Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 3 UM ÞESSAR HENDUR FÓRU 966.000 TONN Á SÍÐASTA ÁRI UPPLÝSINGAR ERU VERÐ- MÆTISEM SKIPTA MÁLI Nútímaflutningaþjónusta byggist ekki síst á nákvæmum upplýsingum víðs vegar að úr heiminum. Víðtækt tölvunet EIMSKIPS gerir fært að skipuleggja á skömmum tíma hag- kvæmustu leið hverrar vöru og finna þá áætlun sem hentar þörfum viðskiptavinar- ins. Honum eru síðan tryggðar greiðar upplýsingar um stöðu og staðsetningu vörunnar í flutningsferlinu - hvort sem sendingin er að fara um borð í Brúarfoss í Rotterdam, er á leiðinni milli Hamborgar og Tokyó eða geymist á tiltekinni hillu í vöruhúsum Sundahafnar. RÉTTVARA Á RÉTTUM STAÐ ......Á RÉTTUM TÍMA Nákvæm vitneskja um vörusendingar, ásamt tíðum siglingum og öruggum flutningaáætlunum, er viðskiptavinum EIMSKIPS ómetanleg við að halda vöru- birgðum í lágmarki en tryggja jafnframt rekstraröryggi. Þannig lækkar kostnaður við birgðahald og heildardreifingarkostnaður minnkar en veltuhraði og arðsemi aukast. AÐGANGURAÐ ALÞTÓÐLEGRIÞEKKINGU EIMSKIP hefur öðlast haldgóða þekk- ingu á markaðsaðstæðum erlendis gegnum eigin skrifstofur og umboðsaðila og gætir þar hagsmuna viðskiptamanna sinna. Allt bendir til að þessi þjónusta reynist enn mikilvægari á næstu misserum þegar íslensk fyrirtæki hasla sér traustari völl á erlendum vettvangi. VANDVIRKNIOG TRAUST Gott upplýsingakerfi og góð flutninga- tæki nægja aldrei ein sér til að skapa góða flutningaþjónustu. Þar þarf að koma til alúð og árvekni starfsmanna. Um leið og fyrirtæki velur EIMSKIP í þjónustu sína fær það til liðs við sig 670 kunnáttumenn sem eru alltaf til taks þegar reynir á greiðan og öruggan flutning. Heildarflutningar EIMSKIPS voru um 966.000 tonn á síðasta ári. Þetta magn sýn- ir sterka stöðu EIMSKIPS á íslenska flutn- ingamarkaðinum og speglar jafnframt traust viðskipti. Það er okkur kappsmál að njóta þess trausts áfram með því að vera vakandi yfir þörfum viðskiptavina okkar. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.