Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 13
M0RÍ3UNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1930 13 Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi,, End- urbyggingn" eftir Václav Ha- vel. Þýðandi: Jón R. Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Igömlum miðaldakastala er hópur arkitekta að störfum og hefur fengið það verkefni að end- urskipuleggja bæinn umhverfis kastalann og þar með rífa gömul hús í grenndinni. Allt á þetta að vera staðnum til framdráttar, því gert er ráð fyrir hvers konar nútímaþægindum sem íbúar hafa ekki haft áður. í hópnum sem vinnur innan kastalamúranna er væntanlega ekki umtalsverður ágreiningur um að þessi endur- bygging geti að mörgu leyti orðið til hagsbóta fyrir íbúana. En þorpsbúar eru ekki sama sinnis. Hvað sem öllum nútíma- þægindum líður sem lofað er, kemur þetta róti á það líf sem þeir þekkja og umhverfið sem þeir hafa hrærst í. Það er því send nefnd til skipulagsstjórans með undirskriftum þar sem íbú- arnir láta í ljós áhyggjur. Þetta mælist ekki vel fyrir enda er full- trúi frá „flokknum" á staðnum til að fylgjast með og hann hefur engar vöflur á og lætur snarlega varpa sendimönnunum í kastaia- fangelsið. Skipulagsstjórinn hafði reynt að benda á áð ef til vill er ógnunin ekki jafn mikil og halda mætti; það eru hvort sem er eng- in tæki né búnaður til að fylgja eftir áætlununum. Svo verður allt í einu breyting, fólkið í þorpinu tekur til sinna ráða, mönnunum er sleppt úr dýfl- issunni og kvöldstund er skálað í víni og dansað í kastalanum. Frelsið er komið. Það verður aldr- ei horfið til hinna gömlu viðhorfa. Menn eru rétt að byija að jafna sig eftir timburmenn þegar næsta kollsteypa verður, allt fer í sama far, kannski verra. Og kannski var ilmur af frelsi um kvöld að- eins draumur. Kastljósið er samt ekki ein- vörðungu á ytri aðstæðunum og því áþreifanlega sem gerist, held- ur á einstaklingunum sem upplifa stundirnar. Viðbrögð hvers og eiris við því sem er að gerast og ekki síður við því sem fram fer milli þeirra innan veggjanna. Verða þau söm og áður? Varla. Það sem gerðist og gerðist ekki meðán þessar sviptingar „fyrir utan“ áttu sér stað skilur eftir sín spor - hjá þeim hveiju og einu og sitt með hveiju móti. Vaclav Havel þarf auðvitað ekki að kynna og það blandast engum hugur um hvað hann er að fara í verki sínu. Hið stutta vor í Tékkóslóvakíu 1968 er við- fangsefnið en vissulega má segja að efnið geti haft langtum víðtæk- ari skírskotun og einnig að það geti verið óháð tíma, stað eða En smám saman dýpkar sýnin, textinn grípur og gagntekur og nöturlegur veruleikinn blasir við. Einlægnin og sannfæringin skilar sér og þar með skiljast kannski ákveðin meðvituð vinnubrögð í upphafi og ramminn, stór' og mik- ill, fyllist af máttugu innihaldi. Það má vissulega segja að ef- nið sé þakklátt en ekki myndi það eitt duga til að verkið lifni nema fyrir það að textinn hefur í sér lífsmagn og handan orðanna má skynja það sem aldrei verður sagt. Ekki bara um kúgun og hugsjón- Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Macourkova arkitekt, Jóhann Sigurðarson, ritarinn, og Örn Árna- son, fyrsti eftirlitsmaður. rúmi. Ófrelsi sem manneskjan býr við, ótti sem af því sprettur og vex og dreifir sér eins og illgresi. Ófrelsið og ógnin hlýtur að móta það fólk sem býr við þennan stöð- ugan ótta. Sumir aðlagast þó bet- ur en aðrir, eru fúsir að sveigja sig eftir því hvernig vindurinn blæs til þess að komast af. Ein- hveijir reyna að gera uppreisn, einhver trúir á kerfið statt og stöðugt. Þessa sögu vill Havel segja og svo er spurningin hvernig til tekst. Efnið býður upp á dramatíska framvindu sem er hæg í fyrstu, yfirborðið er slétt og fellt. Öttinn er varla nærri í byrjun. Textinn í senn dálítið „naív“, orðmargur en margræður og of hrár, einfald- lega ekki nógu skáldlegur. Nokkr- ar alltof langar ræður sem naum- ast halda áhuga. ir, baráttu og ófrelsi, heldur býr þar kannski fegurð að lokum. Höfundur er að bera fram boð- skap og tekst að miðla honum til áhorfenda með eftirminnilegum hætti. Sýningin var og sigur fyrir leik- arana og ekki síst Brynju Bene- diktsdóttur leikstjóra. Leikstjórn hennar er í senn þaulhugsuð og hugmyndarík. Rækt hefur verið lögð við hin smæstu atriði af ögun og listfengi. Mér fannst þó inn- komur þeirra Renötu og Últsj í fyrsta þætti þvingaðar og til lýta. Sviðsmynd Siguijóns Jóhannsson- ar hæfði verkinu en búningar hans voru misvel lukkaðir. Óþarft að gera Renötu svona óspennandi úr garði og klæðnaður Alberts sem átti trúlega að vera fijálsleg- ur fannst mér hallærislegri en efni stóðu til. Þýðing Jóns R. Erlingur Gíslason í hlutverki Bergmans skipulagsstjóra. ið, átti ekki tilsvör langtímum saman en hafði svo sterka nánd á sviðinu að það er í gegnum hann sem við förum að skynja óttann. Jóhann Sigurðarson var fulltrúi flokksins sem lítur til með að allt sé í röð og reglu, enginn segi það sem ekki má og hugsi helst ekki heldur nema þóknan- legar hugsanir. Með hreyfingum sínum og fasi þegar Jóhann fór upp og niður stiga gaf hann á að því er virtist afar léttilegan hátt, til kynna hvað var að gerast. Af- bragðs persónusköpun. Þór Túliníus er hugsjónamað- urinn Albert, treystir því sem samstarfsmenn segja þegar frels- iskvöldið rennur upp, tjáir sig fyrr og síðar án ótta en er kveðinn niður síðar og þó líklega ekki nema um stund. Þór leysti hlut- verkið vel af hendi, túlkaði skap- brigði og sveiflur ágætlega, hvort sem var í ástarþrá, uppgjöf eða hugsjþnum. Jón S. Gunnarsson var Últsj, dálítill furðufugl alla tíð, sennilega trúir hann á kerfið en er dæmigerður tækifærissinni þó hann sé klaufskari en Berg- man. Jón átti fyrirtaks leik, langt síðan ég hef séð hann standa sig svona öldungis ágætlega. Þórunn Magnea Magnúsdóttir var Macourkova, einnig flokks- holl, sýknt og heilagt að reyna að þóknast valdsmönnum . Þétta er ekki ýkja stórt hlutverk en Þórunn Magnea dró það upp af hugkvæmni og naut dyggilegrar aðstoðar leikstjóra. María Ellings- en var í litlu hlutverki Renötu og varð ekki mikið úr því. Pálmi Gestsson var nokkuð skörulegur sem annar eftirlitsmaður og Orn Árnason hæfilega sveitalegur og hreinlundaður sem fyrsti eftirlits- maður. Randver Þorláksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hákon Waage og Edda Þórarinsdóttir fóru mep nokkur smærri hlutverk. Að mínu viti var sýningin að- standendum til sóma. Gott kvöld í Þjóðleikhúsi með Havel ög áhöfn leikhússins. Gunnarssonar var oft gott verk en óþarfa slettur ekki til prýði - jafnvel þó mér skiljist að það sé landlægur siður meðal Tékka að sletta. Erlingur Gíslason var Bergman skipulagsstjóri. Maðurinn sem lagar sig að ytri aðstæðum, hugs- ar varla nema út frá sjálfum sér og breytist trúlega ekki, hvað sem lokaræðu hans leið. Kannski er hann hörkutól en samt viðkvæmur og meyr og kallar einlægt á vernd- artilfinningu samstarfskonu sinnar Lúísu sem Helga Jóns- dóttir lék. Helga lék mjög áreynslulaust, en náði ekki að skapa þá mynd sem mér fannst textinn gefa tilefni til. Sigurður Siguijónsson var Kúzma sem virtist svo sem aldrei vinna ærlegt handtak og eigraði um með fiðluna sína, sat við borð- Hmur af frelsi um stund íslendingar búnir að veiða um 452 þúsund tonn af loðnu ÍSLENSKU loðnuskipin höfðu síðdegis á 'fimmtudag tilkynnt um veiðar á um 452 þúsund tonnum af loðnu á haust- og vetrarvertí- ðinni. Norsku og færeysku loðnuskipin eru hætt loðnuveiðum innan íslensku lögsögunnar en þau máttu veiða innan hennar til 15. febrú- ar. Norðmenn hafa tilkynnt uin veiðar á 88.140 tonnurn af loðnu frá 1. júlí til 31. janúar síðastliðins, þar af 79.257 tonnum innan okkar lögsögu. Færeyingar hafa tilkynnt um veiðar á 25.241 tonni af loðnu á sama tímabili, þar af 13.575 tonnum innan okkar lögsögu, að sögn Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Norskt loðnuskip við Island. Norðmenn hverfa nú af miðunum. Loðnukvóti Norðmanna er nú 139 þúsund tonn en Grænlend- inga 99 þúsund tonn. Færeyirigar hafa hins vegar keypt loðnukvóta af Grænlendingum, sem eiga hvorki loðnuskip né loðnuverksmiðjur, svo og hafa íslendingar keypt 31 þús- und tonna loðnukvóta_af Grænlend- ingum. Loðnukvóti íslendinga er 662 þúsund tonn, þannig að íslensku skipin eiga eftir að veiða um 244 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíðinni. Eftirtalin skip tilkynntu um loðnuafla síðdegis á miðvikudag: Gullberg 620 tonn til Neskaupstað- ar, Björg Jónsdóttir 540 til Nes- kaupstaðar og Húnaröst 750 til Siglufjarðar. Þessi skip tilkynntu um loðnuafla á fimmtudag: Keflvíkingur 520 tonn til Hornafjarðar, Víkurberg 570 til Þórshafnar, Júpíter 1.200 til Bolungarvíkur, Súlan 800 óá- kveðið hvert, Höfrungur 910 óá- kveðið hvert, Huginn 570 óákveðið hvert, Sunnuberg 280 til ýmissa aðila, Kap II 250 til FIVE, Bergur 520 óákveðið hvert, Gígja 200 til FES, Guðrún Þorkelsdóttir 720 til Eskifjarðar, Örn 750 til Siglufjarð- ar, Guðmundur 900 til FES, Dag- fari 500 til Þorlákshafnar, Háberg 500 til Grindavíkur, Víkingur 1.200 og Rauðsey 250 til Akraness og Guðmundur Ólafur 600 til Ólafs- fjarðar. Síðdegis á föstudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Svanur 670, löndunarstaður óákveðinn, Gígja 200 til Eyja, Beitir 1.180, löndunarstaður óákveðinn, Sigurð- ur 700 til Eyja og Sjávarborg 800, löndunarstaður óákveðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.