Morgunblaðið - 27.01.1990, Page 42

Morgunblaðið - 27.01.1990, Page 42
,42 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 TENNIS / OPNA ASTRALSKA Lendl og Edberg leika til úrslita Það tók Lendl eina klukkustund og 47 mínútur að sigra Noah, en Edberg fagnaði sigri eftir 82 mín IVAN Lendl frá Tékkóslóvakíu og Svfinn Stefan Edberg leika til úrslita í einliðaleik karla á opna ástralska meistaramót- inuá morgun. Undanúrslitin fóru fram í gær. Lendl, sem er efstur á heims- listanum, stöðvaði sigurgöngu Frakkans Yannicks Noah og Ed- berg sigraði landa sinn Mats Wi- lander. Sigurvegarnir léku báðir frábær- an tennis og höfðu andstæðingarnir aldrei roð við þeim. Leikirnir urðu enda báðir í styttra lagi — það tók Lendl eina klukkustund og 47 mínútur að sigra Noah 6:4, 6:1, 6:2 en Edberg fagnaði sigri eftir aðeins 82 mín. baráttu! Hann lagði Wiland- er að velli 6:1, 6:1, 6:2 og þótti jafnvel leika enn betur en Lendl, er hann „gjöreyddi“ landa sínum eins og það var orðað á fréttaskeyt- um. Þess má geta að Lendl á titil að veija; sigraði á mótinu í fyrra. Ed- berg hefur tvívegis unnið mótið síðan 1985. Lendl samsinnti því eftir leikinn að hann hefði leikið mun betur en þegar Noah sigraði hann á móti í Sydney fyrir tveimur vikum. „Hefði ég leikið eins og þá hefði ég ekki sigrað,“ sagði hann. Edberg vann fyrsta settið gegn Wilander á aðeins 28 mín. og það næsta á 25 mín. „Það koma svona dagar þegar maður leikur nánast fullkominn tennis," sagði Edberg sigurreifur á eftir, og Wilander mælti því ekki mót: „Hann lék ein- faldlega of vel. Ég komst aldrei inn í leikinn — svitnaði varla,“ sagði Wilander. Edberg og Lendl hafa mætst 15 sinnum á tennisvellinum. Lendl hef- ur níu sinnum sigrað, Edberg sex sinnum. Þeir mættust fjórum sinn- um í fyrra og vann hvor þeirra tvær viðureignir. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna fer fram í dag. Þar mætast Steffí Graf frá V-Þýskalandi og bandaríska stúlkan Mary Joe Fern- andez. III Laugardagur kl.14:55 4, LEIKVIKA* 27. jan. 1989 |§§| Hi 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Q.P.R. Leikur 2 Aston Villa - Port Vale Leikur 3 Barnsley - Ipswich Leikur 4 Biackpool - Torquay Leikur 5 Bristol City - Chelse II! i«§ §!ff II! Leikur 6 C. Palace - Huddersfield Leikur 7 Oldham - Brighton Leikur 8 Reading - Newcastle Leikur 9 Rochdale - Northampton Leikur 10 Southampton - Oxford Leikur 11 W.B.A. - Charlton Leikur 12 Birmingham - Shrewsbury * Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Leikur 1-11 úr 4. umf. FA-bikarkeppninnar, en leikur 12 * er úr 3. deildinni. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Þorsteinn afturíKR ÞORSTEINN Guðjónsson, varnarleikmaður, sem lék með Gróttu sl. keppnistfma- bil, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við KR-inga. Þor- steinn gekk yf ir í Gróttu vegna þess að hann gat ekki æft með KR á fullum krafti sl. keppnistímabil vegna heimsmeistarakeppni 21 árs landsliða í handknattleik, en Þorsteinn lék með 21 árs lið- inu á Spáni. Þorsteinn ætlar alfarið að snúa sér að knattspyrnunni eftir að 1. deildarkeppninni í hand- knattleik lýkur í vor. KR-ingar hafa misst nokkra leikmenn að undanförnu. Sæbjörn Guðmundsson, reyndasti leikmað- ur KR-liðsins, hefur ákveðið að leika með Árvakri í 4. deild. Sæ- bjöm er fimmti leikmaðurinn sem hefur yfírgefíð vesturbæjarliðið og sá sjötti sem er á förum er Þorsteinn Guðjónsson. Þorfínnur Hjaltason, markvörður. KR-ingar hafa misst tvo leik- menn til Víðis í Garði - Gylfa Aðalsteinsson, varnarleikmann og sóknarleikmanninn Steinar Ingi- mundarson. Þá hefur miðvallar- spilarinn Willum Þór Þórsson gengið til liðs við Breiðablik og Heimir Guðjónsson, sóknarieik- maður, ætlar að leika með ís- landsmeistumm KA. Um helgina Körfuknattleikur Fjórir leikir verða leiknir í 16-liða úrslitum í bikarkeppninni í körfuknatt- leik á sunnudaginn: Valur - Haukar........... kl. 20 UMFN-ÍS.....................kl. 16 Þór - Tindastóll............kl. 16 ÍBK - Reynir................kl. 20 Knattspyrna íslandsmótið í innanhússknattspymu 1. deild karla og kvenna fer fram um helgina. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram kl. 16 í dag, en í karlaflokki kl. 20.50 á sunnudagskvöld. Leikið er í Laugardalshöllinni. Frjálsar íþróttir Stjömuhlaup FH verður í dag kl. 14. Hlaupið hefst yið Líkamsræktarstöðina Hress. Karlar hlaupa 8 km, en konur, drengir, telpur og piltar hlaupa 3 km. Meistaramót Islands' í atrennulaus- um stökkum fer fram í sjónvarpssal í dag. Bein útsending verður kl. 16.50. Skíði Skógargangan, sem er fyrsta keppnin í „íslandsgöngunni" fer fram á Egils- stöðum í dag. Gengnir verða 20 km með hefðbundinni aðferð. Einnig verð- ur boðið upp á 10,5 km og 2,5 km hringi. Hér er um að ræða trimmkeppni fyrir almenning og em verðlaun veitt fyrir flokka kvenna og karla 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. All- ir þátttakendur fá viðurkenningu. Biak Tveir leikir verða í dag í 1. deild karla. KA og ÍS leika í íþróttahöllinni á Akur- eyri kl. 14 og á sama tíma taka Þróttar- ar á móti Frömumm í íþróttahúsi Hagaskóla. í 1. deild kvenna leika í dag á Akureyri KA og ÍS kl. 15.15, á eftir karlaleiknum. Á morgun mætast svo lið Breiðabliks og Þróttar R í Digra- nesi, kl. 18.00. Afmælishátíd HK Handknattleiksfélag Kópavogs varð 20 ára í gær, föstudaginn 26. janúar. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í íþróttahúsinu Digranesi á morgun, sunnudaginn 28. janúar. Hátíðin hefst kl. 18.30. Yngri flokkar handknatt- leiks- og blakdeilda HK munu sína list- ir sínar á hátíðinni. Að lokum er á dagskrá leikur milli meistaraflokka HK og Breiðabliks í handknattleik þar sem keppt verður um nýjan glæsilegan bik- ar sem íþróttaráð gefur. Hefur bikarinn hlotið nafnið Kópavogsbikarinn og mun sigurliðið hljóta sæmdarheitið Kópa- vogsmeistari. ALA M RYMUM FYRIR NYJUM VORLM OG NYJU FYRIRTÆKI EINSTAKT TILB0Ð! Seljum næstu daga skápa og húsgögn á stórlækkuðu verðí. ALLTAÐ AFSIÁTTUR 50% Opíð: 9-18 vírka daga 9-16 laugardaga AXIS HÚSGÖGN Axis húsgögn hf. Smiðjuvegi 9 200 Kópavogi, sími 91-43500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.