Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Tek aó mér þrif í heimahúsum í Hafnarfirði. Hafið samband í síma 65 26 84 Björg. AU HöfÓinglegt hádegi á Hótel Holti Ljúffengt og Létt Næstu vikumar býður Hótel Holt gestum sínum upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem létt- leikinn og hollustan eru í fyrirrúmi. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild, með gæði og góða þjónustu að leiðarljósi sem fyrr. Forréttir Súpa dagsins Gæsasalat vinaigrette Fylltar pönnukökur með sjávardýrum og súrsætri sósu Salat með reyktum grísastrimlum Adalréttir Innbakað hreindýrakjöt í ostasósu Grillaður karfi með hvítvínsdillsósu Steinbítur á pasta og grænsalati Ofnsteiktur grísahryggur Ejtirréttir Heitt epli með rúsínum og vanillusósu Terta dagsins Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr 995 Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira. Bergstabastrœti 37, Sími 91-25700 Þessir hringdu .. Sparnaðartillögur Óskar Haraldsson hringdi: í Þjóðviljanum var spurt fyrir nokkru hvað ætti að spara. Hér eru nokkrar tillögur. Það ætti að fækka þingmönn- um í 35, þá þyrfti ekki heldur að stækka húsnæðið. Fækka ætti ráðherrum í fimm. Þá ætti að afnema þjónaliðið hjá þeim, bæði bílstjórana og aðstoðarmennina. Afnema ætti alla styrki til blaða. Fækka ætti ráðuneytum og nefndum og fólki á ríkisjötunni, þetta myndi spara húsnæði og alls konar framlög. Þá legg ég líka til að hætt verði að hafa kirkjuna á ríkisjötunni. Hún á að sjái um sig sjálf ein og allir aðrir sértrúarflokkar. Það ætti aðeins að veita lán til þeirra námsmanna sem stunda hagnýtt nám. Ég gæti lagt fram miklu fleiri tillögur en læt þetta nægja að sinni.“ Stöð 2 Yerkakona í Reykjavík hringdi: „Ég vil lýsa yfir fullum stuðn- ing við Jón Óttar Ragnarsson og ég er hrædd um að Stöð 2 verði eins og höfuðlaus her án Jon. Hann er ábyggileg búinn að vinna myrkrana á milli og leggja alla sína krafta í að gera Stöð 2 að góðri sjónvarpsstöð. Ég ætla að sjá til hvernig málin þróast en annars að segja Stöð 2 upp nema að Jón Óttar taki þar við aftur. Stöð 2 virðist hafa staðið og fall- ið með honum.“ Myndavél Myndavél í hvítum plastpoka af tegundinni Voigtlander með Braun flassi tapaðist í september. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11882. Veski Seðlaveski, ljósbrúnt veski með ökuskírteini, lyklum o. fl. tapaðist á Hótel íslandi á laugardagskvöld. Finnandi vinsamlegast hringi í Þórunni í síma 53749 eftir kl. 19. Fundarlaun. Gleraugu Kvengleraugu, ljós að lit með rauðri rönd, töpuðust fyrir nokkru, líklega við Stóragerði. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 37837 á kvöldin. Peysa Grá handprjónuð jakkapeysa tapaðst sl. sumar í Reykjavík. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigríði í síma 32328. Ur Gyllt kvenmannsúr tapaðist í Miðbænum á sunnudag. Upplýs- ingar í síma 622747. Fundarlaun. Köttur Stálgrá læða tapaðist fyrir viku síðan. Þeir sem geta veitt upplýs- ingar vinsamlegast hringi í síma 38716 fyrir hádegi eða á kvöldin. Veski Rauðbrúnt veski, gamalt og slitið, tapaðist 2. febrúar á bíla- stæðinu við Kringluna. í því var ávísanahefti, skilríki o. fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 16591. Taska Röng taska var tekin í misgrip- um í rútu sem fór úr Bláfjöllum í Vogavör. Um er að ræða gráar Adidastöskur. í töskunni sem eftir var skilnin voru m.a. rauðir Nordica skór, lúffur o. fl. Sá sem hefur töskuna undir höndum er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 39772. Taska Barnaskiptataska fannst við Hraunbæ fyrir nokkru. Upplýs- ingar í síma 671196. Gleraugu Gleraugu í brúnu gleraugna- hylki töpuðust 27. janúar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 34617 eða 53952. TILBEIÐSLA DYRLINGA Til Velvakanda. Grein sr. Jóns Habets er bar yfirskriftina Er Jesús Guð? vakti mig til umhugsunar enda hafði ég áður lesið ágætar greinar hans um kristileg efni. Ég vil þakka honum fyrir þessa grein því full þörf var á að svara grein Bronko Bj. Har- alds. Sú grein byggðist auðvitað á vanþekkingu fyrst og fremst en þegar Haralds segir að Jesús hafi bannað mönnum að tilbiðja sig bregður fyrir hreinum útúrsnún- ingi. Hvað á það að fyrirstilla að misbjóða hinni heilögu bók með þessum hætti? En sr. Habets hefur þegar sýnt fram á hversu aumleg þessi röksemdafærsla var og ætla ég ekki að eyða í það fleiri orðum. Það er hins vegar ein spurning sem brennur mér á tungu og ég hef vissan grun um að svo sé um fleiri. Kaþólska kirkjan heillaði mig á mínum yngri árum en þegar ég kannaði og hugleiddi málið betur var það eitt og annað sem ég setti fyrir mig. Mér var vel ljóst hversu mikill ábyrgðarhluti var að yfirgefa hina luthersku kirkju og gerast kaþólikki. Það voru dýrlingamir sem tilbeðnir eru sem ég gat alls ekki sætt mig við. Ég gat og get ekki skilið Biblíuna öðruvísi en svo að það sé Guð einn sem okkur ber að tilbiðja og ég er sannfærður um að það er réttur skilningur. Þess vegna get ég ekki sætt mig við að dýrlingar séu tilbeðnir og er mér þá sama hvort um er að ræða Maríu mey eða einhveija góða menn sem á síðari tímum hafa verið tekn- ir í dýrlingatölu eftir dauða sinn. Eins get ég ekki alveg fellt mig við að kennivald páfa sé eins vítt og mikið og það er. Ég neita því ekki að röksemdir Habets, sem fram komu í fyrri greinum hans um kennivald páfa, eru mikilvægar. Ekki dreg ég í efa að Pétri bar að hafa forystu fyrir hinum lærisvein- unum en eftirmenn hans, sem svo kalla sig, gruna ég suma mjög um græsku. Eg tel með öðrum orðum að þeir menn sem setið hafa á páfa- stóli og haft þetta mikla vald yfir bræðrum sínum hafi stundum mis- notað það t.d. á hinum myrku miðöldum. Við getum til dæmis nefnt sölu aflátsbréfa sem Lúther hneykslaðist svo mjög á. Slíkt uppátæki samræmist ekki anda Biblíunnar og var aðeins merki um mikla veraldlega spillingu sem páfavaldið lagði blessun sína yfir. Þetta hefur líka fælt mig frá ka- þólsku kirkjunni. Hvað þetta varðar tel ég lúthersku kirkjuna hreinni því hún er algerlega laus við alla manndýrkun — menn bregðst alltaf eins og þeir hafa alltaf brugðist. Biblían ein vísar okkur hinn rétta veg. Þar höfum við Guðs orð klárt og kvitt og þar getum við vitað vilja hans. Eða eins og skrifað stendur: „En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu.“ (Mal. 4,1). Við getum verið óhrædd með Biblíuna að leiðarljósi því þannig mun allt fara vel. Siðaskiptin urðu íslendingum erfiður tími og kostuðu þjóðina miklar fómir. Fégráðugir höfðingj- ar hrifsuðu eignir kaþólsku kirkj- unnar og upprættu hana ekki síst í því skyni að auðgast. Við þetta hvarf stór hluti af sameiginlegri eign þjóðarinnar, sem verið hafði í vörslu kaþólsku kirkjunnar, undir erlenda kónga sem lítið skeyttu um hag þegna sinna en gleymdu aldrei að hagnast á þeim og skattpína þá. Af þessum sökum mun kaþólska kirkjan njóta meiri samúðar en ella hér á landi og gamla kenningin hennar heillar marga, rétt eins og mig á mínum yngri árum. Ég hef heyrt ungt fólk segja að því þyki þjóðkirkjan „ekki nógu spennandi" og fleiri en áður beina sjónum sínum til kaþólsku kirkjunnar. En þeir sem hyggja á trúskipti ættu að skoða sinn hug vel. Jóhann Guðmundsson Skrifstofutækninám •mn w- 7 ' -.-'f" Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 .• "fT ■vZ^^N.'.a asi Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.