- eyrar í vikunni og höfðu Súgfirð- ingar í gær verið einangraðir í fjóra daga nema hvað skátarnir á ísafirði brutust yfir heiði á snjóbíl á fimmtudag með lækni, mjólk og póst. Mjólkurbíllinn veðurtepptur Vont veður var í Reykhólasveit og nágrenni og tepptist mjólk- urbíllinn, sem kom vestur á fimmtudag, í Garpsdal. Veðurhæð var mikil í Gilsfirði og fannfergi mikið. Þar hafa fallið snjóflóð, sem lítt eru könnuð. Þorrablót á að vera á Reyk- hólum í kvöld, og er þorrablóts- nefndin á milli vonar og ótta um að veður batni, þannig að vegir opnist svo að fólk komist á bló- tið. Einnig er beðið eftir því að rútan komist vestur yf ir Gilsfjörð. Hættumat fyrir staði þar sem snjóflóð eru líklegust „ÞAÐ hefur verið unnið mikið að snjóflóðavörnum að undan- förnu, meðal annars með hættumati fyrir þær byggðir, þar sem snjóflóð eru líklegust,“ sagði Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins. „Núna höfum við kannað ástandið á Vestfjörðum og Norðurlandi og eini staður í byggð, þar sem nú er snjóflóðahætta, er á Flateyri. Menn hafa vara á sér í Hnífsdal, eii þar hefiir ekki verið vogandi að senda inenn upp í fjall til mælinga vegna veðurs.“ Guðjón sagði að þegar unnið væri hættumat vegna snjóflóða, væru reiknaðar út líkur á snjó- f lóðum, hversu hratt og langt þau gætu farið og hve breið þau yrðu. „Nú er búið að ljúka hættumati fyrir Súðavík og hönnun snjó- flóðavarnarmannvirkja þar að hefjast," sagði hann. „Hættumat fyrir Siglufjörð, Seyðisfjörð og Flateyri er á lokastigi og undir- búningskönnun er að ljúka á ísafirði og Patreksfirði. Þá var byggður varnargarður á ísafirði síðastliðið sumar.“ Guðjón sagði að ýmist yrðu gerðir varnargarðar, settar upp keilur sem brytu snjóflóð upp eða settar grindur í fjallshlíðarnar. Grindur væru settar þar sem und- irlendi væri lítið. „Á Flateyri hafa bæjarbúar sjálfir sett keilur í fjallshlíðina, en þær eru fremur litlar og óvíst hversu vel þær duga ef snjóflóð fellur,“ sagði hann. „Keilurnar þar verða end- urskoðaðar þegar hættumati er lokið.“ Guðjón sagði að snjóf lóðahætt- an á Flateyri væri vegna þess, að byggðin væri hlémegin undir fjallshlíðinni. Annars staðar á Vestfjörðum skæfi jafnóðum úr fjöllum fyrir ofan bæina, en á Flateyri væri því öfugt farið. Þá hefði verið hjarn í hlíðinni áður en tók að snjóa mikið í vikunni, svo meiri líkur væru á að snjórinn skriði af stað. Guðjón sagði að á Siglufirði væri ástandið ágætt, enda væri Siglufjörður opinn fyrir norðanátt og skafrenningurinn kæmi í veg fyrir að snjóhengjur söfnuðust í fjallið fyrir ofan bæinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.