Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 19 MANDELA FÆR FRELSl Lausn Mandela fagnað víða um heim: Ekki talið tímabært að af- létta viðskiptaþvingunum London. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR um allan heim hafa lýst yfír fögnuði vegna frelsun- ar Nelsons Mandela. En almennt virtust menn á einu máli um að ekki væri tímabært að aflétta viðskiptaþvingunum sem beitt hefur verið gegn stjórn hvítra í Suður-Afríku. Genrge Rush Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis ,við Mandela á sunnudag nokkrum klukkustundum eftir að hann var látinn laus. Bush sagði við fréttamenn að hann væri ekki reiðubúinn að tjá sig um við- skiptaþvinganir og sagðist þurfa að ráðfæra sig við samstarfsmenn sína. Gennadij Gerasímov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytisins, lét svo ummælt að það hefði átt að láta Mandela lausan fyrir löngu. Hann sagðist vonast til að nú væri kynþáttaaðskilnaðarstefnan brátt á enda. Manuel Marin, sem fer með mál- efni þróunarlanda í framkvæmda- nefnd EvrópubandalagsinB, sagði að ekki ætti að afiétta refsiaðgerð- um gegn Suður-Afríku fyrr en horf- ið hefði verið frá kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni. Marin sagðist telja að refsiaðgerðimar, einkum af hálfu Bandaríkjanna, hefðu ráðið úrslitum um að knýja fram umbæt- ur í Suður-Afríku. Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ætla að fá önnur EB-ríki til að aflétta að minnsta kosti hluta refsiaðgerðanna til að verðlauna suður-afrísk stjórnvöld. Líklegt þykir að Thatcher heimsæki Suð- ur-Afríku á næstunni. Hún hefur þegar boðið F.W. de Klerk og Mand- ela í heimsókn til Bretlands. Fjölmörg ríki í Asíu og Eyjaálfu hafa fagnað frelsun Mandela en segjast ekki ætla að láta af refsiað- gerðum. „Tilgangurinn með þeim var ekki að fá Mandela lausan held- ur tryggja að kynþáttaaðskilnaðar- stefnan yrði aflögð," sagði Gareth Evans, utanríkisráðherra Ástralíu. Sir Shridath Ramphal, fram- kvæmdastjóri skrifstofu Breska samveldisins, tók í sama streng. Kínverska utanríkisráðuneytið fagnaði frelsun Mandela en sagði að „ekki væri nóg að gert“. Frelsun Mandela var fagnað víða í Bretlandi. Kirkjuklukkum var hringt víðs vegar um landið af þessu tilefni og víða á stúdentaknæpum fékkst bjór á niðursettu verði. Mandela er heiðursvaraforseti Bresku stúdentasamtakanna. ■ PEKING - Kínveijar og Sovétmenn hófu á föstudag viðræð- ur sem miða að því að draga úr herafla og vígbúnaði á landamær- um ríkjanna. Þetta er önnur umferð viðræðnanna og er áætlað að hún standi til 22. febrúar. Málið var slðast á dagskrá í nóvembermánuði síðastliðnum. Báðir aðiiar hafa látið f ljós áhuga á að minnka hernaðar- viðbúnað á landamærasvæðunum niður í algjört lágmark með tilliti til vinsamlegs grannskapar ríkjanna. ■ BÚDAPEST - Ungveija- land og Vatikanið ákváðu á föstu- dag að taka upp stjórnmálasam- band sín á milli að nýju, en því var slitið fyrir rúmum fjórum áratug- um. Ungveijaland er annað Var- sjárbandalagsríkið sem tekur upp stjórnmálasamband við Páfugarð. Pólland gerði það í júlímánuði síðastliðnum. Ríkin munu skiptast á sendimönnum eftir kosningarnar í Ungverjalandi 25. mars og 8. apríl næstkomandi. ■ WINDHOEK - Þingið í Namibíu samþykkti nýja stjórnar- skrá á föstudag. Þar með er rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir að landið hljóti sjálfstæði frá Suður- Afríku 21. mars næstkomandi. Stjómarskráin var samþykkt ein- róma í þinginu. Hún kveður á um fjölflokka lýðveldisskipan, mann- réttindi, óháð dómsvald og forseta sem sitja má tvö fimm ára kjörtíma- bil hið mesta. Þingið kemur saman öðru sinni 20. mars til að kjósa forseta þessa nýjasta rfkis heims, en nærri fullvíst er talið að Sam Nujoma, leiðtogi SWAPO, hliótí embættið. SVÆMMEBFERDMSKÓU (SLANDS auglýsir: Nemendur Svæðameðferðarskóla ís- lands taka að sér nudd í skólanum mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 13-18. Fyrirhugað er svæðanuddi. kynningarnámskeið Nánari upplýsingar í síma 687566. Þeir hvítu vilja réttlæti án þess að glata velmeguninni - segir Hilmar Kristjánsson sem búsettur er í Suður-Afríku HILMAR Kristjánsson, ræðismaður íslands í Suður-Afríku, sagði í símaviðtali við Morgunblaðið í gær að stórkostlegar breytingar hefðu orðið í Suður-Afríku undanfarið. Hann óttaðist þó að erfið- lega kynni þó að ganga að koma á varanlegu lýðræði í landinu. Hilmar Kristjánsson hefur búið í 26 ár í Suður-Afríku þar sem hann starfrækir gluggaverk- smiðju. Hilmar vildi geta þess þar sem hann er ræðismaður íslands að það sem hann segði um málið væru persónulegar skoðanir en á engan hátt afstaða íslenska ríkis- ins. Stórkostlegar breytingar „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í Suður-Afríku síðan P.W. Botha komst til valda sem ágerðust þegar de Klerk tók við. Stefnubreytingu Þjóðarflokksins undir forsæti Botha mætti líkja við það að Sjálfstæðisflokkurinn gerðist kommúnistaflokkur. Það má segja að flokkurinn hafi færst inn að miðjunni. Um leið hefur hann misst fylgi yfir til íhalds- flokksins en unnið fylgi af demó- krataflokknum sem er á vinstri vængnum. íhaldsflokkurinn vill halda fast í þá stefnu að hafa heimalönd fyrir svarta og hann fékk 32% fylgi í síðustu kosning- um. Kjördæmaskipunin þar sem er um einmenningskjördæmi að ræða veldur því að íhaldsflokkur- inn hefur færri þingmenn en fylg- ið segir til um. Þjóðarflokkurinn græðir hins vegar á kjördæma- skipuninni. íhaldsflokkurinn sakar Þjóðarflokkinn um að hafa kúvent án þess að ráðfæra sig við kjósend- ur. Svo mikil er reiðin innan flokksins að jafnvel eru uppi radd- ir um að þingmenn hans segi af sér til að knýja á um kosningar. Ágreiningurinn er því mikill meðal hvítra. Erjur milli ættbálka En hann er einnig meðal svartra. Hér eru sjö til átta ætt- bálkar. Það er mikill rígur milli xhosa frá Transkei en Mandela er af þeim þjóðflokkí og Zúlú- manna en foringi þeirra heitir Mangosuthu Buthelesi. Eitt erfið- asta verkefnið í suður-afrískum stjórnmálum er að stilla til friðar milli þessara þjóða. Stríðið milli þeirra hefur geisað í u.þ.b. tvö ár. Þótt Mandela sé laus er þetta vandamál óleyst. Buthelesi vill kapítalisma en Nelson Mandela er kommúnisti og hann vill þjóðnýt- ingu. Auðvitað er mikill fögnuður á götum úti vegna lausnar Mandela en sjálfur hef ég talað við íjölda blökkumanna sem eru ekkert mjög hrifnir vegna róttækra skoðana hans. Það sem hvítir íbúar landsins óttast er ekki réttlætið eins og ætla mætti heldur að það glatist sem áunnist hefur. Suður-Afríka er eina ríkið í álfunni þar sem er veruleg velmegun. Þeir vilja koma á lýðræðisríki sem er varanlegt. Sjálfur efast ég talsvert um að þetta takist því það hefur hvergi heppnast í Afríku. Ég óttast kerfi eins og á íslandi þar sem er fjöldi flokka með tilheyrandi öngþveiti. Hvítir íbúar landsins vilja ekki að það verði bara haldnar fijálsar kosningar einu sinni eins og í öllum öðrum Afríkuríkjum. Fái Afríska þjóðarráðið, sem er samtvinnað kommúnistaflokknum, sinni stefnu framgengt um að hver maður fái eitt atkvæði þá verður ekki kosið nema einu sinni. Ég held að Þjóðarflokkurinn sjái fyrir sér lausn sem er á þann veg að Suður-Afríka verði gerð að ríkjasambandi líkt og Banda- ríkin. Þá gæti hver þjóð ráðið sínum málum á eigin landsvæði. Þá væri hægt að hafa jafnan kosn- ingarétt innan hvers sambandsrík- is,“ sagði Hilmar Kristjánsson. Viðbrögð íslendinga í S-Afríku Um það bil 25 íslendingar búa í Suður-Afríku. Hildur Lárusdóttir von Schilling, sem búsett er í Suð- ur-AfríkUj hafði samband við nokkra Islendinga sem búa í landinu og bað þá álits á frelsun Hilmar Kristjánsson Nelsons Mandela. Hún sendi Morgunblaðinu frásögn af við- brögðum þeirra. Lísa og Pétur Erlendsson sem búið hafa í 22 ár í Suður-Afríku segja þessi tíðindi skref í rétta átt því kerfið verði að breytast og vonandi gerist það á friðsamlegan hátt. Einnig séu líkur á því að þvingunum gegn Suður-Afríku verði aflétt að hluta. Þórarinn Guðmundsson, sem búið hefur í tvo áratugi í Suður- Afríku, segir að allt of mikið hafi verið gert úr þessum atburði. Ein- kennilegt sé að íslensk hreppa- pólitík, afskiptasemi og öfund, skuli koma fram um allan heim þegar Mandela sé látinn laus. Snæbjörn Samúelsson, se,m búið hefur í S-Afríku í 33 ár, segist ánægður með tíðindin og þau gefí fyrirheit um bjartari framtíð, ár- angursríkar viðræður og stjórn landsins þar sem allir kynþættir eigi sæti. Héðinn Erlendinusson, sem ver- ið hefur 23 ár í S-Afríku, segir frelsun Mandela stórt skref í rétta átt en býst við stjórn svartra í framtíðinni. HY PHILCO. ÞVOTTAVEL MEÐ1300 SN. W135, 5 kg þvottavél. Vindur allt að 1300 snúninga • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Heitt og kalt eða eingöngu kalt vatn • Hitastillir að þinni ósk • Flæðivari • Ullarþvottakerfi • Yfirhitunaröryggi • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg • Nýr mótor (ö» SI Heímilistaeki hf | Sætúni 8 Sími 691515 -Krinaunni Simi 691520 g ■■■■ Zcd&iutoSve^%&^Lsa»oui<gMiK, ■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.