Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KlftfMH*-! ío.v SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 37 Ingveldur Olafs- dóttir - Minning Fædd 80. maí 1894 Dáin 5. febrúar 1990 Árið 1916 réðst til foreldra minna kaupakona úr Reykjavík, Ingveldur Ólafsdóttir. Faðir minn, Gestur Ein- arsson, var þá í miklum umsvifum bæði í uppbyggingu jarðarinnar og stórbúskap og svo í margháttuðum viðskiptum, blaðaútgáfu og þátt- töku í stjórnmálum. Heimilið var því mannmargt og mikill gesta- gangur og þetta vor fæddist foreldr- um mínum 5. strákurinn, svo að það veitti ekki af að auka vinnu- krafti við heimilistörfin. Það var alltaf talsverður við- burður, þegar ný kaupakona kom til starfa, og að þessu sinni var sérstakri athygli beitt þegar hún birtist, því hér gæti varla verið nokkur venjuleg kaupakona á ferð- inni, þar sem þetta var kaupmanns- dóttir úr Reykjavík og sennilega of fín til þess að hafa nokkru sinni difið hendi í kalt vatn. En það kom strax í ljós, að fram- koma hennar var óvenjulega hik- laus, djörf og feimnislaus og ef ein- hvem langaði til að kljást við hana, þá væri hún óhrædd að taka á móti. En hún var auk þess bráð- myndarleg og bar með sér kjark til að fara í hvaða verk sem þurfti að vinna. Þetta hentaði móður minni vel og því hafði hún Ingu sér til hjálpar að mestu þetta sumar og var starfið einkum fólgið í því að hjálpa til við móttöku gesta og til viðbótar að pnnast litla drenginn í vöggunni. Þar sem það var enginn annar en ég, sem fékk þessa góðu umönnun, þá ber mér að þakka hennar góðu gæslu, þó að ég að sjálfsögðu muni það nú ekki. En hún Inga hefur oft frá því ég var barn og fram á efri ár látið mig finna hennar góðu og óeigingjörnu hjálparhendur. -- Móðir mín og Ingveldur fundu það strax þetta fyrsta sumar, að þær kunnu vel að meta hvor aðra og ég heyrði þær aldrei kalla hvor aðra annað en Möggu og Ingu. Það teygðist nú svo á dvöl Ingu á Hæli, að hún var þar á þriðja ár og henn- ar stuðningur við móður mína í spönsku veikinni, þegar heimilis- faðirinn var kallaður svo skyndilega burtu, var ómetanlegur fyrir móður mína og fyrir okkur börnin. Inga sagði mér það líka oft, að þessi skelfilega reynsla, sem hún varð að taka þátt í þetta haust hefði einnig kennt henni margt og gert hana að sterkari manneskju til að standa af sér storma lífsins. En hún sagði mér einnig að hið glaða og skemmtilega heimilislíf á Hæli þessi ár hefði skilið eftir hjá henni svo góðar minningar, að á þeim hefði hún oft getað yljað sér, þegar lífið sýndi henni kulda og dimmu. Að Ingu stóðu_ sterkir stofnar. Faðir hennar var Ólafur Ásbjamar- son, f. 1863, kaupmaður, fyrst í Keflavík en síðan í Reykjavík. Fað- ir hans var bóndi og útvegsmaður í Innri-Njarðvík, f. 1932, en móðir Ólafs var Ingveldur Jafetsdóttir, en hún var náskyld Jóni forseta Sig- urðssyni. Ég man vel eftir Ólafi og var hann hið mesta glæsimenni og bar sig sérstaklega vel. Móðir Ingu var Vigdís Ketils- dóttir, f. 1868 í Kotvogi í Höfnum. Faðir hennar, Ketill Ketilsson, f. 1823, var kunnur útvegsbóndi og móðir hennar var Vilborg Eiríks- dóttir frá Litla-Landi í Ölfusi. Þau Ólafur og Vigdís hófu bú- skapinn í Keflavík, þar sem hann rak verslun til 1905, en síðan í Reykjavík á Grettisgötu 26. Ég kynntist frú Vigdísi vel, enda lifði hún til ársins 1966. Hún var prýði- lega vel gefin kona og bráðmyndar- leg húsmóðir og skapföst. Þau Ólaf- ur og Vigdís eignuðust 6 böm. Þau voru: Gunnar, f. 1891, var lengst af bflstjóri næturlækna í Reykjavík; Ingveldur, sú sem hér er minnst, f. 1894; Halldóra, f. 1895, húsmóð- ir og kaupkona; Unnur, f. 1897, listamaður; Ásbjörn, f. 1903, stór- kaupmaður, og Vilborg, f. 1906, húsmóðir. Þessi systkini voru öll óvenjulega athafnasöm og hinir mestu skörungar að hveiju sem þau gengu. Enginn vafi er á því, að á þeirra æskuheimili ríktu óheft skoð- anaskipti og kjarkur og sterkur vilji einkenndi allan þeirra lífsferil. Á fyrstu tugum aldarinnar þótti ekki nauðsynlegt að láta stúlkur á skólabekk, en þeim mun mikilvæg- ara að láta þær kynnast rekstri góðra heimila og kunna að búa til góðan mat og nýta hann vel og svo að kunna einhver skil á fatagerð, og fleira slíkt mætti nefna. Allt þetta lærði Inga í heimahúsum og matargerð lærði hún einnig hjá Theodóru Sveinsdóttur, miklum snillingi í þeirri list, og þarna náði hún meiri fullkomnun en algengt var á þeim árum. En Inga fékk að fara til Danmerkur, þegar hún var 18 ára og var, þar nærri tvö ár, og þar af eitt ár á lýðháskólanum á Askov, og jafn næm og hún var, þá náði hún í Danmerkurveru sinni ágætum tökum á danskri tungu og var það henni á margan hátt mikils- vert síðar á lífsleiðinni. Árið 1920 var mikið örlagaár fyrir Ingu, en þá kynntist hún Stef- áni Ólafssyni frá Kálfholti, síðar forstjóra Ullarverksmiðjunnar Framtíðarinnar í Reykjavík. Stefán var einstaklega glæsileg- ur maður og drengur góður og felldu þau Inga hugi saman og giftu sig árið 1922. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þau á Lauga- vegi 40, árið 1930, þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Stefáns og Ingu í fylgd móður minnar. Mér varð þá ljóst að þau Inga og Stefán höfðu komið sér upp glæsilegu heimili og ennfremur skyldist mér að Inga væri þegar orðinn frábær húsmóðir, veitul en hyggin, gestris- in en svo nýtin, að engu var líkara en hér væri blessað yfir matinn eins og við Galileuvatnið forðum. Hamingja þeirra Ingu og Stefáns var innsigiuð með fæðingu dóttur þeirra, Auðar, sem fæddist í júní 1923. Hún var einkabarn þeirra og sannkallaður sólargeisli í lífi þeirra beggja. Næstu 20 ár urðu ham- ingjurík ár í lífi ijölskyldunnar. Stefán átti alltaf góðan bíl og var góður bílstjóri og hafði unun af að ferðast um landið og heim- sækja góða vini og kunningja, sem þau hjón áttu marga. Þannig fóru þau á hveiju sumri til Akureyrar og dvöldu þar alltaf nokkra daga hjá systur Stefáns, Halldöru, sem gift var Sigurði Guð- mundssyni skólameistara á Akur- eyri. Á heimili skólameistarahjón- anna undu þau sér vel og veit ég að þau vináttubönd, sem bundin voru á þessum árum milli Ingu og skólameistarafjölskyldunnar, hafa aldrei brostið. Það var einnig oft ekið austur að Hæli og dvalið þar yfir helgi og man ég hvflíkt fagnað- arefni þessar heimsóknir Ingu, Stefáns og Auðar voru okkur öllum á Hæli. En þau Inga og Stefán kunnu líka að taka á móti gestum og minn- ist ég hins glæsilega heimilis þeirra, sem stóð opið okkur vinum þeirra, og þar mættum við aldrei öðru en fögnuði yfir heimsóknum okkar, og hjónin og litla dóttirinn voru öll samtaka að gera gestunum heim- sóknina sem þægilegasta og skemmtilegasta. En allt er í heiminum hverfult. Gæfan er eins og brothætt gler og mörg eru dæmin, sem við þekkjum, um það að bestu manneskjur missa gæfuna úr höndum sér og ágæt hjónabönd bresta og kaldur skilnað- ur verður stundum niðurstaðan. Þannig lauk hamingjudögum þeirra Stefáns og Ingu, sem var svo stolt, að hún gat varla látið nánustu vini sína sjá eða verða vara við hryggð hennar og eftirsjá, eftir að hennar helgustu vé voru allt í einu rústir einar og hennar ekki lengur þörf sem húsmóður á hinu rómaða heim- ili þeirra. Én nú var það dóttirin sem bjarg- aði miklu og varð til þess að Inga fann að það var þörf fyrir hana áfram. Auður giftist Helga Hjartar- syni iðnrekanda árið 1946 og tók Inga mjög virkan þátt í að aðstoða þau við að byggja upp þeirra góða heimili. Þau eignuðust tvö börn, þau Ingu, flugfreyju, f. 1947, gifta Sverri Þórhallssyni, yfirverkfræð- ingi Orkustofnunar, og eiga þau tvö börn, og Stefán Ólaf, yfirvinnslu- stjóra Reiknistofu bankanna, f. 1951, kvæntur Elínu Vilhelmsdótt- ur, framhaldsskólakennara, og eiga þau tvö börn, en Stefán eignaðist eina dóttur áður. Inga var lengst af í heimili hjá Auði dóttur sinni og var unun að verða vitni að þeirri hlýju, sem þær mæðgur veittu hvor annari alla tíð og tíl hinstu stundar Ingu, og má segja að þar varð aldrei vart neinn- ar eigingirni, en fórnarlund og umhyggja var þeirra boðorð í öllum samskiptum. Hér hefur nú verið drepið á svo umfangsmikið lífsstarf að margir myndu ætla að allt væri upptalið. En það er nú langt í frá, því að hún tók að sér gæslu- og kynning- arstarf á Þjóðminjasafninu, þegar hún var nærri sextug og gerði það með þeim ágætum, að hún fékk að halda því starfi að hluta fram á níræðisaldur. Það var margt sem hjálpaðist að, að gera hana svo mikilhæfan eftirlitsmann og kynni fyrir gesti Þjóðminjasafnsins, m.a. hvað hún hafði gott vald á Norður- landamálunum, einkum dönsku, og svo var hún sjálf mjög listræn og hafði náð mikilli hæfni í hannyrðum og klæddist alltaf í vinnunni peysu- fötum, sem klæddi hana frábærlega vel. Þegar ég kom heim eftir langa námsdvöl og störf í Danmörku í stríðslok árið 1945 með danska konu mína og litla dóttur á fyrsta árinu, þá urðu margir til þess að rétta okkur hjálparhönd. • Þó er þar á engan hallað þegar Inga Ólafs er þar nefnd fyrst. Konu minni leyst þó ekki á gagnrýnislegt augnaráð hennar og fannst eins og hún væri að mæla hana og meta með það í huga hvort hún væri nú mér fyllilega samboðin, drengnum, sem hún hafði nú verið að líta til með frá því hann horfði bláeygur upp frá koddanum í vöggu sinni og fram til langra ólifaðra ævidaga. Konu minni þótti nóg um að vera skoðuð af slíkri gagnrýni og hélt að það yrði erfítt að umgangast þessa manneskju, en ég fékk hana þó til að heimsækja hana með mér og þá skipti hún strax um skoðun, því að Inga vildi allt fyrir hana gjöra og. aðstoðaði hana á margan hátt og tókst þá strax einlæg vinátta með þeim, sem hefur haldist fram til þessa dags. Áuður átti einnig sinn hlut í að hjálpa konu minni að festa rætur hér á Islandi og held ég að megi segja, að þær hafi síðan þá verið eins og góðar systur og hefur aldr- ei fallið skuggi á þeirra vináttu. Inga Ólafs var mikil dugnaðar- kona, hraust og sterkbyggð og lét sér aldrei verk úr hendi falla. Eftir að hún lét að mestu af störfum á Þjóðminjasafninu fór hún að vinna við afgreiðslustörf í búð, sem systir hennar starfrækti á Grettisgötu 26. Hún var komin vel á tíræðisaldur, þegar hún hætti að vinna þarna og má segja að hún hafi haldið góðri heilsu til 94 ára aldurs. Þetta síðasta ár var henni þó erfitt, en hún hafði þó fótavist þangað til síðasta mánuðinn, sem hún lifði. Hún fékk hægt andlát, eftir langan og starfssaman ævidag. Við hjónin og börn okkar stönd- um í mikilli þakkarskuld við hana Ingu fyrir hennar tryggu vináttu og sérstaklega vil ég þakka henni þá vináttu, sem hún sýndi konu minni eftir að hún kom hér öllum ókunnugtil landsins, fyrir 45 árum. Við vottum Auði dóttur hennar og börnum hennar og barnabörnum innilega samúð <við brottför Ingu héðan frá okkur og um leið finnst mér að þau og allir vinir hennar megi vera stoltir af hennar dug- mikla, langa og merka ævistarfi. Hjalti Gestsson mynda hana, að henni fannst. Á báðum þessum vinnustöðum hitti hún fólk, sem hún hafði ánægju af að tala við, því hún var bæði ræðin og fróðleiksfús um samtíð sína og minnug á langa fortíð. Á 95 ára afmælisdegi hennar, síðastliðið vor, komu frændur og vinir að samfagna henni. Þar voru þau aldursforsetar, systkinabörnin, amma og Oddur Ólafsson læknir Nú eru þau horfin okkur með nokk- urra daga millibili. Hin seinni ár bjó amma hjá dótt- ur sinni, Auði. Er nú ólíkt tómlegra að koma þangað, því þar er engin amma — langamma til að spjalla við og þiggja mola af. Hún er ómæld öll sú ást og hlýja sem hún gaf okkur Stefáni, bróður mínum, alla tíð og var hún vakandi yfir velferð okkar og fjölskyldna okkar. Blessuð sé minning hennar. Inga Helgadóttir Elskuleg amma mín, Ingveldur, er látin tæplega 96 ára að aldri. Mig langar að minnast hennar iítil- lega. Ég átti því láni að fagna að hún bjó á heimili foreldra minna bernskuárin mín. Óteljandi eru þau skipti er lítill telpuhnokki með ískalda fætur skreið upp í heitt rúmið hennar og lærði ég þar ógrynni af bænum, vísum og þulum. Eða er ég sat á stórum púðá^hjá stólnum hennar og hún kenndi mér að pijóna. Er sveittir lófar og stam- ir pijónar gerðu mér lífið leitt, þá staúk hlý hönd vanga og stappaði. stáli í litlu pijónakonuna. Sama sagan endurtók sig svo þegar fyrsta langömmubarnið steig sín fyrstu skref í pijónaskap. Og þá er að minnast er hún fór með okkur systkinin til stuttrar en þó oftast langrar dvalar, hjá okkar góðu vin- um á Hæli í Gnúpveijahreppi. Það voru dýrðardagar. Amma var mjög listfeng, allt lék í höndum hennar. Sem barn í Landakotsskóla var hún verðlaunuð fyrir handavinnu. Pijónuðu sjölin hennar voru eftirsótt til gjafa og hafa verið send víða um heim. Einn- ig prýða dúkar hennar mörg veislu- borð. Hún var sívinnandi, sat aldrei auðum höndum. Hún skar út í tré og knipplaði á sínum yngri árum og svo var hún amma listakokkur. Mikill gestagangur var á heimili hennar og Stefáns Ólafssonar, afa míns, og átti margur námsmaður og utanbæj armaður þar vísan stað. Fram á 94. aldursárið fór hún daglega til vinnu hjá umboði SÍBS á Grettisgötu 26, þar sem rætur fjölskyldu hennar liggja. í mörg ár vann hún jafnframt á Þjóðminja- safni íslands við gæslu í sýningar- sölum. Dags daglega klæddist hún peysufötum og vakti því oft at- hygli erlendra gesta, sem voru óþarflega aðgangsharðir við að m m A á* Blomastofa FriÓfmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Þ.ÞORBRÍMSSON&CD flRFT HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 SKIPA PLÖTUR - INNRÉTTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR IWCHÓLFMEÐHURÐ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - B0RÐPLÖTUR N0RSK VIÐURKENND HÁ GÆÐA VARA Þ.ÞORBRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÞÓRIR EGGERTSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni ménudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Aðalheiður S. Kjartansdóttir, Eggert H. Kjartansson og fjölskyldur. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLfNU GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Njörvasundi 10, verður gerð fré Fossvogskirkju mánu- daginn 19. febrúar kl. 13.30. Sigurður Emil Agústsson, Helga Sigurðardóttlr, Sigurður Harðarson, Guðjón Sigurðsson, Sigríður Pálsdóttir, Hermann Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir, Gréta Sigurðardóttir, Sveinbjörn Sœvar Ragnarsson, Kristin Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.