Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLÁÐIÐ SUNKUÐAGUR 28: ‘JÁNÚAR 1990 tl/l HKT739 Austurríki: Lítill snjór á skíðasvæð- unum en jökullinn paradís - segir Rudi Knapp, fararstjóri íslenskra skíðamanna „ÞAÐ er lítill si\jór á skíðasvæðunum í dalnum, en jökullinn er paradís," sagði Rudi Knapp, fararstjóri íslenskra skíðamanna á vegum Flugleiða í Mayerhofen, Zell am Zee og Kitsbiihl í Aust- urríki, við Morgunblaðið á föstudag. Að sögn Rudi er snjókoma nú minni í Austurríki en í mörg ár, en nægur snjór er fyrir ofan 1000 m hæð og nú snjóar í dalnum. „Það er nægur snjór til að vera á skíðum, en hann mætti vera meiri og snjókoma í tvo daga bjargar öllu,“ sagði fararstjórinn. Rudi sagði að vinsælasti tíminn væri venjulega frá byrjun febrúar fram í lok mars. Fyrsti hópurinn með Flugleiðum fór fyrir viku og eru nú um 100 íslendingar á svæð- unum, en margir þeirra eru á eigin vegum. Rudi sagði að algengast væri að fólk væri í tvær vikur, en hann gerði ráð fyrir að um 1.000 íslendingar færu á skíði í Aust- urríki í vetur. Reiðhöllin: Samningaviðræður hafin- ar við Reiðskólann hf. SAMNINGAVIÐRÆÐUR eru hafiiar milli núverandi eigenda Reið- hallarinnar og Reiðskólans hf. um leigu þeirra síðarnefiidu á húsinu. Einn fundur hefur þegar verið haldinn með þessum aðilum að sögn Kára Arnórssonar formanns Landssambands hestama.nnafélaga. Hann sagði að ef samkomulag næðist ætti eftir að skipuleggja kennsluna. Þrír skólar bíða nú eftir að fá kennslu fyrir þá nemendur sína sem hafa valið sér hesta- mennsku. Auk þess er fyrirhugað að bjóða reiðkennurum að halda almenn námskeið í Reiðhöllinni. Togaranum Stapavik lagt STAPAVÍK SI, togari Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, kom úr sinni síðustu veiðiferð á mánudag, að sögn Róberts Guðfinnssonar ft’amkvæmdastjóra fyrirtækisins landi árið 1966. Róbert Guðfinnson sagði að Stapavík hefði verið á afla- marki. Hins vegar væru aðrir togar- ar Þormóðs ramma, Stálvík SI og Sigluvík SI, á sóknarmarki. „Sókn- armarkið verður afnumið eftir þetta ár og Stálvík og Sigluvík veitir ekki af aflakvóta Stapavíkur árið 1991. Önnur skip munu hins vegar veiða kvóta skipsins á þessu ári en en togarinn var smíðaður í Hol- ég tel ekki ástæðu til að tíunda hver þau eru,“ sagði Róbert. Hann sagði að Stapavík væri með um 1.900 tonna kvóta í þorsk- ígildum. „Ef við hefðum sett Stálvík og Sigluvík á aflamark á þessu ári, og jafnað kvóta Stapavíkur á milli skipanna, hefðu þau samt sem áður getað fiskað lítið meira en á sóknarmarki," sagði Róbert. Allar Libero bleiur eru óbleiktar. Verndum umhverfið. Nýjar, sérstakar Libero bleiur fyrir bæði stráka og stelpur. ER1. FEBRÚAR HJAÞER? Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 1. febrúar. Gerðu ráð fyrir honum í fœka tíð. 16. febrúar leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. mars leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar- 1. maí - 1. ágúst- 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. Qtn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 w> mmlcf mÆf íí r*T»í' ? tl W m.;, MTm? W ■ § 'J eitýjf \ mí ''a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.