Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Farið mannavillt eftir Ölaf Hannibalsson 1 dón Óttar Ragnarsson fer jafn- an mikinn í hverju, sem hann tek- ur sér fyrir hendur. Undanfarna daga hefur hann farið hamförum í loft- og prentmiðlum vegna greinar í Heimsmynd, sem ég er höfundur að. Hann hefur hins veg- ar einhverra hluta vegna kosið að beina spjótum sínum eingöngu gegn ritstjóra Heimsmyndar, Herdísi Þorgeirsdóttur, en varast eins og heitan eld að nefna grein- arhöfund á nafn. (Ritstjórinn hefur þegar svarað ærumeiðandi aðdr- óttunum Jóns Óttars í grein í Morgunblaðinu á fímmtudag.) Þó kastar fyrst tólfunum í greinar- komi sjónvarpsstjórans fyrrver- andi í Morgunblaðinu sl. föstudag, þegar hann óskar skýringa á ýms- um efnisatriðum greinarinnar í Heimsmynd, lætur sem Herdís hafí skrifað hana og hefur flestar málsgreinar sínar á orðunum „Hún segir...“. Nú er greinin í Heimsmynd vendilega merkt mér og því við mig að sakast ef ein- hver efnisatriði standast ekki. En þrátt fyrir það að JÓR beini ekki geiri sínum að réttum aðila skal ekki undan vikist að svara. Það geta ekki verið nein aðalat- riði þessa máls, hvort limúsínan, sem JÓR hafði til umráða í Lon- don var af gerðinni Rolls Royce, eða hvort eftirlitsleysi með þeim er gátu skuldbundið stöðina fjár- hagslega fyrir komu Jóns Sigurðs- sonar í stól fjármálastjóra náði nákvæmlega til 20 kreditkorta eða fleiri eða færri. Það er staðreynd að svo seint sem nú í janúar sendi fjármálastjórinn út bréf til allra viðskiptafyrirtækja Stöðvarinnar og varaði við því að ekki yrði tek- ið við reikningum til greiðslu nema þeim fylgdi greiðslubeiðni undirrit- uð af sér og vörukaup eða þjón- usta ogtilefni hennar nákvæmlega tekin fram við undirritun úttekta- raðila. Sérstaklega var því beint til veitingahúsa að tilefni risnu og nöfn boðsaðila yrðu að koma greinilega fram á reikningum. Þetta endurspeglar þá staðreynd að fram að komu Jóns Sigurðsson- ar gat fjöldi aðila skuldbundið Stöðina eftirlitslítið og að það var raunar ekki fyrr en á síðustu vik- um eða mánuðum að honum tókst að ná fuilnaðartökum á þessu vandamáli. Hvað segir það um rekstur fyrirtækis þegar fjármála- stjórinn sér sig til þess knúinn að veija tíma sínum til að uppáskrifa og yfirfara persónulega hveija úttektarnótu starfsmanna, æðri sem lægri? Og senda öllum við- skiptavinum tilkynningu um þessa tilhögun? Það skiptir í sjálfu sér ekki held- ur höfuðmáli fyrir almenning í þessu landi, hveijir eru eigendur að Stöð 2. Það skiptir hins vegar miklu máli, að sjálfstæði frétta- stofu hennar sé hafíð yfir allan efa, hvorki stjórnmálamenn né fésýsluöfl hafi áhrif á hvað teljist fréttir og hvemig þær skuli með- höndlaðar. Fréttamenn þurfa að búa við starfsöryggi. Heimsmynd stendur fast á því, að Stöðvarmenn hafí boðið fréttamenn sem skipti- mynt í viðræðum við stjómmála- menn og hefur fengið það staðfest frá enn fleiri heimildum eftir út- komu blaðsins. Það er tiltölulega einfalt reikn- ingsdæmi hvað Stöð 2 hefur tapað miklu á dag á þeim liðlega 1200 dögum, sem liðnir em frá því að hún fór fyrst í loftið. Morgun- blaðið staðhæfði í grein 12. jan- úar, að sú upphæð næmi „röskri milljón á dag“. Skuldimar nema nú samkvæmt heimildum Heims- myndar nær 1500 milljónum en þeim 1200, sem JÓR heldur fast við sem heildarskuldaupphæð. Spurningin er hvernig meta á þær eignir, sem þar hafí myndast á móti og JÓR telur nema 800 millj- ónum króna. í greininni í Heims- mynd eru færð fyrir því rök, að sú tala sé óraunhæf. Heimildir Morgunblaðsins töldu þær „æði loftkenndar“ (sjá ennfremur grein í Þjóðviljanum 12. jan. sl.: „Við- skiptamartröð á Krókhálsi", þar sem þetta mat er talið „langt uppi í skýjunum, jafnraunhæft og flest annað við reksturinn"). Ofmatið felst m.a. í því að tæki Stöðvarinn- ar eru talin úreldast nálega jafn- hratt og þau eru greidd niður, sýningarréttur á þegar sýndum myndum sé talinn til 150-160 milljón krónar eignar, útistand- andi skuldir — m.a. tekjur af aug- lýsingum — séu ofmetnar. Sama megi segja um „dreifikerfið“. Heimsmynd bar sitt mat á þessum efnum undir veraldarvana kaup- sýslumenn, sem haft höfðu aðgang að þeim reikningum og rekstrará- ætlunum, sem fram voru lögð í samningaviðræðum um sölu á Stöðinni til nýrra eigenda. Þeirra mat á þessu dæmi var svipað og ég legg einfaldlega meira upp úr því en staðhæfingum Jóns Óttars. JÓR segir Herdísi Þorgeirsdótt- ur staðhæfa að hann hafi ekkert viljað við sig tala meðan á samn- ingu greinarinnar stóð. Hið rétta er að Herdís hefur ekkert verið að hringja í Jón Óttar, en benti á í grein sinni í Morgunblaðinu að greinarhöfundur hefði haft sam- band við hann og félaga og reynt að fá þá til að tjá sig um málið, en því verið hafnað. JÓR getur því sjálfum sér um kennt telji hann á sig hallað í þessari grein. JOR krefur Herdísi ritstjóra skýringa á fullyrðingum um klám á Stöð 2. Honum er nær að spyija ákæruvaldið, sem telur sig eiga Ólafíir Hannibalsson „Ætti Jón Óttar að leggja reikningana á borðið undanbragða- laust og leyfa hverjum og einum að skera úr um réttmæti þeirrar gagnrýni, sem fram hefiir komið.“ eitthvað vantalað við hann um þessi efni umfram aðra fjölmiðla. Stöð 2 er núna mikill vandi á höndum. Jón Óttar Ragnarsson hefur allt fram á síðustu daga haft uppi stórar fullyrðingar um að allar efasemdir um traustleika fjárhags Stöðvarinnar væru kjafta- og gróusögur. Stöðin væri „fjárhagslega skotheld“. Stofn- endurnir þrír hafa nú undirstrikað trú sína á framtíðarmöguleikum fyrirtækisins með því að standa við hlutaljárloforð sín. Þeir segjast vilja galopna fyrirtækið og gera það að almenningshlutafélagi. Til þess þarf almenningur að öðlast traust á ijárhag þess og forsvars- mönnum. Ég vil því ráðleggja Jóni Óttari að einhenda sér af alkunn- um dugnaði að því verkefni með nýjum eigendum að breyta fjárhag þess í það horf, að hægt sé að sannfæra alþýðu manna um að ekki sé verið að bjóða henni að axla byrðar og taka afleiðingum af óráðsíu dugmikilla draumóra- manna. Það er að verða svo að nafnið almenningshlutafélag eitt sér nægir til að hroll setji að al- menningi. Þetta er verðugra verk- efni heldur en að sanna að li- músína hafi ekki verið af gerðinni Rolls Royce eða hvort nákvæm- lega tveir tugir manna hafi haft kreditkort á vegum Stöðvarinnar. Sé eitthvað málum blandið um þá tölu bið ég þá af toppum Stöðvar- innar sem eru umfram rétta tölu velvirðingar, en bið JÓR þá jafn- framt að upplýsa hversu mörgum plastkortareikningum Jón Sig- urðsson lokaði eftir að hann tók við íjármálastjórn, í hveiju mis- notkun þeirra lá og hvaða upphæð- ir Stöðin telur sig eiga inni hjá fyrri eigendum? Stöð 2 hefur hingað til verið einkafyrirtæki og reikningar fyrir- tækisins ekki opinber plögg. í stað þess að vera með framhaldssögur fullar af útúrsnúningum og karpi um aukaatriði og ímynda sér að þjóðin bíði „spennt" eftir pistli dagsins ætti Jón Óttar að leggja reikningana á borðið undan- bragðalaust og leyfa hveijum og einum að skera úr um réttmæti þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið. Almenningshlutafélag hlýtur að byija á því að eyða öllu vantrausti með því að leggja spilin á borðið. Höfundur er ritstjórnarfulltrúi tímaritsins Heimsmyndar. Leiðsögn fyrir ferðamenn — starf og menntun eftir Kristbjörgu Þórhallsdóttur Á Alþjóðadegi leiðsögumanna þ. 21. feb. nk. munu leiðsögumenn um heim allan efna til kynningar á starfi sínu með ýmsu móti. í því tilefni er ekki úr vegi að íhuga hvað leiðsögumannsstarfið felur í sér, hvert sé jjildi þess fyrir ferða- þjónustu á Islandi og mikilvægi þess sem almenn kynning á landi og þjóð. Áðstæður til ferðalaga um ís- land eru um æði margt ólíkar því sem er annars staðar og munar þar mestu um veðurfarið. Tölu- verður hluti erlendra ferðamanna sem til landsins koma ferðast hér um í skipulögðum hópferðum íslenskra ferðaskrifstofa, ýrhist umhverfís landið eða um hálendi þess, í stað þess að leggjast á sólarstrendur. Ferðir þessar eru mislangar og geta staðið allt að því 2-3 vikur. Gist er ýmist á hótel: um, bændagistingu eða tjöldum. í ferðum þessum er leiðsögumaður með farþegum sínum allan daginn og fram á kvöld. Hlutverk hans er því býsna margþætt. Hann þarf að kunna skil á sögu og sögnum merkra sögustaða, því margir ferðamenn koma hingað gagngert vegna áhuga á sögu landsins og fornbókmenntum. Einnig heillar jarðfræðin marga og því nauðsyn að kunna nokkur skil á þeirri fræðigrein og þekkja til áhuga- verðra svæða hvað hana varðar. Sama má segja um gróður, fugla og dýralíf. Viðkvæm náttúra landsins og fjöldi ferðamanna á mörgum vinsælum viðkomustöð- um kalla á þekkingu og skilning leiðsögumannsins á náttúruvernd og umgengni, þannig að hann sé fær um að Ieiðbeina hópi sínum, svo ekki hljótist spjöll af veru hans á svæðinu. Kunnátta í skyndihjálp er sjálfsögð því ef slys eða sjúk- dóma ber að höndum er það leið- sögumannsins að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig eigi að koma farþeganum undir læknis- hendur. Þetta hefur oft í för með sér breytta ferðaáætlun og önnur óþægindi fyrir hópinn og reynir á samband leiðsögumannsins við hann. Akstur á milli skoðunar- verðra staða getur verið langur, landslag misáhugavert og útsýni oft takmarkað vegna þoku og regns. Vill fólk þá gjarnan nota tímann og fræðast um eitt og annað sem varðar líf okkar í landinu, svo sem atvinnuvegi, laun og skatta, tryggingar og heilbrigð- iskerfi, bókmenntir og listir, menntamál og þjóðhætti, svo eitt- hvað sé nefnt. í styttri ferðum, svo sem dagsferðum, er nauðsyn- legt að geta gert sömu hlutum skil í mun knappara formi og vera umræðuhæfur um þau málefni sem um er spurt. I öllum ferðum reynir mikið á mannleg samskipti, bæði við einstaklinga í hópnum sem og samstarfsaðila innan bíls og utan. Ekki þarf að taka fram að erlendu tungumálin sem notuð eru til leiðsagnar verða að vera vel frambærileg. Af þessu má vera ljóst að leið- sögumannsstarfið krefst sér- hæfðrar þjálfunar og menntunar, sem byggð er á góðum 'almennum þekkingargrunni og er veitt í nánu sambandi við starfsgreinina og ferðamálayfirvöld. Leiðsöguskóli Ferðamálaráðs starfar á gi-und- velli laga um skipulag ferðamála frá 1976 og sérstakri reglugerð varðandi skólann. Því miður verða nemendur sjálfír að bera rekstur skólans að mestu leyti uppi með skólagjöldum, þar sem Ferðamála- ráð, þrátt fyrir velvild, hefur ekki getað séð honum fyrir nægilegu rekstrarfé vegna fjárskorts. Hefur þetta tafíð mjög vinnslu á ýmsum námsgögnum. Skólinn er kvöld- Kristbjörg Þórhallsdóttir „Öll áhrif, sem gestur okkar verður fyrir á ferð sinni hér, eru land- kynning, jákvæð eða neikvæð, og hafa því áhrif áþað hvernig hann ber landi og þjóð söguna þegar heim er komið.“ skóli sem starfar allan veturinn og eru leiðbeinendur sérfræðingar á ýmsum sviðum, svo og leiðsögu- menrí. Nú er mikið rætt um ferðaþjón- ustu sem vaxandi atvinnugrein hér á iandi, sem efla beri með öllum tiltækum ráðum. Þeir sem að út- flutningi starfa vita að ekki er nóg að afla markaðar ef ekki er hugað að vörugæðum og eftirliti með þeim fylgt strangt eftir. Þau lög- mál gilda einnig í ferðaþjón- ustunni. Alla þjónustu, ekki síst leiðsögn, þarf að vanda vel og sinna af alúð, en jafnframt sjálfs- virðingu. Oft eru leiðsögumenn spurðir hvort þeir geti ekki sagt „þessum túrhestum“ hvað sem er, þetta séu bara útlendingar sem ekkert viti! Viðhorfið sem birtist í spurningum sem þessum, ásamt fullyrðingum um að þetta eða hitt sé nógu gott í túristann, ber ekki vott um mikinn skilning á eðli þjónustu við ferðamenn. Jafnframt því sem ferðalög í heiminum aukast gera ferðamenn meiri kröfur. Margir sem hingað koma, sérstaklega frá Mið-Evr- ópu, búa sig vel undir íslands- ferðina og spyija því af nokkurri þekkingu. Ferðamaðurinn á fullan rétt á heiðarlegum svörum og allri kurteisi í viðmóti. Sé leiðsögumað- urinn ekki starfi sínu vaxinn t.d. vegna skorts á starfsþjálfun eða þekkingu getur það haft afgerandi neikvæð áhrif á það hversu ánægður ferðamaðurinn er þegar hann yfirgefur landið. Öll áhrif, sem gestur okkar verður fyrir á ferð sinni hér, eru landkynning, jákvæð eða neikvæð, og hafa því áhrif á það hvernig hann ber landi og þjóð söguna þegar heim er komið. Umsögn hvers éinstaklings getur ráðið miklu um fjölda ferða- manna seinna meir. Alþjóðadagur leiðsögumanna er haldinn til að vekja athygli almennings ogferða- málayfirvalda á þessum stað- reyndum. Hiifundur er leiðsögumnður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.