Morgunblaðið - 03.03.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Aflamiðlun
á hrakhólum
Allri skömmtunarstjóm
fylgir mikið vald, enda
kemur oft til átaka milli hinna
ólíklegustu aðila og um hin
ólíklegustu mál, þegar slík
stjóm er til umræðu. Þessu
höfum við kynnst undanfarna
daga og vikur í umræðum um
svokallaða aflamiðlun, en með
henni er vísað til þess, hvem-
ig háttað skuli stjórn á sölu
fisks á markaði í útlöndum,
fisks sem ekki hefur verið
unninn hér á landi.
Ástæðumar fyrir því að
þessi miðlun er starfrækt em
þær, að mönnum fínnst
reynslan hafa sýnt, að óheftur
útflutningur á óunnum fiski,
hvort heldur með veiðiskipum
eða í gámum, leiddi í senn til
verðfalls á mörkuðum erlendis
og lítillar atvinnu hér. Eðlileg
markaðslögmál hafa ekki náð
eða ef til vill ekki fengið að
þróast á þessu sviði. Á meðan
ástandið er þannig er víðtæk
samstaða um nauðsyn ein-
hvers konar miðstýringar eða
aflamiðlunar, þótt hart hafi
verið deilt um hver hefði hana
með höndum, í hvaða ráðu-
neyti hún skyldi vistuð og nú
síðast, hvar maðurinn við
símann og skrifborðið eigi að
hafa aðsetur.
Við mat á mikilvægi hags-
muna sem em í húfi þegar
hart er deilt má oft fylgja
þumalputtareglu. Ef deiluaðil-
ar takast á um allt, efni máls-
ins, form og heimilisfang er
oftast mikið í húfí. Stórveldi
hafa oft reynt að þreyta hvert
annað fyrir viðræður um við-
kvæm og vandasöm mál með
því að rífast vikum og jafnvel
mánuðum saman um það,
hvemig fundarborð í viðræðu-
salnum skuli vera, hvar menn
ættu að sitja við borðið, svo
að ekki sé minnst á deilur um
fundarstað. Oft er þeim sem
ekki eiga beina aðild að
milliríkjadeilum nóg boðið og
reyna þá að beita þrýstingi til
að knýja fram niðurstöðu í
þrætum um formsatriði,
þannig hefur James Baker,
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, nú sagt, að Banda-
ríkjastjóm hætti fyrr en síðar
að skipta sér af fyrirhugðum
friðarviðræðum Israela og
araba, ef ísraelsstjóm taki
ekki af skarið og sætti sig við
leið, sem vitað er, að liggi til
slíkra viðræðna.
Atvik af þessu tagi af tafl-
borði alþjóðastjómmála koma
upp í hugann, þegar rætt er
um deiluna um aflamiðlunina.
Undanfarið hefur útgáfa á
útflutningsleyfum verið í
höndum utanríkisráðuneytis-
ins, ef til vill era það kynni
manna þar af alþjóðlegri ref-
skák, sem veldur því, hve
flóknar leiðir hafa verið valdar
að því marki að koma nýrri
skipan á skömmtunarstjóm-
ina. Líklegra er þó, að þarna
sé tekist á um svo mikla hags-
muni að jafnt stjómmála-
mönnum sem forystumönnum
hagmsunaaðila sé óljúft að sjá
eftir valdinu í hendur annarra.
Skömmtunarstjórn og valda-
pólitík eiga ætíð samleið.
Nú er hart tekist á um
heimilisfang aflamiðlunarinn-
ar eins og skýrt var frá á
baksíðu Morgunblaðsins í
gær, en þar sagði meðal ann-
ars: „Morgunblaðið hefur upp-
lýsingar um að átökin um það
hvar aflamiðlunin verði stað-
sett séu hörð: Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður
Verkamannasambands ís-
lands, segir að VMSÍ taki
ekki í mál að hún verði til
húsa hjá LÍÚ [Landssambandi
íslenskra útvegsmanna]. Sjáv-
arútvegsráðuneytið hefur
boðið fram húsnæði auk LÍÚ,
svo og Fiskifélag íslands og
Samtök fískvinnslustöðva.
Sigurbjörn [Svavarsson, for-
maður stjómar aflamiðlunar-
innar] kvaðst éiga von á að
því að ákvörðun um staðsetn-
ingu aflamiðlunarinnar yrði
tekin á fundinum á mánu-
dag.“ Og enn segir í sömu
frétt: „Málið er á viðkvæmu
stigi, þar sem talið er að náist
ekki sátt um staðsetriinguna
muni Verkamannasambandið
kalla fulltrúa sinn í stjórninni
út. Slík ráðstöfun kallar svo
að öllum líkindum á það að
utanríkisráðherra afturkalli
samþykki sitt.“
Um þessa deilu þarf ekki
að hafa fleiri orð. Afíamiðlun-
in er á hrakhólum vegna
valdsins sem felst í skömmt-
unarstjóminni.
T
Norrænt samstarf
á vegamótum
eftir Þorstein Pálsson
Alla þessa viku hefur þing Norð-
urlandaráðs staðið yfir í Reykjavík.
Þessi þing Norðurlandaþjóðanna
eru æði umfangsmikil enda koma
hingað til lands af þessu tilefni um
1.000 manns; þingmenn, ráðherrar,
embættismenn, sérfræðingar og
blaðamenn.
Mörgum fínnst sem umfang
þessara þinga sé orðið af mikið og
árangurinn ekki í réttu hlutfalli við
ræðuhöld, pappírsframleiðslu og
veislufagnað af ýmsu tagi sem jafn-
an fylgir slíkum viðburðum.
Ekkert er eðlilegra en skatt-
borgarar velti því fyrir sér hvort
forystumenn þjóðanna séu orðnir
fastir í einhvetju fari, sem áður
skilaði árangri, en sé nú við haldið
vegna þess að aldrei megi neinu
breyta. Ýmislegt bendir til að nor-
rænt samstarf sé nú á tímamótum
og því er ástæða til þess að hug-
leiða spumingar af þessu tagi.
Árangur norrænnar samvinnu
Enginn dregur í efa að norrænt
samstarf á sér djúpar og sterkar
rætur. Þjóðirnar eiga í svo mörgu
tilliti sameiginlegan menningararf
og þær eru í málsamfélagi ef Finnar
eru undanskildir.
Þó að hver þjóðanna hafi sín
sterku sérkenni hefur þjóðfélags-
gerðin á þessari öld mótast með
svipuðum hætti. Á það er einnig
að líta að á mörgum sviðum gilda
sömu meginreglur á stjórnarfari og
löggjöf.
Samstarfið á vettvangi Norður-
landaráðs hefur með mjög ótvíræð-
um hætti skilað miklum árangri,
ekki síst á sviði menningar- og fé-
lagsmála. Það hefur verið okkur til
styrktar, sem fámennri, sjálfstæðri
þjóð, og við höfum notið góðs af
fjölmörgum sameiginlegum verk-
efnum, sem ráðist hefur verið í að
frumkvæði Norðurlandaráðs.
Gagnrýni á veisluhöld á þessum
vettvangi stafar fremur af því að
menn hafa ekki fundið margt annað
til þes’s að gagnrýna í störfum ráðs-
ins. Hitt er alvarlegra ef menn fara
að efast um frumkvæði og mögu-
leika Norðurlandaráðs til þess að
takast á við ný verkefni í heimi
þeirra miklu breytinga sem við lif-
um um þessar mundir.
„Grasrótarsamvinna"
Það er einnig vert að hafa það
hugfast að Norðurlandasamstarfið
byggir á miklu víðtækari samvinnu
en á sér stað á vettvangi þing-
mannasamkomu eins og Norður-
landaráðið er eða ráðherranefnda
og embættismannastarfshópa. Sé
einhvers staðar hægt að tala um
„grasrótarsamvinnu", þá er það
veruleiki á Norðurlöndum. Það er
tæplega hægt að nefna nokkur fé-
lög, samtök eða stofnanir sem ekki
eru þátttakendur í norrænu sam-
starfi af einhveiju tagi. Segja má
að þetta sé hinn fijósami akur nor-
ræns samstarfs og hann þarfnast
ekki pólitískra eftirlitsmanna.
En þau nýju verkefni sem nú
blasa við eru mörg hver þess eðlis
að þau verða ekki leyst innan landa-
mæra Norðurlandanna. Þau krefj-
a’kt miklu víðtækari alþjóðlegrar
samvinnu. Það er ekki síst í þessu
ljósi sem nauðsyn endurskoðunar á
störfum Norðurlandaráðs er nauð-
synleg og óhjákvæmileg. Þar mega
gamlar venjur og hefðir ekki útiloka
breytingar sem nauðsynlegar eru í
ljósi nýrra aðstæðna.
Nauðsyn víðtækari samvinnu
Á undanförnum þingum Norður-
landaráðs hafa farið fram miklu
meiri umræður um alþjóðamál en
áður. Fyrrum voru slíkar umræður
algerlega forboðinn ávöxtur. En
þessar umræður hafa ekki leitt í
ljós að ný alþjóðleg viðfangsefni
verði leyst á vettvangi lýorðurlanda-
ráðs. Þvert á móti hafa þær skýrt
að ný viðfangsefni á þessu sviði
kalla á víðtækara alþjóðlegt sam-
starf.
Hér má til að mynda nefna verk-
efni á sviði umhverfismála. Að vísu
er það svo að Norðurlöndin sjálf
geta hvert fyrir sig og í samvinnu
sín á milli tekið höndum saman um
mörg mikilvæg verkefni. Stofnun
sérstaks verkefnasjóðs í þessu skyni
er ótvírætt merki um árangur í
starfi ráðsins og um leið er hann
viðleitni til þess að tengja verkefni
á sviði umhverfismála við lönd utan
Norðurlandanna. Á hinn bóginn
má ljóst vera að Norðurlandaþjóð-
Þorsteinn Pálsson
„Þessi hljóðláta bylting
hefur skapað nýja Evr-
ópumynd. Norður-
landaráð má ekki daga
uppi sem nátttröll
gagnvart þessum nýju
breytingum eins og Al-
þýðubandalagið hefur
gert hér heima.“
irnar þurfa að leita miklu víðtækari
alþjóðlegrar samvinnu ef þau ætla
að vera virkir þátttakendur í að-
gerðum til þess að stemma stigu
við mengun. Hún gerir engan grein-
armun á landamærum eða lögsögu-
mörkum landhelgi og lofthelgi.
Þá má nefna í þessu sambandi
að Norðurlandaþjóðunum hefur
ekki tekist að koma á virku efna-
hagsbandalagi. Rétt er að hafa í
huga að mikilvægustu markaðs-
hagsmunir Norðurlandaþjóðanna-
eru á öðrum markaðssvæðum. Eðli-
legt er því, út frá þessu augljósu
hagsmunum, að menn leiti lausna
á þessu sviði í víðtæku, alþjóðlegu
samhengi.
Fjórar Norðurlandaþjóðanna eru
aðilar að EFTA en Danir á hinn
bóginn aðilar að Evrópubandalag-
inu. Nú standa fýrir dyrum samn-
ingaviðræður um sameiginlegt
efnahagssvæði EFTA og Evrópu-
bandalagsins. Markmiðið með þeim
viðræðum er að tengja ríki EFTA
við löggjöf Evrópubandalagsins um
innri markað. Með því móti á að
ryðja úr vegi hindrunum í viðskipt-
um með vörur, þjónustu og fjár-
magn.
Vonandi leiða þessar viðræður
fljótlega til niðurstöðu. En eins og
sakir standa verður auðvitað ekkert
fullyrt um að lausn fáist á þeim
grundvelli sem rætt hefur verið um
að undanförnu. Hugsanleg aðild
Austurríkis að Evrópubandalaginu,
sem nú er líklegri en áður var tal-
ið, getur breytt miklu um stöðu
EFTA.
Þörf á nýjum vettvangi
Ljóst er að Norðurlandaþjóðirnar
þurfa að byggja upp vettvang fyrir
pólitískt samráð og ákvarðanir í
tengslum við þetta nýja efnahags-
svæði sem nú er stefnt að. En það
væri tvíverknaður að hafa slíkan
vettvang bæði innan Norðurlanda-
ráðs 'og innan þessa nýja efnahags-
svæðis.
Takist menn ekki á við verkefna-
vanda og skipulagsvanda af þessu
tagi er hætt við að fljótlega flæði
undan Norðurlandaráði og það njóti
ekki þeirrar virðingar og þess trún-
aðar sem nauðsynlegur er. Þess
vegna er nú rétti tíminn til þess
að fjalla um breytingar á skipan
og hlutverki Norðurlandaráðs sem
augljóslega stendur á krossgötum.
Einnig er ástæða til þess að sýna
skattgreiðendum á Norðurlöndum
meiri tillitssemi með því að kostnað-
arreikna fyrirfram hugmyndir og
tillögur um öll þau nýju, góðu verk-
efni sem menn vilja hrinda í fram-
kvæmd á þessum vettvangi. Það
er eðlileg og sjálfsögð krafa með
því að öll löndin standa frammi
fyrir þeim vanda að ofvöxtur hefur
hlaupið í ríkisumsvifin.
Ný Evrópumynd
Breytingarnar í Austur-Evrópu
sýna einnig að viðfangsefni á sviði
varnar- og öryggismála munu hér
eftir sem hingað til byggjast á
víðtækari samvinnu en getur átt sér
stað innan Norðurlandaráðs. Sósíal-
isminn er búinn að vera og ekki er
ólíklegt að við fáum belti hlutlausra
ríkja allt frá Svartahafi til Eystra-
salts; ríkja sem leita nú að markaðs-
lausnum í stað sósíalisma. Þessi
hljóðláta bylting hefur skapað nýja
Evrópumynd. Norðurlandaráð má
ekki daga uppi sem nátttröll gagn-
vart þessum nýju breytingum eins
og Alþýðubandalagið hefur gert hér
heima.
Athygli hefur nýlega verið vakin
á ræðu sem Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, flutti á fundi
róttæklinga fyrir tæpu ári og ný-
lega var birt í tímaritinu Rétti.
Svavar Gestsson sagði í þessari
ræðu að stundum fyndist sér barátt-
an fyrir sósíalismanum aðallega
fara fram á stöðum eins og Afríku
eða Nicaragua, en þangað kvaðst
hann ætla að fara og beijast með
félögum sínum strax og hann hefði
tíma til.
Aðeins ári seinna hefur fólkið í
Nicaragua hrundið af sér sósíalism-
anum í fijálsum kosningum. Svavar
Gestsson fer þó vonandi sem fyrst
til Nigaragua til þess að beijast
hinni vonlausu baráttu fyrir sósíal-
ismanum. En við kjósum ekki Norð-
urlandaráði slík örlög.
Höfiwdur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Reglugerð firá sjávarútvegsráðuneytinu;
Utflutning-ur á flöttum fiski
aðeins heimill með flugi
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heftir sett reglugerð, sem bannar út-
flutning á flöttum, flökuðum eða hausuðum físki nema með flugi. I frétt
frá ráðuneytinu segir að meginástæðan fyrir setningu reglugerðarinnar
sé að koma í veg fyrir að fískur frá íslandi sé fluttur utan þannig frá-
genginn til flutnings, að hann skemmist eða rýrni mjög að gæðum á leið
á markað. Fyrsta grein reglugerðarinnar er svohljóðandi: „ÓheimUt er
að hausa, fletja eða flaka fisk nema hann fari tafarlaust til frekari verkun-
ar. Þannig unninn físk er þó heimilt að selja ferskan á markað innan
lands og flytja með flugvél til sölu á erlendan markað.“
í greinargerð ráðuneytisins með
reglugerðinni segir svo: „Undanfarið
hefur færzt í vöxt að ferskur flattur
fiskur hafi verið fluttur utan með
skipum til frekari vinnslu. Flutning-
urinn tekur marga sólarhringa og á
leiðinni skemmist flattur fiskur mun
hraðar en heill og óopnaður fiskur.
Hætt er við að fiskur, sem hlotið
hefur þessa meðferð, skaði það álit,
sem íslenzkar sjávarafurðir njóta
erlendis. Ráðuneytið óskaði eftir því
við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
og Ríkismat sjávarafurða að stofnan-
irnar gæfu faglega umsögn um áhrif
þessarar meðferðar á gæði afurð-
anna. í áliti Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins kemur meðal annars
fram að tilraunir sýna að flattur eða
flakaður fiskur geymist talsvert
skemur en heill fiskur. Við flökun
eða flatningu komist rotgerlar með
skurðtækjum inn í fiskholdið og flýti
fyrir skemmdum. Þá segir í umsögn
stofnunarinnar að almenna reglan
sé sú, að sem stytztur tími eigi að
Sigurður Haraldsson:
Saltfískverkendur
styðja þessa ákvörðun
„SALTFISKVERKENDUR styðja þessa ákvörðum Halldórs Ásgrímsson-
ar. Við teljum hann sýna með henni mikla festu og skilning á markaðs-
málum. Við verðum að hugsa til framtíðarinnar og getum ekki sætt
okkur við vaxandi útflutning á hráefni til vinnslu, sem selt er í sam-
keppni við físk unninn á íslandi," segir Sigurður Haraldsson, hjá SÍF.
landi og Danmörku. Þá komast menn
hjá því að greiða innflutningstolla til
EB. Framhald á þessum útflutningi
hefði einfaldlega leitt til samdráttar
í söltun hér heima og lægra verðs
til framleiðenda þegar til lengri tíma
er litið, að ekki sé talað um atvinnu
fiskverkafólks," sagði Sigurður Har-
aldsson.
„Sala á þessum fiski hefur spillt
venilega fyrir okkur á mörkuðunum.
Hann er boðinn til sölu sem íslenzk-
ur fiskur, hvort sem hann er pækil-
saltaður eða saltaður í öðrum lönd-
um. Þessi fiskur hefur ekki verið
seldur á hærra verði en fiskurinn frá
okkur og stundum lægra, en það er
hægt með því að salta hann í Bret-
líða frá því fiskur sé flakaður og flatt-
ur þar til hann sé lagður í salt, fryst-
ur eða unninn á annan hátt. í bréfí
stofnunarinnar segir orðrétt: „Að
geyma flattan þorsk í marga daga
fyrir söltun er fjarri því að vera í
samræmi við almennt viðurkennd
vinnubrögð í fiskvinnslu.“ Að lokum
segir í bréfinu, að stofnunin hafí
ekki tölulegar upplýsingar sem sýni
hve mikil rýrnun verður þegar salt-
fiskur er framleiddur úr fiski, sem
geymdur hefur verið flattur í marga
daga fyrir söltun. Til að leggja tölu-
legt mat á þessa rýrnun þurfí að
gera tilraunir er taki nokkra mán-
uði. Ráðuneytið hefur óskað eftir því
að stofnunin geri þessar tilraunir.
Álit Ríkismats sjávarafurða er á
sama veg og segir þar, að þessi
meðferð á fiski rýri mjög gæði af-
urða og bijótf einnig í bága við verk-
lagsreglur, sem viðurkenndar eru á
alþjóðlegum vettvangi. í bréfi Ríkis-
matsins segir orðrétt: „Fiskur, sem
hefur verið hausaður eða opnaður,
hvort sem er með flökun eða flatn-
ingu, skemmist hraðar en heill fisk-
ur. Þetta kemur til af því, að í lif-
andi fiski eru engir gerlar annars
staðar en í meltingarvegi og utan á
honum, á roði og tálknum. Þegar
fiskur er hausaður, flakaður eða
flattur er opnuð leið fyrir gerla,
meltingarensím og súrefni að hold-
inu. Allt þetta veldur hraðari
skemmdum á fiskinum (hann brotnar
niður og súmar) en ef hann hefði
verið geymdur slægður en í heilu
lagi.“ Þá leggur Ríkismatið til í bréf-
inu að settar verði reglur sem hindri
umrædda meðferð á fiski.
Reglugerðinni er ætlað að koma í
veg fyrir óþarfa rýrnun á gæðum
fisks. Er lagt bann við að fiskur sé
hausaður, flattur eða flakaður nema
hann fari tafarlaust til vinnslu. Með
orðalaginu tafarlaust til vinnslu er
átt við að farið sé eftir eðlilegum og
viðurkenndum verklagsreglum varð-
andi vinnsluhraða. í 2. grein reglu-
gerðarinnar er kveðið á um hvað
teljist vera ferskur og frystur fiskur.
Til að reyna að veija ferskan físk
skemmdum hafa útflytjendur
brugðizt við með því að léttsalta fisk-
inn eða frysta hann lítillega.
Með því að frysta fiskinn lítillega
er nánast hægt að koma í veg fyrir
frekari vöxt örvera og þar með lengja
geymsluþolið nokkuð, en jafnframt
eiga sér stað breytingar í fískhold-
inu, sem rýra neyzluhæfni eða gera
fiskinn óneyzluhæfan. Útflytjendur,
sem léttsalta fiskinn, hafa flutt hann
út sem ferskan fisk. _Það gæti skaðað
verzlunarhagsmuni íslendinga ef út-
flytjendur yrðu uppvísir að flytja út
saltaðan fisk sem ferskan til að kom-
ast hjá tollum Evrópubandalagsins.
Ráðuneytið lagði reglugerðina fyr-
ir Fiskmatsráð, sem skipað er fulltrú-
um helztu hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi. Var reglugerðin til umfjöllunar
á tveimur fundum þann 1. og 2.
marz 1990. Meirihluti fiskmatsráðs
tók undir þau sjónarmið, sem fram
komu í umsögnum Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins og Ríkismats
sjávarafurða varðandi meðferð og
geymsluþol á ferskum flökum og
flöttum fiski. Meirihluti ráðsins
mælti með setningu reglugerðarinn-
ar. Reglugerðin verður endurskoðuð
þegar niðurstöður Rannsóknastofn-
unar fískiðnaðarins liggja fyrir.“
Reglugerðin tekur gildi 8. marz
1990, en helztu greinar hennar eru
svo hljóðandi:
1. gr. Óheimilt er að hausa,
fletja eða flaka fisk nema hann fari
tafarlaust til frekari verkunar. Þann-
ig unninn fisk er þó heimilt að selja
ferskan á markað innan lands og
flytja með flugvél til sölu á erlendan
markað.
2. gr. Ferskur fískur, er sam-
kvæmt reglugerð þessari, fiskur sem
enga aðra meðhöndlun hefur hlotið,
sem lengir geymsluþol hans, en kæl-
ingu. Fiskur telst vera frystur ef hita-
stig hans mínus 20 gráður á Celsíus
eða lægra. Með verkun er átt við
aðgerð er veldur efna- eða eðlis-
fræðilegri breytingu á fiskholdinu
svo sem með hitameðferð, frystingu,
söltun eða þurrkun.
3. gr. Oheimilt er að flytja fisk
eða geyma við þannig aðstæður að
hitastig hans í geymslu sé á bilinu
mínus 1 til mínus 20 gráður á Cels-
íus.
Jón Ásbjörnsson:
Meiriháttar frelsissvipting’
„ÞETTA er meiriháttar frelsissvipting og að auki höfúm við engan tíma
fengið til að aðlaga okkur að þessari breytingu. Við höfum fest verulegt
fé í sölunarstöð í Bretlandi og gert bindandi samninga um sölu á salt-
físki, en fyrirvaralaust er fótunum kiptt undan öllu saman," sagði Jón
Ásbjörnsson, framkvæmdasljóri, i samtali við Morgunblaðið. Fyrirtæki
Jóns hefúr verið mjög umsvifamikið í útflutningi á flöttum fiski til sölt-
unar erlendis.
„Ég vil í ljósi setningar þessarar
reglugerðar, sem er til að vernda
hagsmuni SÍF, meðal annars vísa til
samþykktar síðasta aðalfundar SÍF
þess efnis að fundurinn hafnaði ríkis-
afskiptum af útflutningi á ferksum
fiski, þrátt fyrir tillögu stjórnar um
að fara þess á leit að stjómvöld stöðv-
uðu þennan útflutning," sagði Jón.
„Svona viðskiptahömlur eru
hvergi til í Vestur-Evrópu, en kunna
að hafa tíðkazt í Rúmeníu undir
stjóm Ceausescu. Engin haldbær rök
fyrir reglugerðinni eru sjáanleg. Fyr-
ir þennan físk er greitt á erlendu
mörkuðunum mun hærra verð en
gengur og gerist hjá öðrum svo ekki
er gæðunum ábótavant. Saltfiskinn
sel ég inn.á kröfuharðasta markað
heims, svæðið umhverfis Barcelona
og er það fyrst og fremst staðfesting
á því að hann þyki með afbrigðum
góður.
Verði bannað að flytja út flattan
fisk öðru vísi en saltaðan, fagna ég
þeirri ráðstöfun, fái ég og allir aðrir,
sem vilja, að flytja hann út fullunn-
inn, ekki bara SIF. Fijálst kaupverð
á hinum íslenzku fiskmörkuðum kall-
ar á frjálst söluverð.
Ég er formaður útflutningsráðs
Félags íslenzkra stórkaupmanna, en
um 20% af útflutningi sjávarafura
er á vegum félagsmanna. Við munum
ekki láta þetta þegjandi yfír okkur
ganga og munum taka málið upp á
erlendum vettvangi, meðal annars
við Evrópubandalagið, en ég get
ekki betur séð að mismunun af þessu
tagi bijóti i bága við starfshætti EB
og komi þannig í veg fyrir samninga
okkar við það um tollívilnanir á inn-
flutningi á sjávarafurðum.
Þessi ráðstöfun hefur ennfremur
í för með sér einhveija mestu tekju-
skerðingu sem um getur fyrir sjó-
menn, útgerð og verkafólk, því við
höfum greitt hátt verð fyrir þennan
fisk á mörkuðunum í ljósi þess að
hátt verð fæst fyrir hann ytra. Nú
fellur verðið á mörkuðunum og um
leið tekjur sjómanna og útgerðar.
Það gæti hins vegar bætt stöðuna
fengist einokun SÍF afnumin. Ég
trúi ekki að utanríkisráðherra, Jón
Baldvin Hannibalsson, sem hefur
með útflutningsleyfi að gera, muni
stöðva þennan útflutning fyrirvara-
laust. Hann, og starfsmenn við-
skiptaskrifstofu ráðuneytisins, hafa
sýnt fijálsræði í útflutningi, miklu
meiri skilning en margir aðrir,“ sagði
Jón Ásbjömsson.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofhun-
ar um fylgi stjórnmálaflokkanna;
Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 45,5%
Alþýðubandalagið vinnur á en Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur tapa fylgi
45,5% KJÓSENDA myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til
alþingiskosninga nú, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísinda-
stofnun hefúr gert fyrir Morgunblaðið. Er þetta nokkuð minna fylgi
en flokkurinn fékk í siðustu könnun Félagsvísindastofnunar, sem fram-
kvæmd var í október. Þá sögðust 47,6 ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn. Flokkurinn fékk 27,2% atkvæða i siðustu alþingiskosningum árið
1987. Alþýðubandalagið bætir einn þriggja stærstu stjórnarflokkanna
við sig nokkru fylgi miðað við síðustu könnun, fengi 11,9% atkvæða
miðað við 8,3% í október.
Alþýðuflokkur tapar enn fylgi
samkvæmt könnuninni, fengi 8,1%
miðað við 8,3% í október. Fram-
sóknarflokkurinn lækkar úr 17,6%
í október niður í 16,4% nú. Kvenna-
listinn tapar 0,3%, fengi 14,5% ef
kosið væri nú en fékk 14,8% sam-
kvæmt könnuninni sem gerð var í
október. Aðrir flokkar fá verulega
minna fylgi samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnunar. Flokkur
mannsins fengi 0,6%, Bandalag
jafnaðarmanna 0,3%, Samtök um
jafnrétti og félagshyggju 0,4%,
Þjóðarflokkur 1,0%, Borgaraflokk-
ur 0,6% og Fijálslyndir hægrimenn
0,0%.
Þijár spumingar voru lagðar fyr-
ir svarendur. Fyrst voru menn
spurðir: „Ef alþingiskosningar væru
haldnar á morgun, hvaða flokk eða
lista heldurðu að þú myndir kjósa?“.
Þeir sem svöruðu „veit ekki“ voru
spurðir áfram: „En hvaða flokk eða
lista heldurðu að líklegast sé að þú
myndir kjósa?“. Segðu menn enn
„veit ekki“ voru þeir loks spurðir:
„En hvort heldurðu að sé líklegra
að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða
einhvern annan flokk eða lista?“.
Með þessu fór hlutfall óráðinna nið-
ur í 5,3% eftir þriðju spurninguna.
Einnig var spurt hvort menn
væru stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar eða andstæðingar. 45,2%
sögðust vera andstæðingar ríkis-
stjórnarinnar og 33,3% stuðnings-
menn. 20,0% sögðust vera hlutlaus-
ir í garð ríkisstjómarinnar.
Fylgi ríkisstjórnarinnar var mest
í röðum Framsóknarflokksins.
79,8% þeirra sem sögðust ætla að
kjósa þann flokk voru jafnframt
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.
76,4% þeirra sem ætla að kjósa
Alþýðubandalagið töldu sig vera
stuðningsmenn stjórnarinnar,
69,4% þeirra sem ætla að kjósa
Alþýðuflokkinn, 34,5% þeirra sem
ætla að kjósa Kvennalistann og
5,7% þeirra sem ætla að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn.
Andstaða við stjórnina var mest
í röðum þeirra sem sögðust ætla
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 83,1%
þess -bóps töldu sig andstæðinga
stjómarinnar. Þátöldu 39,1% þeirra
sem ætla að kjósa Kvennalistann,
14,3% þeirra sem ætla að kjósa
Alþýðuflokkinn, 9,7% þeirra sem
ætla að kjósa Alþýðubandalagið og
4,0% þeirra sem ætla að kjósa
Framsóknarflokkinn sig vera and-
stæðinga ríkisstjómarinnar.
Stuðningur við stjómina var
meiri meðal karla (38,4%) en
kvenna (29,5%). Þá var stuðningur _
við stjórnina meiri á landsbyggðinni
(42,3%) en í Reykjavík (29,5%) og
á Reykjanesi (27,0%). Stuðningur
við stjórnina var mestur í aldurs-
hópnum 60-75 ára (43,5%) en and-
staða við stjórnina var mest í ald-
urshópnum 25-39 ára (51,3%).
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 23.-27. febrúar. Leitað var til
1500 manna á aldrinum 18-75 ára
af landinu öllu. Alls fengust svör
frá 1047 manns eða um 70% úrtaks-
ins. Fullnægjandi samræmi var á
milli skiptingar úrtaksins og þjóðar-
innar allrar eftir aldri kyni og bú-
setu og má því ætla að úrtakið
endurspegli þjóðina, 18-75 ára, vel.
Skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna
Hér fara á eftir helstu niðurstöð-
ur skoðanakönnunar þeirrar sem
Félagsvísindastofnun fram-
kvæmdi fyrir Morgunblaðið dag-
ana 23.-27. febrúar. Spurt var
um afstöðuna til ríkisstjórnarinn-
ar og hvaða stjórnmálaflokk við-
komandi myndi kjósa ef alþingis-
kosningar færu fram nú.
Hvort ert þú frekar stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar
eða andstæðingur?
Fjöldi Hlutfall
Stuðningsmaður 349 33,3
Hlutlaus/óviss , 209 20,0
Andstæðingur 473 45,2
Neitar að svara 16 1,5
Samtals 1.047 100%
Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningunum nú? Samanburður
við fyrri kannanir og alþingiskosningar Þeir sem tóku afstöðu. 1987.
Fjöldi Kjósa nú Okt. 1989 % Sept. 1989 % Júní 1989 % Kosningai 1987
Alþýðuflokkur 63 8,1 8,3 8,9 11,3 15,2
Framsóknarflokkur 127 16,4 17,6 17,6 20,3 18,9
Sjálfstæðisflokkur 352 45,5 47,6 44,0 39,3 27,2
Alþýðubandalag 92 11,9 8,3 12,6 8,6 13,4
BandaJag jafnaðarmanna 2 0,3 — — 0,2
Kvennalisti 112 14,5 14,8 13,4 15,2 10,1
Flokkur mannsins 5 0,6 0,8 0,7 1,1 1,6
Samt. jafnr. og félagsh. 3 0,4 0,7 0,5 0,9 1,2
Þjóðarflokkur 8 1,0 0,7 0,5 1,1 1,3
Borgaraflokkur 5 0,6 0,3 1,4 1,8 10,9
Fijálsl. hægrimenn 0 0,0 0,7 0,1 0,4
Aðrir 5 0,6 0,1 0,3 — —
Samtals 774 99,9 100% 100% 100% 100%