Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1990 VEÐUR Mosfellsbær: Sjálfstæðismenn ákveða lista Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hörður G. Ólafsson höfundur sigxirlag-sins, ásamt söngvurunum Grétari Örvarssyni og Sigríði Beinteinsdóttur, og Aðalsteini As- berg Sigurðssyni sem samdi textann við lagið. UndanúrsIitEurovision-keppninnar: Eitt lag enn bar signr úr býtum Reykjum, Mosfellsbæ BÆ J ARSTJ ÓRN ARKOSNIN G AR verða svo sem kunnugt er í vor og hafa sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ ákveðið framboðslistann. Á siðustu vikum hafa sjálfstæðis- menn fundað um framboð sitt og velt ýmsum möguleikum fyrir sér t.d. um skoðanakönnun, prófkjör eða uppstillingu. Að lokum varð ofaná að fela nefnd að stilla upp frambjóðendum á bæjarstjórnar- listann. Formaður uppstillingar- 'nefhdarinnar er Örn Kjæmested á Laugabakka. Veganesti nefhdarinnar var út- koma i prófkjöri 1986 sem var afgerandi og þeir sem skipuðu efstu sæti listans þá gefa kost á sér nú nema Þórdís Sigurðardótt- ir. Hún dró sig í hlé vegna per- sónulegra ástæðna og skipar nú heiðurssætið, það fjórtánda. Listinn er þannig skipaður: 1. Magnús Sigsteinsson bútækniráðu- nautur, 2. Helga A. Richter kenn- ari, 3. Hilmar Sigurðsson viðskipta- fræðingur, 4. Þengill Oddsson heilsugæslulæknir, 5. Guðbjörg Pét- ursdóttir markaðsráðgjafí, 5. Guð- mundur Davíðsson vélsmíðameistari, 7. Valgerður Sigurðardóttir auglýs- inga- og markaðsráðgjafí, 8. Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri, 9. Svala Árnadóttir skrifstofumaður, 10. Bjami S. Bjarnason sölustjóri, 11. Dr. Hafsteinn Pálsson yfirverk- fræðingur, 12. Helgi Kr. Sigmunds- son læknanemi, 13. Sigurður Jón Grímsson tölvunarfræðingur, 14. Þórdís Sigurðardóttir skrifstofu- stjóri. Af nýju fólki sem nú tekur sæti á lista sjálfstæðismanna í bæjar- stjómarkosningum má t.d. nefna Guðbjörgu Pétursdóttir sem nú er formaður Ungmennafélagsins Aft- ureldingar. Guðbjörg skipar nú bar- áttusætið eða það fímmta en nú hafa sjálfstæðismenn 5 af 7 í bæjar- stjóm. Valgerður Sigurðardóttir er einnig nýliði. J.M.G. Beðið með ákvörðun um framboð A-lista Á fundi sfjórnar Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins um helgina var ákveðið að bíða í nokkra daga með ákvörðun um hvort boðinn verð- ur fram A-listi í Reykjavik eða undir formerkjum Málefnalistans. Amór Benediktsson starfsmaður Alþýðuflokksins sagði við Morgun- blaðið að ekki væri búið að loka á þann möguleika að bjóða fram Málefnalista sem Alþýðuflokkurinn hafí ekki flokkslega stjórn með höndum. Verið væri að ræða við fulltrúa ýmissa óháðra hópa sem lýst hefðu áhuga á að taka þátt í slíku framboði. Alþýðuflokkurinn hafði áður boð- ið Alþýðubandalaginu og Birtingu að taka þátt í framboði á Málefna- lista en því var hafnað. VEÐURHORFUR Í DAG, 13. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Norðlæg átt, víða allhvöss eða hvöss norðvestan- lands en kaldi eða stinningskaldi annars staöar. Á Vestfjörðum var snjókoma, slydda á Norðurlandi en úrkomulítið annars staðar. Hiti var 0 til 3 stig á Norður- og Austurlandi en tveggja til fjögurra stiga frost í öðrum landshlutum. SPÁ: Norðlæg átt, allhvöss eða hvöss, og snjókoma norðvestan- lands en víðast stinningskaldi annars staðar. Slydda um landið norðan- og austanvert en smáél og sums staðar skafrenningur sunnanlands. Lægir í nótt og frostlaust verður um austanvert landið en annars eins til fimm stiga frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austan- og norðaust- anátt, sums staðar strekkingur á annesjum norðanlands, annars yfirieitt fremur hæg norðaustanátt. Él verða við noröur- og austur- ströndina en þurrt á Suður- og Suðvesturlandi. Frostlaust við aust- urströndina en annars staðar eins til fimm stiga frost. EITT lag enn eftir Hörð G. Ólafsson, með texta eftir Aðlastein Ásberg Sigurðsson, bar sigur úr býtum í undanúrslitum Euro- vision-keppninnar, sem fram fór t sjónvarpssal á laugardags- kvöldið, og verður það framlag Islands í úrslitakeppninni sem fram fer í Júgóslavíu 5. maí næstkomandi. I öðru sæti varð Eitt lítið lag eftir Björn Björnsson, og í þriðja sæti varð Til þín eftir Gunnar Þórðarson. V ÍDAGkl. 12.00: 3° V Heímild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +4 snjókoma Reykjavik h-4 skýjað Bergen 4 skúr Helsinki 1 súld Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq +18 heiðskírt Nuuk +15 hálfskýjað Osló 2 slydda Stokkhólmur 3 rignlng . Þórshöfn 4 haglél Algarve 16 háifskýjað Amsterdam 7 hálfskýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlin Chicago +4 skýjað Feneyjar 5 rlgning Frankfurt 6 skúr Glasgow 3 rigning Hamborg 6 haglél Las Palmas 19 skýjað London 9 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg vantar Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 2 heiðskírt Orlando 19 skúr Paris 7 hálfskýjað Róm 10 rigning Vín 3 skúr Washington 1 léttskýjað Winnipeg +14 snjókoma Sigríður Beinteinsdóttir, sem ásamt Grétari Örvarssyni söng sigurlagið í undanúrslitunum, sagði að þau hefðu bæði haft trú á þessu lagi. „Undir það síðasta áttum við þó von á að lag Gunn- ars Þórðarsonar, sem Björgvin Halldórsson söng, myndi vinna, en við bjuggumst þó alltaf við því að við yrðum að minnsta kosti í einu af þrem fyrstu sætun- um. Það er erfítt að spá um möguleika lagsins í úrslitakeppn- inni sjálfri, en ég vona að við komumst nú kannski eitthvað ofar en í 16. sætið, sem er þetta klassíska sæti íslendinga í kepjminni." Átta dómnefndir, ein úr hveiju kjördæmi, greiddu atkvæði lög- unum sex sem komust í undanúr- slit. Auk þess greiddi ein dóm- nefnd enn atkvæði, en hún var skipuð tónlistarfólki sem sat í sjónvarpssal. Hver dómnefnd- anna átta, sem skipuð var sjö Sr. Róbert Jack látinn Séra Róbert Jack, fyrrum pró- fastur Húnavatnssýslna og Strandasýslu, andaðist að morgni sunnudagsins 11. febrúar að heimili sínu í Kópavogi, á 77. aldursárir Hann var fæddur í Glasgow í Skotlandi 5. ágúst 1913, en starfaði nær alla sína starfsævi á Islandi. Upphaflega kom Róbert Jack hingað til lands sem knattspyrnu- þjálfari Vals fyrir seinni heimsstyrj- öldina og þjálfaði síðar lið víða um landið. Að loknu námi við guð- fræðideild Háskóla íslands 1944 gerðist sr. Róbert sóknarprestur í Heydölum, síðar í Grímsey, í íslend- ingabyggðum í Manitoba og loks var hann um meira en þijátíu ára skeið sóknarprestur að Tjörn á Vatnsnesi. Lét hann af störfum sóknarprests á síðasta ári, en hafði þá setið í embætti um skeið vegna .áskor^na ajóknarbarna sinna. manns, gaf besta laginu að sínu mati þijú stig, næsta tvö stig og þriðja eitt stig. Dómnefndin í sjónvarpssal greiddi því lagi 21 atkvæði, sem fékk flest atkvæði dómnefndarmanna, en það var lagið Til þín eftir Gunnar Þórðar- son. Úrslit keppninnar urðu þau að lagið Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafsson hlaut 129 stig, Eitt lítið lag eftir Bjöm Björnsson hlaut 67 stig, Til þín eftir Gunnar Þórð- arson hlaut 60 stig, Sú ást er heit eftir Magnús Þór Sigmunds- son hlaut 58 stig, Ég læt mig dreyma eftir Friðrik Karlsson hlaut 32 stig og Ég er að leita þín eftir Gísla Helgason. Sigurvegarinn hlaut 200 þús- und krónur í verðlaun, auk þess sem hann fékk sérstakan verð- launagrip sem Guttormur Magn- ússon leikmyndahönnuður smíðaði. Eftir sr. Róbert liggja þijár bæk- ur um ævi hans og ýmislegt sem á daga hans dreif, hér innanlands og á ferðalögum hans víða um veröld- ina. Nú síðast kom út islensk þýð- ing á bókinni Arctic Living, sem gefin var út í Kanada á 6. áratug aldarinnar. Eftirlifandi eiginkona sr. Róberts er Vigdís Sigurðardóttir Jack. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius s/ Skúrir * - V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- ðkafrenningur |~<^ Þrumuveður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.