Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 Minning: Oddur Olafsson fyrrv. yfírlæknir Oddur V. Ólafsson, vinur minn og nágranni, lést á Reykjalundi 18. þessa mánaðar. Árið 1934 kynnt- umst við á Vífilsstöðum, þar sem við vorum í endurhæfingu vegna berklaveiki. Árið 1943 tók ég til starfa sem yfirvélstjóri Hitaveitu Reykjavíkur, með búsetu við Dælu- stöðina á Reykjum. Árið 1945 tók Vinnuheimilið á Reykjalundi til starfa sem fyrsta endurhæfingar- stöð berklasjúklinga. Oddur var ráðinn þar sem yfirlæknir og fram- kvæmdastjóri um árabil. Hann sýndi mér það traust að bjóða mér setu í stjórn vinnuheimilisins. Á stjórnarfundum kom fljótt í ljós hversu framsýnn og tillögugóður Oddur var til þess að velja hentug verkefni til þjálfunar vistfólks. Að sitja slíka fundi var ómetanlegt og ævintýri líkast. Með þessum fáu orðum er aðeins lítillega getið um hið mikla ævistarf Odds. Hann var bjartsýnis hugsjónamaður, braut- ryðjandi og framkvæmdamaður sem vann þjóð sinni til heilla. Við þökkum honum og Ragnheiði fyrir vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum. Ragnheiði og hennar stóru fjöl- skyldu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Áslaug og Höskuldur Það var fyrir þijátíu árum að leiðir fjölskyldna okkar lágu saman. Þau kynni sem þá urðu með tengd- um urðu upphafið að vináttu og samstarfi sem enn stendur. Um- ræðuefni á fjölskylduhátíðum og í heimsóknum skorti ekki. Oddur Ólafsson var áhugamaður um allt mannlegt, frá viðskiptum og veiðum til stjórnmála og lista. Það bar oft við, að umræður Odds og föður míns um ýmsar fyrir- ætlanir og ráðagerðir á sjöunda áratugnum voru þess eðlis, að við unga fólkið, sem þá vorum að vaxa úr grasi, fengum loks endanlega staðfestingu á því, hvernig Ioftkast- alar verða til. Oft var hlegið dátt eða hneykslast á þessari óraunsæu bjartsýni og öllu því hugarflugi sem fjölskyldufeðurnir voru ófeimnir að ræða við okkur um. Einkum átti þetta við, þegar talið barst að tóm- stundagamninu sem var Selá og Selárfoss. En þegar hafizt var handa og framkvæmt, fumlaust af krafti eldhugans og hiklaust af sannfæringu hugsjónamannsins, þá þögnuðu ýmsir. Draumarnir rætt- ust á fáum árum, ekki með peninga- slætti, glamri og fyrirgreiðslu miðjumoðsins, heldur með ærnu erfiði þess manns, sem trúir á mátt sinn til að fylgja hugsjónum eftir eigin hendi. Laun erfiðisins er ánægjan af unnum verkum. Aðrir njóta. í þessu hugðarefni Odds er þó aðeins falið Iítið brot af ævistarfi atorkumanns. En þessa sögu þekk- ir fjölskyldan okkar bezt og hún lýsir miklu. Hin eiginlegu lífsverk Ódds Ólafssonar voru læknisstörfin. Þar hygg ég, að fjöldi samborgara, heilla sem vanheilla, _ hafi notið handa hans. Stofnun SÍBS og fleiri samtaka og fjöldi annarra starfa að skipulagi heilbrigðismála liggja eftir hann. Aðrir munu rekja þá sögu betur en mér er unnt. r DETTU I LUKKUPOTTINN! SKYNDISALA VEGNA AGSTÆÐRA SAMNINGA - ALLT 50% AFSLATTUR A VATNSRÚMUM! Vegna hagstæðra samninga verður stórkostleg skyndisala - meðan birgðir endast. Þetta ereinstakt tækifæri, sem býðst vart aftur i bráð, til að eignast vatnsrúm fyrirlítið. Eingöngu rúm með hitastillan- legum dýnum - og gott úrval af þeim. Dæmi um verð og afslætti: Verð áður: Verð nú: 118.770,- 59.395 72.695,- 58.160,- 99.500,- 49.750,- Það er vissara að hafa hraðann á. .. Fyrstir koma - fyrstir fá. Vatnsrum hf SKEIFUNNI 11 • SlMI 688466 Þátttaka Odds í stjórnmálum var undir merki þeirra manna sem meta framtakið einhvers. Sjálfur var hann fyrirmynd annarra á því sviði sem og í öllum verkum sínum. En ævinlega var hann maður mann- úðarstefnu og náungakærleika og boðberi hins bjarta. Hann var sann- færandi persónuleiki sem hreif aðra með sér, myndugur en þó mildur, við alla jafn. Þó að fyrrnefnt dæmi úr Selárdal austur sé ekki stórt, þá sýnir það gildi hugarfarsins, þess neista, sem verður í huga manns eins og Odds, kveikjan að stórvirkj- um sem hrundið er í framkvæmd. Þó af mörgu sé að taka, þá ber Reykjalundur því órækast vitni. Síðast í haust hittumst við á heimili Ólafs Hergils og Kristínar á Oddeyrargötunni á Akureyri. Erindi Odds norður var að herða og hvetja norðanmenn í félagsstarfi sínu fyrir fatlaða. Á Leifsstöðum í sumar leið ræddum við saman um stofnun samtaka asma- og ofnæmissjúkl- inga á Austurlandi. Þar sá hann þörf á samtökum og hvatti til stofn- unar þeirra. Hafði hann orð á því að hann þyrfti að komast austur fyrir áramót í því skyni, það var honum því víðs fjarri að setjast í helgan stein líkt og hugtakið væri honum óviðkomandi. Áttræður var hann enn sem fyrr að hvetja okkur „ungu mennina" með eldmóði sínum. Erum við þó enn ekki orðn- ir þeir eldhugar að hugarflugið beri okkur að markinu eins og feðurna. Gott var þó að þurfa ekki langt að fara eftir fyrirmyndum. . Allt á sín endamörk. Lífið líka og þ ví ber að taka. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka þijátíu gjöful ár í gleði en einnig í ágjöf. Minningin mun lifa. Ragnheiði, ættingjunum og venzlafólki vottum við ljölskyldan samúð okkar. Megi Drottinn veita þeim styrk. Þorsteinn P. Gústafsson Kveðja frá starfsfólki Oryrkjabandalags Islands Foringi okkar og vinur er fallinn. Oddur Ólafsson andaðist að morgni 18. þ.m. Okkur grípur tóm- leiki og munaðarleysi. Að eiga að fara að skrifa minningarorð um mann, sem haldinn var jafnmiklum lífskrafti og hann er nánast óhugs- andi. En eigi má sköpum renna og því skulu hér rituð fáein kveðju- og þakkarorð frá okkur á skrifstofu Öryrkjabandalags íslands. Frá upphafi hefur Oddur tengst okkur og þessum stað svo traustum böndum, að þau munu ekki slitna þó leiðir skilji um sinn. Hann var sá bakhjarl og sá vinur, sem leiddi okkur örugglega um vandrataða vegu örðugs en gefandi starfs. Manngæska hans og mannþekking var svo mikil og svo óvenjuleg, að hann gat látið okkur sjá hluti, sem' virtust óyfirstíganlegir í öðru og betra ljósi. — Við treystum honum og trúðum á hans góðu dómgreind og miklu sanngirni. Öryrkjar Islands sjá nú á bak sínum mesta og besta forystu- manni, sem af eigin raun þekkti sjúkleika en þekkti líka leiðir til að bregðast við honum á besta veg. Til að virkja þá líkamsburði, sem hver og einn hafði — til að nota þá andlegu yfirburði, sem hveijum og einum eru gefnir í vöggugjöf. Enginn skildi betur og setti sig í spor þeirra, sem minna máttu sín. Þar var aldrei farið í manngreinar- álit — öllum skyldi hjálpað eftir því sem unnt var. Oddur var ekki bara okkar yfir- maður og foringi. Hann var einnig persónulegur vinur, sem við gátum leitað til með bæði smá og stór vandamál. Hlýleiki hans og glöð og hress lund var svo stór þáttur í lífi okkar hér, að við trúm ekki, að hann eigi ekki eftir að birtast hjá okkur á skrifstofunni með sinn ferska, hressa gust — spjallandi um líf líðandi stundar, leysandi með Minning: Olafur Ásgeirsson sagnfræðingur Fæddur 5. september 1956 Dáinn 16. janúar 1990 Þegar Ólafur Ásgeirsson fellur frá í blóma lífsins, þá er okkur fagfélög- um hans það eitt til huggunar að hann var búinn að ljúka miklu og góðu verki. Bók hans, Iðnbylting hugarfarsins, átök um atvinnuþróun á Islandi 1900-1940, er tímamóta- verk í Islandssöguritun, varanlegur fengur sem heldur áfram að hafa áhrif á hvernig við hugsum og skrif- um um sögu okkar um ófyrirsjáan- lega framtíð. Slíkt er í rauninni ærið æviverk sagnfræðings. Einhver merkur sænskur sagnfræðingur mun hafa sagt að höfundur fræði- rits ætti að setja því það mark að breyta línu í kennslubók. Ég get ímyndað mér að bók Ólafs verði að minnsta kosti væn klausa á milli greinaskila, kannski sérstakur kafli, í kennslubókum framtíðarinnar. Ég var svo heppinn að vera kallað- ur leiðbeinandi Ólafs þegar hann var að skrifa kandídatsritgerðina sem varð að bókinni Iðnbyltingu hugar- farsins. Það var yndi að fylgjast með skarpskyggni hans, kappi og ánægju af að koma uppgötvunum sínum á blað. Að sumu leyti var ögrandi að vinna með Ólafi því að hann gat verið fastur á skoðun sinni og langað meira til að sannfæra kennarann en láta sannfærast. Engu að síður bar hann djúpa og einlæga virðingu fyrir sannleikanum sem er grundvöllur allra fræða. Hann sam- einaði með dæmafáum ágætum þá meginkosti fræðimanns að boða skoðun sína af brennandi áhuga og persónulegri alvöru en þola þó aldrei að hún gengi hið minnsta á svig við sannleikann. Það er hörmulegt að fá ekki að njóta meira af kostum hans. Gleymum samt ekki að minn- ast með þakklæti þess sem hann skilur eftir 'hjá okkur. Hugsum um hann eins og Hannes Pétursson orti: Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir I hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Gunnar Karlsson Okkur bekkjarsystkini Ólafs í Garðyrkjuskóla ríkisins veturna 1974-1976 langaði til þess að minn- ast hans nú og rifja upp samveru- stundimar með honum. Á þessum árum vorum við flest mjög leitandi og ómótuð. Við áttum öll samleið, en urðum aldrei sam- rýndur hópur. í árganginum toguð- ust á ólík lífsviðhorf og skoðanir. Ef einhver hefur verið þungamiðja hópsins, þá var það helst Ólafur, því hann hafði unun af allri umræðu, vildi rökræða, var jafnréttissinnaður og lét flest málefni til sín taka. Ólafur var haldinn sannleiksfýsn, hann vildi komast að því hvað í okk- ur bjó, það gerði hann því að hann var hvort tveggja traustvekjandi og jákvæður. Stundum fannst honum hlutimir koma sér kynlega fyrir sjónir þegar hann komst að lokanið- urstöðu sinni, en hann var umfram allt vel þenkjandi manneskja sem vildi öllum hið besta og af allri ein- lægni. Olafur lagði sig ekki mikið eftir íþróttum, að bridge undanskildu. En vegna þess hve félagslyndur hann var þá gat hann ekki látið vera að spila borðtennis. Þetta var eina íþróttin sem hægt var að stunda á skólanum. Hann lagði sig allan fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.