Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 17 Á fótstalli heilags Vaclavs taka nienn gjarnan laglð. Myndir af forsetanum Havel blasa þarna við eins og hvarvetna um alla miðborg Prag. þrifum, að framleiðslan hefur miðast við sovéska markaðinn, þar sem allar körfur um vörugæði eru í lágmarki. Framleiðslan hefur því staðnað eða versnað og dregist langt aftur úr, ef miðað er vfð vestrænar kröfur. Meðal helstu orkugjafa landsins eru brúnkolin, sem valda allri mengun- inni og gera Prag að menguðustu höfuðborg Evrópu að sögn íbúa hennar. Þótti okkur ekki unnt að sofa við opinn glugga á nóttunni vegna kolareyks. 16 milljónir tonna af olíu á ári koma frá Sovétríkjunum. Raforku fá þeir að hluta úr kjarn- orkuverum, sem Tékkóslóvakar segja að standist alþjóðlegar kröfur, Olíuna hafa þeir fengið í skiptiversiun við Soyétmenn- Óvíst er hvort þvf verði haldið áfram. Kjarnorkuver geta þeir ekki reist nema með aðstoð en þau menga ekki andrúmsloftið eins og brúnkolin, sem eru hinn mesti böl- valdur fyrir öndunarfærin auk þess sem þau búa til súrt regn, sem drep- ur skógana. Til að bæta gráu ofan á svart þarf til dæmis tvisvar sinnum meiri orku í Tékkóslóvakíu til að búa til eitt tonn af sementi en í Vestur- Evrópu. Og almennt er sagt, að 2,5 meiri orku þurfi að framleiða hluti í Tékkóslóvakíu en sambærilega vöru á Vesturlöndum. Fisera sagði, að bann Vesturlanda við því að selja hátæknivörur til kommúnistaríkjanna, COCOM-sam- komulagið sem íslendingar hafa ekki átt aðild að, hefði valdið því að ríkin glímdu nú við mikla efnahagsörðug- leika. Með „friðarsókninni", sem nú væri hafín, rynni upp nýtt skeið í efnahag þeirra. Ég taldi, að hér væri orðum aukið. Ástæðan fyrir vandanum fyrir austan væri vitlaust stjómkerfi, rangar aðferðir, miðstýr- ing og áætlunarbúskapur, sem hefði leitt til stöðnunar. Fisera sagði, að vissulega ætti það þátt í vandanum, að öllu hefði verið stjórnað af einum aðila. Nýir valdamenn í skrifstofu Borgaravettvangs í hjarta Prag, við annan enda Vacl- avs-torgs, spurðum við dr. Egon Ditmar, talsmann samtakanna, hvort þeir væntu ekki mikillar verðbólgu, ef áform fjármálaráðherrans Vaclavs Klaus um að gera gjaldmiðil landsins gjaldgengan á alþjóðamörkuðum á þremur árum næðu fram að ganga. Ditmar hafði þau orð um fjármála- I ráðherrann, að hann væri í senn séní Þessi sjón blasir við úr gluggum rúmenska sendiráðsins í Prag. og djöfull og hann hefði sagt, að verðbólgan yrði ekki meiri en 6% til 10?4 á ári. Fjármálaráðherrann er fijálshyggjumaður og aðdáandi Milt- ons Friedmans, en bækur Friedmans voru ekki bannaðar í Tékkóslóvakíu, líklega vegna þess að litið var á þær sem ævintýri, svo að vitnað sé í breska vikuritið The Economist. Tim- othy Garton Ash er einn helsti sér- fræðingur Breta í málefnum ríkjanna í Austur-Evrópu og skrifar í vikurit- ið The Spectator. Hann segist hafa hitt Klaus í höfuðstöðvum Borgara- vettvangs í Prag í desember. Þá hafi hann sagt, að ekki væri til neitt „sósíalískt lögmæti" heldur aðeins lögmæti. Og hann hefði einnig sagt, að ekki væri til nein „sósíalísk hag- fræði“ heldur aðeins hagfræði. Og Ash bætir við að Klaus sé friedman- isti, en ýmsir nánustu samstarfs- menn hans séu hayekistar, það er aðhyllist kenningar Friedrichs von Hayeks. Klaus segist vera andvígur fjárhagsaðstoð frá Vesturlöndum, hún kyndi aðeins undir verðbólgu. Ditmar varð dálítið vandræðaleg- ur, þegar ég spurði hann um „legit- imation" eða umboð hinna nýju valdamanna í Tékkóslóvakíu. Þeirra sem hófu Havel til æðstu metorða og gerðu hann að forseta eftir að þeir ýttu um 100 þingmönnum á brott úr þinginu. Prag er í tékkneska hluta landsins og þar að minnsta kosti er aðdáun á Havel svo mikil, að auðveldlega mætti kenna hana við persónudýrkun. Myndir af honum blasa alls staðar við vegfarendum, Fólk játar honum óhikað ást og virð- ingu. Ditmar sagði, að fyrir okkur, sem byggjum við grunnmúrað lýð- ræði og hefðum ekki þurft að efast um umboð þeirra, sem okkur stjóm- uðu, væri ef til vill erfítt að skilja nauðsyn þess að valdi væri beitt í byltingu, en þetta hefði nú verið eina valdbeiting þeirra í byltingunni sinni og varla væri unnt að teija hana ofríkisfulla, að minnsta kosti ekki í samanburði við það, sem til dæmis hefði gerst í Rúemníu. Glöggur útlendingur sem við hitt- um í Prag sagði, að meðal hinna nýju valdamanna væri töluverður ótti við að kommúnistar eða útsend- arar þeirra ætluðu að stela bylting- unni og þess vegna væru þeir vel á verði gagnvart öllum sem þeir þekktu ekki persónulega, af því mætti draga þá ályktun að menntaður hópur vina og kunningja stjórnaði landinu á bakvið Havel, sem hefði verið hafinn upp til skýjanna. Alexander Dubceck gegnir ákveðnu hiutverki sem forseti þingsins, en hann er ekki einn af hópnum, sem í raun stjórnar landinu og vinnur að undirbúningi kosning- anna í júní. Borgaravettvangur ætlar ekki að bjóða fram í kosningunun að sögn Ditmars, hins vegar koma fulltrúar flokkanna, sem eru nú að fæðast hver af öðrum, og tilkynna sig til Borgaravettvangs. Andrúmsloftið í skrifstofu samtakanna minnti mig helst á kosningabaráttu meðal stúd- enta eða þegar við unnum að undir- skriftasöfnuninni í nafni Varins lands. Fólk kemur í skrifstofuna til að skrá sig eða fá fréttir af sam- Fyrir utan forsetahöllina, þar sem Havel ræður nú ríkjum, standa hermenn heiðursvörð. Hér eru þeir á vaktaskiptum. Fólkið hópast að skrifstoftim Borgaravettvangs (OF) í hjarta Prag til að sýna samstöðu og firæðast. aði 1.074 tékkneskar krónur eða 1.757 íslenskar krónur! Við slíkar aðstæður líður manni næstum eins og þjófí, enda telja margir að nú hafí útlendingar einstakt tækifæri til að arðræna landið. Þessar tölur sýna þó einungis efnahagsóreiðuna eftir rúmlega 40 ára stjórn kommún- ista í nafni sósíalismans. Efhahagur í molum Tékkóslóvakar líta á sig sem menntuðustu þjóðina í Austur-Evr- ópu. Þeir telja sig betur á vegi stadda en nágranna sína sem eru að brjót- ast undan oki kommúnismans og þeir þurfi ekki á efnahagsaðstoð að vestan að halda. Þeir þarfnist ejnkum þekkingar „know how", vitneskju um það, hvernig þeir eigi að taka á vandamálum sínum, Þeim ber að vísu ekki sáman um, hve háar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Frantisek Fisera, framkvæmda- stjóri hjá verslunar- og iðnaðarráði landsins, sagði að erlendu skuldirnar næmu 7 milljörðum Bandaríkjadala en dr. Egon Ditmar hjá Borgaravett- vangi sagði þær vera 20 milljarða dollara. Við spurðum Fisera, hvað niðurgreiðslur næmu háum fjár- hæðum samkvæmt fjárlögum. Hann sagðist ekki geta svarað því, þar sem ekki hefðu verið birt sundurliðuð fjár- lög heldur aðeins niðurstöðutölur. Þess vegna væri ógerlegt að átta sig á einstökum þáttum innan þeirra. Fisera sagði, að nú væri verið að hverfa frá þjóðnýtingu og innleiða eignarrétt einstaklinga og samtaka þeirra að nýju. Þá mættu erlend fyr- irtæki fjárfesta í landinu og eiga allt að 99% í hlutafélögum. Sagði hann ákaflega mikið að gera hjá verslun- ar- og iðnaðarráðinu vegna fyrir- spurna og funda með erlendum fyrir- tækjum. Ymsir hefðu þegar tekið ákvörðún um að hefja starfsemi í landinu og nefndi hann meðal annars hollenska risafyrirtækið Phillips. Vandinn væri sá, að gjaldmiðill landins væri ekki gjaldgengur á al- þjóðamörkuðum og í landinu sjálfu væri því ekki unnt að skapa arð af rekstri fyrirtækja, þar væri hins veg- ar unnt að framleiða góða vöru á ódýran hátt og flytja hana síðan alla úr landi og selja með hagnaði utan landsins. Af austur-evrópskum þjóðum hafa Tékkóslóvakar komist lengst í há- tækniiðnaði. Hins vegar hefur það staðið öllu atvinnulífi þeirra fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.