Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 yíXLARARNIR IHELGIDOMINUM lengi, því snemma á síðasta ári var samþykkt stjórnarfrumvarp með stuðningi Borgaraflokksins um að hver skattþegn á aldrinum 16-67 ára greiddi 2.500 krónur í Fram- kvæmdasjóð aldraðra. Hins vegar var tekjuskattshlutfallið ekki lækk- að, sem því nam — þrátt fyrir að lögum samkvæmt hefðu landsmenn þegar greitt í sjóðinn með tekju- skattinum. Þótti mörgum sem fyrri hringavitleysa, sem aflögð var með staðgreiðslukerfinu, væri nú hafin að nýju og lagði Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ásamt Þórhildi Þorleifs- dóttur, Kvennalista, og Ragnhildi Helgadóttur, Sjálfstæðisflokki, fram frumvarp um breytingu á lög- um þessum, sem fellt var af stjórn- arþingmönnum auk Borgaraflokks- manna. Mál þetta reyndist stjóminni pólitískt erfitt — Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, orðaði það sem svo í þingræðu að „slys“ hefði hent við undirbúning málsins — þannig að töku skattsins var frestað fram á þetta ár í því skyni „að vinna tíma til þess að halda öðruvísi og með traustari tök- um á málinu í framhaldinu" eins og utanríkisráðherra orðaði það, enda kvaðst hann vera andvígur skattinum eins og fleiri í þingflokki Alþýðuflokksins og gerði flokkur- inn alla fyrirvara á skattlagning- unni. Á haustþingi gerðu stjórnar- þingmenn hins vegar ekkert til þess að breyta lögunum, svo Geir, Þór- hildur og Ragnhildur lögðu laga- breytingarfrumvarp sitt fram á ný, sem féll aftur með þeirri afleiðingu að skattborgarar greiða í raun tvisvar sama skattinn. Víst er að mörgum finnst það undarleg vinnubrögð, en hið furðu- legasta í málinu kemur þó ekki í ljós fyrr en gluggað er í fjárlögin, sem samþykkt voru hinn 22. desem- ber síðastliðinn. Þá kemur nefnilega í ljós að þrátt fyrir allt, sem á und- an er gengið, eiga skatttekjumar — 230 milljónir króna — ekki einu sinni að renna óskertar til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, því 25 millj- ónum er haldið eftir í ríkissjóði! „Öll vinnubrögð varðandi málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra em eitt svínarí,“ segir Geir H. Haarde. „Jafnþarft og gott málefni og þarna er á ferðinni, er það samt sem áður fádæma ósvífni af fjármálaráðherra og nótum hans hér á þingi, að láta skattborgarana tvíborga þennan skatt og til þess að gera skömm sína algera fá þessir peningar ekki einu sinni að renna óáreittir í Fram- kvæmdasjóðinn.“ Vegagerðin íslenskir vegir hafa öldum saman þótt illir og erfiðir yfirferðar. Til þess að ráða bót á þessu em inn- heimtir skattar af bifreiðum og eldsneyti þeirra, umfram aðra skatta sem taka til þessa, og skulu þeir renna til vegagerðar. I fyrra stóð til að alls rynnu tæpir 3,8 milljarðar króna til vegagerðar, en í fjárlögum var samþykkt að skerða framlagið um tæpan fimmtung eða 680.000.000 krónur, þannig að Vegagerðin fékk ekki nema um 3,2 milljarða í sinn hlut. Þetta olli nokkmm úlfaþyt á sínum tíma og var ekki endurtekið í ár. Skattmglandinn hefur komið svo hægt og hljótt aftan að þjóðinni að menn verða hans sjaldnast varir; bíta á jaxlinn, borga og bölva í hljóði. Fátt er enda, sem gefur til kynna að þessi skipan mála verði leiðrétt í náinni framtíð — að víxlar- arnir í helgidóminum hrindi um eig- in borðum eða þeir sem þar eru að kaupa og selja verði reknir þaðan út. ÁTTIEKKI AÐSTANDA UMALDUR OGÆYI —segir Tómas Árnason, fyrrverandi fjármálaráðherra sem varð fyrstur til að fá samþykkt í lögum að höml- . ur væru lagðar á markaða tekjustofna. TÓMAS ÁRNASON, Seðla- bankastjóri, var íjármálaráð- herra í ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar, árið 1978 og varð hann fyrstur fjármálaráðherra til þess að leggja til í frumvarpi til lánsfjárlaga, að lagðar yrðu hömlur á markaða tekjustofiia. Hvers vegna var gripið til þessa bragðs, sem dregið hefur for- dæmisdilk á eftir sér, í stað þess að breyta þeim lögum, sem mörkuðu tekjustofha, eins og verið hafði? að er nú langt um liðið, en það sem öðru fremur lá að baki var sá einhugur stjórnarinnar að ná endum saman í ríkisbú- skapnum. Hugsanlega gekk ég nokkuð langt í skattlagningu, en að sama skapi reyndum við að draga úr ríkisútgjöldum, meðal annars með þessum hætti. Það sem olli því að þessi leið farin frekar en að breyta þeim lögum, sem kváðu á um þessa mörkuðu tekjustofna, var að hluta til sú tímapressa, sem stjórnin var í, því hún tók við völdum í september og skammur tími til stefnu hvað fjárlög áhrærði. í mínum huga — og ég held annarra i stjórninni — stóð aldrei til að þessi vinnutilhögun stæði um aldur og ævi, þrátt fyrir að sú hafi orðið raunin síðan. Vitan- lega væri ákjósanlegast að af- nema þessa sérmerktu tekju- stofna í lögunum, en það er nú svo að það er helsta verkefni fjár- málaráðherra hvers tíma að reka ríkissjóð hallalaust. Jafnvel þó svo þessi aðferð sé hugsanlega gagn- rýnisverð tel ég hana skárri en að reka ríkissjóð með halla, enda tek ég ekki undir þau sjónarmið að í lagi sé að reka ríkissjóð með halla þegar illa árar, hvað þá á öðrum tímurn." Skrifstofutækni T ölvufr æðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, sími 687590 FELLA NIÐUR ALLAMARK- AÐA TEKJU- STOFNA —segir Sighvatur Björgvinsson, formaður Fjárveitingamefndar SIGHVATUR BJÖRGVINS- SON, þingmaður Alþýðuflokks- ins í Vestíjarðakjördæmi, er formaður fjárveitinganefndar alþingis. Morgunblaðið bar þessa starfshætti — að þing- menn seilist í markaða tekju- stofiia við fjárlagagerð — undir Sighvat og spurði hvort eitt- hvað væri til ráða. etta er búið að vera svona í að minnsta kosti tólf ár og á þeim tíma hefur hver ríkisstjórnin á fætur annarri gripið til þess ráðs að ráðstafa mörkuðum tekj- um, ár eftir ár, en engri þeirra hefur hugkvæmst að ráðast á þau lög, sem fyrir eru og fella úr gildi þessi ákvæði um fyrirfram mark- aða tekjustofna, sem flest eða öll eru út í bláinn. Að mínu viti er það einfaldlega vond fjármálapólitík að eyrna- merkja tekjustofna fyrirfram, sem þýðir að engu er hægt að hnika til hvernig svo sem aðstæður kunna að breytast. Skelfilegasta dæmið um þetta eru föst útgjöld til landbúnaðarmála, sem aldrei virðist mega snerta á hvað sem á gengur. Mín skoðun er sú að fella eigi niður alla markaða tekjustofna. Að engin sjálfvirkni eigi nokkurs staðar að vera í ríkisbúskapnum, því hún býður bara hættunni heim. Það sem býr að baki öllum þessum vandræðum er að sjálf- sögðu það að allur fastur kostnað- ur hefur aukist gífurlega. í heil- brigðiskerfinu vex hann um 600 milljónir króna milli ára, svo dæmi sé tekið. En hver er ástæða þess? Hún er sú að það eru ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu, sem hafa frelsi til þess að skrifa út reikn- inga á ríkissjóð athugasemda- laust.“ En hvað með það þegar sér- stakur skattur er lagður á skatt- borgarana vegna einhvers sér- staks málefnis eins og Þjóðarbók- hlöðunnar? „Já. Við skulum hafa hugfast að allar sérmerktar tekjur eru sagðar eiga renna til „góðra mál- efna“, en ég spyr: eru einhveijir stórir útgjaldaliðir ríkissjóðs, sem alþingismenn láta renna til vondra málefna. Fyrir utan 1.700 þús- unda króna fjárveitingu stjórnar- innar til Stefáns Valgeirssonar man ég ekki eftir neinni í svipinn. Alþingi er haldið þeirri áráttu að samþykkja alltaf fleiri og fleiri lög um sjálfvirkni í tekjuöflun, gerir sér síðan grein fyrir því að þetta voru draumórar einir og samþykkir önnur lög til þess að taka fyrir þetta aftur. Síðastliðið vor voru til dæmis samþykkt ný og viðamikil þjóðminjalög, þar sem meðai annars var kveðið á um sérstaka tekjustofna og menn voru ákaflega stoltir yfir þessari ábyrgðarkennd sinni gagnvart menningu og sögu landsins. Það var síðan eitt fyrsta verkefni þingsins í haust að stoppa þetta af. Þetta er mjög gott dæmi um þann kristilega anda, sem Alþingi starfar eftir: vinstri höndin hefur ekki nokkra hugmynd um hvað sú hægri gjörir." Hvað veldur þessari tvíhyggju þingmanna? „Þingmenn langar afskaplega mikið til þess að sinna „góðum málefnum" og fá þakkir frá þjóð- inni fyrir vikið, en þetta gera þeir án þess að blessuð þjóðin hafi efni á því. Hér spilar vitaskuld inn í sú sorglega staðreynd að íslend- ingar eru ákaflega bamalegir í efnahagsmálum. í hvert skipti sem erfiðleikar steðja að þjóðinni — aflabrestur, náttúruhamfarir eða önnur óáran — þá ímynda Islendingar sér að þeir geti bara samið sig út úr vandræðunum. Og eins og þróunin er sýnist mér þessi hringavitleysa versna með hveiju árinu. Það er nú kveðið svo á um að nákvæmt kostnaðarmat eigi að fylgja hverju frumvarpi, en ég man nú ekki eftir því að þeirri ágætu reglu hafi verið fylgt. Það er hægt að nefna sem dæmi að ríkisstjórnin samþykkti að hefja mikið skógræktarátak á Austur- landi, sem á að felast í því að rækta nytjaskóg í Fljótsdal. Þetta fannst öllum afar skynsamleg- tog„gott málefni“. Nú kemur á daginn að þetta kostnaðurinn er talinn verða um 2,4 milljarðar! Gerðu menn sér grein fyrir því þegar þeir lögðu blessun sína yfir fyrirtækið? En svona er þetta og batnar ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.