Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 16
16
MQRGUNBLAÐIÐ .ÞRIÐJUDAGUR, 13. EEBRÚAR 1990,
Rætt um alþjóðamál á miðsljórnarfundi Alþýðubandalagsins:
Staðreynd að Morgunblaðið
hafði rétt fyrir sér um A-Evrópu
••
- sagði Ossur Skarphéðinsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans
TIL nýög harðra deilna kom á þriggja daga miðstjórnarfiindi Al-
þýðubandalagsins sem haldinn var í Þinghóli í Kópavogi um helgina,
einkum er rædd var ályktun um breytingar á alþjóðavettvangi og er-
lend samskipti flokksins. Fjórir félagar í Birtingu lögðu fram tillögu
þar sem atburðum í A-Evrópu var fagnað og lögð áhersla á að aldrei
yrði aftur snúið til „hinnar ómanneskjulegu harðsljórnar kommúnis-
mans sem haldið heftir stórum hluta mannkyns í ijötrum.“ Birting lagði
til að hörmuð yrðu margvíslegsamskipti fyrirrennara Alþýðubandalags-
ins, þ.e. Kommúnistaflokks Islands og Sameiningarflokks alþýðu —
Sósíalistaflokksins, við kommúnistaflokka austantjaldsríkjanna „þrátt
fyrir það stjórnarfar sem þar var við lýði og þrátt fyrir að öllum
mætti vera ljóst að grundvallar mannréttindi voru fótum troðin." Hvatt
var til hreinskilins uppgjörs við fortíðina, m.a. þau „samskipti sem
félagar í Alþýðubandalaginu hefðu átt við fulltrúa einræðisríkja Austur-
Evrópu." Ragnar Arnalds lagði fram tillögu þar sem bent var á að
Alþýðubandalagið hefði hætt öllum samskiptum við austantjaldsflokk-
ana 1976. Náðist að lokum samstaða um að bræða tillögurnar saman
en sleppa þeim atriðum úr Birtingartillögunni sem mest fóru fyrir
bijóstið á andstæðingum hennar.
í málamiðluninni er hvergi beinlín-
is vikið að forverum flokksins en
hvatt til „hreinskilinnar og opin-
skárrar umræðu meðal vinstri-
manna“ um liðna tíð. í umræðum
um sveitarstjómarmál kom fram
mikil óánægja fulltrúa af lands-
byggðinni með innbyrðis deilur í
Reykjavíkurfélögunum og sagt að
þær myndu valda ómældum skaða á
landsvísu í sveitarstjórnarkosningun-
um. í lokaályktun er mælt með
stuðningi við framboð félagshyggju-
afla en ekki tekið fram neitt sérstak-
lega um G-listann í Reykjavík sem
styrr hefur staðið um vegna áhuga
Birtingarmanna á sameiginlegu
framboði vinstriaflanna í borginni.
Tillaga Birtingarmanna um al-
þjóðamál mun hafa fallið eins og
sprengja á föstudagskvöldið en hún
var borin fram af þeim Hrafni Jökuls-
syni, Kristjáni Ara Arasyni, Runólfi
Agústssyni og Össuri Skarphéðins-
syni. Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra varaði menn við því að
draga fólk fyrir dómstóla sögunnar.
Taldi hann að slíkt væri einfaldlega
uppgjöf fyrir andstæðingunum. Auk
þess mætti í þessu sambandi spyija
hvort ekki ætti að rannsaka tengsl
Framsóknarflokksins við Bænda-
flokkinn í Búlgaríu [sem var tagl-
hnýtingur kommúnistastjórnarinnar
fram að desemberbyltingunni. Inn-
skot Morgunbl.].
Þjóðviljinn og
Kremlbóndinn
í stjómmálaumræðum daginn eftir
voru menn stóryrtir og líkti Páll
Halldórsson m.a. Birtingarmönnum
við „óværu.“ Össur Skarphéðinsson
sagði að ekki yrði undan því vikist
að taka afstöðu til sögunnar. „At-
burðarás heima og erlendis hefur
dæmt okkur til þess,“ sagði Össur.
„Og staðreyndin er sú að þegar
menn kom hingað og segja að með
því að samþykkja svona tillögu þá
værum við í rauninni bara að taka
undir með Mogganum, að hin beiska
staðreynd er sú að Morgunblaðið
hafði rétt fyrir sér varðandi Austur-
Evrópu. Allt það sem að ég trúði hér
áður fyrr, og var ég nú ekki ýkja
mikill Rússakommi, allar þær hug-
myndir sem ég hafði um Austur-
Evrópu þær hafa reynst verið rang-
ar. Þannig að ég tel að það sé algjör-
lega nauðsynlegt að við tökum hér
mjög skarplega á þessu máli. Allir
flokkar og allar hreyfingar gera ein-
hver mistök. Og ég hef sagt það á
fundum í Alþýðubandalaginu í
Reykjavík að í mínum huga er eng-
inn efi á því að Alþýðubandalagið
er sprottið úr jarðvegi Sósíalista-
flokksins og þar áður Kommúnista-
flokksins .... Þessar hreyfingar áttu
vissu sögulegu hlutverki að gegna
og ég skammast mín ekkert fyrir að
verakominn úrþessum jarðvegi. . .
Auðvitað eigum við að kanna þessi
mál til hlítar. Tveim dögum áður en
ég fæddist urðu blóðugar uppreisnir
verkamanna í A-Þýskalandi. Þjóðvilj-
inn sagði ekki mikið frá því. En síðar
á því ári, félagar góðir, þegar ákveð-
inn Kremlbóndi lést, þá var minning-
argrein ekki bara í blaðinu og leiðari
heldur grein á forsíðu blaðsins. Það
er auðvitað alveg tómt mál að tala
um það að þessi hreyfing hafi raun-
verulega tekið með réttum hætti á
þessu máli.“
Álfheiður Ingadóttir sagði sveitar-
stjómarkosningarnar geta orðið erf-
iðar vegna óvinsælda ríkisstjómar-
innar. Hún sagði að óeining Al-
þýðubandalagsmanna í Reykjavík
um framboðsmálin gæti haft slæm
áhrif um allt land. „Alþýðubandalag-
ið er í hugum manna í þessu landi
núna undanfarið orðið að eins konar
sjálfsmorðssveit. Þetta minnir mann
helst á ónefnd nagdýr sem steypa
sér fram af hömrum í þúsundatali."
Bírtingarmenn yrðu að sætta sig við
úrslit lýðræðislegra kosninga. „Tvær
fylkingar tókust á og það var hat-
rammt. En nú er mál að linni,“ sagði
hún. Um A-Evrópu sagði Álfheiður
að hún hefði „afskaplega lítinn og
takmarkaðan áhuga“ á því sem gerst
hefði áður en hún fæddist, árið 1951,
hún gæti ekki dæmt um þá atburði,
gæti ekki tekið þátt í að fordæma
forverana. Kristján Ari Arason benti
á að Alþýðubandalagið hefði for-
dæmt hvítramannastjórnina í Suð-
ur-Afríku. Hvers vegna væri þá
rangt að harma samskiptin við
kommúnistaríkin?
Ólafur. Ragnar Grímsson sagði að
oft hefði verið vikið að sögunni á
þessum fundi. Það dygði einfaldlega
ekki að vísa þessari umræðu frá sér
með því að segjast ekki hafa áhuga
á málinu, segjast ekki vilja dæma
þar sem þetta væri bara liðin tíð.
„Þetta getum við aldrei gert vegna
þess að við erum afsprengi þessarar
sögu á margvíslegan hátt. Hún hefur
skilað okkur vandamálum en hún
hefur líka skilað okkur veruleika sem
við getum byggt á. Það hafa verið
felldir dómar og við erum ætíð að
fella dóma og sú sjálfstúlkun sem
við birtum af okkur á hveijum tíma
hún endurspeglast öðrum þræði í því
hvernig við túlkum söguna. Sögulaus
maður er ekki til. Sögulaus flokkur
er ekki til. Sögulaus þjóð verður aldr-
ei til. .. Sérstaklega er óhjákvæmi-
legt að við gerum þetta í íslenskri
vinstrihreyfingu vegna þessa að það
er einmitt þessi saga sem hefur leitt
til átaka, til klofnings, til uppgjörs
hvað eftir annað sem menn hafa
síðan notað sem sögulegar viðmiðan-
ir.“ Ólafur sagði að í Evrópu færi
ekki aðeins fram lýðræðisleg bylting
heldur líka sögulegt uppgjör. Jafnt
í Austur- sem Vestur- Evrópu væru
menn að taka söguna til endurskoð-
unar. „Við skulum ekki gerast það
bamaleg að segja að enginn í okkar
hreyfíngu hafi litið á þessi lönd sem
fyrirmyndir vegna þess að tiltölulega
lítt lærður sagnfræðingur gæti á
fáeinum dögum leitt fram aragrúa
af vitnisburðum um annað.“
Bandalag leifanna
Gestur Guðmundsson sagði að ef
fólk hliðraði sér við því að horfast í
augu við fortíðina, skilgreina hana,
þá myndi hún hvíla á því eins og
mara. Hann fjallaði síðan um fram-
boð G-listans í Reykjavík og sagði
að þeir sem stæðu að því hefðu stofn-
að Bandalag hinna pólitísku leifa.
Þar hefði verið á ferð útvíkkað
flokkseigendafélag, sem samanstæði
af leifum gamla „sentristahópsins"
úr Sósíalistaflokknum, leifunum af
verkalýðsforystufólki í Alþýðubanda-
laginu og leifunum úr Fylkingunni.
Hann sagðist hafa gerst stofnfélagi
í Birtingu af því að hann hefði talið
þá félagsstofnun skref í rétta átt til
að endurnýja hugmyndalegan og
stefnulegan grundvöll sósíalískrar
hreyfingar. Eðlilegt væri að vilja
halda fast í sína barnatrú en því
miður hefðu einu viðbrögð margra
verið að halda fast í það gamla.
„Bandalag hinna pólitísku leifa hefur
ekki hugsað eina einustu, nýja
pólitíska hugsun um margra ára
skeið.“ Hann sagðist myndu greiða
G-listanum atkvæði sitt í vor; ekki
með glöðu geði en hann vildi ekki
„gleðja púkann Davíð Oddsson".
Næst kom i ræðustól Adda Bára
Sigfúsdóttir. Hún sagði það ekki
nýtt í Alþýðubandalaginu og hefði
verið algengt í fyrirrennara þess,
Kommúnistaflokknum, að menn
deildu mjög hart. Alltaf hefðu ein-
hveijir talið sig hafa einkarétt á
sannleikanum. Áður hefði á hinn
bóginn alltaf verið til í flokknum
nokkuð breið miðja, sentristar, eins
og sagt hefði verið. „Ég hef ákaflega
fundið fyrir því upp á síðkastið, í
nokkur ár, að þessi miðja, hún er
orðin ákaflega lítil. Hún er bara leif.
Og hér stend ég sem ein lítil, ómerki-
leg leif af þessari miðju og veit ekki
hvers ég er megnug. Leif sem ekki
er einu sinni í Leifabandalaginu."
Adda Bára sagðist samt hafa orðið
við ósk fundarstjóra, Steingríms
Sigfússonar landbúnaðaráðherra, og
tekið að sér að leiða hóp sem fjalla
skyldi um stjórnmálaályktunina og
bað menn að sýna þar sáttfýsi.
Hún sagðist verða að gagnrýna
ofurlítið tillögu Birtingarmanna um
alþjóðamál. „Ég man þá tíð að ég
var algjörlega viss um að ég hefði
rétt fyrir mér og var ákaflega hik-
laus í dómum. En það á sem betur
fer fyrir flestum ungum að liggja
að eldast og þá kemur þetta leiðin-
lega skeið efasemdanna. Mér fínnst
það býsna djörf staðhæfing hjá þessu
unga fólki að segja um það sem skeði
fyrir meira en 50 árum, það segir í
greinargerðinni ykkar, að forverar
okkar hafi átt þessi samskipti við
kommúnistaflokka austantjaldsríkj-
anna „þrátt fyrir það stjórnarfar sem
þar var við lýði og þrátt fyrir að öll-
um mætti vera ljóst að grundvallar-
mannréttindi voru fótum troðin". Það
var ekkert sem „öllum mátti vera
ljóst" á þeim tíma. Ég ætla ekki að
fara lengra en aftur á styijaldarárin.
Þá horfði maður með skelfmgu á það
sem var að gerast í stríðinu, á aust-
urvígstöðvunum, síðan með vaxandi
aðdáun á það sem Rússar og Rauði
herinn gátu gert, ekki bara við, sem
vorum í Sósíalistaflokknum, ekki
bara við íslendingar. Það hefur
margt andstyggilegt gerst þarna fyr-
ir austan fyrir því. En það sem við
sögðum var þetta, eins og einhver
sagði réttilega áðan: „Það er verið
að gera þama þjóðfélagslega tilraun
með hugsjónir. Mönnum verður
ýmislegt á en þetta hlýtur allt saman
að ganga rétta leið.“ Og við skulum
bara gá að því að á árunum 1946-
'1949, þá fór kalda stríðið í algleym-
ing og ýmislegt tók að gerast. En
ég vil reyndar taka það fram, að
Sósíalistaflokkurinn stóð alltaf utan
Alþjóðabandalagsins [Alþjóðasam-
bands kommúnistaflokka. Innskot
Morgunbl.]. Hann ætlaði sér og hann
var sjálfstæður gagnvart
A-Evrópuríkjunum, gagnvart komm-
únistaflokkunum, gagnvart sósíal-
demókrataflokkum Norðurlanda...
Ég var send til Sovétríkjanna af
Veðurstofu íslands, á veðurfræð-
ingaráðstefnu í Leníngrað, er einhver
brýn nauðsyn að fara að fordæma
þetta núna? Að fólk fór til Rússlands
og fólk sá ekki í gegnum allt? Það
er mjög auðvelt að láta blekkjast.
Ég veit ekki til þess að við höfum
verið að afneita þessu, eldra fólkið,
að við áttum okkar þarna von, áttum
okkur draum, sem skáldin okkar ortu
vel um, en því miður; það féll fljótt
á hann.
Ekki kann ég að rekja nákvæm-
lega hvenær efasemdirnar urðu mjög
slæmar. En ég man að þegar
Khrústsjov hafði haldið sína ræðu
þá hitti ég einn gamlan, sanntrúað-
an, sem hafði alltaf fundist ég vera
hálf-nábleik kratakelling, og hann
sagði: „Þetta er eins og að segja
manni að éta ffl.“ Og hvað gerðist
svo? Nú bara að menn átu sinn ffl,
það var ekki um annað að ræða, en
það tók mislangan tíma. Og ég get
ekki skilið af hveiju það er svo óskap-
lega brýnt viðfangsefni að fara að
kanna núna hvað hver maður fyrir
sig var lengi að éta sinn Jfl,..
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Nokkrir miðstjórnarmenn í Alþýðubandalaginu skömmu eftir að fúndi var slitið á sunnudag. F. v. eru
Kjartan Valgarðsson, Mörður Amason, Gestur Guðmundsson, Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds
og Hrafti Jökulsson.
Það fer óskaplega í taugarnar á
mér, þetta, að við eigum að fara í
hreinskilið og opinskátt uppgjör við
fortíðina. Mér finnst það sé krafa til
mín um að ég breyti mér í eins kon-
ar vitnandi herkellingu. En ég ætla
ekki að gera það. Mér finnst ég hafa
gert grein fyrir máli mínu.“
Tengslin við Rúmeníu
Mörður Ámason las m.a. upp úr
tímaritinu Rétti frásögn Inga R.
Helgasonar af ferð sendinefndar
Alþbl. til Rúmeníu árið 1972 þar sem
lýst er ágæti þess að skiptast á skoð-
unum við aðra „verkalýðsflokka."
Síðan sagði Mörður: „Eg held að
Ingi R. Helgason telji sig nánast
ennþá í tengslum við þennan rúm-
enska flokk og ég veit ekki til þess
að annar forystumaður sendinefnd-
arinnar og nú forystumaður í Alþbl.
hafí slitið þeim.“ Nú kallaði Svavar
Gestsson úr sal og spurði við hvaða
forystumann væri átt. Mörður sagði
þá að í Rétti væri sagt að Svavar
hefði verið í sendinefndinni til Rúm-
eníu. Ræðumaður sagðist telja að
Svavar væri nú í mjög svipaðri stöðu
og Georges Marchais formaður
franska kommúnistaflokksins. Marc-
hais vísaði frá sér öllum áköllum um
uppgjör og segði að menn væru að
„láta undan áróðurslegum ofurþunga
hægriaflanna.“
Ragnar Stefánsson bað menn að
fara ekki offari í gagnrýni sinni á
austantjaldsríkin og sagði frelsis-
hreyfingar í Þriðja heiminum hafa
átt góða að þar sem Sovétríkin voru.
Svavar Gestsson sagðist fara í ræðu-
stól til þess eins að bera af sér sak-
ir. „Þær sakir að það hefur verið
borið á mig að ég sé í sérstökum
tengslum ennþá við morðingjasveit-
ina sem stjórnaði Rúmeníu fram að
síðustu jólum. Ég tek það satt að
segja ekki nærri mér þó að ég sé
borinn sökum af þessu tagi af
pólitískum andstæðingum. En það
hefur aldrei áður gerst af miðstjórn-
armanni í Alþýðubandalaginu. Ég
get ekki neitað því að mér sárnar
þessi áburður vegna þess að þó að
ég sé búinn að vera 20 ár í pólitík
þá er ég ekki tilfinningalaus og verð
vonandi aldrei. Ég dreg mjög í efa
hvort það er þannig að menn átti sig
á því hvað áburður af þessu tagi af
flokksmanni þýðir fyrir einn forystu-
mann í flokknum. Er það kannski
svo að fleiri vantreysti þessum for-
ystumanni vegna þess að hann standi
í vafasömum tengslum við morð-
ingjahyski í Rúmeníu? Er það
kannski svo að í miðstjóm Alþbl. séu
félagar sem telja að ég og Ingi R.
Helgason, sem aftur og aftur hefur
verið dreginn inn í þessa umræðu,
bersýnilega til þess að hitta sérstak-
lega fyrir Álfheiði Ingadóttur, er það
kannski svo að félagar í fiokknum
telji, margir, að við séum óalandi og
ófeijandi, bandamenn morðingja-
hyskis og þess vegna ekki þess verð-
ir að stýra þessum flokki?
Ef það er svo, góðir félagar, hlýt
ég að hugleiða mitt ævistarf, því ég
get ekki ímyndað mér að það séu
félagar sem varpa á mig orðum af
þessu tagi. Mér finnst að á þessum
fundi miðstjómar Alþbl. hafi komið
fram alvarlegri ásakanir á mig og
ýmsa aðra félaga en ég hef áður
orðið fyrir... Því er haldið fram að
í Alþbl. þurfi að fara fram hreinsan-
ir, það þurfi að koma okkur út, þessu
dóti, sem hefur unnið í flokknum um
áratuga skeið og er nú fyrir hinum
nýju, framsæknu öflum. Því er hald-
ið fram að nú eigum við að játa og
iðrast. . . Og ég spyr, er nokkur vilji
í raun og veru til að halda þessum
flokki saman?“ Svavar sagði að ráð-
ist væri gegn fólki sem neitaði að
fordæma sögu þessar hreyfingar í
heild. Vegna ummæla flokksfor-
mannsins sagði Svavar við hann:
„Þessi flokkur verður aldrei sögulaus
hversu mikið sem menn leggja á sig
við að sverja hana af sér! Það eru
menn stundum að reyna hér.“
Eftir að umræðum lauk um kvöld-
matarleytið á laugardag var komið
á laggirnar hóp sem ræða skyldi
málamiðlun um alþjóðamálin og for-
tíðina. Meðal þátttakenda voru
Ragnar Arnalds, Hrafn Jökulsson,
Össur Skarphéðinsson, Ragnar Stef-
ánsson, Guðmundur Hallvarðsson og
Adda Bára Sigfúsdóttir. Eftir langt
og erfitt þóf varð úr að Adda Bára,
Hrafn og Ragnar Arnalds báru fram
áðurnefnda málamiðlunartillögu á
sunnudag og var hún samþykkt án
mótatkvæða.