Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 Siðferðilega óælt Nú geta bandarískir hvalavinir snætt íslenskan fisk með góðri samvisku, en því fer samt fjarri að meðvitað fólk geti látið hvað sem er ofan í sig. Tugir, ef ekki hundruð herferða eru í gangi hér í landi gegn alls kyns mat- vöru, sem telst vera vistfræðilega, þjóðfélagslega eða siðferðilega óæt. Tökum hvalavini sem dæmi. Þeir hafa fengið grænt ljós á að sporðrenna íslenskum þorski, en vei þeim sem fengi sér samloku með túnfisksalati. Kyrrahafsflot- inn drepur tugþúsundir höfrunga á hveiju ári í dragnótum sínum, en höfrungamir halda sig yfirleitt fyrir ofan túnfisktorfur og gjalda fyrir það háttalag með lífi sínu. „Ef þú vissir hve margir höfrung- ar deyja fyrir túnfísksamlokuna þína myndirðu missa matarlyst- ina“ fullyrðir auglýsing frá Green-. peace-samtökunum. Bannvörur fyrir dýravini og umhverfísvemdarsinna eru ótelj- andi. Kálfar og kjúklingar em víða aldir upp við ómannúðlegar að- stæður og verða menn helst að kynna sér af hvaða búgarði kjötið kemur og athuga svo hvort hann fær grænt ljós frá dýravemdar- samtökum. Menn verða heldur ekki bara að gæta að því sem þeir éta.. Fínar frúr í refapels- um með eymalokka úr fílabeini eru í álíka miklum metum og fólk sem sparkar í hundinn sinn og sveltir gullfiskana. Snyrtivömr má helst ekki kaupa nema þeim fylgi skjal um að þær séu ekki of- næmisprófaðar á dýmm. Fáfræði er engin afsökun í heimi hinn- ar siðferðilegu neyslu. Auglýsingar í blöðum og tímarit- um vekja öðm hveiju athygli almennings á ákveðnum bannvör- um og ef mönnum er alvara með að vera einhveijum málstað til þægðar er hægt að fá „bannlista“ hjá viðkomandi samtök- um. Grænfriðungar og aðrir skyldir era ekki einir um að heija gegn „óæskilegum“ vörutegundum. Her- ferð gegn Coors- bjórnum hefur verið í gangi í mörg ár, en mörgum þykja þeir Coors-bræður sem brugga hann vera hinir verstu afturhaldsseggir. Þeir ráða helst ekki konur eða blökkumenn í vinnu til sín, beijast grimmt gegn stofnun verkalýðs- félaga og senda dijúgan hluta af áfengisgróðanum til Kontra- skæmliða. Það er bót í máli að bjór þessi er hið versta glundur og má því segja að góður smekkur og göfugar hugsjónir fari saman. Em þessar herferðir árang- ursríkar? Sumar, aðrar ekki. Mót- mæli gegn fjárfestingum fyrir- tækja í Suður-Afríku áttu mikinn þátt í ákvörðun margra þeirra að selja eignir sínar þar. Herferð gegn Nestlé bar árangur eftir mörg ár þegar fyrirtækið ákvað að hætta að selja þurrmjólk í þriðja heiminum, en þurrmjólkin vartalin draga úr bijóstagjöf og valda barnadauða þar sem mjólkurduft- inu var blandað í sýkla- og sníklamengað vatn. Kyrrahafs- flotinn er hins vegar ennþá að og íslendingum tókst að þreyja þor- rann og góuna á „bannlista“ Grænfriðunga. íslendingar hafa kannski eitthvað lært af þeirri reynslu, en það urðu ekki svo lítil læti þegar íslenskur ráðherra stakk upp á því að fólk sniðgengi kindakjöt ef lausagöngu sauðfjár linnti ekki. Stundum em fyrirtæki meðvit- aðri en kúnnamir. Eitt sinn þegar ég fékk mér kaffi á skyndibitastað var því hellt í venjulegt plastmál en ekki úr einangmnarplasti, eins og venjan var. Tilkynning uppi á vegg sagði ástæðuna fyrir þessari breytingu vera þá að nýjar upplýs- ingar hefðu leitt í ljós að fram- leiðsla á einangrunarplasti stuðl- aði að eyðingu ósonlagSins. Það er líklega skárra að brenna sig á fingranum en að brenna upp ósón- lagið. Stundum gerist ég þó sekur um að kaupa það sem mig langar í án þess að setja mig fullkomlega inn í hugsanlegar afleiðingar kau- panna á þjóðfélagið og umhverfíð. Fáfræði er engin afsökun, en hún skemmir að minnsta kosti ekki matarlystina. Rán og rupl og alls enginn ábyrgur Spilling er alls ekki óþekkt fyrirbæri hér í Osló, þó marg- ir hafí svo sem viljað láta vera að gera svona mikið úr henni. Lesendur Morgunblaðsins hafa líklega undrast þegar fréttir bár- ust heim um mikið spillingarmál í borginni, en íbúar hennar era enn að fá yfír sig nýjar og nýjar hliðar þessa máls. Allt byijaði þetta þó frekar meinleysislega. Jú, það komst upp að verktakafyrirtæki eitt hafði þénað nokkuð hundrað þúsund krónur á því að gera við og endurbæta rafmagnskerfi hjá opinbemm stofnunum. Málið var bara að þetta þarfnaðist alls ekki viðgerðar. Skömmu síðar kom upp úr dúrnum að annað sams konar fyrirtæki hafði feng- ið tæpar tvær milljónir króna greiddar fyrir að gera við sund- laug í eigu borgarinnar, nema hvað viðgerðin fór aldrei fram, þó reikningurinn hefði verið greiddur og málið talið afgreitt. Þegar hér var komið sögu, fóm starfsmenn borgarinnar að ókyrrast undir ágangi blaða- manna. Því var lýst yfir að mál- ið yrði rannsakað af fulltrúum borgarinnar. Síðan hefur um- fang þess heldur betur aukist. Dæmin um stórfellda spillingu og vanrækslu hafa streymt fram í dagsljósið. Vörabílstjórar, sem hafa ekið fyrir borgina, hafa fengið 450% hærri greiðslu en taxti segir til um. Lóðir og hús í eigu borgar- innar hafa verið seld á innan við hálfvirði, og síðan endurseld nokkmm dögum síðar, ogjafnvel borginni sjálfri, á fullu verði. Umsjónarmenn barnaskóla hafa komist að því að verktakafyrir- tæki hafa sett upp tvöfalt hita- kerfi í skólunum, þ.e.a.s. tvennt af öllu, þó aðeins annað virki. Raunar hafa mörg hundruð reikningar verið greiddir fyrir vinnu sem aldrei hefur verið innt af hendi. Þegar hér var komið sáu hátt- settir borgarstarfsmenn að í óefni stefndi og lýstu yfír að sérstök nefnd myr.di rannsaka málið, nefnd sem í væru fulltrúar utan borgarinnar. 011 skjöl, reikningar og samningar síðustu fjögurra ára yrðu skoðaðir. Kvöldið eftir þessa yfírlýsingu var gerð tilraún til að bijóta upp peningaskáp sem geymdi skjöl af þessu tagi. Það sem fólki þótti verst var að peningaskápurinn er í miðju ráðhúsi borgarinnar. Skömmu síðar var fjöldanum öll- um af skjölum sem varða málið stolið úr ráðhúsinu, skjölum sem einmitt geta sannað sekt meintra svikahrappa. Þau voru geymd í risastóm herbergi með stálhurð, sem aðeins tveir lyklar gengu að. Það „gleymdist“ hins vegar að athuga, að það era bakdyr á herberginu, og rúmlega 70 aðilar hafa lykil að þeim dymm. Svona hefur málið hlaðið utan á sig síðustu daga og vikur, og það virðist ekkert lát ætla að verða á því. En eins og svo oft áður, þá er enginn reiðubúinn til að taka á sig neina ábyrgð. Stjórnmálamennirnir segja svona hluti ekki í sínum verka- hring og borgarstarfsmennirnir segja þetta pólitískt mál. Meðan ásakanirnar ganga á víxl, þykir samt Ijóst að þeir stjórnmála- menn sem áttu að hafa umsjón með málinu, gjaldi þess í næstu borgarstjórnarkosningum og nokkrir hafa raunar þegar verið úrskurðaðir „dauðir“. Það kemur hins vegar á óvart, hversu lítið er gert úr hlut stjórn- málamanna í málinu. Blaðamenn hér minnast lítið sem ekkert á þá í. umfjöllun sinni og enginn er dreginn til ábyrgðar. Hér er ekki litið á þetta mál sömu aug- um og íslenskir fjölmiðlar litu t.d. á Hafskips/Útvegsbanka- málið. Skrýtið! Samviskubit af að henda í ruslið Frá Onnu Bjarnadóttu r í ZÍÍRIC Hendir þú greiðslukortum og öðrum kortum úr sama efni í raslið þegar þau era útrunnin? Það er ekki nógu gott. Þessi kort era nefnilega úr PVC gerviefninu sem skaðar umhverfið þegar það er brennt á sorphaugunum. Eða hendirðu kaffikorgnum þegar búið er að hella upp á? Það er fullkom- in sóun. Garða- og stofublóm þrífast nefnilega ljómandi vel í honum. Eða svo segja svissneskir kaffihúsaeigendur að minnsta kosti. Þeir hafa tekið höndum sam- an um að gefa þeim viðskiptavin- um sem þess óska, korg í poka til að taka með sér heim í áburð. Þar með gera þeir blómaræktendum greiða og minnka um leið hjá sér ruslið. Að draga úr drasli sem lendir á sorphaugunum er hluti daglegr- ar lífsbaráttu í Sviss. Og Sviss- lendingar taka hana grafalvarlega - kannski er það ástæðan fyrir að þeir hafa það svona gott. Hér á þessu heimili er til dæmis svo til allur pappír bundinn saman í böggla og settur út fyrir hlið ann- an hvern mánudag en þá koma pappírskarlarnir. Flöskum, sem ekki er hægt að skila, er safnað í körfu og meiningin er að henda þeim í gamalglerstunnur sem era víða um borgina. Því miður er engin þeirra þægilega staðse.tt fyrir mig svo flöskurnar enda oft í ruslinu, sérstaklega þegar fjöldi vín- og áfengisflaskna er orðinn skammarlegur. Rafhlöðum er safnað í poka og skilað út í búð en verslunarkeðjan gengur þannig frá þeim að eitrið fer ekki út í umhverfíð. Og ég gef grænmetis- kaupmanninum alla búðarplast- pöka og"eggjabakka sem mér ber- ast. En álpappír, grænmetishýði og matarafgangar fara í ruslið og ég hendi matarolíu. Það er auðvit- að agalegt. Allt á þetta heima annars staðar og samviskubitið nagar mig oft en letin hefur yfir- höndina. Til að hvetja lata og kærulausa borgara til dáða í ruslflokkun hafa þó nokkur bæjarfélög gripið til þess ráðs að selja sérmerkta rusla- poka dýrum dómum. í Zúrich kosta 20 35-lítra pokar um 2,50 sv. franka (95 ísl. kr.) en í meðvit- uðum bæjarfélögum kostar stykk- ið yfirleitt einn franka eða 38 krónur. Og öskukarlarnir hirða bara þessa poka. Fólk hugsar sig því tvisvar um áður en það hendir nokkrum hlut. Það er með eina tunnu fyrir lífræn efni sem rotna og verða nýtanleg í áburð og aðr- ar fyrir ál, gler og pappír sem hægt er að endurnýta. Það safnar gömlum fötum og tuskum í poka hjálparstofnana en þær dreifa pok- unum af og til í hús og hirða þá nokkrum dögum seinna og það hendir umbúðum utan af eiturefn- um í eiturefnaruslatunnur. Svo mætti lengi telja þangað til varla nokkuð er eftir til að fara með á haugana. Sumt fólk er svo passasamt að það rífur utan af hlutum úti í búð ef því ofbýður pakkningin og skil- ur draslið þar eftir. Verslunarkeðj- ur keppast við að draga úr umbúð- um og hafa þær sem umhverfis- sinnaðastar. Sumt smjör er til dæmis komið úr álpappír í ein- hvern plastpappírskenndan og enginn horfir á konuna sem hefur alltaf nokkra bréfpoka með sér út í búð undir grænmeti og ávexti. Hún er auðvitað líka með innkaup- atösku eins og flestir aðrir, hér kosta stórir plast- og bréfpokar tæpar 10 krónur stykkið. Fólk veltir jafnvel vöngum yfír smádrasli eins og plastkortunum fyrrnefndu. En það er væntanlega út af menguninni sem stafár af þeim frekar en plássinu sem þau taka í ruslapokanum. Kortin eru úr plastkvoðuklóríð en það getur valdið súru regni sem drepur skóga þegar það leysist upp. Kort- in verða æ algengari og líklega löngu tími til kominn að gera átak til að forða umbverfinu frá þeim. Framleiðandi kortanna í Sviss, bankar og aðrar stofnanir sem dreifa þeim segjast taka við þeim aftur. Þau eru hökkuð niður og seld til Ítalíu. Þar er efnið notað í bíla- og byggingaiðnað og enn fara engar sögur af skaðsemi þess þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.