Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR. 27. JANÚAR 1990 Atökin í Timisoara í Rúmeníu íyrir byltinguna; Frásagnir af íjöldamorð- um sagðar tilbúningur Líkin í íjöldagröfínni voru í raun tekin úr iíkhúsi sjúkrahúss segir rúmenskur meinatæknir París. Reuter. LÍK Rúmena, sem sögð voru hafa fúndist í fjöldagröf í Timisoara eftir að öryggislögreglan hefði skotið á mótmælendur 17. desember, voru í raun úr líkhúsi sjúkrahúss. Rúmenskur meinatæknir, Elena Bouca, hélt þessu fram í viðtali við sjónvarpsstöðina RTL-Plus í Lúxemborg og sagði hún frásagnir af fjöldagröfinni tilbúning. Þyk- ir þetta enn ein vísbendingin um að núverandi valdhafar landsins hafl skipulagt uppreisnina fyrirfram. Götumótmælin í Timisoara 17. desember urðu til þess að gerð var uppreisn gegn Nicolae Ceausescu, þáverandi einræðisherra landsins, og honum steypt af stóli fimm diJg- um síðar. Fregnir, sem bárust frá Rúmeníu á þessum tíma, hermdu að öryggislögreglan hefði myrt meira en 4.000 mótmælendur er hún hefði skotið á þá með vélbyss- um úr þyrlum. Franskar sjónvarps- stöðvar, sem skýrðu frá frétt RTL- PIus, sögðu að rúmensk yfirvöld héldu því nú fram að 200 manns hefðu beðið bana í mótmælunum. „Við vitum nú að þessar hræði- legu myndir, sem okkur voru sýnd- ar af líkum, er sögð voru hafa fund- ist í fjöldagröf og sum þeirra sögð bera merki um pyntingar, voru í raun settar á svið,“ sagði franskur fréttaskýrandi. „Þetta vekur engar efasemdir um lögmæti uppreisnar- innar gegn Ceusescu en hins vegar er þetta enn ein vísbendingin um að byltingin hafi verið skipulögð fyrirfram," bætti hann við. Elena Bouca sagðist hafa farið á staðinn, þar sem líkin voru sögð hafa fundist, eftir að Ceusescu var steypt af stóli þann 22. desember til að reyna að sannfæra fólk um að líkin hefðu í raun komið úr líkhúsi. sjúkrahúss. Bouca sagði að þetta hefðu verið lík manna, sem ekki hefði verið borin kennsl á. Hún kvaðst ekki vita hvenær þau hefðu verið f lutt -úr líkhúsinu. Bouca sagði að myndir hefðu verið sýndar út um allan heim af látinni konu í faðmlögum við and- vana ungabam og þær sagðar mæðgur en í raun hefði svo ekki verið. Konan hefði látist af áfengis- eitrun nokkru fyrir mótmælin og ekki verið móðir barnsins. Meina- tæknirinn kvaðst hafa bent íbúum Timisoara á að líkin væru öll með löng ör eftir krufningu frá hálsi niður á maga - sem varla benti til skyndigreftrunar - en engin hefði trúað því. RTL-Plus sýndi myndir af umræddum líkum með slík ör_______ Reuter Lundúnabúi virðir fyrir sér tré sem rokið reif upp með rótum við Tempsá. Nær hundrað manns fórust í fárviðri í Norður-Evrópu: S amg’ö ngntrufl anir á sjó og landi í mörgnm löndum EITT mannskæðasta óveður í manna minnum reið yfir Bret- land, Norður-Frakkland, Belgíu, Holland, V-Þýskaland, Danmörku og Svíþjóð á fímmtudag og í gær. Alls munu nær hundrað manns hafa látist og eignatjónið er metið á hundruð milljóna Bandaríkja- dollara. Vindhraði varð sums staðar nær 200 km á klst. Víða féllu tré á vegi og hús, þök hrundu og ollu manntjóni og slysum. Leik- arinn Gordon Kaye, sem þekktur er úr sjónvarpsþáttunum „Allt í hers höndum“, slasaðist lífshættu- lega er brak lenti á bilreið hans. Milljónir manna voru án rafmagns i Bretlandi og Frakklandi og talið að tekið gæti nokkra daga að koma því aftur á. Truflanir urðu á lestaferðum og siglingar lögðust að mestu niður á Ermarsundi. Morgunblaðið hafði samband við sendiráð íslands í löndunum. „Þetta var verulega slæmt hér vestan til í landinu og norðan við borgina, en nú er komið ijómaveð- ur“ sagði séra Jón Baldvinsson, sendiráðsprestur í London,‘er rætt var við hann síðdegis í gær. „Austur- hluti London slapp mun betur en vesturhlutinn. Sjálfur bý ég í Wimbledon, suðvestan til á borgar- 67 fórust er þota hrapaði í New York: Skorti eldsneytí fyrir lendingu? Cove Neck, New York. Reuter. SEXTIU og sjö manns fórust og meira en 80 slösuðust þegar kólombísk farþegaþota brotlenti í fyrrinótt í skógivöxnu landi skammt frá Kennedy-flugvelli í New York. Talið er, að vélin hafí orðið elds- neytislaus skömmu áður en hún hrapaði. Flugvélin, sem var 22 ára göm- ul, af gerðinni Boeing 707, var að koma frá Medellin-borg í Kólombíu og farþegar og áhöfn samtals 158 talsins. Starfsmenn á Kennedy- flugvelli segja, að vélin hafi verið orðin eldsneytislaus og er það einn- ig haft eftir útvarpsáhugamanni, sem hlustaði á síðustu skilaboð flugstjórans. Ricardo Torres, tals- maður Avianca-flugfélagsins í Kólombíu, sem átti vélina, kvaðst þó vera vantrúaður á þá skýringu. Torres sagði, að um borð í vélinni hefðu verið sjö ungaböm, þar af tvö, sem hefðu átt að fara í fóstur í Bandaríkjunum. Farþegar vissu ekki að neitt amaði að. Héldu þeir, að vélin væri í þann veginn að lenda á brautinni þegar hún brotlenti og sviptist sundur í þrjá hluta. Flugslysið í New York Kólomblsk þota meö 158 manns innanborös hrapaöi (gær á leiö til Kennedy- flugvallar (New York tstanó^ A, p- - / aund . ^ystor -fíóí 1 ^—“^““1 gSyt' • Huntington New jp Kennedy- ^ flugvöllu^ Cove Neck P f • Hicksville £2 Uxtl+nd Boeing 707 með elstu ferþegaþotum í notkun New York. Reuter. BOEING 707-þoturnar voru hannaðar á sjötta áratugnum og eru meðal elstu farþegaþotna, sem enn eru i notkun. Sú, sem fórst í New York í fyrrinótt, var 22 ára gömul ren hafði verið gerð upp að mörgu leyti fyrir þremur árum. Mörg flugfélög hafa tekið Boeing 707-þotumar úr notkun og fengið í stað þeirra nýrri vél- ar, hljóðlátari og spameytnari. Á ámnum 1984-88 fækkaði 707- vélum úr 365 í 245 en í desem- ber 1988 var 31 þota af þessari gerð enn í notkun í Bandaríkjun- um. Á áttunda og níunda ára- tugnum urðu þrjú meiriháttar slys þar sem um var að ræða Boeing 707. í ágúst árið 1975 fómst 188 manns með Boeing 707, sem var á vegum marokkanska ríkisf lug- félagsins og hrapaði skammt frá borginni Agadir í Marokkó. Með jórdanskri 707, sem hrapaði á flugvellinum í Kano í Nígeríu, fórust 176 manns og 144 með 707-vél frá flugfélaginu Inde- pendent Air Inc. í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún flaug á fjall á Ázoreyjum í febrúar á síðasta ári. KRTN „Vélin varð skyndilega stjómlaus og skalf ákaflega. Ljósin slokknuðu og fólkið æpti af skelfingu. Ég fékk eitthvað framan í mig og hugsaði með sjálfum mér, að nú væri öllu lokið," sagði Carlos Gomez, einn þeirra, sem lifðu af. Hundruð björg- unarmanna þustu strax á vettvang og er skjótum viðbrögðum þeirra þakkað hve margir komust lífs af. Var slasað fólk flutt í sjúkrahús jafnt með þyrlum sem sjúkrabílum. Er haft eftir björgunarmönnum, að aðkoman hafi verið ömurleg. Lík hinna látnu lágu allt um kring, í brakinu og skóginum, og mikil skelfing meðal þeirra, sem af kom- ust. Engin sprenging varð í vélinni þegar hún kom til jarðar og enginn eldur kom upp og varð það vafa- laust mörgum til lífs. Talsmaður flugfélagsins sagði, að veðurskil- yrði og mikil umferð um Kennedy* flugvöll hefðu tafið lendingu og neytt flugmennina til að hringsóla í hálfan annan tíma yfir vellinum. Flugvallarstarfsmenn segja, að þegar vélin hafi svo loksins komið inn til lendingar hafi aðflugið ekki verið rétt fyrr en í annarri tilraun en þá hrapaði vélin áður en hún náði brautinni. Þetta er annað slysið, sem hend- ir vél frá Avianca-flugfélaginu sl. tvo mánuði en 27. nóvember fórst Boeing 727-flugvél í eigu þess skömmu eftir flugtak frá Bogota, höfuðborg Kólombíu. Fórust allir um borð, 107 manns, og eru kólombískir eiturlyfjasalar grunaðir um verknaðinn. svæðinu. Það var býsna hvasst hjá okkur og urðu talsverðar skemmdir. Stór tré fuku um koll, girðingar splundruðust og þök fóru sums stað- ar illa. Dauðsföll urðu aðallega í Englandi vegna tijáa sem féllu á bíla, víðs vegar um landið." Jón sagði að sendiráðinu væri ekki kunnugt um að neinn íslendingur hefði slas- ast í veðrinu. „Lestarsamgöngur voru erfiðar hér í London fyrst í morgun vegna þess að alls kyns rusl hafði fallið á teinana og það var gífurlegt umferðaröngþveiti um hríð. Sumar götur eru ennþá lokaðar þar sem þök hafa laskast og því talið varasamt að aka fram hjá hús- unum,“ sagði Jón. Danmörk Danska kaupskipið Jotunn fórst á Eystrasalti í fárviðrinu, skammt undan strönd Austur-Þýskalands. Sex voru um borð og tókst danskri björgunarþyrlu að bjarga tveim þeirra áður en skipið sökk, einn fannst drukknaður og óvíst var um örlög hinna þriggja er síðast frétt- ist. Sjávarhæð við Jótlandstrendur varð þrem metrum hærri en venju- lega er veðrið skall á í Danmörku eftir að hafa geisað vestar í álf- unni. Víða flæddi um hafnarsvæði. Flestar ferjur hættu siglingum og truflanir urðu á flugi. Starfsmenn íslenska sendiráðsins vissu ekki til þess að íslendingar hefðu slasast og reyndar er ekki vitað um manntjón þar í landi vegna veðursins, að und- anskildu sjóslysinu. Fréttaritari Morgunblaðsins í Svíþjóð, Erik Liden, sagði að mikið hvassviðri væri á Skáni síðdegis í gær og hefði þak nær fokið af Maríu- kirkjunni í Ystad. Feijusiglingar milli Málmeyjar og Kaupmanna- hafnar lágu niðri í gær. Veðurfræð- ingar sögðu þetta mesta veðurofsa í landinu í 20 ár. Meginland Evrópu Sendiráð Islands í viðkomandi lönd- um á meginlandinu vissu ekki til þess að íslendingar hefðu slasast í hamförunum. Alls munu a.m.k. sjö hafa Iátist í Belgíu og óttast að 10 hafi farist í Frakklandi. Rokið hóf á loft hjólreiðamann í belgísku borg- inni Torhout þar sem hann beið við umferðarljós og feykti honum undir vörubíl. Maðurinn lést. Þrír létust af völdum veðurofsans í Vestur-Þýskalandi og a.m.k. 19 í Hollandi. Þar í landi fuku tugir vöru- bíla út af. í Rotterdam-höfn þeyttist gámur í loft upp og lenti á manni sem lést þegar í stað. Mikill við- búnaður var við hollensku ströndina en flóðgarðar gáfu sig hvorki þar né á Jótlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.