Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓIMVARP SUNNUDAGUR 28
. JANUAR 1990
35
unn Sigurðardóttir. Magdalena ^chram
og Sonja B. Jónsdóttir semja spurningarn-
ar og skiptast á dómgæslu. Bjarni Feiix-
son semur íþróttaspurningar. Umsjón:
Sigrún Sigurðardóttir.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir
djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfara-
nótt laugardags að loknum fréttum kl.
5.00.)
00.10 I háttinn.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00,
8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,
14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Áfram ísland. (slenskir tónlistarmenn
flytja dægurtög.
2.00 Fréttir.
2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs-
dóttir spjallar við llluga Jökulsson sem
velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þátt-
ur frá þriðjudegi á rás 1.)
3.00 „Blítt og létt. . ." Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur
frá liðnu kvöldi.
4.00 Fréttir.
4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánæ
dagsins.
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur-
tekinn þáttur frá deginum áður á rás 1.)
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.01 Lísa var það, heillin Lísa Pálsdóttir
fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úr-
val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin
lög frá sjötta og sjöunda áratugnum.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS
2
Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og
18.03-19.00.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Sigursteinn Másson. Heilsuvika
Bylgjunnar að hefjast. Mataræði, leikfimi
og heilbrigði númer eitt tvö og þrjú í til-
efni dagsins.
9.00 Páll Þorsteinsson í íþróttagallanum.
Vinír og vandamenn kl. 9.30 og tekið á
móti Skúla Johnsen borgarlækni. Létt
spjall í tilefni heilsuviku. Uppskrift dagsins
valin og verður hún heilsusamleg í tilefni
dagsins. Þorraveisla fyrir fimm manns í
verðlaun beint heim á borð.
12.00 Hádegisfréttir.
12.15 Valdís Gunnarsdóttir á skokkskón
um. Heilsuvika og allir með, heilsuhópur
Bylgjunnar kemur við í hljóöstofu og fær
vinnustaðanudd í tilefni dagsins.
15.00 Ágúst Héöinsson með lóðin á lofti.
Heilsusamlegt mataræði og boðið í leik-
fimi, keilu og squash.
17.00 Haraldur Gíslason. Góð ráð, megrun
og fleira skemmtilegt.
19.00 Snjólfur Teitsson útbýr salat i tilefni
heilsuviku.
20.00 Ólafur Már Björnsson á kvöldvakt-
inni.
22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guð-
mundsson og Pétur Steinn fara yfir
stjörnumerkin. Stjörnumerki mánaðarins
tekið fyrir, góður gestur kemur í heim-
sókn. Óllum merkjum gerð einhver skil,
24.00 Freymóður T. Sigurðsson fylgir hlust-
endum inn i nóttina.
STJARNAN
FM102/104
7.00 Snorri Sturluson. Lifandi morgun
þáttur með nauðsynlegum morgunupp-
lýsingum. Síminn hjá Snorra er 622939.
10.00 Bjarni Haukur Þórsson. Markaðurinn
kl. 10.30. (þróttafréttir kl. 11.00. Hádegis
verðarleikurinn kl. 11.45.
13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. (þróttaf-
• réttir kl. 16.00. Síminn er 622939.
17.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Þægileg tón
list í síðdeginu.
19.00 Richard Scobie. Eldhress að vanda
er hann mættur með besta rokksafn
landsins.
22.00 Kristófer Helgason. Þægileg tónlist
rétt fyrir svefninn.
1.00 Björn Sigurðsson. Næturvakt
Stjörnunni.
AÐALSTOÐIN
FM 90,9
7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Morgun-
maður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl
Rás 1:
Af manna-
Lesið verður úr
30 fyrstu bók Álfrúnar
-l” Gunnarsdóttur „Af
mannavöldum" á Rás 1 í dag
en bókin kom út árið 1982. I
henni eru stuttar nafnlausar
smásögur, sem flestar eru til-
brigði við stefið sem nafn bók-
arinnar gefur til kynna. Guð-
laug María Bjarnadóttir leik-
kona velur sögurnar og les.
og fróðleik í bland við tónlist.
9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Anna Björk
Birgisdóttir. Ljúfir tónar í dagsins önn
með fróðleiksmolum um færð veður og
flug.
12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvarinnar.
Dagbók dagsins. Umsjónarmenn Ásgeir
Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson og Eirík-
ur Jónsson. Ljúfir tónar. Dagskrárgerð
annast Margrét Hrafnsdóttir.
13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur í bland
við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita
um í dagsins önn. Umsjón Þorgeir Ást-
valdsson.
16.00 I dag í kvöld með Asgeiri Tómas-
syni. Fréttir og fréttatengt efni um mál-
efni líðandi stundar.
18.00 Á rökstólum. Flest allt í mannlegu
samfélagi látum við okkur varða. Flest
allt er rætt um og það gerum við á rök-
stólum. Siminn er 626060. Umsjón Bjarni
Dagur Jónsson.
19.00 Ljúfir ókynntir tónar í anda Aðalstöðv-
arinnar.
22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda
ráðnir í beinni útsendingu. Allt sem við-
kemur draumum getur þú fræðst um á
Aðalstöðinni. Síminn 626060.
1:
Hemaðar-
bandalög
■■■■ í þættinum Samantekt um hernaðarbandalög á tíunda ára-
OO 30 tugnum á Rás 1 í kvöld verður fjallað um áhrif þeirra
breytinga sem orðið hafa í Mið- og Austur-Evrópu að und-
anförnu og áhrifin sem þau kunna að hafa á Atlandshafsbandalagið
og Varsjárbandalagið. I þættinum verður sérstaklega fjallað um
mikilvægi íslands í varnarbandalagi vestrænna þjóða og hugsanlegar
breytingar á starfsemi herstöðvarinnar hér á landi.
Heilsa og heilsurækt er á dagskrá hjá Bylgjunni og Sljörnunni
Bylgjan-Stjaman:
Heilsuvika
■■■ Heilsuvika varður á Bylgjunni og Stjörnunni frá mánudeginum
000 29. janúar til föstudagsins 2. febrúar. Þessa vikuna verður
” fjallað um allt sem við kemur heilsu og heilsurækt. Sérstakur
heilsuhópur sem samanstendur af dagskrárgerðarfólki stöðvanna og
fleirum’ mun koma saman daglega að Snorrabraut 54 og taka þátt
í heilsusamlegu sporti í beinni útsendingu. Fjallað verur um margt
sem við kemur heilsu, mataræði, reykingum, útiveru o. fl.
Sjónvarpið:
Kvikmyndagerð
í 10 ár
■H Kvikmyndagerð telst ekki gömul listgrein hér á landi enda
OA 35 jafnan nokkuð fjárfrek og því lítt á færi nýsköpunarsam-
félags hinnar tuttugustu aldar. Rétt er þó og skylt að
minnast brautryðjandans Óskars Gíslasonar er framleiddi myndir á
árunum eftir styrjöldina af miklum stórhug og litlum efnum.
Saga samfelldrar kvikmyndagerðar hérlendis spannar ekki nema
einn áratug og markast hún af frumsýningu kvikmyndar Ágústar
Guðmundssonar, Land og synir, fyrir réttum tíu árum.
í tilefni þessara tímamóta mun Sjónvarpið sýna fjörutíu mínútna
þátt, er gerður er af þeim hjónum Guðnýju Halldórsdóttur og Halldóri
Þorgeirssyni. Þau hjón eru allvel heima í sagnfræði kvikmyndalistar-
innar, enda hafa þau sjálf markað spor sín í hana, einkum þó með
myndunum Skilaboð til Söndru (1983), Stella í orlofi (1986) og
Krístnihaid undir Jökli (1989). í þættinum verða rifjaðir upp helstu
punktar úr ferli siðasta áratugs, minnst þeirra mynda er gerðar
hafa verið og brugðið upp sýnishornum úr þeim helstu. Þulur er
Magnús Bjarnfreðsson.
GARUR
eftir Elínu Pálmadóttur
Hver gerði -
í Hveragerði?
Og hérna sjáið þið fyrir neðan
litla bæinn „Who’s done it“,
sagði íslenski leiðsögumaðurínn
við enskumælandi ferðamenn í
rútubílnum, sem hafði stansað á
Kambabrún svo þeir mættu líta
yfir Suðurlandsundirlendið. Að
sjálfsögðu þýddi hann líka yfir á
tungu Engilsaxa nafnið Hvera-
gerði. Já, hver gerði það? Það er
spurningin. Hver dró túrista í ára-
tugi til Hveragerðis?
Spurningunni skaut upp í hug-
ann í nýja stóra gróðurhúsinu
suður í Nissa, sem á að opna 15.
febrúar næstkomandi og draga
að 500 þúsund ferðamenn árlega
fyrst um sinn og tugi milljóna
þegar fram í sækir. Þessa ferða-
menn, sem allur heimurinn er að
keppast um að ná til sín og láta
borga. Við líka
hér á íslandi.
Ferðamenn að
verða helsta
von okkar um
skyndigróða,
eftir brostnar
stórgróðavonir
í refarækt og
laxeldi. Þarna
undir 25 metra
hárri glerhvelf-
ingu gróður-
hússins í Pho-
enix-garðinum
í Nissa var ég
alltaf að missa
þráðinn í skýr-
ingum arki-
tektsins og
tæknisérfræð-
inganna á hinni flóknu nútíma-
tækni þessa mikla fyrirtækis, sem
þeir voru að útskýra með líkönum
og tölvuskjám, því við hlið mér
var franskur blaðamaður sífellt
að hvísla. Rifja upp fyrir nær-
stöddum hvernig hann fyrir mörg-
um árum hafði setið í gróðurhúsi
á íslandi, þar sem voru meira að
segja ræktaðir bananar og þar
sem hafði verið komið upp veit-
ingahúsi fyrir ferðamenn. Sama
hugmyndin þá þegar. Og hver
hafði gert það? Það var hann
Bragi í Eden. Hægt og sígandi
og hjálparlaust hafði hann ekki
aðeins farið af stað með draum-
inn, heldur haldið áfram að
stækka og færa út kvíarnar við
erfiðar aðstæður og gífurlega
ójafna aðsókn ferðamanna. Það
fara ekki margir hugmyndaríkir
íslendingar í fötin hans Braga.
Nú eru þeir í glerpíramídanum,
sem á að opna almenningi í Nissa
við upphaf hins fræga karnevals
í febrúar, að skýra frá því að
borgin muni standa undir hugsan-
legu rekstrartapi fyrstu sex árin.
Þetta sé svo óskaplegt fyrirtæki,
stofnkostnaður eitthvað um 2,7
milljarðar i íslenskum krónum.
Megi búast við byijunarörðugleik-
um, áður en fyrirtækið fer að
skila arði og verða borginni til
blessunar í auknum ferðamanna-
straumi allt árið. Ferðafólk verður
nefnilega að hafa eitthvað
skemmtilegt að gera, dugar ekki
blítt veður eitt og góð hótel. Sér-
stætt gróðurhús í Nissa eða í
Hveragerði er það sem dregur að
forvitna ferðamenn. Á því byrjaði
hann Bragi í Hveragerði fyrir ára-
tugum. Hefur verið næstum það
eina sem stendur til boða fyrir
ferðafólk allan ársins hring síðan.
Því skaut nafninu hans — með
aðdáun — upp í hugann í gróður-
húsinu í Nissa, þegar þeir voru
að lýsa öllum erfiðleikunum, sem
leýstir hafa verið með nútíma-
tækni þar.
Ekki dugar bara að hafa þarna
undir gleri sjö tegundir af hita-
beltisgörðum með gróðri úr öllum
heimsálfum, úr raka hitabeltinu
og því þurra, frá Suður- Afríku,
Saheleyðimörkinni, frumskógum
Suður-Ameríku og úr tempraða
beltinu. Alltaf verður að vera eitt-
hvað nýtt að sjá til að draga fólk
oftar en einu sinni á staðinn. Til
þess er þarna gert ráð fyrir 3-4
stórum sýningum á ári. Byijað
með sýningu á japönskum görð-
um, þá kemur sýning frá tímum
risaeðlanna, svo sýning helguð
skordýrum og í árlok á að verða
þarna glæsisýning á jötunni og
fæðingu frelsarans. Þá ótaldir
tónleikar og dagskrár í stóra saln-
um, sem er undir sama þaki.
Svona staður þarf líka að draga
að heimafólk til að jafna aðsókn.
Með allan þennan mismunandi
gróður, sem þarfnast ólíks raka,
hita og Ijóss undir sama glerþaki,
lenda menn auðvitað í mesta basli
með stjórnun á svo mismunandi
rakastigi, hitastigi og birtu, enda
mikill munur á þörfum frumskóg-
arplöntu úr hitabeltinu og gesti
sem vill láta fara notalega um sig
í tónleikasal. Auk þess sem hita-
sveiflurnar í Nissa yfir árið
hlaupa úr 4 stiga frosti og upp í
40 stiga hita. Með nútímatækni
er þó hægt að leysa þetta allt
með tölvustýringu. Enda er
„Græni demanturinn“, eins og
þeir kalla þennan 63 þúsund rúm-
metra hjálm, tækniundur. Tölvur
mæla birtu og hitageisla sem
koma inn í gegn um tvöfalt þykkt
glerið, sem krafist er í reglugerð-
um vegna jarðskjálftahættu, og
skjóta sjálfvirkt fyrir skermum
eftir þörfum, utan á kúplinum að
ofan og inni í húsinu að neðan,
til að loka ekki útsýninu inn í
húsið. Tölvur stýra allan sólar-
hringinn raka og hita á hveijum
stað, enda skiptir máli að eyða
aldrei dýrri óþarfa orku eða vatni.
Þar sem garðurinn með gróð-
urpíramídanum var byggður í
nánd við flugvöllinn, geta tölvur
magnað niðinn í stóra fossinum
þar inni eða suð í skordýrum til
að kæfa flugvéladyninn þegar
vélar fara yfir. Ekki ætla ég að
reyna að lýsa þessu mikla tækni-
undri nútímans. En í allri dýrðinni
reikaði hugurinn til hans Braga í
Eden, sem leysti það endur fyrir
löngu að koma upp gi'óðurhúsi á
íslandi með veitingahúsi fyrir
stóra hópa þessara eftirsóttu
ferðamanna í Hveragerði — og
það sem meira er, hann hefur
haldið það út einn og sér og hjálp-
arlaust. Stundum þarf maður
samanburð til að átta sig á „who’s
done it“, hver vann afrekið. Hver
gerði það í Hveragerði?