Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBIlAÐIÐ SUNNUDAGUR|28. JANÚAR 11990 .
Sjálfstæðismenn í Kópavogi:
Vilja samninga
um Vatnsenda
BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lagt til
að bæjarráð samþykki að óska eftir viðræðum við borgaryfirvöld í
Reykjavík nú þegar um sameiginleg kaup beggja sveitarfélaganna
á Vatnsendalandi. Náist ekki samkomulag eigi Kópavogur að nýta
sér forkaupsrétt að landinu, sem umboðsmaður Magnúar Hjaltested
Vatnsendabónda hafí boðið Kópavogsbæ 8. janúar.
Spánveijarnir kynntu sér dælustöðina í Laugarnesi í gærmorgun.
Morgunblaðið/ÞorkeN
Reykjavíkurborg:
Embættísmenn frá Valencia
skoða skólpdælustöðvar
Richard Björgvinsson oddviti
sjálfstæðismanna í Kópavogi
sagði við Morgunblaðið, að sjálf-
stæðismenn teldu langskynsamleg-
ast að semja utn skiptingu landsins
milli sveitarfélaganna, miðað við
hvaða hlutar landsins falli best að
byggð hjá hvoru um sig.
Tillögunni hefur verið vísað til
afgreiðslu á fundi bæjarstjómar 30.
janúar, þar sem Vatnsendamálið er
eina málið á dagskrá. I tillögunni
segir að náist ekki viðunandi sam-
komulag telji bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins rétt að Kópavogur
yfirtaki réttindi og skyldur
Reykjavíkurborgar samkvæmt
samkomulaginu frá 5. janúar sl. til
þess að tryggja framtíðarréttindi
Kópavogs til nýtingar á landinu,
enda þótt þar sé ekki um kaupsamn-
ing að ræða, samanber álit Lága-
stofnunar Háskóla íslands frá 22.
janúar.
Fundur með
Sleipni
BOÐAÐ var til fundar Sleipnis,
félags langferðabílstjóra, og við-
semjenda þeirra hjá ríkissátta-
senyara í gærmorgun klukkan
10.
Sleipnir hefur boðað fjögurra
daga verkfall frá 1. febrúar og
annað fimm daga frá 10. febrúar.
Þá voru félagsmenn í þriggja daga
verkfalli frá 15. janúar. Nokkuð er
um liðið frá síðasta fundi aðila, en
samningaviðræður hafa ekki skilað
neinum árangri til þessa.
HÓPUR af stjórnmála- og emb- I
ættismönnum frá Valencia-borg
og nágrannabyggðum á Spáni er I
nú staddur hér á landi ásamt I
fulltrúum spænsks verktakafyr-
irtækis og þýzkum tæknimönn- |
um. Erindi hópsins er að kynna
sér hið nýja skólpdælukerfí
Reykjavíkurborgar, en til stend-
ur að koma upp svipuðu kerfí í
Valencia.
Að sögn Sigurðar Skarphéðins-
sonar, aðstoðargatnamála-
stjóra, eru skólpdælustöðvarnar,
sem dæla skólpi Reykvíkinga út frá
ströndinni, af mjög sérstakri gerð
og þær einu sinnar tegundar í Evr-
ópu. „Það er til þess að gera sjald-
gæft að skólpi, sem er þynnt með
regnvatni, sé dælt. Menn hafa ekki
gert það fram að þessu, en Spán-
veijarnir eru með mjög svipaðar
aðstæður og við,“ sagði Sigurður.
Sigurður sagði að miðað við
teikningar, sem hann hefði séð af
fyrirhuguðum skólpdælustöðvum
Spánveijanna, væru þær nánast
nákvæmlega eins og stöðvarnar í
Reykjavík. „Þeir þvælast því end-
anna á milii í Evrópu til þess að
sjá hvernig svona stöðvar virka og
líta út,“ sagði Sigurður.
Stöð 2:
Áskrift hækk-
arí 2.110 kr.
Áskrift að Stöð 2 hækkar um
45 krónur um næstu mánaðamót,
eða úr 2.065 krónum í 2.110 krón-
ur. Þetta er rúmlega 2,1% hækk-
un, í samræmi við hækkun fram-
færsluvísitölu í desember.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stöð 2 eru áskriftargjöld nú
hækkuð mánaðarlega í samræmi
við framfærsluvísitölu. Fyrir ári
kostaði áskriftin 1.450 krónur en
það verð gilti frá júní 1988 til apríl
1989, m.a. vegna verðstöðvunar.
Áskriftargjald að Stöð 2 hækkaði
íapríl 1989 í 1.795 krónur og hækk-
aði næst í ágúst í 1.955 krónur.
Síðan hefur gjaldið hækkað mánað-
arlega. Hækkunin undanfarið ár er
nokkuð umfram framfærsluvísitölu
og er það skýrt af hálfu stöðvarinn-
ar með gengishækkunum og hærri
kostnaði erlendis. •
Áskrift að ríkissjónvarpinu kost-
ar nú 1.575 krónur á mánuði.
Áskriftin hækkaði í 1.500 krónur í
apríl 1989 og í 1.575 krónur í des-
ember.
Leiðrétting
Slæm villa var í frétt í miðopnu
í gær. Kvíabryggja, sem er í við-
gerð, er í Grindavík en ekki Þorláks-
höfn eins og stóð.
Hetj udýrkunin
gengnr út í ö%ar
••
- segir Þorvaldur Orlygsson
knattspyrnumaður hjá Nottingham
Forest sem valdi snjóinn meðan fé-
lagarnir flatmaga á sólarströndu
VIKUAFSLÖPPUN á sólarströnd Spánar eða álíka löng dvöl í fóður-
húsum í snævi þöktum Akureyrarbæ? Þorvaldur Örlygsson var aldr-
ei I vafa. Félagar hans í enska knattspyrnuliðinu Nottingham For-
est sleikja nú sólina suður við Miðjarðarhaf en leikmaður síðasta
íslandsmóts, sem kom til landsins á fímmtudaginn, komst loks norð-
ur í gærmorgun ásamt unnustu sinni, Ólöfu Ellertsdóttur.
að hvarflaði aldrei að mér að
fara með strákunum til Spán-
ar. Ég var búinn að vera einn úti
í rúman mánuð og vildi því komast
heim til að hitta kærustuna og fjöl-
skylduna," sagði Þorvaldur er
blaðamaður hitti þau Ólöfu að
máli á Reykjavíkurflugvelli í gær-
morgun. „Clough [þjálfari liðsins]
ráðlagði mér líka að fara heim; ég
hefði gott af því. Enda er ég þreytt-
ur. Ég kom út þegar mótið þar var
um það bil hálfnað, er búinn að
spila tíu leiki, sem er rúmlega hálft
íslandsmót og samt er mikið eftir!“
Bikarkeppnin var á dagskrá í Eng-
landi í gær, Forest er ekki lengur
í keppninni og því var fríið gefið.
Skjótur frami Þorvalds í ensku
knattspyrnunni hefur vakið undrun
margra, bæði á Englandi og hér
heima á Fróni, en jafnframt
ánægju. Menn spyija sig hvort
þetta sé allt saman satt. Að dreng-
urinn hafi komið héðan að heiman
og gengið beint inn í lið Forest, sem
er í toppbaráttu ensku 1. deildar-
innar. Ó, já — ekki er um það að
villast, þeir sem vilja geta flett upp
í ensku blöðunum og séð nafnið
Toddy Orlygsson . . .
Þorvaldur sló svo sannarlega í
gegn í sumar, var aðalmaðurinn í
liði KA sem varð íslandsmeistari í
fyrsta sinn og fór utan fljótlega
eftir að íslandsmótinu lauk. Síðan
leið og beið, umsókn um atvinnu-
leyfi var lengi í skoðun hjá breskum
yfirvöldum en eftir að leyfið fékkst
snérust hjólin hratt. Leikmaðurinn
skrifaði undir samning við Notting-
ham Forest á Akureyri í desember
og þá sagði aðstoðarmaður þjálfara
liðsins í samtali við Morgunblaðið
að þriggja mánaða aðlögunartími
væri ekki óeðlilegur þegar nýir leik-
menn kæmu til félags eins og For-
est. Hann tók hins vegar fram að
vel gæti farið svo að Þorvaldur
yrði hafður á varamannabekknum
í einhveijum jólaleikjanna og fengi
að spreyta sig hálfan leik eða svo.
En jólakalkúnar Englendinga voru
sko aldeilis ekki komnir í öfninn
þegar Þorvaldur fékk fyrst að
spreyta sig í búningi stórliðsins.
Sunnudaginn 17. desember var
hann sendur inn á Dell-leikvanginn
í Southampton í peysu númer 8 —
fékk að vita það klukkutíma fyrir
leik.
„Mig hefur líklega dreymt um
það, já, að komast fljótlega inn í
liðið. En ég var alls ekki viss um
að draumurinn myndi rætast,“
svaraði Þorvaldur fyrstu spurning-
unni. „Ég vonaðist til að verða
varamaður í einhveijum jólaleikj-
anna, til dæmis í Southampton.
Mér fannst ég ekki vera í nægilega
góðri æfingu þá en gat ekki neitað
því að spila fyrst Clough sagði mér
að ég ætti að vera með! En ég hef
hugsað um það seinna að ég hefði
sennilega neitað ef einhver annar
en hann hefði sagt mér að fara inn
á.“
Þorvaldur sagði Iiðinu ekki hafa
gengið sérlega vel í leikjunum á
undan og Clough hefði ef til vill
viljað fá hina til að reyna meira á
sig með því að láta hann spila.
„Með því að hafa einhvern kálf inn
á milli!“ Ef svo var hefur herbragð
Cloughs heppnast — eins og svo
mörg önnur í gegnum tíðina — því
Forest vann 2:0 og hefur reyndar
enn ekki tapað deildarleik sem
Þorvaldur hefur tekið þátt í. „Ég
var rosalega þreyttur eftir þennan
fyrsta leik. Það má segja að ég
hafi legið í heitu baði í heila viku
til að jafna mig!“
Unnusta Þorvalds er að ljúka
hárgreiðslunámi í Reykjavík þann-
ig að hann er einn síns liðs ytra.
Ætli hann sé ekki einmana? „Sjón-
varpið er ágætur félagi, sérstak-
lega á kvöldin," segir hann. „Ég
æfi á morgnana og reyni að slæp-
ast með strákunum í liðinu á dag-
inn. Annars hefur verið nóg að
gera við að koma sér fyrir undan-
farið. Ég var að flytja af hóteli í
íbúð nálægt vellinum. Og svo er
ég að læra á vinstri umferðina.
Þegar ég kom út hentu þeir hjá
Forest mér strax inn í bíl og sögðu
mér að keyra af stað! Það gengur
ágætlega. Ég hef ekki enn lent í
neinum óhöppum."
Þorvaldur fylgdist með ensku
knattspyrnunni í gegnum fjölmiðla
hér heima meðan hann var enn
áhugamaður í faginu. Horfði e.t.v.
á hlutina í einhvers konar hilling-
um, en þegar í baráttuna er komið
segir hann leikmennina úti ,jafn
mikla félaga“ og strákana sem
hann lék með í KA: „Þeir eru ekk-
ert öðruvísi. Mannlegir og góðir
félagar. En um leið og maður hef-
ur skrifað undir samning við svona
lið er maður að vissu leyti einn á
báti og getur ekki treyst á neinn
nema sjálfan sig.“
Þorvaldi hefur einnig verið vel
tekið af áhangendum liðsins og
blaðamönnum en segir sig svo sem
ekki umsetinn fólki, það eigi aðal-
lega við um „stjörnurnar" í liðinu.
„Mér finnst hetjudýrkunin oft
ganga út í öfgar hjá almenningi
og blaðamönnum. Ég hef ekki ver-
ið þarna nema í mánuð og á ekki
skilið allt sem um mig hefur verið
sagt. Það er ekkert mál að standa
sig þegar vel gengur hjá liðinu, ég
held að það sé ekki fyrr en á móti
blæs sem maður kynnist atvinnu-
mennskunni í raun og veru. Þá
kemur í ljós hveijir eru raunveru-
legir vinir manns. Ég veit að bak-
slag getur alltaf komið í seglin, og
hlýtur að gera það einhvern
tímann. Ég er því við öllu bú-
inn . . .“
Morgunblaðið/Þorkell
Þorvaldur Örlygsson og unnusta hans, Ólöf Ellertsdóttir, bíða
eflir flugi FI 1056 til Akureyrar í gærmorgun.