Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 30
3Ö" : : I ",'/ I f MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM < SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990 SYKURMOLAR Fleiri Sykurmolar en nokkru sinni á faraldsfæti Tíu efstu í kjöri þróttamanns Borgaríjarðar. Aftari röð f.v.: Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Sigurður Sigurðsson, Hlynur Þór Auðunsson, íris Grönfeldt, Vilhjálmur Sigurjónsson og Sigríður Geirsdóttir. Sitj- andi f.v.:Halldóra Jónasdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir og Bergþór Ólason. Morg- unblaðið/Borgfirðingur Sykurmolarnir hafa skipað sér á þannig bekk í popp- og rokk- heiminum, að landsmenn eru farnir að kalla þá Sykurmolana SÍNA og OKKAR. Snemma í febrúar leggja þeir enn land undir fót, að þessu sinni til Bandaríkjanna i 5 vikna hljóin- leikafor þar sem brunað verður og/eða flogið landshorna á milli og leikið fyrir fullum hús- um í helstu stórborgum hinnar víðfeðmu Norður Ameríku. Sykurmolarnir eru sextett, en hafa ferðast sem kvintett síðustu mánuði. Það stafar af því, að yngsti molinn og önnur tveggja kvenna flokksins fæddi dóttur síðasta sumar. Það var hljómborðsleikarinn Margrét Öm- ólfsdóttir sem fæddi Sunnu sem nú er að verða sex mánaða. Faðir- inn er Þór Eldon gítarleikari Syk- urmolanna. Sunná litla er nú hart nær sex mánaða og • með augu móður sinnar að því er best verð- ur séð og þess albúin að fara í víking með mömmu og pabba. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konur þessarar hljómsveitar hafa smáböm sín með í strembin hljóm- leikaferðalög, söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Sindra sem er löngu sjóaður i þessu heimshorna- hoppi þótt aðeins þriggja ára sé. Morgunblaðið ræddi aðeins við Margréti um komandi vikur. „Sjálfsagt verður þetta erfitt, en maður vonar það besta, við Björk höfum hvor sína barnapíuna með okkur og ég reikna með að fljúga töluvert á milli viðkomustað í stað þess að ferðast með rútunni af því að ég er með svona lítið barn. Þetta em miklar. vegalengdir, þannig byijum við í Texas og endum í Miami, en þó ekki fyrr en við höfum farið upp úr öllu og meira að segja til Kanada og svo niður eftir aftur,“ segir Margrét. En þetta er ekki þrátt fyrir allt fyrsta utanför Sunnu litlu. Þriggja mánaða skrapp hún með móður sinni til Evrópu í þijár vikur. Syk- urmolamir vom þá í tveggja og hálfs mánaðar hljómleikaferða- lagi.„Við ætluðum bara að heim- sækja og fylgjast með, en svo æxlaðist það þannig að ég lék alla konsertana meðan ég stopp- aði við. Það bjargaðist, því Sunna var sofnuð klukkan átta á kvöldin og mmskaði ekki aftur fyrr en að morgni. Ferðinni lauk í Bret- lándi og þangað skmppum við Sylvía Svíadrottning búin að taka bónda sinn i sátt. KVENSEMI Sylvía búin að taka bónda sinn í sátt Ýmis blöð á Norðurlöndum greina nú firá því, að Silvía Svía- drottning sé aftur farin að brosa og hún sé búin að fyrirgefa bónda sínum, Karli Gústaf, sem hafi lofað bót og betrun. En hvað er málið? Jú, kvensemi konungs þegar hann hefur skroppið út fyrir landsteinana án Silvíu. Málið er íslendingum ekki óskylt, því það sauð upp úr eftir veiðiferð kóngs hingað til lands síðasta haust. Kom Karl þá ásamt fömneyti til hreindýraskytterís og var flokkurinn harðsnúni einungis skipaður körlum, veiðifélögum, ör- yggisvörðum og kokkum konungs. Þegar veiðiferðin hafði staðið um hríð, létu Svíarnir senda eftir nokkr- um fallegum hérlendum stúlkum sem snæddu með þeim kvöldverð. Þetta hljómar saklaust, en var nóg til að upp úr sauð, því orðróm- ur hafði lengi verið á kreiki um að Karl væri á eftir pilsum þegar færi gæfist og þegar Aftonbladet hið danska birti viðtal við eina af hér- lendu stúlkunum, kom fram, að stúlkumar höfðu gist í veiðikofan- um. Var kóngur þá settur á kaldan klaka þrátt fyrir að hann neitaði því eindregið að stúlkumar hefðu gert annað í veiðikofanum en að sitja til borðs með herrunum og haldið síðan til Reykjavíkur um nóttina. Fregnir herma nú, að skrið- ur sé kominn á sættir og konungs- hjónin muni fara í 10 daga ferð til Mauritius til að slétta úr síðustu hnökmnum. ÍÞRÓTTIR Langhlaupari bestur í Borgarfírði íþróttamaður Borgaríjarðar var kjörinn fyrir skömmu og útnefninguna hlaut Margrét Brynjólfasdóttir, 19 ára gömul frjáls íþróttakona úr Ungmennafélagi Stafholtst- ungna. Sérgrein hennar eru langhlaup og er hún í hópi bestu langhlaupara í kvennaflokki hérlendis og landsliðs- maður. Margrét hlaut 51 stig, einu stigi meira heldur en næsti maður sem var Bergþór Ólason, 14 ára frjáls íþróttamaður. Skáru þau sig mjög úr, því þriðji í röðinni hlaut 29 stig. * Isamtali við héraðsblaðið Borgfirðing er þetta m.a. haft eftir afrekskonunpi: „Eftirminnilegasta mótið er sennilega þegar ég keppti í Belgíu í míluhlaupi. Keppnin fór fram að kvöldi í 28 stiga hita og stemmingin var dálítið sérstök. Mótið fór fram upp í sveit og fólkið kom með nesti með sér og grillaði meðan það var að horfa á og var mjög vingjarn- legt. Þetta var mjög sterkt mót og ýmsir sterkir einstakling- ar frá síðustu olympíuleikum kepptu þarna. Því næst hefur blaðið eftir Margréti það sem á döfinni er, en það eru helstu mótin hér heima og einnig heimsmeistara- mót í víðavangshlaupi sem fram fer í Frakklandi í mars. Margrét og Sunna mæðgurnar svo og ég lék með tvo síðustu konsertana meðan að barnið svaf. En Bandaríkjaferðin er fyrsta alvöruferðin hjá mér síðan að barnið fæddist," segir Margrét að lokum. „Eskimo lady“ Margrét minnstist Evrópuferðar Sykurmolanna á dögunum. Morg- unblaðið fékk í hendur eintak af vestur þýska blaðinu Bild þar sem poppskríbent greindi frá þeim tón- listarviðburði að Sykurmolarnir væru væntanlegir undir (4 dálka- )fyrirsögninni „Eskimo-pop“ Mest er rætt um söngkonuna Björk Guðmundsdóttur og hún titluð „Eskimo lady“ Er henni lýst sem stuttklæddri smákonu í leðurstíg- vélum með ógreitt hárstrí og firn- abreiðan munn sem hún noti til að urra, korra, flauta og umfram allt syngja af djöfullegri innlifun. í textanum er henni og líkt við Janis heitna Joplin. Stór mynd af molunum fylgir greininni en þess eðlis að hún hefi ekki prentast vel hér í blaði. Þar voru þau klippt fremur klaufalega inn á ísjaka norður í Dumbshafi og enn gætir þar misskilnings og engu líkara en að greinarhöfundur rugli sam-' an íslandi og Grænlandi. En slíkt er hægt að fyrirgefa, umfjöllunin er full eftirvæntingar', enda sé þessi „stórfurðulega popprokk- grúppa hrífandi,11 eins og komist er að orði. KARLAR eftir Bryndísi Sthrom Saga úr hversdags- lífinu Þessi saga gerðlst fyrir löngu. Vlð allt aðra götu. í allt öðrum bæ. Ef tll vill Ísafirði. En það skiptir ekki máli. Hún segir frá tveimur mmmmmmmmmm konum, sem þó voru ein og sama konan. Hún átti bara tvo menn — eiginmann og elskhuga. Ég sá hana út um eldhús- gluggann. Égsá hana reyndar tvisvar á dag — alla daga. Glugginn sneri í norður. Hún gekk í suðurátt. í áttina að matvörubúðinni, sem stóð neðar í götunni. Þar fékkst bæði fiskur og mjólk. Konan var stór og luraleg. Miðajdra, ekki einu sinni lag- leg. í litlausri kápu, með lit- lausan skýluklút um höfuðið. Þreytt, langþreytt. Af gömlum vana gekk hún alltaf þessa sömu leið. Rétt fyrir hádegi. Fjölskyldan kom heim i mat. Eiginmaður, þrír synir, upp- komnir. Allir vélsmiðir, held ég. Maðurinn sagði aldrei orð. Datt í það um helgar. Þá barði hann hana. Að öðru leyti snerti hann hana ekki. — (Þetta sagði hún sjálf, seinna, löngu seinna. Þegar við hitt- umst fyrir sunnan, á þorra- blóti.) Ég sagðist hafa séð hána tvisvar á dag. Fyrir hádegi, og svo eftir kvöldmat. Þá var ég að þvo upp og stóð aftur við eldhúsvaskinn. Sama konan. Jú, mikið rétt. En samt allt önnur kona — (eins og ég sagði). Ekkert þreytuleg. Gekk röskum skrefum, í rauðri kápu, með blik í augun- um. Hárið var lagt, og varirn- ar litaðar. Þetta var laglegasta kona. Hvert var hún að fara? Gat það verið? Svei mér þá. Það var annar maður. Ekkju- maður. Hún skúraði hjá hon- um. Smá aukapeningur. Hann talaði stundum við hana. Gaf henni föt. Klappaði henni. Var góður við hana. Og lífið fékk aftur tilgang. Smástund eftir kvöldmat. Því ekki? Auðvitað varð karlinn vit- laus. Barði hana sundur og saman. En hvað með það? Hún skuldaði honum ekki neitt. Átti meira að segja inni. En hann skildi það ekki. Hann sá hana ekki lengur. Jafnvel þó að hún setti lit á varirnar eða greiddi sér. Eng- in viðbrögð. „Gleymdirðu að salta grautinn, kona?" Það var allt og sumt. En eftir kvöldmat fór hún út að skúra. Þá breytti lífið um lit. Hún brosti stundum pg varð hin laglegasta kona. í eldrauðri kápu með litaðar varir. Og blik í augum. VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞOBSBlMSSDH&CO ÁRMÚLA 29, SfMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.