Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
21
Panamaforseti
sveltir um tíma
Panamaborg. Reuter.
GUILLERMO Endara, forseti Panama, hóf ótímabundið hungursvelti
í gær til þess að sýna samstöðu með fátæku fólki í landinu. Skýrði
hann frá þessu á þingi í íyrradag er þing var kvatt saman í fyrsta
sinn stjórnarbyltinguna í desember sl.
Endara sagði að Panama þyrfti Bandaríkjastjórn hafði samþykkt
á skjótri erlendri aðstoð að halda að veita Panama efnahagsaðstoð
til þess að reisa við efnahag lands- að upphæð einn milljarður dollara,
ins. Neitaði hann því að hungur- jafnvirði 60 milljarða ísl. króna, en
svelti sitt stæði í sambandi við taf- þingið hefur ekki afgreitt það mál
ir sem orðið hafa á því að Panama að öllu leyti.
bærist bandarísk aðstoð. Endara hyggst dvelja í dómkirkj-
unni í Panamaborg meðan á fös-
tunni stendur.
Reuter
Listin metin
Listfenginn maður virðir fyrir sér frummynd af Jóhannesi skírara eft-
ir Caravaggio í í Capitoline-sfninu í rómaborg. Til hægri er eftirlíking
en í rúm tvö hundruð ár höfðu sérfræðingar árangurslaust brotið heil-
an um hvor myndanna væri frumgerðin. Sú gáta leystist ekki fyrr en
nú nýverið og þá með hjálp háþróaðra tölvutækja.
Grænland:
107 hrefti-
ur og21
langreyður
Grænlenska hvalveiðikvótanum
fyrir þetta ár hefur nú verið skipt
upp á milli sveitarfélaganna en
um er að ræða 107 hrefhur og 21
langreyði.
Við skiptingu kvótans að þessu
sinni var tekið tillit til íbúafjölda,
fjölda báta, sem búnir eru til hval-
veiða, og til atvinnuástandsins al-
mennt á hveijum stað. Áð öðru leyti
er skiptingin þannig, að 95 hrefnur
og allar langreyðamar koma í hlut
Vestur-Grænlendinga en Austur-
Grænlendingar fá 12 hrefnur.
Austur-Þýskaland:
Reagan í
kosninga-
slaginn
Austur-Bcrlín. Reuter.
RONALD Reagan, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, ætlar að taka þátt í
kosningabaráttunni í Austur-
Þýskalandi að sögn austur-þýsku
fréttastofúnnar ADN.
Reagan ætlar að koma fram á
kosningafundi Sambands frjálsra
demókrata, bandalags þriggja aust-
ur-þýskra miðflokka sem stofnað var
fyrir nokkrum vikum. Fundurinn
verður haldinn 16. mars næstkom-
andi, tveimur dögum fyrir þing-
kosningarnar í landinu. Að sögn
ADN bað Reagan, sem er 79 ára
gamall, sérstaklega um að fá að
ávarpa fundinn.
DagarGandhi
sem foringja
senn taldir?
Nýju Dehlí. Reuter.
DAGAR Rajivs Gandhi, fyrrum
forsætisráðherra, sem leiðtogi
Kongressflokksins verða líklega
senn taldir. Flokkurinn galt af-
hroð í kosningum í átta ríkjum
og þykja úrslitin í Bíhar í norður-
hluta landsins sýnu verst.
Vestrænir stjórnarerindrekar
töldu miklar líkur á því í gær að
lagt yrði að Gandhi að láta af for-
mennsku í Kongressflokknum
vegna hrakfara flokksins í kosn-
ingnuum til ríkisþinganna. Tapaði
hann meirihluta í sex ríkjum af
átta, hélt velli í smáríkinu Arunac-
hal Pradesh og í flokksvíginu Ma-
harasthra, en þar marði flokkurinn
sigur.
Talningu atkvæða var ekki að
fullu lokið í gær en í Bíhar var þó
ljóst að Kongressflokkurinn fengi
ekki nema helming þess sætafjölda
sem hindúaflokkurinn Janata Dal
myndi hljóta. Ríkið er eitt hið fá-
tækasta og fjölmennasta á Indlandi.
Kosið var um 1.615 sæti í kosn-
ingunum og voru 1.392 þeirra ráðin
í gær. Hafði Janata-flokkurinn unn-
ið 472 þeirra, Janata Dal, fiokkur
Vishanaths Prataps Singhs forsæt-
isráðherra 377 og Kongress-flökk-
urinn 349. Fréttaskýrendur töldu
líklegt í gær að Janataflokkurinn
myndi notfæra sér góða útkomu í
kosningunum til þess að reyna að
hafa meiri áhrif á stefnu minni-
hlutastjórnar Singhs.
Kosningarnar einkenndust af of-
beldi og biðu a.m.k. 90 manns bana
er fylkingum stuðningsmanna
frambjóðenda laust saman. Hörðust
urðu átökin á kjörstöðum er flokkar
manna reyndu að ryðjasat þar inn
og troða sviknum atkvæðaseðlum
ofan í kjörkassa.
Aires
5
Nýi heimurinn heillar:
PERLUR S-AMERÍKU
UM PÁSKA
Þrjú lönd - þrjár heillandi heimsborgir
- Argentína - Brasilía
6. - 20. apríl
- hægt að framlengja
FERÐIN BÝÐUR EINSTAKT
TÆKIFÆRITIL AÐ KYNN-
AST MERKUSTU BORGUM
SUÐUR-AMERÍKU í einni og
sömu ferðinni á besta árstíma og nýta tímann til fulls.
Flugleiðirnar innan S-Ameríku eru stuttar, svo að ferðin
verður ekki erfið. Vegna sérstakra tilboða um flug og gist-
ingu tókst að gera ferðina með ólíkindum ódýra, þótt búið
sé á lúxusgististöðum. Þar hefur einnig notið við reynslu
og kunnáttu Ingólfs Guðbrandssonar, en skipulag
og stjórnun ferðarinnar er í hans höndum.
TILHÖGUN:
SANTIAGO
6. apríl - flug um London beint til Ríó de Janeiro
og áfram til Santiago í Chile, sem er eitt náttúrufeg-
ursta land heimsins og þróaðast af öllum löndum
Suður-Ameríku. Dvalist 3 daga í Santiago, sem
kemur á óvart með glæsilegum byggingum, fögrum
görðum og minnismerkjum. Gist á Crowne Plaza.
Ferð til Valparaiso og Vina del Mar.
BUENOS AIRES
í Buenos Aires er gist á hinu fræga Plaza hóteli í
hjarta mestu menningarborgar á suðurhveli jarðar
með glæsilegar byggingar, tísku, og listalíf að ógleymdum t a n g o - tákni
lífstjáningar borgarbúa. Auk kynnisferðar um borgina verður farið á
argentínskan búgarð.
IGUAZU-FOSSAR
Flogið til Iguazu, stærstu fossa heimsins á landamærum Argentinu, Paraguy
og Brasilíu. Eitt mesta náttúruundur heimsins í miðjum þjóðgarði með
hitabeltisgróðri. Gist á 5 stjörnu Hótel Bourbon.
RÍÓ DE JANEIRO
Á laugardag fyrir páska er komið til glað- ^ r
værustu borgar heims og að margra
dómi hinnar fegurstu og páskar haldnir
í Ríó. Gist á nýjasta lúxushótelinu - Ríó
Atlantica - á miðri Copacabana.
SSSS'" AUSTURSTRÍT, ,7. ,0, REYKJAVÍK , SlMI: (9„ 622 01. 5 62 22 »
Hægt að framlengja ferðina
í Brasilíu og/eða London líftRI
á heimleið.
ln9ÓIÍUr,aröináogiSdur
kyn^mSniyndasýningu.'
NríHEIMUmNNSOO s
'íArstHak, 16.00.
TnnnnX^umn°rðUrdyr'