Morgunblaðið - 03.03.1990, Page 11

Morgunblaðið - 03.03.1990, Page 11
M0RGUNBL4ÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990 11 tH— Blýantur og dúkrista Myndlist BragiÁsgeirsson í Ásmundarsal getur að líta ýmsar tilraunir ungrar listspíru til að fóta sig á vettvangi listar- innar. Er hér um fyrstu svningu Hös- kuldar Harra Gylfasonar að ræða og stendur hún einungis fram að vikulokum. Höskuldur Harri lauk námi úr grafíkdeild MHÍ, og stundaði einnig um skeið nám í málunar- deild, en myndirnar á sýningunni eru afrakstur sjálfstæðrar vinnu, eftir að hann hætti námi við skólann. Það er vafalítið rétti hátturinn að nota listaskóla sem miðil til að auka sem mest við alhliða þroska sinn á listasviði og leggja svo allan kraft í frjálsa listsköpun er námi lýkur. Þetta virðist Höskuldur Harri hafa gert sér ljóst, enda sýnist mér hann hafa tekið hlutina fastari tökum utan skóla en inn- an. Að vísu er hann á margskiptu tæknisviði og eðlilega dreifast þá kraftamir. Á sýningunni eru þannig allt í senn olíumálverk, blýantsriss, myndir unnar í trélit, túski og svo dúkristur. Málverkin verða að teljast veigamest á sýningunni, og í þeim kemur fram viss litræn kennd á umbúðum, sem um margt minnir á nýbylgjumálverkið. En styrkur Höskuldar virðist enn sem komið er einna helst felast í blýantsriss- unum og dúkristunum, og hefði maður gjaman óskað þess, að öll Höskuldur Harri Gylfason sýningin væri undirlögð þeim til- þrifum sem þar koma fram. Það er kíminn og hreinn tónn, sem er aðal þessara mynda og skurðurinn í dúkristunum ein- kennist af tilfinningu fyrir tækn- inni og viðfangsefninu. Þó saknar maður þess, að gerandinn skuli ekki vinna sínar bestu myndir gagngerðar í stærra formi. Og hvað blýantsrissin tvö snertir, er þeirra listræna vægi öllu meiri að mínum dómi en allra samanlagðra pennateikninganna. Það verður fljótlega ljóst við skoðun sýningarinnar, að mikið og ónumið land virðist blasa við hinum unga manni á vettvangi þessa tveggja tæknisviða og ber að óska þess, að honum takist að rækta sinn garð með miklum ágætum. £& JOHNSON & WALES ^UNIVERSITY Hyggur þú ú framhaldsnúm? Fulltrúi frá Johnson og Wales verður með kynningarfund á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, þann 4. mars nk. kl. 15.00 Johnson og Wales er einn af virtustu viðskiptaháskólum Banda- ríkjanna og býður m.a. upp á nám í eftirtöldum námsgreinum sem allar teljast lánshæfar hjá LIN: S A. S. „HotehRestaurant Management“ B. S. „Hospitality Management“ B.S. „HotehRestaurant/Institutional Management“ B.S. „Travel-Tourism Management“ B.S. „Retail Mercandise Management“ M.S. „Hospitality Administration“ Æ JOHNSON &WALES ^ UIMIVERSITY Providence, Rhode Island, USA GALLERÍ BORG-Grafík og LISTINN, innrömmimarverkstæði (áður til húsa í Brautarholti 16) opna sameiginlega nýtt, glæsi- legt húsnæði að Síðumúla 32 í dag kl. 14. Gallerí Borg - Grafík sýnir þar og selur grafíkverk, pastel- og vatnslitamyndir í úrvali eftir landsþekkta listamenn. LISTINN, innrömmunarverkstæði rammar inn allar gerðir mynda, stórar sem smáar, einar sér og heilu sýningamar. Álrammar og trérammar í miklu úrvali. Vönduð þjónusta. í tilefiii opnunarinnar bjóðum við viðskiptavinum okkar og öðmm vinum að heim- sækja okkur í dag milli kl. 14 og 16 og þiggja léttar veitingar. Iistinn hf. INNRÖMMUN Sími 67 9025 Gerið svo veí, reynið viðskiptin í Síðumúla 32. BORG Sími67 9065

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.