Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 31
Torfastsöðum, en fluttu á miðjum aldri til Reykjavíkur og ráku þar trésmíðaverkstæði til dauðadags. Þau voru mikii dugnaðar- og merk- ishjón og unnu bæði við smíðarnar. Magnús stundaði nokkuð ritstörf og mun margt eldra fólk kannast við bók hans, Skammdegisgesti. Þau Benedikt og Ásdís eignuðust fjögur börn. Þau eru Margrét, gift Olafi H. Jóhannssyni. Þau eiga fjög- ur börn. Ingimundur, kvæntur Matthildi Sverrisdóttur, böm þeirra eru þrjú. Jón Magnús, kona hans er Þorbjörg J. Ólafsdóttir og eiga þau þijú börn. Yngstur er Rafn, kvæntur Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Börn þeirra eru einnig þrjú. Mar- grét og Ingimundur búa í Reykjavík, Jón í Mosfellsbæ og Rafn er bóndi á Staðarbakka. Ég ætla ekki að rekja ævistarf Benedikts á Staðarbakka, til þess er ég ekki nógu kunnugur. Ég veit að hann var góður og farsæll bóndi, en oft mun hann þó hafa tafist frá bústörfunum því á hann hlóðust fjölmörg trúnaðarstörf fyrir sveit hans og sýslu. Það er samróma álit allra sem til þekkja að þessum störf- um hafi Benedikt gegnt af stakri alúð og samviskusemi. Benedikt tók mikinn þátt í félagsstarfsemi innan sveitarinnar. Hann var einn af stofnendum umf. Grettis og fyrsti formaður þess félags. Oft voru sett- ir upp sjónleikir á vegum þess fé- lags og var Benedikt mjög virkur í því starfi. Sönglíf hefur löngum staðið með blóma í Miðfirði. Allt frá unglings- árum var Benedikt þar virkur þátt- takandi. Karlakór var lengi starf- andi í sveitinni og var Benedikt einn af þeim félögum. Þá söng hann líka lengi í kirkjukórnum. Víst er að þessi söngstarfsemi og raunar öll sönglist hefur veitt Benedikt ómældar ánægjustundir. Ég held að Benedikt hafi verið mikill trú- maður, til þess bendir ræktarsemi hans við kirkjuna á Staðarbakka. Fyrir nokkrum árum voru gerðar miklaf endurbætur á Staðarbakka- kirkju. Mér er ríkt í minni hve glað- ur hann var þegar iiann sýndi okk- ur hjónunum hversu vel hafði til tekist með þá framkvæmd. Það eru nú næstum 40 ár síðan ég hafði fyrst kynni af Benedikt á Staðarbakka. Þá störfuðum við hjónin vetrartíma við skólann á Laugarbakka, semjjá hafði aðsetur í samkomuhúsinu Ásbyrgi. Við vor- um þarna öllu ókunnug og þurftum margt til Benedikts að sækja, en hann var þá formaður skólanefndar hreppsins. Mér er enn ríkt í minni hve hann tók okkur vel og leysti úr öllum vanda svo sem frekast var unnt. Á þeim langa tíma sem síðan er liðinn hefur enginn skuggi fallið á kunningskap okkar og þeirra Staðarbakkahjóna. Við höfum átt margar góðar stundir á heimili þeirra og notið þar höfðinglegra veitinga. Það var ánægjulegt að eiga samræður við Benedikt, hann fylgdist vel með öllum dægurmálum bæði innlendum og erlendum og kunni skil á ótrúlega mörgu bæði gömlu og nýju. Ég held að Benedikt hafi verið gæfumaður. Hann eignaðist góða konu sem studdi hann vel á lífsleið- inni, heilbrigð og mannvænleg börn sem öll eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Og honum auðnaðist sú gæfa, að hafa tækifæri til að vinna langa ævi að þeim verkefnum sem hugur hans stóð til. Hógvær og háttprúður maður hefur lokið göngu sinni á þessari jörð. Við Halldóra þökkum Benedikt góð kynni og vottum hon- um virðingu og þökk. Ásdísi og börnum þeirra svo og öðrum vanda- mönnum sendum við dýpstu samúð- arkveðjur. Ólafiir Þórhallsson Kynni manna geta skapast með ólíkum hætti. En eitt er að kannast við og telja sig þekkja en annað og meira að eignast vin og félaga. Fjölmargir eru þeir þættir í lífi manna, sem skapa vináttu og löng- un til þess að mega teljast í vina- hópi. Mannkostir hljóta að vega þar þungt. Dýpst hlýtur þó ætíð að vera gagnkvæmt traust, sem byggt er á kærleika. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 Sumum kynnumst við fljótt en öðrum er það taktur lífsins að ganga með hægð og öryggi mót hveijum degi. Vestur-Húnvetningar bera það einkenni, að flana ekki að neinu. Þetta á jafnt við um mannleg samskipti sem og verald- legt vafstur. Þeir horfa jafnan á nýjan nágranna, taka honum vel en segja ekki margt í fyrstu. En skapist vinátta þá er hún byggð á bjargi. Þannig minnist ég fyrstu kynna minna og öðlingsins Benedikts Guð- mundssonar á Staðarbakka í Mið- firði. Hógvær bauð hann okkur vel- komin í prestakallið. Það fylgdi kveðjunni hins vegar sú hlýja og einlægni, sem vakti notakennd. Dagarnir liðu, samverustundirn- ar urðu fleiri. Sóknarnefndarfor- maðurinn, safnaðarfulltrúinn og staðarhaldarinn Benedikt á Staðar- bakka annaðist málefni kirkjunnar af slíkri alúð að fátítt er. Heimili þeirra Ásdísar Magnúsdóttur stóð kirkjugestum ávallt opið og þar var tekið á móti fólki með því fasi og framkomu, að ljúft er að minnast og þakka. Framkoma og viðmót húsráðenda skapaði kyrrláta og ljúfa samveru. Engum lá þar hátt rómur, því það var einsog allt tæki mið af húsráðendum. Gaman var að ræða málin og enda þótt talað væri í anda hógværðar og prúð- mennsku duldist engum, að skoðan- ir þeirra hjóna voru staðfastar. Það mætti skrifa langt mál um störf Benedikts fyrir sveit sína. Hann var þar kjörinn til fjölda trún- aðarstarfa og var farsæll í, öllum störfum sínum. Búskapurinn varð hans ævistarf. Eftir fráfall föður síns annaðist hánn búskapinn með bróður sínum, Gísla, í samvinnu við móður þeirra. En frá 1945 bjó hann á Staðarbakka ásamt eiginkonu sinni. Sonur þeirra, Rafn, hefur nú tekið við búinu. Á heimingi jarðar- innar bjuggu svo bræður Bene- dikts, þeir Magnús og Gísli. En störf hans fyrir kirkju og kristni eru mér hugstæðari en allt annað. Þar fór saman einlæg trú hans og umhyggja fyrir kirkjunni. Þegar ráðist var í endurbyggingu Staðarbakkakirkju, sem verður 100 ára á þessu ári, var gott að eiga slíkan bakhjarl sem Benedikt var. I öllu skyldi verkið vandað sem best var kostur og til verksins lagði hann hug og hönd. Hann lagði stór- ar upphæðir til verksins, líkt og nokkrir velunnarar kirkjunnar. En ekkert hefði þar þó gerst, ef ekki hefði verið til staðar sá áhuga- maður um verkið og stjórnandi sem- Benedikt var. Fjölskylda hans öll stóð með honum í verkinu, eigin- kona og börn sem og bræður hans. Þegar upp var staðið og kirkjan öll sem ný mátti sjá einlægt bros á andliti háns. Hógværðin, sem ætíð var hans förunautur, var söm við sig. Öllum öðrum'vildi hann þakka verkið en taldi sjálfan sig þar lítið hafa gert. Ekki er ég viss um að Staðarbakkakirkja stæði í dag, ef frumkvæði Benedikts hefði ekki komið til. Kirkjan var gömul, við- gerðin kostnaðarsöm fámennum söfnuði og kirkja á næsta bæ, þó sóknarmörk lægu þar á milli. Benedikt var mannkostamaður og snyrtimenni til orðs og æðis, sem gott var að eiga að vini. Alúð hans við kirkjuna var heil í gegn og hún sneri líka að samferðafólki hans. Iiann var maður trúar og kær- leika, hógværðar og lítillætis. Hon- um var sú náð gefin, að geta laðað fram kosti manna með þeim hætti, að brestirnir urðu langt að baki. Einmitt þess vegna var gott að fá að vera í nálægð hans. Vináttu hans er ljúft að minnast. Hann var hvetjandi ungum manni í nýju starfi. Á sinn ljúfa hátt kunni hann að leiðbeina og lýsa skoðun sinni og það var bæði ljúft og skylt að breyta eftir henni. 31 Enda þótt sól hans hafi nú geng- ið til viðar, þá mun birta hennar og ylur lengi vara. Sveitarhöfðingj- ans verður minnst með þakklæti af sveitungum. Störf hans voru mörg og lengi munum við njóta ávaxta þeirra. Eiginkonu hans, Ásdísi Magnús- dóttur, bið ég blessunar Guðs sem og börnum og þeirra fjölskyldum. Mannkosta þeirra hjóna má sjá glögg merki í börnum þeirra, Mar- gréti, Ingimundi, Jóni og Rafni. Þar mun merki hans borið til framtíðar. Það voru ákveðin forréttindi að hafa fengið að kynnast Benedikt Guðmundssyni. Trúi ég að hver maður hafi farið giaðari af hans fundi en þá er hann kom. Vinátta hans var einlæg og byggð á grunni kristinnar trúar. Enda þótt fjöll og dalir hafi skil- ið á milli hin síðari ár, þá er ljúft, að mega hugsa til samverustund- anna. Fyrir þær allar vill fjölskylda mín þakka. Guð blessi minningu Benedikts Guðmundssonar. Pálmi Matthíasson Fleiri minningargreinar um Benedikt Guðmunds- son munu biurtast í blað- inu næstu daga Minning Þorsteinn K. Hall dórsson, Borg Fæddur 22. febrúar 1912 Dáinn 19. janúar 1990 \_ Hann afi er genginn á fund Guðs síns. Undarlegt getur lífið verið. Við sem erum ung teljum að dauð- inn sé svo fjarri. Þess vegna bregð- ur okkur svo þegar hann kveður dyra svo nálægt okkur. Ég ætla að skrifa nokkur kveðju- orð til afa míns sem andaðist 19. janúar. Ég vil þakka allt sem afi og amma gáfu mér af kærleika sínum. Þau voru svo samtaka um að gefa af öllu hjarta allt það besta sem þau áttu. Það var svo yndislegt að eiga þau, því við vorum svo vel- komin og aldrei borið við tímaleysi, þó þessi hjón væru störfum hlaðin, því þeim féll aldrei verk úr hendi. Ég bið Guð að hugga ömmu núna, hún hefur misst svo mikið. Kærar þakkir til allra afkomenda afa og ömmu fyrir allt sem þessi fjölskylda hefur gert fyrir mig. Ég veit að afi minn trúði því að dauðinn væri ekki til, við hefðum aðeins vistaskipti. Þess vegna kveð ég hann með orðum spámannsins: Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sinum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörð- in krefst líkama þíns munt þú dansa í fýrsta sinn. (K.G.) Guð geymi afa. Anna Steinarsdóttir Margs er að minnast þegar besta afa í heimi er minnst. Við litlu afa- stúlkurnar áttum afa sem var eins og afar geta bestir verið. Við vorum umvafðar ástúð og hlýju afa okkar og ömmu. Þegar við heimsóttum afa og ömmu þá voru þau alltaf komin út á tröppur með útbreiddan faðminn á móti okkur. Þótt aldurs- munurinn væri mikill á milli okkar og afa þá gátum við fundið afa sem jafningja okkar. Afi átti svo auð- velt með að setja sig í spor okkar því sjálfum hafði honum tekist að varðveita það besta sem í nokkrum manni býr, þ.e. barnið í sjálfum sér. Afi tók þátt 'i leikjum okkar, hann dró ekki af sér, hvort sem það var að dansa við okkur, syngja fyr- ir okkur eða að bera okkur á bak- inu. Afi hafði sérstakt lag á litlum börnum, fyrirhafnarlaust vann hann sér vináttu þeirra. Þegar eitt- hvað bjátaði á hjá okkur þá gat afi alltaf fundið upp á einhveiju skemmtilegu til að þerra tárin. Afi hafði alltaf nógan tíma fyrir okkur þótt oft væri mikið að gera í vinn- unni hjá honum. Afi var alltaf að kenna okkur eitthvað nýtt. í fanginu hans afa lærðum við bænirnar og hlustuðum á sögur af Jesú. Hann var mikill dýravinur og náttúruunnandi. Hann kenndi okkur hvernig við ættum að koma fram við vini okkar, heimil- ishundinn, hana Nellý, og hann var byijaður að kenna okkur hvað fugl- arnir og blómin heita. Við höfðum alltaf frá einhveiju nýju og skemmtilegu að segja eftir að hafa hitt hann afa. í hjarta okkar geymum við yndis- legar minningar um góðan afa. Við biðjum góðan Guð að geyma elsku afa og þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur. Guðrún og Anna Margrét „Verði þinn vilji“ eru orð, sem komu í huga minn, þegar mér var tilkynnt lát frænda, svila og góðvin- ar, Þorsteins Kristins Halldórsson- ar, Borg í Garði. Hann lést á heim- ili sínu að morgni 19. janúar sl. Eins og ávallt erum við alltaf jafn óviðbúin, þó svo að við vitum að lífið er gjöf til okkar, sem við verð- um að skila aftur eftir mislanga dvöl á jörðinni. Þorsteinn eða Steini, eins og hann var ávallt kallaður meðal vina og kunningja, fæddist að Vörum í Garði, 22. febrúar 1912. Hann er sonur Kristjönu Pálínu Kristjáns- dóttur og Halldórs Þorsteinssonar útvegsbónda, sem bjuggu að Vörum í Garði. Börn þeirra hjóna eru: Þorsteinn elstur, Vilhjálmur, Gísli, Halldóra, Steinunn, Guðrún, Elísabet, Þor- valdur, Kristín, Marta, Helga sem lést ungbarn, Þorsteinn Nikulás, látinn fyrir nokkrum árum, og yngst er Karitas. Þorsteinn ólst upp í stórum systk- inahópi og varð það því snemma sem hann fór að hjálpa til við að draga björg í bú. Við hlið föður síns, Halldórs, sem var kunnur skip- stjóri, afla- og athafnamaður fékk hann þann skóla sem hann hefur búið að alla ævi. í þá daga snerist lífið um sjósókn, fiskverkun og bú- skap. Það kom því í hlut Kristjönu að sjá um búskapinn, enda harðdug- leg kona. Eins og fyrr segir, fór Steini mjög ungur að vinna, hann reri með föður sínum á opnum skip- um og þegar vélar komu til sögunn- ar þá varð það hans hlutverk að taka að sér vélgæslu á þeim. Hall- dór faðir hans keypti fiskiskip, er hann nefndi „Gunnar Hámundar-/ son“. Þetta nafn var ætíð á bátum Halldórs, og enn í dag á fiskiskipi sem Halldór, Þorsteinn og bróðir hans létu byggja í Y-Njarðvík 1953. Steini stundaði síldveiðar fyrir Norðurlandi eins og margir ungir menn gerðu í þá daga, hann var á Siglunesi í eitt ár, þaðan átti hann góðar minningar og trygga vini. Á vetrarvertíðum var hann landfor- maður, sá um allt sem að útgerð- inni laut í landi og á sjó. Við frá- fall föður þeirra tók Steini alfarið við öllu sem útgerðin þurfti á að halda. Fiskurinn var verkaður í fisk- verkunarhúsi þeirra að Vörum, vandvirkni og ljúfmennska í stjórn- un var aðalsmerki hans, enda hefur fiskur frá fyrirtækinu ætíð verið talinn í fremstu röð fyrir gæði. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Sumarliðadóttur frá Meiða- stöðum í Garði, kvæntist Þorsteinn 4. júní 1938. Hún er dóttir Tóm- asínu Oddsdóttur og Sumarliða Eiríkssonar fiskverkanda og bónda að Meiðastöðum f Garði. Þau fluttu í nýbyggt hús sitt 19. des. 1939, og gáfu því nafnið Borg, þar hafa þau búið alla tíð síðan. Ánna og Steini eignuðust 5 börn og einn fósturson. Þau eru: Halldór Þor- steinn, Jón Steinar, Gylfi, stúlku- barn sem dó við fæðingu, Tómas Sumarliði og Kristjana Oddný, barnabörnin eru orðin 6. Að Borg var gott að koma, það koma í hugann ljúfar minningar þar sem móttökur voru ætíð hlýjar og einlægar. Og ekki voru það aðeins við hjónin sem nutum gestrisni þeirra og Ijúfmennsku, heldur allir sem þangað komu. Yfir kaffibolla og við kertaljós var gaman að ræða við Steina, því áhugamál hans voru mörg. Steini var mjög trúaður mað- ur, hann var víðlesinn, sérstaklega um trúmál, hann hafði yndi af fal- legri tónlist og tók virkan þátt í sálarrannsóknum. Hann efaðist ekki um að líf væri eftir þetta líf, enda kveið hann ekki vistaskiptunum. Steini gekk ekki heill til skógar síðustu æviárin. Fyrir 16 árum fékk hann fyrsta hjartaáfallið og fleiri fylgdu í kjöl- farið. Ég þakka það góðum Guði, elsku- legri eiginkonu, börnum og barna- börnum hve lengi við fengum að njóta hans. Gylfi minn, þú sem enn ert í for- eldrahúsum, þér vil ég þakka sér- staklega fyrir alla þá umhyggju og hjálpsemi sem þú hefur alla tíð veitt föður þínum. Þorsteinn var ástkser eiginmaður og faðir, hann gaf börnum sínum gott veganesti út í lífið og studdi þau í blíðu og stríðu, þótt vinnudag- urinn væri oft langur. Aðalsmerki hans var ástúð, hlýja og drenglund. Innileg samúð frá okkur hjónun- um, börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Megi hinn lifandi Guð og faðir hugga þá sem syrgja. Leifúr S. Einarsson , Þorsteinn Kristinn Halldórsson var afi minn og bjó suður í Garði. Mér þótti akaflega vænt um hann, enda var hann alltaf svo góð- ur við mig og systkini mín. Hann kenndi mér margt um lífið og vinn- una. Hann vildi að ég færi í fram- haldsskóla, svo ég fengi meiri menntun. Það ætla ég að gera fyr- ir hann. Mér þótti mest gaman að vera með honum einum. Að vísu var hann alltaf jafn góður við mig, en þá átti ég hann fyrir mig. Við fórum oft saman að sækja fiskinn úr bátn- um, niður í fiskhús eða upp í heiði. Ókkur þótti mikið varið í að fá að vinna við fiskinn með afa niður í Vörum. Þar lærðum við hvernig fiskur er verkaður. Við gátum síðan kennt félögum okkar í skólanum ýmislegt um fiskinn. Ég minnist líka veiðiferðanna, sem við fórum með honum. Hann kenndi okkur að veiða í ám og úti á sjó. Nu vitum við hvernig á að veiða lax með maðki eða flugu og þorsk eða ýsu á skaki. Við vitum hvað sjóveiki er og hvernig má reyna að forðast hana. Við vitum hvaða hættur á að forðast í ám og á sjó. Þannig kenndi hann okkur líka að meta góðan félagsskap og við kynntumst mörgum vina hans. Nú er afi okkar dáinn og við erum í þann veginn að kveðja hann. Við ætlum að minnast hans fyrir vináttuna og gjafmildina, sem er hluti af kærleikanum sem kom fram á svo margan hátt. Guð geymi afa okkar. Fyrir hönd systkina minna, Þorsteinn A. Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.