Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 21 ekki út í hött.“ Það kemur smáþögn í samtalið og Grétar notfærir sér tækifærið og spyr blaðamann hvernig honum hafi fundist fötin og á þar við búningana, sem sjá má hér til hlið- ar og þau Sigga og Grétar notuðu í keppninni. Eg svara að mér hafi fundist þeir viðeigandi við þetta tækifæri, en hafi ákveðnar efa- semdir um annað notagildi þeirra. Hann brosir lítið eitt, greinilega vanur því að menn hafi mjög ákveðnar skoðanir á búningunum og láti þær ótvírætt í ljós. Eg spyr á móti hvort til standi að nota þá í Júgóslavíu, en hann segir slíkar ákvarðanir ekki liggja á borðinu enn. Ertu farinn að hlakka til? „Já, það er komin svona ákveðin eftir- vænting og viss spenna í mann og svo fer alls konar undirbúning- ur, æfingar, myndbandsgerð og annað í gang bráðum. Ég hef ver- ið að tala um hvað vinna vegna Evrósjón hafi verið mikil, en hún er náttúrulega bara rétt að byrja þegar maður leiðir hugann að því hvað er eftir.“ En ertu hvergi smeykur? ... að þetta fari ekki nógu vel í Júgó- slavíu, eins og dæmi eru til um? Álög 16. sætisins og það allt? „Veistu það, ég leyfi mér bara ekki að hugsa um það. Hvorki 16. sætið né eitthvað annað. Það kem- ur bara í ljós hveiju þessi vinna skilar okkur og við tökum því þá bara. Ég er bjartsýnn á þetta og við höfum mikinn metnað — bæði fyrir okkar hönd og þjóðarinnar." vanta meiri ,karakter‘ og það er hlutur, sem þarf að hafa fyrir og Ég hef orð á því að mér finnist hún gefa meira af sjálfri sér á sviði heldur en heyra má á plötum og hún tek- ur undir það. „Ég er sammála þér um það. Góðir áhorfendur gefa manni mikið og það endur- speglast í söngnum. Stemmn- ingin getur haft allt að segja og ef hún er fyrir hendi á góðu sveitaballi eða svoleiðis, þá gef ég líka allt sem ég á. Þá nær maður virkilega að skína.“ Hvernig finnst þér að vinna í söngvakeppni ríkissjónvarpsstöðv- arinnar? „Það er auðvitað æðislega gam- an, auk þess sem þessu fylgir mik- il kynning á okkur og því sem við erum að gera. Og við höfum aldrei sungið fyrir annan eins Ijölda.“ Er gaman að vera heimsfræg á Is- landi? „Ég finn voða lítið fyrir því, nema það er hringt voða mikið . .. kannski einum of mikið stundum. Tala nú ekki um þegar farið er að hringja í ömmu mína og alnöfnu fyrir misskilning. Og það er varla farandi í strætó eða út í búð leng- ur. En heimsfrægðin hérna heima þjakar mig nú ekki.“ En ef hún gæti gert hvað sem hún vildi, hvað þá? „Það væri auð- vitað skemmtilegast ef ég gæti ver- ið að vinna eitthvað sóló, gefa út plötur og halda tónleika. Þá væri maður ekkert í þessari eilífu ball- spilamennsku, en það er bara eng- inn grundvöllur fyrir slíkt. Þetta er lítill markaður og maður verður að gera sitt besta til þess að hafa í sig og á.“ Þú hefur aldrei gefist upp á þessu öllu? „Jú, það hefur komið fyrir eftir miklar tarnir að ég hafi verið farin að spyija sjálfa mig hvort nú sé ekki nóg komið og verið að velta því fyrir mér að fara bara í 'venju- lega 9-5 vinnm En síðan þegar ég fæ frí í eina, tvær vikur þá er mig byijað að klæja í hálsinn eftir að syngja. Þetta er það sem ég hef mestan áhuga á og það bætir ekki úr skák að þetta er vanabindandi andskoti.“ BÓKHALD ER BÖL Og nú, með tilkomu virðisaukaskattsins, kemst þú ekki leng- ur upp með að henda gögnunum í bókhaldsmanninn einu sinni á ári, rétt fyrir skattskýrsluskil. Við fullyðum: Forritið Vaskhugi er ódýrasta og jafnframt fljót- virkasta lausnin á vandanum. Þú færir—tekjur og gjöld ámettíma. Auk þess prentar Vaskhugi sölureikninga, kröfu- lista, skuldalista o.s.frv. Þú sérð afkomu starfseminnar strax. - Eftir febrúar er of seint að gera ráðstafanir vegna jan.-feb., þótt skilin á VSK fari ekki fram fyrr en 5. apríl. Kauptu því Vaskhuga strax og notaðu hann í viku. Ef hann hentar ekki endurgreiðum við, óháð ástæðum. Vaskhugi er á kynningarverði út febrúar, kr. 9.900 (+VSK). r- Islensk tæki, Garðatorgi 5, sími 656510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.