Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 15 Tilvísanakerf- ið hið nýja eftir eftir Guðmund I. Eyjólfsson í grein Árna Sigfússonar kemur fram að kostnaður ríkisins við komu til sérfræðings árið 1989 var 1.530 krónur og heildarkostnaður ef hluti sjúklingsins er talinn með 1.913 krónur. Inn í þessari meðaltölu á samskipti hjá sérfræðingi eru allar skurðaðgerðir, svæfingar, hjarta- rannsóknir, öndunarpróf, speglanir og svo mætti lengi telja. Kostnaður við hver samskipti hjá heilsugæslu- lækni reyndist vera 1.960 krónur. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að vefengja þessar tölur en hvers vegna leggja þeir ekki sín gögn á borðið? Hvetjir ættu að hafa þessar upplýsingar ef ekki heilbrigðisyfir- völd? Annaðhvort hafa þeir ekkert gert í að afla þessara upplýsinga eða þeir hreinlega liggja á þessum upplýsingum. Á ekki skattborgar- inn líka rétt á því að vita hvað heilsugæslan kostar? Tilvísunarkerfið nýja Þetta kerfi byggir á aukinni þátt- töku almennings í kostnaði af sér- fræðiþjónustu. Sjúklingar munu nú borga á rfannsóknarstofum og röntgenstofum. Aðalbreytingin verður hjá þeim sem koma án tilvís- ana sem geta þurft að borga allt að 5.000 krónur fyrir hveija komu. Þetta lendir verst á utanbæjarfólki, skólafólki utan af landi og þeim heimilislæknislausu. í fyrstu drög- um mun ætlunin hafa verið að þeir heilsugæslulæknislausu borguðu allt gjaldið og átti þannig að refsa þeim fyrir það að velja sér ekki lækni úr röðum heilsugæslulækna. Siðferði Það er siðlaust að safna að sér sjúklingum með þvingunaraðgerð- um og nota ríkisvaldið til þess að beita sjúklinga slíkum þvingunum. Hver er trúnaðurinn milli læknis og sjúklings í því tilfelli að sjúkling- urinn er neyddur til viðkomandi læknis? Slíkar þvingunaraðgerðir eru brot á alþjóðasamþykkt lækna frá Lisabon 1981, en þar er skýrt tekið fram að sjúklingur hafi þann rétt að velja sér þann lækni sem hann kýs sér sjálfur. í þeirri samþykkt er einnig tekið fram að læknum beri skylda til að beijast gegn þeim stjórnvöldum sem reyna að skerða þennan rétt. Guðmundur I. Eyjólfsson „Það er siðlaust að safiia að sér sjúklingum með þvingunaraðgerð- um og nota ríkisvaldið til þess að beita sjúkl- inga siíkum þvingun- um. Hver er trúnaður- inn milli læknis og sjúklings í því tilfelli að sjúklingurinn er neydd- ur til viðkomandi lækn- is?“ Nú ætla íslensk stjórnvöld að vega að þessum rétti sjúklingsins. Þá er kominn tími til að taka upp hansk- ann, sem stjórnvöld varpa til okkar. Mannréttindi í 85. grein Rómarsáttmála Efna- hagsbandalags Evrópu er ákvæði um að tilvísanakerfi í læknisfræði séu bönnuð innan bandalagsins. Litið er á tilvísanir sem mannrétt- indabrot sem það og er. Bretar hafa búið við tilvísanakerfi síðan um miðja síðustu öld. Nú standa þeir andspænis þeim vanda að leggja niður rótgróið kerfi fyrir árið 1992. Á sama tíma ætla íslensk stjórnvöld að fara að byggja upp slíkt kerfi hér sem allar Evrópu- þjóðir telja mannréttindabrot. Höfndur er formaður samninganefhdar sérfræðinga. Morðvargur gengur laus Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Losti — Sea of Love Leikstjóri Harold Becker. Aðal- leikendur A1 Pacino, Ellen Barkin, John Goodman. Bandarísk. Uni- versal 1989. New York-löggan Pacino á í þreng- ingum. Konan komin í sambúð með félaga hans á stöðinni, brennivíns- flaskan orðin besti vinurinn að afloknum vinnudegi - sem endar oftast með dauðadrykkju. Og til að kóróna alltsaman er honum fengið miður glæsilegt mál til meðferðar. Morðvargur hinn versti gengur laus í borginni og skilur eftir sig slóð fórn- ariamba - naktra karla á barmi full- nægingar. Pacino fær Goodman sér til fulltingis við lausn gátunnar, en morðinginn virðist hafa uppá fórnar- dýrunum gegnum einkamálaauglýs- ingar í tímariti. Svo ekki virðist önn- ur leið fær en koma sér á framfæri, og fyrr en varir eru þeir félagar umsetnir grunsamlegu kvenfólki. Efnið minnir óneitanlega á Hættu- leg kynni og stenst Losti saman- burðinn vel. Hún er nokkuð öðruvísi uppbyggð, fer hægt í gang, spennan smá-hleðst upp og endar með spreng- ingu í lokin sem koma þægilega á óvart. Barkin, þessi villikattarlega, ágætisleikkona, er hárrétt manngerð í hlutverk hinnar tortryggilegustu af öllum grunuðum, en verður ástkona vesalings Pacinos, sem veit aldrei hveiju hann á von á í svefnherberg- inu - að verða skotinn eða skjóta! Goodman er ört vaxandi leikari sem til þessa hefur ekki átt slæman dag í geysiólíkum myndum (Raising Ariz- ona, True Stories, The Big Easy) og bætir hér við enn einni, sprellifandi persónu í safnið. Söguþráðurinn er til allrar hamingju oftast sennilegur þó éfnið sé á ystu mörkum, tónlist og taka í fyrsta gæðaflokki. Leik- stjórnin markviss og nokkur atriði eftirminnilega vel gerð, t.d. í skóbúð- inni, er Barkin kemst óvænt að því að Pacino er lögga. En besti og jafn- framt ánægjulegasti þáttur myndar- innar er afburðaleikur Pacinos í hlut- verki hinnar lífsreyndu, hálf- útbrunnu löggu sem engum má treysta. Það er gleðilegt að sjá þenn- ann gamalkunna öndvegisleikara á góðri siglingu í honum sæmandi mynd eftir alltof mörg, mögur ár. ALLTAÐ AFSLATTUR TIL 3. FEBRÚAR FJÖLBREYTTARA ÚRVAL BÓKA EN NOKKRU SINNI FYRR VETRARBÓNUS FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Hinn órlegi bókamarkaður okkar stendur nú yfir í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. Á boðstólum verða mörg hundruð bókatitlar með allt að 95% affslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfá eintök og þv( ekki eftir neinu að bíða. Bókapakkar: Við vekjum sérstaka athygli á girnilegum bókapökkum fyrir unga og aldna, á aldeilis hlægilegu verði. ÖRN OG ÖRLYGUR Plöntu handb& BkSniptísXw og byl TRE w RUNNAR Útivist og náttúruskoðun: Til þess að auðvelda fólki að búa sig undir útivist og náttúruskoð- un með hækkandi sól bjóðum við 100 pakka af okkar vinsælu handbókum, sem sýndar eru hér að neðan, með 47% afslaétti, þ.e.a.s. á 8.900.00 í stað 16.380.00. Þú sparar 7.930.00 á kaupunum. Ritverkatilboð: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk á sérstöku kynningarverði. Eitthvað óvænt á hverjum degi: Til þess að hleypa auknu lífi ítilveruna munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með einhverjar uppákomur, þarsem t.d. verða boðin lOeintökaf ein- hverjum af okkar eftirsóknarverðustu verkum á mjög svo ævintýralegu verði. Útlitsgölluð öndvegisverk: Loks bjóðum við nokkur af okkar öndvegisverkum með út- litsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ: BYGGÐU UPP HEIMILISBÓK ASAFN, NOTAÐU VETRARBÖNUSINN OKKAR TIL ÞESS. Opið laugardaga frá M. 10:00—16:00 Opið mánud.— föslud. kl. 9:00 — 18:00 P&Ó/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.