Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 13. FEBRÚAR 1990
3
Tileöii listaverkagjafarinnar tilgreint
AÐ ÓSK fjármálaráðuneytisins hefur því verið sent bréf vegna listaverka-
gjafar Errós. I bréfinu er tekið fram af hvaða tilefni gjöfín er gefin, en
ráðuneytið synjaði beiðni Kjarvalsstaða um niðurfellingu virðisauka-
skatts, sem lagður var á gjöfína við tollafgreiðslu. Tekið er fram að
umrædd sending, 600 kíló af bréfum, ljósmyndum, bæklingum og lista-
verkum, sé hluti af gjöf Errós til Reykjavíkur. Tilefni gjafarinnar og til-
gangur sé að varðveita listaverk hans svo íslenska þjóðin megi njóta
þeirra. Gjöfín er enn í kössum í vörugeymslu þar sem myndin er tekin.
Skattlagning bifreiðahlunninda:
Landsbankinn:
Memhluti bankaráðsmanna ósk-
ar eftir fimdi ekki síðar en í dag
FRIÐRIK Sophusson, fulltrúi í bankaráði Landsbankans, hefur óskað
eftir því við Eyjólf K. Sigurjónsson formann bankaráðsins að fúndur
verði haldinn í bankaráðinu sem allra fyrst og ekki síðar en i dag,
þriðjudag. Að fúndarbeiðni með Friðriki standa einnig bankaráðsmenn-
irnir Kristinn Finnbogason og Kristín Sigurðardóttir. Friðrik sendi
bankaráðsformanni skeyti, þar sem hann vísar til laga um viðskipta-
banka til stuðnings ósk sinni. Eyjólfur kvaðst í gær ekki hafa ákveðið
fundarboð. Kristinn sagðist ekki vita annað en að fúndurinn verði
haldinn.
Friðrik Sophusson vitnar til laga
um viðskiptabanka í skeyti sínu til
Eyjólfs, en það var einnig sent Vali
Arnþórssyni bankastjóra. í tilvitn-
aðri lagagrein segir: „Bankaráðs-
fund skal ætíð halda ef formaður
ráðsins eða bankastjórn telur þess
þörf eða meirihluti bankaráðsmanna
óskar þess.“
„Það verður að halda þennan fund
til að taka af öll tvímæli um afstöðu
bankaráðsins til vaxtaleiðréttingar
vegna kaupa á hlutabréfum í Sam-
vinnubanka," sagði Friðrik. „Öðru-
vísi geta bankastjórarnir ekki af-
greitt málið, því það er bankaráðsins
að ákveða kaupverð og þar með
vexti af kaupverði. Ég á von á að
þessi fundur verði haldinn þriðjudag
eða miðvikudag, enda tel ég nauðsyn
að halda hann fyrir fimmtudag, þeg-
ar umræða verður á Alþingi um
málið."
Fimm menn sitja í bankaráði
Landsbankans: Eyjólfur K. Sigur-
jónsson formaður, Lúðvík Jósepsson,
Kristinn Finnbogason varaformaður,
Kristín Sigurðardóttir og Friðrik
Sophusson. Þijú þau siðastnefndu
hafa nú óskað eftir fundi ekki síðar
en í dag.
„Hann er búinn að skrifa mér og
þetta er í athugun,“ sagði Eyjólfur
K. Siguijónsson formaður banka-
ráðsins í samtali við Morgunblaðið
í gær. Hann var spurður hvort ekki
væri ótvírætt að fundurinn yrði hald-
inn. „Ég er ekki búinn að taka
ákvörðun um það,“ sagði hann.
Ekki tekinn skattur af hlunnindum
ráðherra eða starfemanna ráðuneyta
ENGIN tilkynning hefúr borist launaskrifstofú ríkisins um bifreiða-
hlunnindi sem ráðherrar eða aðrir starfsmenn ráðuneytanna njóti og
þar af leiðandi er ekki tekinn staðgreiðsluskattur af neinum slíkum
hlunnindum við launagreiðslur, að sögn Birgis Guðjónssonar skrifstofú-
stjóra launaskrifstofú. Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri og Snorri
Olsen deildarstjóri tekjudeildar fjármálaráðuneytisins segja báðir ótví-
rætt að almennar reglur gildi um skattlagningu þessara hlunninda og
gildi einu hvort um sé að ræða ráðherra eða aðra menn. I reglum ríkis-
skattstjóra um skattmat hlunninda segir meðal annars: „Endurgjalds-
laus afiiot launamanns af fólksbifreið, skutbifreið (station) eða jeppabif-
reið, sem launagreiðandi lætur honum í té til fúllra umráða, skulu
metin launamanni til tekna, miðað við afúot í heilt ár, með hliðsjón
af verði og aldri bifreiðarinnar."
Birgir Guðjónsson segir ekki vera
tekinn staðgreiðsluskatt af bifreiða-
hiunnindum ráðherra eða annarra
starfsmanna ráðuneyta. „Ég veit
ekki hvort þessi hlunnindi eru fyrir
hendi,“ sagði hann. „Ég kynnti ráðu-
neytunum reglur um bifreiðahlunn-
indi og óskaði eftir því að þau upp-
lýstu mig um það, hvort slík hlunn-
indi væru fyrir hendi á þeirra vegum.
Spurningin varðaði ekki ráðherra
sérstaklega, heldur ábyrjjðarsvið við-
komandi ráðuneytis. Eg hef ekki
fengið tilkynningar um að um slík
hlunnindi væri að ræða.“
Garðar Valdimarsson ríkisskatt-
stjóri segir almennar reglur gilda um
skattlagningu bifreiðahlunninda ráð-
herra. „Þær reglur koma fram í
skattmati ríkisskattstjóra og þær
ganga út á að afnot launamanns af
fólksbifreið, sem launagreiðandi læt-
ur honum í té, eru metin til tekna.“
í reglunum er miðað við aldur bif-
reiðarinnar með hliðsjón af kostnað-
arverði. Sé bifreið tekin í notkun
1988 eða síðar á að meta hlunnindin
sem 20% af kostnaðarverði, sé bif-
reiðin eldri eru hlunnindin metin sem
15% af kostnaðarverði bifreiðarinn-
ar, en kostnaðarverð er staðgreiðslu-
verð bifreiðarinnar samkvæmt verð-
lista frá umboði yfir samskonar bif-
reið af árgerð 1990.
Garðar kvaðst ekki geta tjáð sig
um skattlagningu þessara hlunninda
ráðherra eða einstakra embættis-
manna. „Það er almennt þannig að
ef ekki er tekin staðgreiðsla af manni
út af einhveiju sem hann á að greiða
skatt af og hann telur það fram, til
dæmis á framtali núna 1990 vegna
1989, þá er álagningin 1990 með
þessum tekjum og ef vantar stað-
greiðslu á móti, þá kemur það auðvit-
að sjálfkrafa inn í álagningu og þá
með lánskjaravísitölu," sagði ríkis-
skattstjóri.
Snorri Olsen deildarstjóri í tekju-
deild fjármálaráðuneytis segir reglur
um skattmat og hlunnindamat gilda
fyrir alla. Meta þurfi hveiju sinni
hvort viðkomandi hafí hlunnindi sem
á að skattleggja. „Ef um skattskyld
hlunnindi er að ræða, þá giidir það
jafnt um ráðherra sem aðra, að þeir
eiga að borga af því staðgreiðslu."
Þegar fundið hefur verið skattmat
hlunnindaima, til dæmis bílsins, er
sú tala lögð við laun viðkomandi
starfsmanns og skattleggst sem hver
önnur laun. Ef maður hefur nýjan
bfl, sem virtur er í reglum skatt-
stjóra á 1.200 þúsund krónur, þá eru
20% talin honum til tekna á árinu,
240 þúsund krónur. Þeirri tölu er
deilt niður á mánuði ársins og reikn-
ast því sem 20 þúsund króna laun á
mánuði. Hafi viðkomandi fullnýtt
persónuafslátt sinn fyrir, þarf hann
að greiða af þessari upphæð 39,79%
staðgreiðsluskatt, eða 7.958 krónur
á mánuði, sem gera 95.496 krónur
á ári. Sé bíllinn virtur á þijár milljón-
ir króna, þarf að greiða í skatt 19.895
krónur á mánuði, eða 238.740 krón-
ur á ári í staðgreiðslu.
Snorri segir þessar reglur gilda
þegar viðkomandi starfsmaður fær
bíl til fullra afnota án takmarkana.
Eyjólfur var einnig spurður hvort
rétt væri, sem Friðrik heldur fram,
að fundinn beri að halda. „Þetta er
held ég alveg nýtt í sögu Lands-
bankans að menn boði til fundar í
gegnum dagblöð. Ég sá þetta í Dag-
blaðinu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagð-
ist hafa fengið bréf og skeyti frá
Friðriki í gær og væri að athuga
máiið. „Ég hef ekkert meira um það
að segja," sagði hann.
Kristinn Finnbogason staðfesti að
hann hefði staðið að því með Frið-
riki og Kristínu að óska eftir fundin-
um. Sagðist hann hafa talað við
formann bankaráðsins og vissi ekki
annað en fundur yrði haldinn. Hann
sagðist ekki vita fyrir víst hvenær
það yrði, en taldi að það ætti að
verða í dag, þriðjudag, eða á morg-
un.
Kristín Sigurðardóttir sagðist í
gær ekki hafa ástæðu til að ætla
annað en að til fundarins verði boð-
að.
Staðgreiðsla af álagi á dagpeninga
FÁI þingmenn, ráðherrar eða aðrir starfsmenn ráðuneyta sérstakt
álag á dagpeninga vegna ferðalaga er tekinn staðgreiðsluskattur
af því sem umfram er fasta upphæð dagpeninga, að sögn Karls M.
Kristjánssonar, rekstrarstjóra Alþingis, og Snorra Olsen, deildar-
stjóra tekjudeildar fjármálaráðuneytisins.
Þingmenn fá greidda dagpeninga
á ferðalögum vegna starfs síns og
að auki fá þeir greiddan gistikostn-
að á hótelum sem þeir þurfa að búa
á. Karl M. Kristjánsson segir að
einungis sé greiddur gistikostnaður,
annan kostnað á hótelreikningi, sé
hann einhver, greiði þingmenn
sjálfir. Við uppgjör er tekinn stað-
greiðsluskattur af hinum endur-
greidda gistikostnaði. Undanskilin
þessum reglum eru ferðalög þing-
manna í heimakjördæmi sitt, en til
þeirra er veitt fé sérstaklega á fjár-
lögum og er með það farið eftir
öðrum reglum. Snorri Olsen segir
þá reglu gilda um dagpeninga
starfsmanna ráðuneytanna á ferða-
lögum, að sé greitt álag umfram
fasta upphæð dagpeninga ríkis-
starfsmanna sé tekinn staðgreiðslu-
skattur af því sem umfram er reglu-
bundnu dagpeningana. Það á við
um ráðherra sem aðra starfsmenn.
Morgunblaðið/Sturla P. Sturluson
Unglingarnir á Akureyri brugðu á leik í gær í snjónum við sundlaug-
ina. Á innfelldu myndinni sést snjóblásari að störfúin í Súganda-
firði. Illa hefúr gengið að opna Botnsheiði en unnið hefúr verið á
vöktum þegar veður leyfir. I síðustu viku þurfti 37 tíma törn til að
ryðja 20 kílómetra kafla.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
opna veginn um Kerlingarskarð og
Heydali og fært var um norðanvert
Snæfellsnes. Fjarðarheiði var opnuð
í gær og því fært til Siglufjarðar,
einnig voru Hoitavörðuheiði og
Öxnadalsheiði ruddar, svo og
Vatnsskarð. Sæmileg færð var á
Héraði og í nágrenni Reykjavíkur
en þó voru vegir á Hellisheiði og í
Þrengslum varasamir vegna skaf-
rennings og hálku.
Innanlandsflug gekk illa á
sunnudag og Flugleiðir fóru þá að-
eins eina ferð; til Vestmannaeyja.
Engin röskun varð á millilanda-
flugi. í gær var flogið á alla áfanga-
staði nema á Vestfjörðum og var
fallið frá 4 fyrirhuguðum ferðum
til ísafjarðar og einni til Patreks-
fjarðar og Þingeyrar. Ekki hefur
verið flogið til Vestfjarða síðan á
föstudag. Á aðra áfangastaði komst
fólk í gær. Arnarflug flaug í gær
á Blönduós, Sauðárkrók og tvær
ferðir til Vestmannaeyja.