Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 16
16
MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
VÍXLARARNIR
IHELGIDOMINUM
pá ge.
og
Ri‘aðl»nahís'
eftir Andrés Magnússon/mynd: Ro.qnor Axelsson
OFANGREINT LÝSIR einum áhrifamesta atburðinum í Nýja testa-
mentinu. Hér á Islandi er ekkert mttsteri, en megi eitthvað telj-
ast æðsti helgidómur þjóðarinnar hlýtur það að vera Alþingi, sem
sett var á stofti af forfeðrum vorum5 sem hingað höfðu siglt til
að flýja skatta. Nó er svo komið að Islendingar eru teknir að
flýja land. En veit hinn almenni skattborgari hvað verður um
skatta þá er hann greiðir? Veit hann hvers vegna hann greiðir
skemmtanaskatt þegar hann fer á ball eða í bíó? Veit hann hvert
skemmtanaskatturinn rennur eða á að renna? Veit hann hvað
verður um eignarskattsaukann, sem átti að renna til Þjóðarbók-
hlöðunnar? Veit hann hvað verður um nefskattinn, sem á að renna
óskiptur til Framkvæmdasjóðs aldraðra, þrátt fyrir að skatt-
borgararnir hafí þegar greitt fé til þess ama með staðgreiðslu
tekjuskatts? Veit hann hvað varð um söluskattinn, sem hann borg-
aði auk skemmtanaskatts og miðagjalds þegar hann fór í bíó, og
átti að renna óskiptur til Kvikmyndasjóðs? Hin sorglega stað-
reynd er sú, að í öllum ofangreindum tilfellum og miklu fleirum
reyndar, heldur ríkissjóður vænum fulgum eftir til þess að bæta
slæman fjárhag og hylja getuleysi ráðamanna til þess að láta
enda ná saman i ríkisbúskapnum.
Umræður um skattheimtu
hafa aukist að undanf-
örnu af augljósum
ástæðum: Hún hefur
færst í vöxt á sama tíma
og mikill samdráttur er
í þjóðfélaginu, þrátt fyrir
að lítil merki séu um
aukna þjónustu ríkisins eða fram-
kvæmdir, sem réttlæta að enn
dýpra sé seilst í vasa skattgreið-
enda. En hvað um skatta, sem lagð-
ir voru á til þess að sinna ákveðnu
málefni, en eru svo notaðir í allt
annað? Er þá ekki beinlínis verið
að hlunnfara skattgreiðendur?
Menn eru gjarnir á að kenna fjár-
málaráðherra um allt, sem þeir telja
betur geta farið í fjárlagagerð.
Vissulega er ábyrgð fjármálaráð-
herra á fjármálastjóm ríkisins ótví-
ræð, en hinu skyldu menn ekki
gleyma að það er Alþingi og Al-
þingi eitt, sem ber ábyrgð á fjárlög-
um. Þrátt fyrir að fjármálaráðherra
leggi fram frumvarp til fjárlaga,
er það Alþingis að fjalla um það
og gera breytingar á því, eins og
einatt er gert. Fram til þessa hefur
reyndar lítið verið um það að Al-
þingi geri breytingar í átt til niður-
skurðar. Hitt er öllu algengara að
breytingar séu gerðar til þess að
tryggja framlög til málefna, sem
einstökum alþingismönnum, kjör-
dæmum eða þrýstihópum eru sér-
lega kær.
Hveijum fjárlögum fylgja láns-
fjárlög og undanfarin 12 ár hefur
verið í þeim sérstakur kaf li þar sem
hver grein er að uppbyggingu
svona:
„Þrátt fyrir ákvæði liðar X í
lögum um tiltekið máleftii, skal
framlag ríkissjóðs til tiltekinn-
ar stoftiunar eigi nema hærri
fjárhæð en Y þús. kr. á árinu
Z.“
Þeir liðir laga, sem vísað er til
með þessum orðum kveða á um
tekjuöflun hinna og þessara stofn-
ana, sem ríkissjóður veitir fé til
samkvæmt lögum. Lögfræðilegt
mat er að ekkert sé athugavert við
þessa tilhögun mála, hér ræði um
einföldustu leiðina til þess að ná
settu marki: sumsé að ráðstafa tekj-
um ríkisstofnana og sjóða eftir efn-
um og aðstæðum hveiju sinni um
leið og reynt er að halda utan um
útgjöld ríkissjóðs.
Þegar skyggnst er í fjárlög
síðastliðinna ára eru það að meira
og minna leyti sömu málaflokkarn-
ir, sem verða út undan ár eftir ár.
Má nefna framlög til Kvikmynda-
sjóðs, Stofnlánadeildar iandbúnað-
arins, Fiskveiðasjóðs, Bjargráða-
sjóðs, Hafnabótasjóðs, Iðnlána-
sjóðs, Ferðamálasjóðs, Félagsheim-
ilasjóðs, Forfalla- og afleysinga-
þjónustu bænda, Menningarsjóðs,
Atvinnuleysistryggingasjóðs, tekjur
af aðflutningsgjöldum hljóðvarps-
og sjónvarpstækja eru látnar renna
til ríkissjóðs ár eftir ár og greiðslur