Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUlí 13. FEBRÚAR 1990 28 Einbýlishúsalóðir gengn ekki út í Rimahverfi Nýtt deiliskipulag: EFTIRSPURN eftir einbýlishúsalóðum reyndist ekki nægilega mikil í Rimahverfi í Borgarholti I og því var deiliskipulagi hverfisins breytt og fjölbýlishúsum fjölgað, að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings. Lóðarhafar skiluðu inn einbýlishúsalóðum, þar sem um 6 metrar voru niður á fast í sumum tilvikum. Úthlutun sam- kvæmt nýja deiliskipulaginu hefst á næstu dögum. „Það sem gerðist, var að éftir- spurn reyndist ekki nægjanleg eftir þeim einbýlishúsum sem við sýnd- um í skipulaginu og þegar ljóst var að engin eftirspurn var eftir þessum lóðum þá þýddi náttúrlega ekki að framleiða vöru sem enginn vildi kaupa. Menn hafa séð að næstu skipulagsáfangar bjóða upp á miklu skemmtilegri lóðir fyrir einbýlis- hús,“ sagði Þórður. Sagði hann það ekki einsdæmi að einbýlishúsa- Helmingur loðnukvótans verið veiddur ÍSLENSKU loðnuskipin höfðu síðdegis í gær veitt um 413 þúsund af loðnu á haust- og vetrarvertí- ðinni, þar af um 358 þúsund tonn frá áramótum. Af þessum 413 þús- und tonna afla hafa um 14 þúsund tonn farið til Færeyja og Skot- lands. Loðnukvóti íslenskra skipa er nú 662 þúsund tonn, svo og hafa íslendingar keypt 31 þúsund tonn af loðnu af Grænlendingum. íslensku loðnuskipin hafa mok- veitt við Stokksnes og Ingólfshöfða undanfarið. Norsku og færeysku loðnuskipin hafa hins vegar fengið lítinn afla að undanfömu. Norsk skip höfðu á laugardag veitt um 77 þús. tonn af loðnu í íslensku lögsögunni á haust- og vetrarvertíðinni og fær- eysk um 14 þúsund tonn en erlendu skipin mega veiða loðnu í íslensku lögsögunni til 15. febrúar næstkom- andi. Loðnukvóti íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga er nú sam- tals 900 þúsund tonn, þar af er kvóti Norðmanna 139 þúsund tonn og Grænlendinga 99 þúsund tonn. Fær- eyingar hafa keypt loðnukvóta af Grænlendingum, sem eiga hvorki loðnuskip né loðnuverksmiðjur. Síðdegis á föstudag hafði verið tilkynnt um 52 þúsund tonn af loðnu til Siglufjarðar á haust- og vetrar- vertíðinni, 46 þúsund til Eskifjarðar, 40 þúsund til Síldarverksmiðja ríkis- ins á Seyðisfirði, 31 þúsund til Síldar- vinnslunnar á Neskaupstað, 29 þús- und til Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum, 26 þúsund til Raufarhafnar, 24 þúsund til Þórs- hafnar, 20 þúsund til Hafsíldar á Seyðisfirði, 18 þúsund til Reyðar- fjarðar, 16 þúsund til Fiskimjölsverk- smiðju Einars Sigurðssonar í Vest- mannaeyjum, 12.500 til Grindavíkur, 12 þúsund til Akraness, 7.400 til Bolungarvíkur, 7 þúsund til Homa- fjarðar, 6.800 til Færeyja, 6 þúsund til Skotlands, 5.300 til Faxamjöls hf. í Reykjavík, 4.600 til Krossanesverk- smiðjunnar við Akureyri, 4 þúsund til Ólafsfjarðar, 3.400 til Vopnafjarð- ar, 2 þúsund til Valfóðurs hf. í Njarðvík, 1.200 til Faxamjöls hf. í Hafnarfirði og 1.100 til Sandgerðis. íslensk skip veiddu samtals um 920 þúsund tonn af loðnu á síðustu haust- og vetrarvertíð. Þar af tók Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. á móti 95 þúsund tonnum, Síldarvinnslan á Neskaupstað 87.600, SR á Seyðis- fírði 77 þúsund, SR á Siglufirði 70.600 og FIVE 70 þúsund. Þá fluttu íslensku skipin samtals 57.200 tonn, eða um 6%, af aflanum til útlanda, þar af um 16.300 tonn til Noregs, 31.100 til Færeyja og 9.800 til Skot- lands. ■ Séra Cecil Haraldsson heldur morgunandakt í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 7.30 í fyrramál- ið. hverfi væru reist á um 6 metra jarðvegsdýpi. Þannig aðstæður hefðu til dæmis verið í Fossvogi og í Ártúnsholti á sínum tíma. Með því að breyta skipulaginu sparaðist umtalsvert fé eða um 70 milljónir króna, þar sem götum fækkar í hverfinu auk þess sem tengibraut við Borgarholt II verður óþörf en þar var gert ráð fyrir þeim fjölbýlis- húsalóðum sem koma áttu til út- hlutunar á þessu ári. „Við erum því fyrst og fremst að nýta betur okkar íjármuni og svara þeirri eftirspurn sem fyrir hendi er,“ sagði Þórður. Þegar tekin var ákvörðun um að breyta skipulaginu var búið að leggja hluta af Langarima, en gatan reyndist erfið fyrir strætisvagna. „Það er rétt að það er erfitt fyrir SVR að fara þarna um og við þurf- um að laga það, en það er enginn milljóna kostnaður. í umferðar- nefnd var tekin til afgreiðslu tillaga umferðardeildar þess efnis að gera miðeyju á beygjubútunum til að hægja á strætisvögnum og öðrum bílum sem þarna fara um í stað þess að gera öldur og því eru þess- ar beygjur í götunni," sagði Þórð- ur. „Göturnar fljóta ofan á mýrínni og þetta er verk sem ein traktors- grafa leysir á nokkrum dögum.“ ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 9.-11. febrúar Margir vegfarendur leituðu í Árbæjarstöð lögreglunnar und- an afleitu veðri á sunnudag. Nokkur umferðaróhöpp urðu þá á Suðurlandsvegi en ekki er vit- að um meiðsli á fólki. Gufupottur>sprakk í eldhúsi á hóteli. Slys urðu ekki á fólki en 4 rúður brotnuðu og brot úr pottnum þeyttust um herbergið. Talið er sennilegt að öryggis- ventill hafr staðið á sér. Ungur maður var laminn í andlitið í Austurstræti. Honum var ekið á slysadeildina. Karlmaður reyndi að hindra lögregluna við skyldustörf á Hótel íslandsplani. Hann var handtekinn og dómari bauð hon- um 12.000 kr. sátt sem hann þáði. Annars voru nokkrir hand- teknir í miðborginni vegna slagsmála og ölvunaróláta og mál þeirra afgreidd á sama hátt. Með 10.000-12.000 kr. sekt- um. Flestir þeirra voru hand- teknir seinni hluta nætur. 30 rúður voru brotnar í íþróttamiðstöðinni við Suður- strönd. Einhver/einhveijir höfðu gengið á rúðumar og barið í þær með grjóti. Skemmdarverk voru unnin á bifreiðum við Austurberg og Álfheima. Þurrkara var stolið úr húsi við Hraunbæ. Karlmaður var staðinn að hnupli í verslun ÁTVR í Kringl- unni. Slagsmál urðu á krá í austur- borginni. Pjórir ölvaðir menn voru handteknir og færðir í fangageymslu. Ólvaður maður var handtek- inn eftir að hafa skemmt skilti á íshöllinni við Veltusund. Brotist var inn í hús í Breið- holti. Tveir menn voru hand- teknir á staðnum. Bifreið var stolið frá Kambas- eli. Hún fannst skömmu síðar talsvert skemmd. Brotist var inn í veitingastað við Laugaveg og þaðan stolið matvælum úr kæligeymslu. Maður datt á hálku í Stóra- gerði. Hann var fluttur á slysa- deild. Drengur datt og slasaðist í Seilugranda. Maður fótbrotnaði á sorp- haugunum I Gufunesi. Brotist var inn í geymslur í húsi við Kóngsbakka. Deilur komu upp á milli manna í Lækjargötu. M.a. var hleypt úr dekkjum fólksflutn- ingabifreiðar. Um vinnudeilur var að ræða. Um helgina varð lögreglan að hafa afskipti af 80 ölvuðum einstaklingum, sem ekki kunnu fótum '-sínum forráð. Þeim var ýmist komið á rétt spor aftur eða þeir aðstoðaðir á annan hátt. 47 árekstrar og 5 umferðar- slys voru tilkynnt til lögreglunn- ar um helgina. Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar á föstudag. Gangandi vegfarandi varð fyrir bifreið á Laugavegi á föstudagskvöld. Það kvöld varð einnig árekstur tveggja bifreiða á Breiðholts- braut við Stöng. Farþegi í ann- arri bifreiðinni meiddist. Öku- maður meiddist í árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar á laugardagskvöld. Þá voru §órir fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Breiðholtsbraut við Suðurfell á sunnudagskvöld. Grunur er um ölvun ökumanna í tveimur af þessum 52 óhöpp- um. 15 ökumenn voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega um helg- ina og auk þess reyndist nauð- synlegt að fjarlægja 14 ökutæki með kranabifreið vegna hættu- legrar stöðu þeirra. 20 þurftu aðstoð við að kom- ast inn í bifreiðir sínar eftir að hafa læst kveikjuláslyklana inni. 9 aðrir þurftu aðstoð við að komast inn á heimili sín eftir að hafa læst sig úti. Tilkynnt var um 6 innbrot og 5 þjófnaði. Fjórir voru staðnir að hnupli í verslunum. 13 voru kærðir fyrir að aka of hratt þrátt fyrir slæma færð. 9 ökumenn voru stöðvaðir óg grunaðir um að vera undir áhrif- um áfengis. Tilkynnt var um 7 skemmd- arverk og 5 tilvik þar sem rúður höfðu verið brotnar. 7 líkamsmeiðingar voru til- kynntar til lögreglu, flestar á skemmtistöðum borgarinnar og í heimahúsum. í allflestum til- vikum tengdust þær ölvun fóilks á einn eða annan hátt. 52 gistu fangageymslurnar um helgina, 26 á föstudagsnótt, 20 á laugardagsnótt og 6 á sunnudagsnótt. 10 þeirra komu af sjálfsdáðum og óskuðu gist- ingar þar sem þeir áttu hvergi höfði sínu að halla. Aðrir gistu fangageymslurnar vegna mála, sem komið höfðu upp, s.s. ölv- unaróláta, líkamsmeiðinga, þjófnaða, innbrota, skemmdar- verka, heimilisófriðar, ölvunar við akstur o.a.þ.h. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 12. febrúar.' FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 87,00 82,00 83,65 40,233 3.365.394 Þorskur(óst) 92,00 71,00 89,76 8,493 762.271 Þorskur(smár) 55,00 55,00 55,00 0,970 53.328 Ýsa 101,00 85,00 95,28 15,452 1.472.206 Ýsa(ósl.) 89,00 80,00 84,18 2,893 243.477 Karfi 63,00 63,00 63,00 0,077 4.852 Ufsi 43,00 43,00 43,00 0,403 17.308 Steinbítur 46,00 30,00 41,66 3,772 157.152 Steinbítur(ósL) 39,00 30,00 33,01 3,619 119.451 Keila(ósl-) 32,00 17,00 29,04 4,577 132.920 Samtals 80,31 83,621 6.715.531 I dag verður selt úr Ljósfara HF og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 82,00 50,00 73,82 9,137 674.565 Þorskur(óst) 89,00 30,00 77,72 23,652 1.838.338 Ýsa 97,00 49,00 92,75 1,760 163.247 Ýsa(óst) 92,00 74,00 77,92 11,757 916.125 Karfi 40,00 40,00 40,00 0,395 15.800 Ufsi 60,00 45,00 58,61 64,466 3.778.174 Hlýri+steinb. 29,00 29,00 29,00 1,477 42.833 Langa 43,00 43,00 43,00 0,226 * 9.718 Lúða 570,00 300,00 419,37 0,284 119.100 Keila 12,00 12,00 12,00 0,730 8.760 Samtals 65,03 100,083 6.508.870 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 92,00 70,00 85,50 60,853 5.202.848 Þorskur(2.n.) 90,00 66,00 83,81 5,956 499.190 Ýsa 106,00 40,00 88,47 0,976 86.341 Karfi 42,00 26,00 36,08 0,645 23.270 Ufsi 40,00 23,00 38,43 4,381 168.351 Steinbítur 36,00 22,00 30,00 2,073 62.188 Langa 49,00 30,00 47,03 0,279 13.120 Skarkoli 50,00 47,00 48,49 0,177 5.673 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,168 3.360 Rauðmagi 40,00 40,00 40,00 0,040 1.600 Samtals 79,78 76,558 6.107.708 Selt var úr Skarfi GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum. t Elskuleg systir mín og fósturmóðir, BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR SEPP, lést 9. febrúar sl. Ragnheiður Ólafsdóttir Suggitt, Tómas Karlsson Sepp. t Eiginkona mtn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Njörvasundi 10, lést í Landakotsspítala 9. febrúar sl. Sigurður E. Ágústsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, stjúpmóðir okkar og tengdamóðir, LIUA BENEDIKTSDÓTTIR kaupkona frá Þorbergsstöðum f Dalasýslu, andaðist 12. þessa mánaðar. Grétar Áss Sigurðsson, Sígrún Andrewsdóttir, Benedikt B. Sigurðsson, Inger E. Sigurðsson, Björn L. Sigurðsson, Sigrfður Jóhannsdóttir. t Móðir mín, GUÐMUNDÍNA SIGURFUÓÐ FRIÐRIKSDÓTTIR frá Látrum f Aðalvfk, Austurbrún 6, Reykjavfk, ■ andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 10. febrúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Stella Gunnlaugsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON, Kirkjuvegi 15, Keflavík, lést í Landspítalanum 10. febrúar. Emilía Guðjónsdóttir, Kolbrún Ögmundsdóttin Jón Þór Eyjólfsson, Guðmundur Hafsteinn Ogmundsson, Svanhildur Benediktsdóttir, Auður Elfn Ögmundsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Ögmundur Máni Ögmundsson, Petrfna Jóhannesdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.