Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 36, tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nelson Mandela á blaðamannafundi í Höfðaborg í gær: Bjartsými á að viðræð- ur um frið hefjist senn Við upphaf blaðamannafundar Nelsons Mandela á lóð bústaðar Desmonds Tutu, biskups, í Höfðaborg i gærmorgun. A myndinni eru (f.v.) Walter Sisulu, einn af leiðtogum Afríska þjóðarráðsins, Mandela, Albertina Sisulu og Winnie Mandela. Höfðaborg. Reuter. BLÖKKUMANNALEIÐTOGINN Nelson Mandela sagðist bjartsýnn á það í gær að senn hæfúst samningaviðræður milli Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) og stjórnar hvíta minnihlutans um friðsamlega lausn deilumála í Suður-Afríku og nýja framtíð landsins. Mandela fékk frelsi á sunnudag eftir að hafa setið í 27 ár í fangelsi fyrir landráð. Leiðtogar ríkja um heim allan fögnuðu lausn hans en sögðu að efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku yrði ekki aflétt fyrr en aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar hefði verið varpað að öllu leyti fyrir róða. Talið er að lausn Mandela eigi eftir að draga úr pólitískri einangrun Suður-Afríku og leiða til þess að ýms Afríkuríki taki upp stjórnmáiasamband við landið. Mandela er væntanlegur heim í blökkumannahverfið Soweto við Jóhannesarborg í dag. Frelsi Mandela var fagnað víða í Suður-Afríku en hægrisinnaðir harðlínumenn voru ekki alls kostar ánægðir. Sögðu þeir yfirlýsingar Mandela á fyrsta degi utan fangels- ismúra, þar sem hann réttlætti vopnaða baráttu ANC, ekki til marks um mikinn friðarvilja hans. Fregnir herma að Mandela hafi heitið F.W. De Klerk, forseta, að hann muni beita sér fyrir friðsam- legri lausn deilu hvítra manna og þeldökkra. Mandela hélt ræðu í miðborg Höfðaborgar stuttu eftir að honum var sleppt og sagði AÐ vopnUÐ baráttA ANC, sem hann stjórnaði á sínum tíma, hefði verið nauðsynleg. Einnig að þær forsend- ur, sem lágu að baki því að gripið var til vopna, væru enn fyrir hendi. A blaðamannafundinum í gær lagði Mandela hins vegar meiri áherslu á að samningar um friðsam- lega framtíð Suður-Afríku hæfust og sagðist mundu beita sér í þágu friðar. „Ég er bjartsýnn á að sá dagur muni senn renna upp að ANC og stjórnin setjist að samninga- borði,“ sagði hann. Bar Mandela lof á De Klerk og þakkaði honum auk- in réttindi blökkumanna sem stjórn- in hefði boðað í stefnuræðu forset- ans 2. febrúar sl. „Ég er sannfærð- ur um að De Klerk er heiðarlegur maður,“ sagði Mandela við blaða- menn í gær. Bandaríkjamaðurinn Jesse Jackson, sem þekktur er fyrir baráttu sína fyrir bættum mann- réttindum, er nú í heimsókn í Suð- ur-Afríku. Hrósaði hann De Klerk fyrir að láta Mandela lausan og færa blökkumönnum aukin réttindi. Jafnaði hann De Klerk við Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseta, sem af- nam þrælahald þar í landi 1863. Bush segir milligöngu óþarfa Georg Bush„ Bandaríkjaforseti, sagði í gærkvöldi að viðskiptaþving- unum gegn Suður-Afríku yrði ekki aflétt fyrr en stjórnin í Pretoríu hefði aflétt neyðarlögum, sleppt öll- um pólitískum föngum, hafið samn- ingaviðræður við Ieiðtoga blökku- manna, veitt blökkumönnum fullt atvinnufrelsi og afnumið reglur er takmörkuðu búsetu þeirra. Hann sagði að De Klerk og Mandela hefðu þegið boð um að koma til fundar við sig í Hvíta húsinu. Verður það í fyrsta sinn sem suður-afrískur forseti sækir Bandaríkjaforseta heim. Bush hefur boðist til að miðla málum í Suður-Afríku en sagðist ráða það af samtölum við De Klerk og Mandela að ekki væri þörf fyrir utanaðkomandi sáttasemjara í væntanlegum friðarsamningum þar í landi. Ferðaáætlun Mandela var haldið leyndri af ótta við að honum yrði sýnt banatilræði, en hann mun hafa haldið frá Höfðaborg í gær með einkaþotu til Jóhannesarborgar. Var talið að hann kæmi á heimili sitt í Soweto í dag. Sjá einnig fréttir og viðtöl á bls. 19 og 20 og forystugrein á bls. 20. Sænska sljómin vill kom- ast hjá nýjum kosningnm Líklegt að fallið verði frá banni við verkföllum í fyrirhuguðum efnahagsráðstöfunum Stokkhólmi. FVá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGT bendir til, að ríkisstjórn sænskra jafnaðarmanna hyggist draga til baka tillögu sína um tímabundið bann við verkfollum til að komast hjá ósigri á þingi og nýjum kosningum. Um helgina varð ljóst, að tillögur stjórnarinnar um strangt aðhald í efnahagsmálum, sem fela að auki í sér launa- og verðstöðvun, njóta ekki meirihluta- stuðnings á þingi og þegar tilraunir jafnaðarmanna til að fá þing- menn græningja i lið með sér báru engan árangur töldu margir, að nýjar kosningar væru óumflýjanlegar. á aðgerðir bankamanna, sem hafa valdið því, að sænsku bankarnir hafa nú verið lokaðir á þriðju viku. I gær kom til nokkurra skæruverk- falla meðal lestar- og strætisvagna- stjóra og ýmsar aðrar starfsstéttir hafa hótað að mótmæla tillögunni um verkfallsbann með sama hætti. Sovétríkin: Atvinnumála- nefnd sænska þingsins lagði til í gær, að hætt yrði við að banna verk- föll og þar sem fulltrúar jafnaðar- manna í nefndinni studdu það er talið víst, að sú verði Carlsson niðurstaðan. Að öðrum hefði ríkisstjórnin neyðst til að segja af sér og Aftonbladet, málgagn sænskra jafnaðarmanna, sagði raunar á sunnudag, að aðeins kraftaverk gæti komið í veg fyrir kosningar. I Svíþjóð er kjörtímabilið þrjú ár og næstu kosningar eiga að réttu lagi að vera í september 1991. Af 349 þingmönnum á sænska þinginu hafa jafnaðarmenn 158 og kommúnistar, sem jafnan hafa stutt jafnaðarmenn, hafa 21. Þeir ætluðu hins vegar greiða atkvæði gegn stjóminni í þessu máli og 20 þing- Mannfall í óeirð- um í Tadjíkístan menn græningja ákváðu að gera það einnig í gær. Efnahagsráðstafanirnar, sem sænsku blöðin segja vera þær ströngustu eftir stríð, voru kynntar á þingi síðastliðinn fimmtudag en koma til atkvæðagreiðslu á morgun, miðvikudag. Ingvar Carlsson for- sætisráðherra og Kjell-Olof Feldt fjármálaráðherra segja, að ráðstaf- anirnar séu óhjákvæmilegar ef tak- ast eigi að draga úr þenslunni í sænsku efnahagslífi en verðbólgan er nú 6,7% og talin verða 8% á þessu ári. Launahækkanir á síðasta ári voru 9,5% að jafnaði eða helmingi meiri en í viðskiptalöndum Svía í Evrópu. Segir Feldt, að nái aðhalds- aðgerðirnar ekki fram að ganga sé hinn kosturinn að hækka vexti upp í 20-25% en þeir eru nú 10,5%. í rökstuðningi sínum fyrir verk- fallsbanninu, sem yrði hið fyrsta í 91 ár, benda jafnaðarmenn á afleið- ingar kennaraverkfallsins í fyrra og Moskvu. Reuter. NEYÐARLÖG voru sett í borg- inni Dúshanbe í Sovétlýðveldinu Tadjíkístan í Mið-Asíu í gær vegna mikilla uppþota. Sovéska fréttastofan TASS sagði í gær- kvöldi að fjöldi manna hefði beð- ið bana í óeirðum og tugir slasast. Á sunnudag komu um 2.000 manns saman við byggingar mið- stjórnar kommúnistaflokksins í Tadjíkístan í Dúshanbe og hrópuðu slagorð gegn Armenum, sem flýðu til borgarinnar í janúar sl. undan ofsóknum Azera í Azerbajdshan. Var því haldið fram að þeir hefðu fengið sérstaka fyrirgreiðslu við komuna frá Bakú og m.a. verið út- hlutað betra húsnæði en óbreyttir borgarar ættu kost á. I gær voru mótmælin mun fjöl- mennari og breyttust fljótt í óeirðir. Kveikti fólkið í byggingum mið- stjórnarinnar og réðst mannfjöldinn gegn lögreglu með grjótkasti, kveikti í strætisvögnum og rændi verslanir. Hermdu blaðamenn í Dús- hanbe að a.m.k. fimm menn hefðu beðið bana í átökum við lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.