Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 14
Í4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990 KONUR MUNU cJ IKONUM lega hér á heimilinu, t.d. þegar kosningar eru í aðsigi, en ég er það umburðarlynd manneskja að ég leyfi honum að hafa aðrar skoðan- ir.“ Efnahagslegt frelsi kvenna er eina frelsið," segir Helga. „Hvað heldur þú að mörg hjónabönd lafi einungis vegna þess að konur treysta sér ekki til að sjá einar um framfærsluna? Og hverjir hafa sam- ið um laun kvenna? Konur alls staðar á landinu eru að hugsa það sama, að breyta og bæta kjör kvenna. íslenskar konur standa upp yfir haus í að reyna að finna leiðir. Okkur hættir til að setjast niður, krossleggja hendurn- ar og hugsa: Þær redda þessu. Þetta eru svo fínar konur og klárar sem birtast á sjónvarpsskerminum, litla ég get bara þagað það sem eftir er. Það er kannski átak að setja sig inn í málin, en bankamál eru ekk- ert flóknari en hvað annað. Að ráða yf ir fjármagni er ein Ieið af mörgum sem konur verða að fara og von- andi skilar hún okkur lengra. Heimurinn er að minnka. Friðar- hreyfingar eru að sameinast. Al- þjóðlegt fjárhagslegt net kvenna er staðreynd, og konur munu fjár- festa í konum.“ Það verður smáþögn eftir þessa ræðu. — En Helga, verður þú banka- stjóri? „Elskan mín, þegar ég er búin að sauma út sessuna í bankastjóra- stólinn fer ég örugglega að gera eitthvað annað.“ NICOLITH NIRO KORZILIUS KCH GROHN INDUS OMEGA EMIL CERAMICA CEMAR ATLAS CARRARA GUSTAVSBERG ARABIA DURAVIT ROYAL SPHINX HANSA ECHELBERG MORA BREIDDIN ER OTRULEG í HREINLÆTISTÆKJADEILDINNI Á rúmlega 1000 m2 gólfplássi í hreinlætistækjadeild okkar, á neöri hæö verslunarinnar, getur þú valið úr 100 tegundum vandaöra hreinlætistækja frá Svíþjóö, Finnlandi og Frakklandi, um 150 tegundum blöndunartækja frá Þýskalandi, um 20 tegundum baðinnréttinga frá Svíþjóð úrvali sturtuklefa frá Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi, fjölda stálvaska frá Danmörku og Sviss og síðast en ekki síst geturðu valið úr rúmlega 200 tegundum vegg- og gólfflísa frá Ítalíu, Þýskalandi, Danmörku, Sviss, Hollandi og jafnvel frá Brasilíu og Uruguay. Við byggjum á breiddinni MJÓDDIN KVENNA- BARÁTTAN KOMIN ÚT 1ÖFGAR - segir Guðrún Lárus- dóttir útgerðarmaður „ÉG HEF bara aldrei heyrt ann- að eins. Nú er þessi kvennabar- átta komin út í öfgar. Ég myndi ekki skipta við svona banka og sé enga ástæðu til að vera með einhveija sérhæfða bankastarf- semi íyrir kvenfólk," sagði Guð- rún Lárusdóttir, útgerðarmaður hjá Stálskip hf. í Hafnarfirði. Við erum ein þjóð í sama landi og bankar, eins og aðrar stofn- anir, eiga að þjóna öllum jafnt. Ég hef ekki orðið vör við að konur eigi undir högg að sækja í bankakerf- inu. Mér hefur verið tekið ljómandi vel í öllum bönkum sem ég hef skipt við og hef ekkert út á þjón- ustu þeirra að setja. Þess vegna finnst mér það algjör óþarfi að setja á stofn sérstakan banka fyrir kven- fólk,“ sagði Guðrún Lárusdóttir. FAGNA ÞESSARI HUGMYND - segir Bára Magn- úsdóttir danskennari „Ég fagna þessari hugmynd þótt almennt sé ég hlynnt því að konur og karlar sitji við sama borð. En svona banki myndi vekja athygli á konum í viðskiptalífinu og stundum er nauðsynlegt að grípa til rót- tækra ráðstafana þegar vekja þarf athygli á baráttumálum kvenna,“ sagði Bára Magnús- dóttir danskennari. Konur eru vissulega minnihluta- hópur í viðskiptalífinu og ég tel mig hafa orðið vara við að stundum örlar á vantrú á að þær spjari sig til jafns við karla og þetta vantraust kemur fram í bankakerfinu eins og annars staðar. Líklega er þetta vantraust í garð kvenna þó ómeðvitað. En ég man eftir því að góður vinur minn í bankakerfinu varaði mig við, þegar ég viðraði þær hug- myndir að stækka skólann og hann spurði varfærnislega hvort þetta væri nú ekki orðið alveg nógu umsvifamikið hjá mér. Mér er sem ég sæi þannig komið fram við karlmann, sem hygðist auka umsvif sín. En þetta var ekki illa meint hjá viðkomandi. Ég er því fylgjandi þessari hugmynd um kvennabanka og þájsérstaklega vegna þess áróðursgildis sem hann hefði í þágu kvenna í við- skiptalífinu. Ég myndi því áreið- anlega skipta við hann, kannski ekki eingöngu, en alla vega að einhveiju marki,“ sagði Bára Magnúsdóttir danskennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.