Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 35 ■ ■ ' ________________________________________________________• Frá verkstjórafundi SIF. COSPER - Vaknaðu, Helgi, við borgum 4000 krónur á sólarhring fyrir að fá að njóta útsýnisins hérna. SALTFISKUR Um 120 manns sátu verkstjórafimd SIF Um 120 manns sátu verkstjóra- fund Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda sem haldinn var daganá 18. og 19. janúar síðastlið- inn á Hoijday Inn hótelinu í Reykjavík. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðuna á mörkuð- um í dag, framleiðslu á vertíðinni, flutt erindi um betri hráefnisnýt- ingu og umræðuhópar störfuðu. Þá var farið í heimsókn til Grindavíkur þar sem Gunnar Tóm- asson, verkstjóri hjá Þorbirni hf., skýrði frá reynslu þeirra af sprautu- söltun og flokkunarkerfi og Sigurð- ur Bogason hjá rannsókna- og þró- unardeild SÍF ræddi um rannsóknir og sprautusöltun. Síðari fundardaginn hlýddu verk- stjórar einnig á erindi um gæði og markað og um gæðastjórnun. I umræðuhópnum voru tekin fyrir ýmis efni svo sem gæðastýring og verðmætasköpun í vinnslunni, tækninýjungar og hiutverk verk- stjóra í nútíð og framtíð. Dagbjart- ur Einarsson er stjórnarformaður SÍF en Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. SKILNAÐUR Systir Fergie skilur Þau tíðindi hafa nú borist, að Jane Makim, systir Söru hertogaynju af Jórvík, hefur skilið við eiginmann sinn, Alex Makim. Jane er nú 32 ára en Alex 39 ára, þau hafa verið gift í 13 ár og búið á einangruðu býli í ástralskri eyðimörk. Þétta er ekki í fyrsta skipti sem soðið hef- ur upp úr hjá þeim hjórium, en til þessa hafa þau reynt að plástra hjónabandið jane og Alex á góðri stundu. barnanna vegna, en þau eiga átta ára gamlan dreng og þriggja ára stúlku. Þegar þetta varð heyrinkunnugt, steig Sara Ferguson upp í þotu, flaug með henni til Ástralíu þar sem hún dreif systur sína með sér í tveggja vikna sólarstrandarfrí. Beatrice litla prinsessa fékk að fara með mömmu sinni í þetta skipti. Flísabúðin opnar í dag stórglæsilega verslun að Stórhöfða 17 Full verslun af marmara-, leir- og granítflísum frá helstu framleiðendum í Evrópu eins og Roca, azu-vi, Cicosa, Cinca, Maronagres, Ceramica vouge ofl. í tilefni opnunar glæsilegrar verslunar okkar að Stórhöfða 17 höfum við opið fra kl. 10 til 16 í dag og á morgun. Komið og látið sölu-menn okkar sýna ykkur allt það nýjasta í flísum í dag. Bee® P • V ckJ av 3? € Ö 1 1 m mmm 3A m 3 O Stórhöföa 17 viö Gullinbrú Sími 67 48 44 9 . ■M Éf}> • 'P ík.\-.v ..„-ék jf. Á •11, •fe $ m b:: •■'ú ‘ ‘ '\ \ \ U Ódýrasti alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki, við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vegakerfi búa yfir. Veldu þann kost, sem kostar minnal BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. II Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 . J4S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.