Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 31
MORGLjNBLAÐIÐ ÞRIÐJjUDAjGUft. 13, FEBRÚAR 19&0 Margrét Hallgríms dóttir — Minning Kveðja frá barnabörnum Amma okkar lést skyndilega 31. janúar siðastliðinn. Okkur langar að kveðja hana með nokkrum orð- um. Aðeins tvö og hálft ár eru liðin síðan afi okkar dó og við trúum því að þau hafi nú hist aftur að leiðar- lokum. Amma skipaði stóran sess í lífi okkar ásamt afa. Það elsta okkar fæddist á afmælisdegi hennar fyrir 23 árum og ber nafn hennar. Amma of afi bjuggu lengst af í Ytri Njarðvík, þar sem afi var heimilis- læknir árum saman. Aðalstarf ömmu var að hugsa um heimilið. Jafnframt því tók hún mikinn þátt í starfi afa. Það voru sannkallaðir hátíðisdagar þegar farið var til Njarðvíkur í heimsókn. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur fyrir 7 árum vorum við mjög ánægð að fá þau nær okkur. Flyðrugrandinn varð þá okkar annað heimili. Þegar afi dó breyttist margt í lífi ömmu. Þeim hafði alla tíð liðið vel saman og amma saknaði afa mikið. Við fundum það svo vel. Við eigum góðar minningar um ömmu. Við munum best hve amma var okkur elskuleg og góð. Hún vildi allt fyrir okkur gera. Ósér- hlífni hennar var einstök, þannig að okkar þarfir komu alltaf fyrst en hennar síðast. Tvisvar í viku undanfarin misseri hittumst við all- mörg í hádeginu hjá ömmu í mat, úr leikskóla, skóla eða vinnu. Var þar oft glatt á hjalla og margt skrafað. Þetta var aðferð ömmu til að efla íjölskyldutengslin. 12. jan- úar síðastliðinn varð amma 70 ára og áttum við mjög ánægjulegan dag með henni. Við kunnum svo vel að meta ömmu. Okkur þykir leitt að það yngsta okkar, hún Kristín Þóra, skuli ekki hafa átt þess kost að njóta samvista við hana nema í 5 mánuði. Við erum þakklát fyrir samfylgd- ina. Barnabörnin Helga Asmunds- dóttir — Kveðjuorð Fædd 13. febrúar 1960 Dáin 22. janúar 1990 Mínir vinir fara 5'öld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Þegar um svo skyndilegt fráfall er að ræða hlýtur maður að skynja hversu lítil manneskjan er, hve erf- itt er að sætta sig við orðinn hlut. Maður er orðlaus, stendur einn og hlýtur að tapa. Hversu máttugur sem einstaklingur getur orðið stöndum við öll jafnfætis fyrir duttl- ungum almættisins. Hver er til- gangurinn með slíku fráfalli? Getur verið að himnafaðirinn hafi mikil- vægara hlutverk fyrir hana en að vera manni sínum og börnum stoð og stytta? Hugsanir sem flugu um hugann voru blendnar og beiskar. Hvaða eigingirni og sjálfselska er þetta? Og maður steytir hnefann til himins í vanmáttugri reiði yfir eigingirni örlaganna. Seinna þegar manni var runnin reiðin og hafði hitt eftirlifandi ijölskyldu hennar, fann maður fljótt að hnefasteyting- ar og ásakanir gegn almættinu voru til einskis, því trúin á eitthvað fram- hald var það sem hélt þessari litlu fjölskyldu saman. Hvemig hefði það t.d. verið ef við gætum enga skýr- ingu gefið dótturinni fjögurra ára betri en að mamma væri nú hjá Guði og stjömunum? Hvaða huggun kemur eiginmanni hennar og syni betur en einmitt að sál hennar sé hjá þeim og vaki yfir þeim. Helgu og Leifi kynntumst við þegar við vorum við nám í Dan- mörku og áttum við strax margt sameiginlegt. Dætur okkar fæddust með nokkurra vikna bili, við Leifur vorum í sama bekk í skólanum og varð fljótlega mikill samgangur milli okkar enda bjuggum við steinsnar hvort frá öðru. Helga var falleg kona og góð. Hún átti til að vera þung á brún og var því ekki leynt er henni mislíkaði eitthvað. En aldrei var langt í brosið fallega, sannkallað sólskinsbros. Þegar Danmerkurdvöl okkar lauk héldum við sambandi okkar í leik og starfi áfram og áttum við margar góðar stundir saman. Minn- ist ég margra ánægjulegra kvöld- stunda á hlýlegu heimili þeirra yfir mat og drykk og fannst mér matur- inn sem hún töfraði fram alltaf ein- Staklega ljúffengur. Það er trúa mín að hún standi við hlið Leifs við pottana og segi: „Leifur minn,“ þegar hann fer offari í eldamennsk- unni. Síðastliðið haust ákváðu þau hjónin að flytjast búferlum til Kaup- mannahafnar þar sem Helga ólst upp að hluta og var henni alltaf kær. í byijun nóvember fluttu þau og keyptu sér lítið hús, fóru að leita sér að vinnu og undu hag sínum hið besta. Og grunar okkur að þar hafi þau átt sínar bestu stundir saman. Skömmu fyrir andlát Helgu fengum við bréf frá henni þar sem glaðværð og bjartsýni þeirra hjóna kom berlega í Ijós. Atvinna í sjón- máli, búin að taka „dúkkuhúsið“, sem hún kallaði svo í gegn og vor- um við þegar farin að skipuleggja heimsókn til þeirra um páskana. Sú ferð verður aldrei farin. Óttumst við að þau spor sem Leifur þarf að taka til að rífa upp það heimili og þá hamingju sem þar ríkti, verði þung. í dag, 13. febrúar, hefði Helga orðið þrítug og viljum við minnast þessarar vinkonu okkar með þakk- læti. Hún sem gaf okkur svo mikið en tók svo lítið. Leifur, Ásmundur, Hólmfríður og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Megi hún Helga okkar hvíla í friði. Jón og Heidi t GUÐMUNDUR DANÍELSSON rithöfundur, Þórsmörk 2, Selfossi, sem lést 6. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstu- daginn 16. febrúar nk. kl. 13.30. Sigríður Arinbjarnardóttir, Iðunn Guðmundsdóttir, Asbjörn Hildremyr, Heimir Guðmundsson, Sólveig Björnsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Sverrir Kristinsson og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR Hátúni 10b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Kristín Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, Örvar Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir, systir, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA EINÞÓRSÖÖTTIR, Stekkjarkinn 15, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. febrú- ar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir að ósk hinnar látnu. Þeir sem vilja minnast hennar láti Hjálparsveit skáta, Hafnar- firði, njóta þess. Arnór Sigurðsson, Sigurður Arnórsson, Guðni Þór Arnórsson, Þorgerður Arnórsdóttir, Helgi Einþórsson, tengdabörn og barnabörn. t Útför systur minnar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Búrfelli, Vesturgötu 25, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. « Helga Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, JÓHÖNNU SIGURBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Bergþórugötu 15a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Gunnar H. Jósefsson, börn og barnabörn. t- Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför BETTYAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Seljavegi 19. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 11 G, Landspítalanum. Gyða Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Grimur Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR. Hildur Einarsdóttir, Björn Magnússon, Anna S. Ólafsdóttir, Einar Magnússon, Guðný H. Gunnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Þorbergur Karlsson, Hildur Magnúsdóttir, Þóroddur Helgason, Hjördís Magnúsdóttir, Benedikt Höskuldsson, Sverrir Magnússon og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna and- láts ástkærs eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA JÓNSSONAR, Kötlufelli 3, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E, Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Árnadóttir, Reynir B. Skaftason, Jóhanna Cronin, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð, vinar- hug og styrk með kveðjum, heimsóknum og blómum við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS KARLSSONAR trésmiðs. Guð blessi ykkur öll. Fanney Sigurjónsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Kristin Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Sveinn Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Elisabet Halldórsdóttir, Gunnar Magnússon, Sófus Berthelssen, Lára Aradóttir, Jón Ingimundarson, Hilmar Eberhardtsson, RagnarÁ. Ragnarsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÖNNU SKÚLADÓTTUR, Hafnargötu 6a, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 1A Landakotsspítala. Kristinn Óskarsson, Sherry Inga Halterman, Margrét Kristín Halterman, Sigurjón Skúlason, Ingólfur Skúlason, Kristín Skúladóttir, Ólafur Skúlason, Valdfs Skúladóttir, Eiríkur Skúlason, Rúnar Skúlason, Kolbrún Skúladóttir. Sigmar Steingrímsson, Arnrún Karlsdóttir, Joy McGill, Tom White, Carita Enriguex, Pétur A. Pétursson, Bára Magnúsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.