Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Svavar Gestsson á miðstjórnarfundi: Alvarlegri ásakanir en ég hef áður orðið fyrir Adda Bára Sigfusdóttir vill ræða við Alþýðuflokkinn um j afnaðar stefnuna Atkvæðaseðlum dreift á félagsfundi Dagsbrúnar í gær. Morgunblaðið/Þorkell Dagsbrún og Sókn sam- þykktu kjarasamningana Dagsbrúnarmenn samþykktu með aðeins 37 atkvæða meirihluta Verkamannafélagið Dags- brún í Reylqavík og Starfs- mannafélagið Sókn samþykktu nýgerða lgarasamninga Al- þýðusambandsins og vinnuveit- enda á félagsfundum í gær. Aðsókn var dræm á báðum stöð- um. Mikill meirihluti samþykkti samningana hjá Sókn, en mjótt var á mununum hjá Dagsbrún, 216 sögðu já en 179 nei. Fjörugar umræður voru um samningana hjá Dagsbrún eftir að Sigurður Bessason starfsmaður fé- lagsins hafði skýrt efni þeirra. Allir voru sammála um að launin væru of lág, en andstaða við samninginn var áberandi. Þeir, sem voru á móti, létu mun meira í sér heyra og féllu þung orð. „Við verðum að sýna það hér á þessum fundi að við þorum að takast á við atvinnurek- endur í þessu þjóðfélagi. Við skulum sameinast um það að fella þennan samning og taka á í baráttunni fyrir bættum kjörum,“ sagði Jó- hannes Sigursveinsson m.a. Ýmsir aðrir ræðumenn tóku i sama streng, en Gunnar Halldórsson sagði að vissulega væri auðvelt að fella samninginn, en illskárra væri að halda atvinnunni en vera á atvinnu- leysisskrá. „Okkartími erekki kom- inn.“- Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar hvatti menn til að samþykkja samningana og fylgja þeim síðan eftir. í skriflegri at- kvæðagreiðslu sögðu 216 já, 179 nei, en auðir og ógildir seðlar voru 10. Guðmundur sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart, en andstaða manna væri skiljanleg. „Nú tekur við hörkueftirlit með ríkisstjórninni, genginu og verðlag- inu og guð hjálpi þeim ef þeir standa sig ekki.“ Samningarnir voru samþykktir í gær hjá Starfsmannafélaginu Sókn í Reykjavík. 106 sögðu já, 19 voru á móti og einn seðill var ógildur. „Það er greinilegt að fólk vill reyna Bandaríkin: Perriervatn úr verslunum ÁKVEÐIÐ hefur verið í Banda- ríkjunum að taka ölkelduvatnið Perrier úr búðum í 2-3 mánuði. Ákvörðunin var tekin þar sem í vatninu var aukaefnið benzene, sem notað er m.a. við framleiðslu piasts, þvottaefna, ilmvatns og málningar. Reyndist magnið þrefalt meira en bandaríska matvælastofnunin leyfir. Perrier fæst í verslunum hér á landi. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar talar til fé- iagsmanna á fundinum. nýja leið,“ sagði Þórunn Svein- björnsdóttir formaður Sóknar. Ákveðið hefur verið að allsherjar- atkvæðagreiðsla fari fram í Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur um kjarasamningana í dag og á morg- un. Allsheijaratkvæðagreiðsla verð- ur einnig í verkalýðsfélaginu í Borg- amesi og í verkalýðsfélaginu Ein- ingu á Akureyri. Þá verða atkvæðagreiðslur í að- ildarfélögum Rafiðnaðarsambands íslands á miðvikudag og fimmtudag og gert er ráð fyrir að verkalýðs- félögin í Vestmannaeyjum verði með sameiginlegan fund einnig annan hvorn daginn. Atkvæðagreiðsla fór fram hjá Verkakvennaféiaginu Framtíðinni í Hafnarfirði í gær, en henni lýkur á morgun og þá verða niðurstöðurnar birtar. Auk ofangreindra hafa eftirtalin félög samþykkt samningana sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins: Verkalýðsfélögin á Höfn, Stöðvarfirði, Eskifirði, Húsavík, Keflavík, Neskaupstað, Austur- Húnavatnssýslu, Þórshöfn, Hellis- sandi, Grundarfirði, verkakvenna- félagið Framsókn í Reykjavík, Tré- smiðafélag Reykjavíkur, Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík, Fé- lag netagerðarmanna, Verslunar- mannafélag Árnessýslu, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- fírði. MÖRÐUR Árnason, fréttafulltrúi í fjármálaráðuneytinu og félagi í Birtingu, sagði á fúndi miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins um helg- ina að sumir forystumenn flokks- ins teldu sig enn vera í tengslum við rúmenska kommúnistaflokk- inn. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra, sem var í sendi- nefiid flokksins er fór til Rúm- eníu 1972, brást hart við og gaf í skyn að reynt væri að bola sér og öðrum út úr flokknum. Sagði ráðherrann ásakanir Marðar þær alvarlegustu sem hann hefði orð- ið fyrir á 20 ára sfjórnmálaferli af hendi samflokksmanns. „Því er haldið fram,“ sagði Svav- ar, „að í Alþýðubandalaginu þurfí að fara fram hreinsanir, það þurfi að koma okkur út, þessu dóti, þessu dóti, sem hefur unnið í þessum flokki um áratuga skeið og er nú fyrir hinum nýju framsæknu öfl- um.“ Hann spurði hvort í raun og veru væri nokkur áhugi á því að halda flokknum saman. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði fólk hafa reynt að halda í trúna á Sov- étríkin í lengstu lög í von um að ástandið batnaði. Hún sagðist ekki vilja koma fram „eins og vitnandi herkelling“ og skýra frá syndum sínum. Hún sagðist ekki vita lengur Þakplata fór inn um glugg- ann í skólanum Flateyri. MINNSTU munaði að stórslys yrði í grunnskólanum í gærmorgun þegar hleri úr glugga íþróttahúss- ins fauk á stóran glugga á gangi skólans með þeim afleiðingum að rúðan splundraðist inn um allan gang. Að sögn Vigfúsar Geirdal skóla- stjóra vildi til að kennsla var nýhafin þannig að engin börn voru á gangin- um. Það gekk á með hvössum vestan- éljum í gærmorgun þegar atburður- inn átti sér stað en hægði þegar leið á daginn þótt áfram snjóaði. - Magnea hvemig koma skyldi á samfélagi jafnaðar og réttlætis. Rétt væri að ræða við aðra, ekki síst við Al- þýðuflokkinn, koma á formlegum vinnuhóp með þeim um söguna, en fyrst og fremst um nútíðina og framtíðina. Sjá frásögn á bls. 16. Pjóla afúrða- mesta kýrin FJÓLA 286 á Hvanneyri í Andakíl var afurðamesta kýrin á síðasta ári, en hún mjólkaði 8.743 kg og í öðru sæti varð Himna 121 á Böðmóðsstöðum í Laugardal, sem mjólkaði 8.742 kg. Afurðahæsta kúabúið á síðasta ári var Dýrastaðir í Norð- urárdal, hjá Klemens Halldórs- syni, en kýr hans mjólkuðu að meðaltali 5.940 kg. I öðm sæti varð Búrfell í Ytra-Torfastaða- hreppi, en kýrnar þar mjólkuðu að meðaltali 5.936 kg. Að sögn Jóns Viðars Jón- mundssonar, ráðunautar hjá Búnaðarfélagi íslands, gerðist það í fyrsta sinn á síðasta ári að hjá nautgriparæktarfélögun- um fór meðalafurð eftir kú yfír fjögur þúsund kíló, en meðalaf- urðin var 4.005 kg. „Að öðm leyti eru niðurstöður afurða- skýrslna í algjöm samræmi við það sem hefur verið að gerast í mjólkurframleiðslunni á árinu. Það er ofurlítil afurðaaukning á Norðurlandi, sérstaklega í Eyja- fírði, en lækkun sunnan- og vest- anlands. Þetta em ekki stórar sveiflur og á landsvísu slær þetta út til hækkunar vegna þess hve hlutfallsleg þátttaka í skýrslu- haldinu er miklu meiri á Norður- landi en Suður- og Vesturlandi, og skýrir það hækkun á þessum tölum; þó mjólkurinnleggið í landinu sé aðeins lægra. Þá má geta þess að munurinn á hæstu kúnum og hæstu búunum er miklu minni nú en við höfum dæmi um áður.“ Vetrarveður selja samgöngur úr skorðum um allt land: Vestfirðir eru einangraðir - íbúðarhús yfirgefin á Flatevri VEGIR á Vestfjörðum eru ófærir, utan Óshlíð, sem rudd var síðdegis í gær. Ekki hefúr verið flogið til Vestfjarða síðan á fostudag en þar hefúr verið iðulaus stórhríð og eru snjóþyngsli þar meiri en menn minnast undanfarin ár. Almannavarnaneftid Flateyrar lýsti yfir hættu- ástandi vegna snjóflóðahættu um hádegið í gær. íbúar níu húsa við Ólafstún, alls um 30 manns, voru beðnir að yfirgefa heimili sín. Eitt snjóflóð hefúr fallið á svipuðum stað og fyrir hálfúm mánuði við innan- vert Ólafstún. Utan Vestfjarða eru flestir vegir orðnir færir. Flogið var á aðra áfangastaði en innan Vestfjarða í gær og er flug komið í eðli- legt horf eftir mikla röskun á sunnudag. Víða um land varð fólk á ferðalögum fyrir truflunum og töfum vegna veðursins. Björgunarsveit- ir, hjálparsveitir og lögregla aðstoðuðu marga. Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi kom nauðstöddu fólki á bflum til aðstoðar í blindhríð í Kerlingarskarði aðfaranótt sunnu- dags. Ekki var hægt að ná í börn spm þurftu að komast í Laugagerð- isskóla í gærmorgun. Síðdegis í gær átti að reyna að ná í börn í Breiðuvík, Staðarsveit og á Skógar- strönd en þau búa á heimavist í skólanum. Björgunarsveitin Fiska- klettur í Hafnarfirði var kölluð út á sunnudag til að liðsinna starfs- manni fískeldisfyrirtækis í Straumsvík. Sá hafði verið að gefa fiski í kvíum en misst frá sér bát sinn. Honum var bjargað heilum á húfi. Menn úr björgunarsveitinni Ingólfi sóttu félaga sína sem verið höfðu í vélsleðaferð við Hlöðufell á sunnudagskvöld. Þeir höfðu grafið sig í fönn og ætluðu að láta þar fyrirberast uns lægði en voru sóttir í snjóbíl. Björgunarsveitir á Selfossi aðstoðuðu ferðafólk sem átti í vand- ræðum vegna ófærðar og veðurs á vegum í Árnessýslu. 20 manns, sem lögðu ekki á Hellisheiði, gistu í húsi Slysavarnafélagsins á Selfossi aðfaranótt mánudags. Víða á há- lendinu var vitað um fólk sem teppst hafði vegna veðurs en ekki var vit- að til að neitt amaði þar að. Vitað var um ferðalanga sem létu fyrir- berast á Hveravöllum meðan veður gekk yfir. i gær komust vélsleða- menn, sem verið höfðu á ferð við Búrfell, til byggða. Ekki flogið til Suðureyrar í 34 daga Gengið hefur á með hvössum élj- um á Vestfjörðum undanfarna daga. í gær lægði heldur þótt áfram snjóaði og tókst þá að ryðja Óshlíð. Aðrir fjallvegir eru ófærir. Helstu umferðaræðar innan ísafjarðar- kaupstaðar eru opnar. Ekki hefur verið flogið til Suður- eyrar í 34 daga og Botnsheiði hefur verið ófær í 18 daga vegna snjóa. Súgfirðingar segja mörg ár frá því að þeir hafi átt jafnharðan vet- ur. Síðustu 18 daga hefur aðeins verið fært þangað á snjóbílum og skipum. Bændur hafa átt í erfiðleik- um með að koma frá sér mjólk. Að sögn Ólafs Torfasonar hjá Vegagerð ríkisins var víðast utan Vestfjarða orðið fært um fjallvegi í gær en viða mátti lítið út af bregða hvað veður snerti. Aðeins var fært jeppum og stórum bílum frá Vík í Mýrdal og austur á firði en til stóð að moka þá leið í dag. Búið er að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.