Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRfc I l-UM ð¥NftUQAftpÆf28. JANÚAR1990 3Ap ____________________ Morgunblaðið/Þorkell LÆKNINGATÆKI Elín Ingi- mundardóttir við tækið umrædda. Fólk velur þægilegasta litinn o g horfír svo í 20 mínútur ÞETTA ER kallað „Luminator" og er nýtt tæki. Það eru aðeins tvö ár síðan að farið var að nota það vestur í Bandaríkjunum og þetta tæki er það fyrsta sinnar tegundar sem tekið er í notkun hérlendis," sagði Elín Ingimundardóttir sjúkraliði í Heilsustöðinni Skeifunni 17, er hún lýsti sérkennilegu apparati sem stendur á borði og minnir helst á vask sem stendur upp á rönd. En það er eins fjarri raunveruleik- anum og hugsast getur, því Elín segir okkur að Luminatorinn sé til höfuðs ýmsum kvillum og sé árangur góður. Hún nefnir til dæmis höfuð- verki og ekki síst hinu alræmda og illviðráðanlega skammdegisþung- lyndi. En hvernig virkar tækið? Elín heldur áfram: „Það er einfaldlega horft inn í tæk- ið og heilmikill poki settur yfir höfuð- ið til að loka úti allt utanaðkomandi ljós. Fólk situr við borð er horft er inn í tækið og við sýnum því 20 liti. Það velur síðan þann litinn sem því finnst þægilegastur og horfir í hann í 20 mínútur í senn. Það er ýmist kyrrð er fólkið horfir í litinn, eða að við leikum róandi tónlist á lágum styrk, en sumir vilja gjarnan rabba á meðan að horfunin stendur yfir. Það er allur gangur á því. Það sem gerist er að ljósið fer inn fyrir aug- að, í sjóntaugina og til heiladinguls- ins. Þetta er hannað af augnlækni þannig að heill augnanna er ekki í hættu.“ En hvað skyldi þurfa að koma oft til að fá bót meina sinna? Elín svar- ar því:„Fólk þarf að koma að minnsta kosti þrisvar í viku og lágmark 10 til 20 skipti til þess að meðferðin hrífi. Við höfum mælt einstaka sjúkl- inga og ein sem var hjá okkur fékk 70 prósent bata í hálft ár. Mörg sams konar dæmi mætti nefna.“ Sækir fólk í þ'etta? „Það er mesta furða því við höfum ekkert auglýst þetta, fólk hefur nánast frétt af þessu fyrir til- viljun. Þó hefur verið rólegt eftir áramótin sem er miður, því nú veitir mörgum ekki af meðferð við skamm- degissleninu," segir Elín að lokum. HEMMI Bogmaðurinn þarf tilbreytingri HERMANN Gunnarsson hefiir yljað áhorfendum með þáttum sínum „ A tali með Ilemma Gunn“ það sem af er vetri eins og síðasta vetur. En með hækkandi sól tekur hann sér eitthvað annað fyrir hendur og Morgunblaðið sló á þráðinn og spurði hann hvað framundan væri, er vetrar- vertíð dagskrárgerðarmannsins væri liðin. að er nú heidur óljóst, en ég hef verið tals-íert starfandi við ferðamálin síðustu sumur og reikna með að gera eitthvað á þeim línum á komandi sumri. Maður er heldur tómur eftir veturinn og bogmaðurinn þarf tilbreytingu. Ég hef aldrei haft þolinmæði í veiðiskap eða þess háttar og hef því tekið upp á því að yfir- gefa klakann og skoða mig um úti í hinum stóra heimi. Það hefur aftur orðið til þess að ég er orðinn alger sjúklingur að skoða heiminn. Síðast fór ég um Austurlönd. Ég veit ekki hvað tekur við, en eitthvað verður það,“ sagði Hemmi. Og meira sagði hann. „Maður á nú kannski ekki að vera að skoða enn lengra fram í tímann, sérstaklega þar sem ég hef engar áhyggjur af því hvað þá tekur við. Það hefur togað í mig að fara aftur á útvarp, en einhver dagskrárgerð fyrir ríkissjónvarpið kæmi einnig vel til greina af minni hálfu, því sá starfsandi sem ég hef kynnst í kring um þáttinn minn er slíkur að maður hlýtur að sækja í slíkt. Manni verður jú að líða vel.“ VERKEFNASTJÓRNUN Kynningarfundur 29. janúar 1990 kl. 17.30 í húsakynnum Bifreiðaskoðunar íslands, Hest- hálsi 6-8. Málefni Notkun verkefnastjórnunar við breytingu á Bifreiðaeftir- liti ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands fjallar um markmið með breytingunum og lýsir aðstöðu við skoðunina. Ágúst Þór Jónsson verkefnisstjóri ræðir almennt um hvernig staðið var að skipulagsbreytingunum. Allir velkomnir. NORÐURLANDASTOFNUNIN Á GRÆNLANDI (N.A.P.A.) jpF W///, óskar eftir WM forstjóra Norðurlandastofnuninni á Grænlandi var komið á fót 1986 í samvinnu við heimastjórn'Grænlands. Starfsemi stofnun- arinnar er fjármögnuð af ráðherranefnd Norðurlanda. N.A.P.A. er í NUUK og markmið hennar er að styrkja grænlenska menningu og efla samskipti Grænlands við hin Norðurlöndin á sviði alhliða menningar, rannsókna og kennslu, jafnframt þvi að koma á fót samböndum og miðla upplýsingum og kynna norrænt samstarf á Grænlandi. Auglýst er eftir forstjóra til þess að stjórna þessu starfi og er hann núna ásamt ritara eina fasta starfslið stofnunarinn- ar. Æskilegt er að hann hafi reynslu við störf að menningar- málum og stjórnun. Kunnátta í dönsku, norsku og sænsku er skilyrði og þekking og skilningur á grænlenskri tungu, menningu og nútíma grænlensku þjóðfélagi væri kostur. Forstjórinn er ráðinn til 4 ára og hefur störf 1. ágúst 1990 eða eftir samkomulagi. Laun og aðrir ráðningarskilmálar eru ákveðin samkvæmt reglum um starfsmenn norrænna stofnana og eftir hæfni umsækjanda. Staðan er launuð sam- kvæmt grænlenskum launaflokki 35 (p.t. 239.121 DKK á ári). Sérstakar viðbætur geta komið til: Heimast jórnin hefur til ráðstöfunar leiguhúsnæði handa forstjóranum samkvæmt gildandi reglum á Grænlandi. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum meðan þeir starfa við norrænar stofnanir og starfstíminn reiknast með eins og ef þeir störfuðu f heimalandi. Umsókn sendist til Nordens Institut i Grönland, Box’770, 3900 Nuuk, og verður að senda i síðasta lagi 20. febrúar 1990. Frekari upplýsingar fást hjá Nordens Institut, kst. institut- chef Janne Jervin tlf. +229-24733 telefax +229-25733 eða stjórnarformanni Olov Isaksson, Kungsholms Torg 8, S-11221 Stockholm, sími +46-8-533195. Hörkutóliö Formula Mach I Sími: 91-686644 SKI-DOO 1990 VÉLSLEDA RNIR ERU FREMSTIR Í SÍNUM FLOKKI Nýju Ski-doo vélsleðarnir eru svo sann- arlega athyglisverðir. í ár getur að líta nýjar gerðir og nýtt útlit jafnframt því að enn hafa bæst við tækninýjungar sem skipa Ski-doo vélsleðunum sess fremst í sínum flokki. Ef þig er farið að klæja af löngun eftir alvöru vélsleða þá skaltu kynna þér kostina hjá öflugasta vél- sleðaframleiðanda heims. Allar upplýsingar veitir Gísli Jónsson & Co. plus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.