Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAIJGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 25 Minning: Margrét Þorláks■ dóttirfrá Vík Fædd 20. desember 1940 Dáin 18. janúar 1990 í dag laugardag 27. janúar er Margrét Þorláksdóttir. Okkur hjón- in langar til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Kynni okkar hófust fyrir alvöru á dansleik í Festi fyrir ijórtán árum, þá lentum við saman við borð. Við hjónin vor- um búin að áætla reisu til Norður- landa þá um sumarið, en vantaði ferðafélaga, þetta kom til tals þarna og varð úr að Magga og Jói fóru með okkur. Þetta varð dásamlegur sumar- leyfismánuður sem við áttum þar saman. Enn þetta varð ekki eina ferðin okkar út fyrir landsteinana, þrjár urðu þær alls, hvor annarri betri. En skugga bar þó á. Magga veiktist af þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila löngu fyrir aldur fram, hún gekkst undir margar erfiðar aðgerðir á þessum árum. En Magga var svo jákvæð, bjartsýn og sterk að maður gleymdi veikind- um hennar, áleit og vonaði að hún kæmist yfir þetta allt. Tvær urðu ferðirnar okkar eftir að Magga veiktist, báðar til Mið- Evrópu, þó aðallega Mið- og Suð- ur-Þýskalands. Við skemmtum okk- ur konunglega öll, eins og samhent fjölskylda. Það skeði svo margt óvænt og skemmtilegt. Við vorum alltaf á okkar eigin vegum og ókum vítt og breitt, allt gekk þetta, þótt villst væri stundum og málakunn- áttan ekki upp á marga fiska, mat- arpantanir skrautlegar stundum, en kastalaglásin var þá bara bætt með pylsu, mikið gátum við hlegið að þessu öllu. Þetta voru ógleymanlegar stund- ir. Við þökkum Margréti allar sam- verustundirnar. Blessuð sé minning hennar. Við sendum þér, Jói minn, og bömunum, tengda- og bamabörn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Inga og Svenni Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) í dag kveðjum við góða vinkonu okkar, Möggu í Vík eins og við ávallt kölluðum hana.,Við kynnt- umst Möggu þegar við fluttum til Grindavíkur og reyndist hún alltaf sannur vinur. Magga var alltaf hress og kát. Þrátt fyrir langvarandi veikindi var hún full bjartsýni, og aldrei heyrð- ist hún kvarta. Minningin um Möggu mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku Jói, börn og aðrir aðstand- endur, Guð gefi ykkur styrk við þennan mikla missi. Hreftia, Diddi, Didda og Arnór Baráttunni er lokið. Eftir er minningin um stórbrotna hetju, sem sýndi hveiju sterkur vilji fær áork- að. Árið 1981 veiktist Margrét af Wooííiere Kork'o-Plast Sœnsk oœðavara ! 25 ár. KORK O PLAST et með slitstefka vinylhúö og rtotóð á gólf sem mikiö mrröit i. svo sem 4 flogstöðvum og á yúkwhúsum. KORK O PLAST et auðvrlt að prífa og þægllegt er aö ganga á því. Sérlega hentugt fyrtr vlnnusiaöi. banka og opmberaf skrlfstofur KORK O PIAST byggk ekkl upp spenrxj og ef mikiö notað f töMjhertoefgjum KORK O PLAST fa?st I 13 mismunandi korkmynstmm Geansae. slitsterk og auöbrífanlog vinyl-filma atakloga Rakauarnarhúfl XMMMBWT “li'mn korkrrr i 13 I körttum. Sterkr virrytkrndrrtao Fiaflrartdr korkur EF ÞÚ HTRÐ um A IANDI hA SENDUM VIO ÞÉH ÓKEYEIS SÝNtSHOWN OO EAKUNO._________________________________________ fcg Þ ÞORGRIMSSON & CQ Anmilti ?!) Reykinv.k simi 38640 þeim sjúkdómi sem sigraði hana að lokum. Oft á þessum árum náði hún undraverðum bata og alltaf var vonin hennar og ástvina að vísind- unum tækist að fínna töfralyfíð og þessi óvinur sem engu hlífir yrði afvopnaður og honum útrýmt. En allt tekur enda. Öllu lífi er áskapað að deyja, enginn fær flúið þá kallið kemur, en meðan eitthvað er til að lifa fyrir, ástvinina, margs- konar áhugamál og taka þátt í dag- lega lífinu, þá er dauðinn í órafjar- lægð. Hugsuninni um dauðann er ýtt jafnhraðan til hliðar. Allir sáu að eftir því sem áföllin urðu fleiri hertist viljinn að gefast ekki upp. Vorkunnarorð voru ekki til í þeirri orðabók sem Margrét kunni og sem henni hafði verið kennt um ævina. Margs er að minnast í lokin á allt of stuttri ævi, hressilegt tal og hreinskilið án særandi brodda, af- bragðs félagslyndi, lét engan kven- félagsfund fram hjá sér fara. Hún kom glöð og hress, mundaði myndavélina, tók myndir sem hún síðar gaf okkur. Hún kom á legg myndasafni sem geymir brot af sögu kvenfélagsins. Við nefndum hana gjarnan „hirðljósmyndarann“ okkar í gamni. Kvenfélagið sér á eftir góðum félaga sem gaf af örlæti og lagði sitt af mörkum þó heilsan væri oft bág. Eg læt sjá mig, sagði hún gjarn- an og hún kom og lagði sitt í sjóð- inn sem ætlaður er til góðra mál- efna. Skyldurækin kona er fallin frá, við tregum hana allar. Eiginmanni, börnum, barnabörn- um, föður hennar og öllum ástvin- um biðjum við guðsblessunar. Vinkonur úr Kvenfélagi Grindavíkur VERÐBRÉFASJÓÐIR ÞEIR SEM VIB REKUR STÆKKUÐU MIKIÐ Á ÁRINU 1989. UM ÁRAMÓTIN VAR SAMANLÖGÐ STÆRÐ ÞEIRRA RÚMIR 2,3 MILLJARÐAR. VERÐBRÉFASJÓÐIR 9. janúar Avöxtun 1. janúar umfram vcróbóigu aiöuatu: (%) Sötugengi 3mán. 6mán. 12mán. Fjárfeatingarfélag íslands hf. Kjarabrél 4.520 6,0 7,5 8.5 Markbréf 2,401 8,4 8,6 9.4 Tekjubréf 1,885 7,3 7.7 8.6 Skyndibréf 1.364 6.0 6,2 7.1 Gengisbréf Kaupþing hf. 2.022 _ — Einingabréf I 4.553 8,1 8,2 9.5 Einingabrél 2 2.506 6,0 6.5 6.6 Einingabrél 3 2.994 9.4 9,9 10,7 Lífeyrisbréf 2,289 8.1 8,2 9,5 Skammtimabrél 1,556 6,0 6.5 7,5 Veröbrótam. íslandsbanka Sjóðsbréld 1 2,200 9.3 9,2 9.7 Sjóósbréf 2 1.679 9,6 9.7 10,3 Sjóðsbrél 3 1.643 7.7 7,8 8.3 SióðsbréM 1,297 9,1 9.5 — Vaxtarsjóðsbrél 1,5520 9.0 9,2 9,9 Ávöxtun verdbréfasjóöa, Morgunblaðid 9. janúar 1990 C. 24% D. 38% L 10% E. 6% Sjóður 1 Sjóður 3 Valbréf 3. 7% 1.11 Sjóður 2 Sjóður 4 Vaxtarbréf D. 12% A. Ríki, B. Sveitarfélög, C. Bankar og Sparisjóðir, D. Traust Fyrirtæki, E. Veðskuldabréf fyrirtækja og aðrar ábyrgðir, F. Veðskuldabréf, G. Hlutabréf, H. Bankar ogBæjarsjóðir, I. Skuldabréf með Sjálfskuldarábyrgð Sjóður 1 var 705 milljóniríupphaji pessa árs. Hann ereinkum cetladur peim sem vilja Jjárfesta í öruggum verhbréfum til lengri tíma. Sjóður2 var 1 lOrmlljóniríupphafi þessa árs. Hann er œtlaöur peim sem vilja hafa reglulegar lekjur af sparifé sínu. Sjóður 3 var 734 milljónirí upphaji pessa árs. Hann er einkum œtlaður ^þeim sem vilja geymafésitl í stuttan tíma, 2-10 mánuði. Sjóður 4 eryngsli sjóduiinn. Hann var 95 milljónir í upphaji þessa árs. Hann er einkum ætlabur þeim sem vilja spara til lengri tíma og njóla góðrar ávóxtunar af hlutabréfum. Vaxtarbréf og Valbréf: VÍB sér um rekstur Vaxtarsjóðsins hf og Valsjóðsins hf. Eigendur Vaxtarbréfa og Valbréfa gela því framvegis keypt og selt sín bréf í afgreiðslu VIB að Armúla 7 þar sem þeir hitta m.a. Jyrir fyrrum staifsmenn Verðbréfamarkaðs Utvegsbankans. Helsta einkenni Vaxtarbréfanna erað þau má innleysa án kostnaðar 2 og 3 daghvers mánaðar. Valbréf má hins vegar innleysa Jyrstu Jimm daga hvers mánaðar án innlausnargjalds. Þannig blandast í báðum lilfellum kostir langtíma ogskammtíma verðbréfasjóða. Vaxtarsjóðurinn var 604 milljónir nú um áramótin, en Valsjóðurinn 85 milljónir. Fjárfestingarstefna sjóðanna verður að me'stu óbreytt áfram. Velkomin í VIB Nú um áramótin sameinuðust verðbréfamarkaðir Iðnaðarbankans, Alþýðubankans og Útvegsbankans og urðu Verðbréfamarkaður Islands- banka. Verðbréfamarkaður íslandsbanka tók þá við umsjón verðbréfasjóða verð- bréfamarkaðanna þriggja og innlausn hlutdeildarbréfaþeirra. Jafnframttók VIB að sér alla þjónustu á öðrum sviðum sem verðbréfamarkaðirnir þrír höfðu áður boðið. Verðbréfasjóðir þeir sem VIB rekur stækkuðu mikið á árinu 1989. Um ára- mótin var samanlögð stærð þeirra um 2,3 milljarðar. Áfram verðurfylgtsömu fjárfestingarstefnu og áður, þ.e. að fjárfesta í öruggum verðbréfum ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Við hjá VÍB bjóðum alla fyrri viðskiptavini VAL, VUB og VIB sem og nýja viðskiptavini velkomna til okkar í Ármúla 7. Við leggjum áherslu á örugg verðbréf, góða ávöxtun og vandaða þjónustu. Verið velkomin í VIB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.