Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Meiri samstaða um fijálsa vexti orsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því í grein í Morgun- blaðinu í gær, að meiri sam- staða er nú um fijálsa vexti en verið hefur frá því, að þeir voru teknir upp. Um þetta segir for- maður Sjálfstæðisflokksins: „Athyglisvert er, að samstaða virðist vera með atvinnurekend- um og forystumönnum laun- þega að gera einungis kröfu til þess, að nafnvextir lækki með lækkandi verðbólgu. Með öðr- um orðum: Þessir aðilar virðast vera sammála um að láta mark- aðsákvarðanir á vöxtum vera ráðandi. í markaðskerfi lækka nafnvextir sjálfkrafa með lækk- andi verðbólgu. Af hálfu þess- ara aðila hefur ekki verið rætt um lækkun raunvaxta frá því, sem nú er. Forystumenn laun- þega hafa ekki, eins og svo oft áður, rætt um að uppræta verð- bréfamarkaðinn eða gert kröfu um að lækka með handafli þá raunvexti, sem þar ríkja. í þess- ari afstöðu forystumanna laun- þega og atvinnurekenda felst mikil viðurkenning á þeirri skip- an mála, sem ákveðin var með nýju bankalöggjöfinni. Þetta sýnir einnig það raunsæi og þá ábyrgð, sem liggur að baki þeirri vinnu, sem nú fer fram á vettvangi vinnumarkaðarins.“ Sá þáttur yfirstandandi kjaraviðræðna, sem Þorsteinn Pálsson víkur hér að, gefur til- efni til að fagna því, að meiri samstaða virðist nú vera til staðar um fijálsa vaxtastefnu en áður. Verðtrygging fjár- skuldbindinga og síðar frjálsir vextir hafa valdið miklu umróti á undanförnum árum. Margir eiga um_ sárt að binda af þeim sökum. í upphafi gerðu hvorki einstaklingar né stjómendur fyrirtækja sér grein fyrir áhrif- um og afleiðingum hinnar nýju stefnu. Þess vegna misstu margir íbúðir sínar og fyrirtæki urðu gjaldþrota eða lentu í miklum erfiðleikum. Nú erum við að byija að ná áttum í þess- um efnum og hin jákvæðu áhrif þessarar stefnu eru ótvíræð. Þorsteinn Pálsson vék einnig að því í grein sinni, að svigrúm væri til verulegrar lækkunar nafnvaxta og sagði: „Nafn- vextir viðskiptabankanna hafa verið óhóflega háir í byijun þessa árs miðað við verðbólgu. Vera má, að bankarnir hafi far- ið hægar í sakirnar en efni hafa staðið til við lækkun nafn- vaxtanna að undanförnu til þess að sýna aðilum vinnu- markaðarins að þeir meti þá ábyrgu afstöðu, sem þar hefur verið sýnd. Nái þeir árangri á svokallaðyi „núlllausn“ geta bankarnir stigið stærra skref í einu til nafnvaxtalækkunar, þegar kjarasamningar verða undirritaðir.“ Eftir standa svo áhyggjur manna vegna þeirra breytinga, sem gerðar vom á láns- kjaravísitölunni fyrir ári. Ahrif þeirrar breytingar eru mjög mikil og valda því, að sérfræð- ingar telja raunvexti 3-4 pró- sentustigum lægri en tölur gefa til kynna. Hætt er við að áhrif á sparnað landsmanna verði neikvæð þegar fram í sækir og fólk gerir sér betur grein fyrir þessari breytingu. Þannig er ekki ólíklegt, að margir eigend- ur sparifjár endurskoði í byijun þessa árs ráðstöfun sparifjár síns í ljósi fenginnar reynslu á síðasta ári. Þar verða bankar og sparisjóðir að gæta að sér, þar sem þeir eiga bersýnilega í mjög harðri samkeppni við verðbréfafyrirtækin, sem raun- ar eru að verulegu leyti í eigu banka og sparisjóða en virðast geta boðið betri ávöxtun en eig- endur þeirra. En hvað sem því líður er full ástæða til að undir- strika þá víðtæku samstöðu, sem nú virðist vera orðin um fijálsa vexti. 14% í 65% á fyrra ári. Þau eru nú að undirbúa brottflutning íbúa úr smáþorpum sem liggja við eyði- lagða fjallaskóga, segir Brown. Ástæðan er jarðvegseyðing og hætta á skriðuföllum. Verst sé þó eftilvill síaukin ásókn þriðja heims- ins í eldivið. Hún gangi nú þegar svo nærri skóglendi jarðar, að hættulegt megi teljast. Það muni ekki sízt hafa áhrif á veðráttu og geti jafnvel gerbreytt uppskeru- horfum í síhungruðum heimi, þar- sem fjólksfjöldi hefur tvöfaldazt frá 1950, fæðuframleiðsla nær þre- faldazt og notkun jarðefnaeldsneyt- is meiren fjórfaldazt á þessu sama tímabili. Gervihnattamyndir sýna að skóglendi á Indlandi hefur minnkað um 22% á átta undanförn- um árum. Frumskógar Brasilíu, Zaire og Indónesíu sem eru um helmingur allra regnskóga jarðar eru einnig í stórhættu. An þeirra færi gróðurkerfið allt úr skorðum og náttúruleg hrynjandi hafs og himins sem allt er undir komið, ekki sízt líf mannsins á jörðinni. Regnskógabelti Amason-svæðisins eitt hefur gífurleg áhrif á veðurlag og skýjafar, svoað dæmi sé tekið. Nýlega las ég í bandarísku blaði að regnskógamir minnkuðu um nær fimmtíu ekrur á hverri mínútu og mun það víst ekki dregið í efa af þeim sem til þekkja. Lester R. Brown bendir á að ríkisstjórnir fyrrnefndra regn- skógalanda hafi engar áætlanir á pijónunum til verndar þessum mik- ilvægustu landssvæðum jarðar til varðveizlu lífs og jafnvægis í um- hverfi okkar. M. (meira næsta sunnudag) O Þrátt fyrir Ld tl «tækniundur og glæsileg afrek mannsins er auðvelt að nefna dæmi um erfiðleika sem blasa við mannkyninu; áætlað er það verði 6 milljarðar 241 milljón manns um næstu aldamót en það væri aukning um 921 millj- ón og jafngilti fjölgun um 92 millj- ónir manna árlega; samt er ekki hægt að brauðfæða alla jarðarbúa nú í dag; talið er að 14,7 milljónir manna í Eþíópíu séu vannærðar, og 13,7 milljónir í Nígeríu svoað dæmi séu tekin; og margir deyja úr hungri; í Madagaskar hefur bamadauði aukizt um 20 af hundr- aði. Á sama tíma og búizt er við þess- ari miklu fólksfjölgun fram til alda- móta má gera ráð fyrir því að kom- uppskera á mann minnki um 7% síðasta áratug aldarinnar, ef miðað er við líðandi stund. Og það er jafn- vel vatnsskortur á jörðinni þótt stór- slys hljótist af flóðum. Eða hvað segja Islendingar sem hafa bezta drykkjarvatn í heimi um þá válegu staðreynd að hálfur annar milljarð- ur manna á jörðinni býr við vatns- skort. . Q Worldwatch Institute er Ld»merk stofnun, sem fylgist rækilega með þróun lífs á jörðinni, offjölgun, hungri, mengun og við- brögðum við þeim plágum, sem vel gætu gert jörðina óbyggilega. í nýlegri skýrslu eða úttekt þessarar merku stofnunar, segir Lester R. Brown, forseti hennar og aðal- höfundur skýrslunnar, að fyrri kyn- slóðir hafi ávallt haft hugann við framtíðina, en okkar kynslóð sé sú fyrsta, sem þurfi að glíma við HELGI sgjall vandamál, sem skipt geti sköpum um það, hvort sú jörð sem böm okkar erfa verður byggileg eða ekki, einsog hann kemst að orði. Svo mjög hafi gengið á ósonlagið yfir gufuhvolfi Suðurskautsins, líklega vegna út- streymis freon-efna, að útfjólubláir geislar geti aukið húðkrabba, sett ónæmiskerfi mannsins úr skorðum og skemmt uppskeru. Jörðin sé byijuð að ofhitna vegna ofnotkunar jarðefnaejdsneytis, kola, olíu og jarðgass, og það muni breyta henni í eins konar gróðurhús og allt hita- kerfi geti farið úr skorðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, svo- að jöklar bráðni og lönd einsog Holland og Bangladesh og stór- borgir einsog London, Shanghai og Washington geti átt undir högg að sækja einsog Feneyjar nú. Og hann bendir á að vísindamenn séu farnir að óttast að jarðarbúa bíði sömu örlög vegna þess að allt náttúm- jafnvægi fari úr skorðum og risaeðl- anna og helmings annarra dýrateg- unda jarðar fyrir 65 milljónum ára. Brown leggur áherzlu á að súrt regn og mengun allskonar sé við blasandi og nærtækt vandamál sem leysa verði hið fyrsta, ef við eigum að komast hjá náttúruslysi og heimssögulegri ógæfu af þess völd- um á næstu öld eða áratugum. Skógaskemmdir sem fyrst varð vart við í Þýzkalandi breiðast út um alla Mið- og Norður-Evrópu. Tré, sem þekja 20 milljóúir hektara eða landssvæði álíka stórt og Austurríki og Austur-Þýzkaland til samans, eru sjúk, deyjandi eða dauð. Sviss- nesk stjómvöld tilkynntu í desem- ber í fyrra, að skógaskemmdir í Ziirich-kantónu hefðu aukizt úr MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR :28.; JANÚAR 1990 ■ Nú er mikil geijun á vinstri væng stjóm- málanna. Átökin end- urspeglast í þeim um- ræðum, sem þessa dagana fara fram um sameiginlegt framboð vinstri flokkanna í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Deilumar era mestar innan Alþýðubandalagsins. Sá flokkur er að klofna í tvær fylkingar. Atburðarásin í Austur-Evrópu á sinn þátt í þessari geij- un. Hún opnar möguleika fyrir sósíaldemó- krata og sósíalista til þess að slíðra sverð- in í utanríkismálum, sem lengi hafa sundr- að þessum fylkingum. Álþýðublaðið birti á laugardag fyrir viku athyglisverða forystugrein, sem ætla má, að endurspegli sjónarmið flokksforystu Alþýðuflokksins í þessum málum. Þar seg- ir m.a.: „Með falli kommúnismans í Aust- ur- og Mið-Evrópu hefur jafnaðarstefnan unnið sinn stærsta sigur á heimsmæli- kvarða hingað til. Flestöll evrópsk þjóð- félög vestan jámtjalds era í dag byggð á hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar. Mikl- ar líkur benda til þess, að hið félagslega líkan jafnaðarstefnunnar verði fyrirmyndin að endurappbyggingu þjóðfélaganna í Austur- og Mið-Evrópu, þar sem kommún- isminn réð áður ríkjum. Jafnaðarstefnan er stjómmálastefna framtíðarinnar í Evr- ópu.“ Eftir að Alþýðublaðið hefur með þessum hætti lýst jafnaðarstefnunni, sem sigur- vegara átakanna í Evrópu, sem óneitan- lega er nokkuð einhæf túlkun á atburðun- um þar, svo að ekki sé meira sagt, segir blaðið: „Þetta er hið sögulega tækifæri jafnaðarmanna á íslandi. Aldrei fyrr hefur íslenzkum jafnaðarmönnum gefizt jafn góður kostur á því að láta stefnumál sín fá breiðan hljómgrann meðal þjóðarinnar. Hingað til hafa stjórnmálasamtök jafnað- armanna, Alþýðuflokkurinn, verið ein- angrað. Lýðræðishefðir Alþýðuflokksins og hin sögulegu slit við sósíalista og komm- únista fyrr á öldinni hafa gert það að verk- um, að flokkurinn hefur átt erfitt með að eiga eðlileg samskipti við Alþýðubandalag- ið og forvera þess, Sósíalistaflokkinn. Al- þýðuflokkurinn átti gott samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í rúman áratug á svo- nefndu viðreisnartímabili. í þá daga var Sjálfstæðisflokkurinn pólitísk breiðfylking undir öraggri forystu og lagði talsverða áherzlu á félagsleg mál og viðreisn við- skipta- og þjóðlífs líkt og Alþýðuflokkur- inn ... Tímamir hafa breytzt. Sjálfstæðis- flokkurinn er í dag forystuveill flokkur. Hann hefur kastað flestum baráttumálum sínum fyrir róða, einkum nútímalegum lausnum á öllum sviðum þjóðlífsins og þar er ekki lengur að finna fijálslynda strauma fyrri tíma eða umhyggju fyrir þeim, sem minna mega sín. Sjálfstæðisflokkurinn í dag einkennist öðra fremur af kaldri fijáls- hyggju og peningahyggju samfara ríkis- lausnum á vanda atvinnuveganna ... Mun nær er fyrir íslenzka jafnaðarmenn að horfa til vinstri. Hin miklu umskipti í heim- inum og einkum kommúnistaríkjunum hafa knúið á endanlegt uppgjör í Alþýðu- bandalaginu og meðal vinstri manna við fortíð sína. Þegar er stór hópur manna í Alþýðubandalaginu, svonefnd Birting, bú- inn að lýsa ýfir nýrri stefnu, sem er í meginatriðum ekkert annað en stefnuskrá Alþýðuflokksins ... Aldrei frá 1938 hafa þær forsendur verið fyrir hendi í líkingu við, sem nú er, að vinstri menn og félags- hyggjufólk sameinist í eina breiðfylkingu undir gunnfánum jafnaðarstefnunnar og enduðu þar með hálfrar aldar gamlan klofning jafnaðarmanna.“ Eins og sjá má á þessum tilvitnunum í forystugrein Alþýðublaðsins, sem hér eru birtar, er forystusveit Alþýðuflokksins þeirrar skoðunar, að nú sé sú stund að renna upp, að flokkurinn endurheimti fyrri stöðu í íslenzkum stjómmálum, þ.e. að hann verði höfuðflokkur á vinstri væng stjórnmálanna, eins og hann var fyrir klofninginn 1938, þegar Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur stjómuðu landinu saman um skeið. í hálfa öld hefur niðurlæging Alþýðuflokksins verið mikil en nú sjá forystumenn flokksins mikið tækifæri eða eins og segir í leiðara Al- þýðublaðsins: „Hið sögulega tækifæri, sem hinir miklu atburðir úti í heimi hafa fært öllum jafnaðarmönnum er of stórt til að það megi ganga íslenzkum félagshyggju- mönnum úr greipum.“ wmmm^^^m um þessar hug- Aflhnrfatil >eiðingar Alþýðu- AO noria 111 blaðsins má margt vinstri segja. Það er áreið- anlega rétt, að nú er í fyrsta sinn frá ár- inu 1938 tækifæri til að sameina jafnaðar- menn í einum flokki. Eins og menn muna var það vinstri armur Alþýðuflokksins, sem gekk til samstarfs við Kommúnista- flokk íslands um stofnun Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, á því ári. Þessi klofningur þýddí jafnframt, að Alþýðuflokkurinn missti áhrif sín í verka- lýðshreyfingunni að veralegu leyti. Á hinn bóginn fer ekkert á milli mála, að skoðanaágreiningur hægri arms AI- þýðuf lokksins og þess hóps í Alþýðubanda- laginu, sem hugsanlega mundi ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn, er mikill. Sá skoðanamunur í utanríkismálum kom mjög skýrt fram á fundi, sem Birtingar- hópurinn efndi til sl. þriðjudag um utanrík- ismál, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hélt uppi hörð- um vömum fyrir Atlantshafsbandalagið og hafnaði algerlega kenningum Ólafs Ragnars Grímssonar um að Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbandalagið væru í eðli sínu af sama stofni. Þessi djúpstæði skoðanamunur um grandvallaratriði í ut- anríkismálum hefur áreiðanlega komið fundarmönnum mjög á óvart. Þá er auðvitað alveg ljóst, að skoðanir hægri arms Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins fara mjög saman í efnahags- og atvinnumálum og jafnframt, að það gæti orðið mjög erfitt fyrir ýmsa meðlimi Birtingarhópsins að fallast á þau sjónar- mið. Þessi dæmi um skoðanamun í samein- aðri hreyfingu jafnaðarmanna á íslandi era aðeins nefnd sem dæmi um, að samein- ing af því tagi, sem Alþýðublaðið fjallar um, er engan veginn vandalaus. Hitt er svo annað mál, að í öllum flokkum er skoðanamunur og þarf það ekki að koma í veg fyrir endurreisn hins gamla Alþýðu- flokks. Þessi forystugrein Alþýðublaðsins er þó fyrst og fremst gerð að umtalsefni hér vegna þess, að í henni er einn grandvallar- misskilningur á hinni pólitísku stöðu, sem ástæða er til að gera athugasemdir við og leiðrétta. Það er sú afstaða, sem þar kemur fram til Sjálfstæðisflokksins. Það er misskilningur hjá Alþýðublaðinu, að einhver djúpstæð breyting hafi orðið á Sjálfstæðisflokknum frá því, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuf lokks var sem mest á viðreisnaráranum. Auðvitað verða alltaf áherzlubreytingar í stefnu og starfi stjómmálaflokka, eftir aðstæðum hveiju sinni. Um allan hinn vestræna heim hafa orðið þær breytingar á einum áratug, að meiri áherzla hefur verið lögð á framtak einstaklinga og einkafyrirtækja í atvinnu- lífi, jafnhliða því, sem dregið hefur verið úr umsvifum ríkisvalds á því sviði. Ástæð- an er einfaldlega sú, að reynslan hefur sýnt, að ríkisrekstur skilar ekki sama árangri fyrir þjóðarheildina og einkarekst- ur. Um þetta hefur ekki verið meiriháttar ágreiningur á milli hægri flokka og jafnað- armannaflokka og alls ekki á milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hér. Þegar rætt er um „peningahyggju" Sjálfstæðis- flokksins er kannski ekki úr vegi að minna á, að það var fyrir baráttu Alþýðuflokks- ins, ekki Sjálfstæðisflokksins, að verð- trygging lánaskuldbindinga og raunvextir voru tekin upp. Um allan hinn vestræna heim hafa vel- ferðarþjóðfélögin líka staðið frammi fyrir þeirri staðreynd á undanfömum áratug, að þau hafa byggt upp svo öflugt en jafn- framt dýrt velferðarkerfi, að þau hafa ekki efni á að ganga lengra í þeim efnum. Fáir hafa lagt sig jafn mikið fram um, að koma þessum boðskap til skila hér á ís- landi og einmitt núverandi formaður Al- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. janúar þýðuflokksins og þarf leiðarahöfundur Alþýðublaðsins ekki að gera annað en kynna sér tillögugerð formannsins í ríkis- fjármálum í núverandi ríkisstjóm, sem m.a. hafa birzt að töluverðu leyti í Al- þýðublaðinu, til þess að sannfærast um það. Um þetta grandvallaratriði er þess vegna heldur ekki ágreiningur milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Alþýðublaðið víkur að erfiðri reynslu af samstarfi þessara tveggja flokka í ríkis- stjóm 1987-1988. Eins og margsinnis hef- ur verið bent á hér í Reykjavíkurbréfi byggðist fall þeirrar ríkisstjómar ekki á málefnaágreiningi milli þáverandi stjóm- arflokka, heldur á samskiptaörðugleikum milli forystumanna flokkanna. Þess vegna er alls ekki hægt að draga nokkrar álykt- anir af því samstarfi, þegar menn horfa til lengri tíma í íslenzkum stjórnmálum. Kórvillan í þeirri foiystugrein Alþýðu- blaðsins, sem hér er fjallað um, er sú, að sameinaður flokkur jafnaðarmanna eigi ekki.-að horfa til Sjálfstæðisflokksins um samstarf heldur í aðrar áttir. Frá sjónar- hóli margra Sjálfstæðismanna gæti það verið jákvæð þróun, að stjómmálahreyfing jafnaðarmanna hér efldist á kostnað kommúnistanna, sem stjórnað hafa Al- þýðubandalaginu og Sósíalistaflokknum og ráðið þar ferðinni m.a. í krafti at- kvæða, sem þeir náðu frá Alþýðuflokkn- um. Slíkur sameinaður flokkur jafnaðar- manna gæti verið öflugri samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins, heldur en Alþýðu- flokkurinn var á Viðreisnaráranum. Sam- eiginlega gætu þessir tveir flokkar lyft Grettistaki. Vegna veikleika Alþýðuflokks- ins hefur Sjálfstæðisflokkurinn hvað eftir annað verið knúinn til samstarfs við Fram- sóknarflokkinn, en þar er að finna ein- hveija mestu dragbíta á framfarir í landinu. Vegna veikleika síns og smæðar hefur Alþýðuflokkurinn áram saman haft minnimáttarkennd gagnvart Sjálfstæðis- flokknum og ekki þorað í samstarf við hann af þeim sökum, t.d. eftir kosningarn- ar 1978. Röksemdir Alþýðublaðsins fyrir því, að Alþýðuflokkurinn geti staðið frammi fyrir stóra tækifæri era á margan hátt réttar. Niðurstaða blaðsins, að flokkurinn eigi að horfa til vinstri en ekki til Sjálfstæðis- flokksins um samstarf, er alröng. GEIR H. HAARDE, alþingismaður, rit- ar grein í nýútkom- ið tölublað tímarits- Öviðráðan- legxtr vandi? ins Stefnis, sem gefið er út af Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, og fjallar þing- maðurinn þar um vanda ríkisfjármála og spyr, hvort sá vandi sé óviðráðanlegur. Grein þessi vekur athygli m.a. vegna þess, að höfundur hefur töluverða reynslu á þessu sviði, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður tveggja fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 1983-1987. í grein þessari segir Geir H. Haarde m.a.: „Eitt veigamesta verkefni og jafn- framt stærsta vandamál í efnahagsstjóm á íslandi á næstu árum er án nokkurs efa að ná tökum á fjármálum ríkisins og halda aftur af sjálfvirkri útgjaldaþenslu hins opinbera. Hér er ekki aðeins um það að ræða að vinna bug á þeim halla á ríkis- sjóði, sem blasir við á þessu ári eða því næsta heldur að ná viðspymu til framtíðar í ríkisfjármálunum og gera fjárlög ríkisins að því aflmikla stjórntæki í efnahagsmál- um, sem þau eiga að réttu lagi að vera ... Útgjöld ríkisins hafa um nokkurt árabil aukizt að raungildi ár frá ári og þrátt fyrir tímabundna viðleitni til að lækka framlög til einstakra málaflokka eða út- gjaldaliða virðist veraleg, árleg hækkun innbyggð í núverandi uppbyggingu út- gjaldanna ... Á undanförnum árum hefur hin sjálfvirka útgjaldaþensla komið fram í viðvarandi halla á rekstri ríkissjcðs, sem orðið hefur að fjármagna að miklu leyti með erlendum lánum. Vaxtabyrði ríkis- sjóðs af lánum er þegar orðin gífurleg eða tæplega 10% af fjárlögum og er nú lítið eitt minni en öll framlög ríkisins til fjár- festingar og framkvæmda. Er ljóst, að hér er vítahringur sívaxandi vaxtagreiðslna í uppsiglingu, sem verður að stöðva.“ Þingmaðurinn víkur síðan að því, hvern- ig beri að takast á við þennan vanda og segir m.a. í því sambandi: „Við vandanum í ríkisfjármálum er því ekki unnt að bregð- ast öðravísi en með því að reyna að stöðva útþenslu ríkisútgjaldanna og draga smám saman úr umsvifum ríkisins ... Þetta er jafnframt eina leiðin til lækka skattbyrði í landinu til frambúðar; grynnka á skuldum ríkisins og lækka vaxtabyrði þess. Með sölu ríkisfyrirtækja og ríkiseigna má einn- ig fá fjármuni til að greiða skuldir eða fjármagna annars konar aðlögun, t.d. og e.t.v. ekki sízt í þeim atvinnugreinum, sem vanizt hafa stórfelldum ríkisframlögum til að halda velli. En aðalatriðið er samt hitt að ákvarða fyrst tekjustig ríkisins á grand- velli tiltölulega fárra en traustra tekju- stofna og síðan útgjöldin innan þess ramma, sem tekjurnar skapa.“ Þá víkur Geir H. Haarde að pólitískum forsendum þess, að hægt sé að ná þessum markmiðum í ríkisfjármálum og segir: „Til að unnt sé pólitískt að hrinda áformum um lækkun ríkisútgjalda í framkvæmd með trúverðugum hætti er brýnt að gera sér fyrirfram grein fyrir því hvaða þjón- ustustigi ætlunin er að viðhalda á hinum ýmsu sviðum opinberrar þjónustu og hvað það megi kosta. Einnig þarf að reyna að meta að hvaða marki hægt sé að ná sparn- aði með hagræðingu og meiri „framleiðni" hjá því opinbera og að hvaða marki spam- aður og lægri framlög leiða óhjákvæmilega til lakari þjónustu ... Ennfremur koma að sjálfsögðu til álita auknar greiðslur frá notendum þjónustu til að mæta minni framlögum og til að reyna að draga úr eftirspurn. í því efni kemur mjög til greina að reyna að beina þjónustu inn á ódýrastu og hagkvæmustu brautir með því að hækka greiðslur notenda eftir því sem veitt þjónusta er dýrari, þó svo fullt kostn- aðarverð sé aldrei innheimt. Ólíklegt er annað en grípa verði til allra þessara ráða, mismunandi samsettra eftir atvikum, sum- part á almennum grundvelli og sumpart sniðið að einstökum tilfellum. Almennt mætti t.d. marka þá stefnu að fækka ríkis- starfsmönnum um ákveðna hlutfallstölu á ári í 3-4 ár og setja mjög takmarkandi reglur um yfirvinnu, forfalla og afleys- ingavinnu, ferðakostnað, risnu o.sv. frv.“ Einn stærsti þröskuldur í vegi fyrir framförum á Islandi er sú staðreynd, að hagsmunahóparnir verða stöðugt öflugri og rísa upp gegn öllum breytingum, sem þeir telja að skerði hagsmuni sína. Að þessu víkur þingmaðurinn í grein sinni og segir: „Reynsla fyrri ára sýnir, að vanda- samt er að ná pólitískri samstöðu í Sjálf- stæðisflokknum um það, hvernig standa skuli að lækkun ríkisútgjalda, þótt 5 orði kveðnu séu flestir Sjálfstæðismenn slíkri stefnu fylgjandi. Enn meiri vandi er að ná marktæku samkomulagi við aðra stjómmálaflokka um slíka stefnu. Reynsla er einnig fyrir því, að hagsmunaaðilar inn- an ríkiskerfisins jafnt sem utan, beijast mjög harðri baráttu telji þeir að sér vegið með hugmyndum um samdrátt í ríkis- rekstrinum. Því er mikilvægt að fyrst sé reynt að ná samstöðu um vinnubrögð við verkefnið á almennum nótum áður en vik- ið er að einstökum útgjaldaliðum eða stofn- unum og menn espaðir upp til andstöðu við óunnar hugmyndir." „Röksemdir Al- þýðublaðsins fyrir því, að Alþýðu- flokkurinn geti staðið frammi fyr- ir stóru tækifæri eru á margan hátt réttar. Niður- staða blaðsins, að flokkurinn eigi að horfa til vinstri en ekki til Sjálfstæð- isflokksins um samstarf, er al- • • LL rong. HÉR FJALLAR Eitf stærsta einn af alþin^s' H.111 siærsia mönnum Sjálfstæð- verkefilið isflokksins um eitt stærsta vandamálið í efnahagsstjórn okk- ar. Að. ná tökum á ríkisfjármálum er tvímælalaust eitt af þremur til fjórum stærstu verkefnum, sem við blasa. Alþingi hefur mistekizt að ráða við þetta verk- efni. Hverri ríkisstjóm á fætur annarri hefur mistekizt I ríkisfjármálum. Sjálf- stæðisflokknum tókst ekki að ná tökum á þessum vanda á áranum 1983-1987, þegar flokkurinn hafði fjármálaráðuneytið í sínum höndum. Á hinn bóginn er ljóst, að á þeim áram öðlaðist Sjálfstæðisflokkurinn þekkingu og reynslu á sviði ríkisfjármála, sem koma mun flokknum til góða, þegar hann tekur við stjórnartaumunum á ný. í grein Geirs H. Haarde er drepið á nokkur meginmál, sem nauðsynlegt er að vinna enn frekar og útfæra. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á f lokkurinn að nota þann tíma til þess að undirbúa stjómar- þátttöku á ný, m.a. með því að vinna undir- búningsvinnu í sambandi við ríkisfjármál- in. Það er ólíklegt og nánast útilokað, að aðrir stjórnmálaflokkar hafi bolmagn til þess að takast á við vanda ríkisfjármál- anna og þá öflugu hagsmunahópa, sem rísa upp, þegar fast verður tekið á þeim vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.