Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 39
MORgUNBLAÐJÐ FOLK I FRETTUM iSUNNUDAOUR Í8. ;FEBRÚAR 1990, j- 39 EUROVISION 16. sætið oftiolað — stefhum hærra! Eg vil engu spá um sæti, en það er ekkert launungar mál að mér líst afar vel á að fara til Júgóslavíu og fylgja þessu lagi eftir. Ég stefni að því að gera betur en að endurheimta 16. sætið, það er orðið ofnotað hjá okkur og kominn tímjtil að breyta til,“ segir Hörður G. Ólafsson höfundur lagsins „Eitt lag enn“ sem sigraði eins og kunnugt er í samkeppni dægurlaga fyrir skömmu og var þar með útvalið sem lag íslands í næstu sönglagakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna sem fram fer í vor. Hörður er Sauðkrækingur og lék áður m.a. með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ertextahöfundur lagsins, Jón Kjell útsetjari, en Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteins flytja það. Morgunblaðið spurði Hörð hvort hann gerði mikið af því að semja og hvort að sigurlagið væri gamalt eða nýtt úr smiðju hans. „Ég hef leikið með hljómsveitum frá því ég var 12 ára gamall og lagasmíðar eru eitt af stóru áhugamálunum, lagasmíðar og veiðiskapur eru númer eitt og tvö. Samt hef ég ekki verið duglegur að koma lögum mínum á framfæri. Lagið getur ekki talist gamalt, ég samdi það fyrir tveimur árum, vann það fyrir keppnina í fyrra, en þá var lokað á það fyrirkomulag og nokkrir höfundar voru fengnir til að semja fyrir keppnina. Ég ákvað þá að geyma það og leggja það fram síðar og tækifærið kom núna. Þá vil ég geta þess, að það var afráðið að Grétar og Sigríður flyttu lagið ef það kæmist áfram.“ Nú er það gjarnan mjög hressileg sveifla sem kemur með dægurlögum að norðan, er þetta einhver norðlensk lína? „Nei, ekki aldeilis, þetta er gamla góða sveiflan frá 1930 og reynslan sýnir að hún er einhver besta stuðformúla sem til er. Ég var líka mjög ánægður með hvemig lagið skilaði sér og ánægður með að lögin öll voru flutt „life“. Það getur spillt hljómnum, en gerði það ekki í þessu tilviki. Þetta kom vel út og ég vona að það geri það einnig í Júgóslavíu. Ég geri ráð fyrir að Iandsmenn hugsi til okkar, ekki síst félagar mínir í hljómsveitinni Styrmingu, Kristján Gíslason, Karl Jónsson ogÆgirÁsbjömsson,“ sagði Hörður að lokum. Hörður G. Ólafsson Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Aðstandendur lagsins að Herði undanskildum en hann var að bijótast norður í ófærð er myndin var tekin. Þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Jón Kjell, Grétar Örvarsson og Sigríður Bein- teins voru að snæða saman á Hard Rock í Kringlunni. Guðrún Gunnarsdóttir, tannlæknir hefur hafið störf á tannlæknastof- unni, Tjarnargötu 16. Viðtalstími frá kl. 8.00-13.00 í síma 10086. Þetta er Ingimar Flóvent. Hann var bara 3 vikna gamall þegar hann kom í fyrsta sinn á Hard Rock Café. í dag er hann tæplega eins árs og hefur komið samtals 8 sinnum. Honum finnst Hard Rock Spari-ís bestur. Snemma beygist krókurinn að því sem verða vill. Sýnishorn af matseðli: Hard Rock & Roll Chili 395,- 495,- Hvítlauksbrauð 120,- „Dálæti Tomma“ - meiri háttar 1390,- ,,Lasagna“ Ítalía með hvítlauksbrauði 550,- Grísasamloka 795,- Möllers Ali-grís ,,Oriental“ 1290,- Glóðarsteiktur lax 790,- 990,- Hard Rock hamborgari 655,- „California Club“ samloka 790,- Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.