Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 19
19 J MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 Prambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. í efiri röð firá vinstri eru Kristinn Kristinsson, Sigurður Helgason, Jóhanna Thorsteinsson, Richard Björgvinsson, Steinunn H. Sigurðardóttir, Arnór L. Pálsson, Hannes Sampsted, Gunnar Birgisson og Helgi Helgason. í neðri röð frá vinstri eru Guðrún Stella Gissurardóttir, Halla Halldórsdóttir, Hjörleifúr Hringsson, Guðni Stefánsson, Birna Friðriksdótt- ir, Bragi Michaelsson, Kristín Lindal og Stefán H. Stefánsson. A myndina vantar Jón Kristin Snæhólm, Harald Krisfjánsson og Sigurjón Sigurðsson. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi: Fjórir gefa kost á sér í fyrsta sæti Einar Jóhannesson og Philip Jenkins í Operunni EINAR Jóhannesson og Philip Jenkins halda tónleika í íslensku óper- unni á vegum Tónlistarfélagsins á morgunun, sunnudag. Hefjast þeir kl. 17. Báðir eru þessir listamenn vel- þekktir. Auk þess að vera 1. klari- nettuleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og ieika í Blásarakvintett Reykjavíkur, verður Einar á ferðinni á næstunni í Evrópu og í Banda- ríkjunum, þar sem hann mun leika, bæði með hljómsveitum og á einleiks- tónleikum. Síðan Philips fluttist frá Akureyri aftur til Bretlands árið 1972 hefur hann starfað sem prófessor í píanó- leik við Royal Academy of Music í London, auk tónleikahalds. Nýlega tók hann við píanódeildinni í Konung- lega skoska tónlistarháskólanum í Glasgow. Tengsl hans við ísland og íslenska tónlistarmenn hafa aldrei rofnað. Síðast hélt hann hér tónleika með Guðnýju Guðmundsdóttur árið 1987. Samstarf þeirra Einars og Philips hefur staðið í nokkur ár og hafa Einar Jóhannes- son klarinettu- leikari. þeir leikið saman víða, bæði á tón- leikum, í útvarp hérlendis og erlend- is og inn á hljómplötu. Á efnisskránni á sunnudag verða leikin verk eftir Carl Maria von We- ber, Norbert Burgmuller, Darius Milhaud, Bohuslav Martinu og Jo- hannes Brahms. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. ■ t öryggi, ánœgju og endun wmsmmm i mmpMpi Allar loðnuveiðar bannaðar í Sjávarútvegsráðuneytið hefúr ákveðið að banna loðnuveiðar með ströndinni milli Ingólfshöfða og Stokksness. Línan milli þess- ara staða er dregin um Hroll- augseyjar. Er það gert til að koma í veg fyrir að síld veiðist í miklum mæli með loðnunni. í leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrri hluta janúar kom í ljós að meginhluti íslenzku sumargotssíldarinnar hefur nú vetur- setu grynnst í Mýrarbug milli Hval- ness og Ingólfshöfða. í frétt frá sjáv- arútvegsráðuneytinu segir að loðnu- veiðar gætu hafizt á þessu svæði næstu daga og hugsanlega valdið skaða á síldarstofninum. Því hafi að ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar verið ákveðið að banna veiðar á þessu svæði frá og með gærdeginum, 26. Mýrarbug 0 ~— 10 sjómílur Svæði lokað loðnuveiðiskipum janúar. Þegar loðnuveiði hefjist í námd við þetta svæði mun ráðuneyt- ið fylgjast með ástandinu á svæðinu og breyta mörkum þess komi ljós að forsendur verði breyttar frá því að lokun var ákveðin. Utanríkis- ráðherra Hollands til Islands HANS van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands, heimsækir Island ásamt eiginkonu sinni í boði utanríkisráðherra 30.-31. janúar næstkomandi. Hann mun eiga viðræður við utanríkisráðherra um samskipti ríkjanna og viðræður EFTA og EB. Jafnframt mun van den Broek eiga fundi með forseta íslands, forsætisráðherra og iðnaðarráð- herra. FJÓRIR af frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna sveitastjórnarkosninganna í vor gefa kost á sér í fyrsta sæti, en það eru þeir Bragi Mikaelsson, Guðni Stefánsson, Gunnar Birgis- son og Richard Björgvinsson. Prófkjörið fer fram þann 3. febrúar næstkomandi. Tuttugu manns hafa gefið kost á sér í opnu prófkjöri sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Kosið er í ákveð- in sæti og einungis má merkja við 6 menn, hvorki fleiri né færri. Þátt- taka í prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem hafa munu kosning- arétt í Kópavogi á kjördegi, svo og öllum fullgildum félagsmönnum sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Prófkjörið fer fram laugardaginn 3. febrúar í Hamraborg 1, 3. hæð, og hefst það kl. 10 árdegis. Verkamannabústaðir í Reykjavík: Bygging á 100 íbúðum í Borgarholtshverfí hafín DAVÍÐ Oddson borgarsljóri tók i fyrradag fyrstu skóflustungu vegna framkvæmda í Borgar- holtshverfi á vegum sljórnar verkamannabústaða í Reykjavík. Framkvæmdirnar ná til 100 íbúða á tveimur svæðum og er gert ráð fyrir að flutt verði inn í fyrstu húsin fyrir mitt næsta ár. í Fífurima verða byggðar sam- tals 38 íbúðir í raðhúsum og fjórbýl- ishúsum. 22 fjögurra herbergja íbúðir eru í fjórum raðhúsalengjum, en 12 þriggja herbergja og fjórar tveggja herbergja íbúðir í fjórum fjórbýlishúsum. Raðhúsin eru ein hæð með háu risi, þar sem eru svefnherbergi og bað. Á hæðinni er eldhús, snyrtiher- bergi, stofa með blómaskála, þvottahús og anddyri auk úti- geymslu. Fjórbýlishúsin eru tveggja hæða með valmaþaki. Stigahús eru undir glerþaki en óupphituð. Á fyrstu hæð er sameiginleg hjóla- og vagna- geymsla, ein tveggja herbergja íbúð og ein þriggja herbergja. Á annarri hæð eru tvær þriggja herbergja íbúðir. Á hinu svæðinu verða væntan- lega fimm fjórbýlishús á tveimur hæðum, en aðrar íbúðir verða í þriggja hæða fjölbýlishúsum. Unnið er að hönnun þessara íbúða, en bæði hverfin eru hönnuð hjá Teikni- stofunni Ármúla 6 í Reykjavík. SUBARU - fjárfesting sem skilarsér \m/Gúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.