Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGIÍR 3. MARZ 1990 Dalvík; Jafiiaðarmamiafélag formlega stofnað Halldór Guðmundsson kjörinn formaður STOFNFUNDUR Jafaaðarmannafélags Daívíkur var haldinn í fyrra- kvöld og gengu 33 aðilar í félagið á fundinum. Félagið ætlar að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna í vor og er stefnt að því að framboðslistinn verði tilbúinn um miðjan mars. Halldór Guðmundsson var kjörinn Helga Árnadóttir, Símon Ellertsson formaður félagsins á stofnfundinum, en aðrir í stjóm eru Jón Gunnarsson, Listasaín ASÍ: Verk Signr- jóns Jóhanns- sonarsýnd í Gamla Lundi SÝNING á verkum Sigurjóns Jó- hannssonar leikmyndateiknara verður opnuð í Gamla Lundi á Akureyri í dag, laugardaginn 3. mars. Sýningin verður opin virka daga klukkan 16-18 og um helgar klukkan 14-18 en henni lýkur 11. mars næstkomandi. Siguijón Jóhannsson á að baki langan listferil, fyrst sem málari en síðan sem leikmyndateiknari hjá Þjóðieikhúsinu. Sýningin í Gamla Lundi er byggð á lífsreynslu Sigur- jóns frá bemskuárunum en hann fæddist og ólst upp á Siglufirði. Á ' sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af sfld eftir Birgi Sigurðsson, segir í fréttatilkynningu frá Lista- safni Alþýðusambands íslands, sem stendur fyrir sýningunni. og Ölafur Ámason. Halldór Guðmundsson sagði að markmið félagsins væri að efla hreyfingu, samhug og samstöðu allra þeirra Dalvíkinga sem aðhyllast jafn- aðarstefnu í víðustu merkingu þess orðs. Markmiði sínu hyggst félagið ná með því að bjóða fram lista jafnað- armanna til bæjarstjórnarkosning- anna á Dalvík í vor, er hafi það að meginstefnu að efla og bæta velferð og uppbyggingu bæjarfélagsins. Óskað hefur verið eftir því við stofnfélaga og þá sem ganga í félag- ið fyrir næstkomandi mánudag að þeir skrifi niður á blað nöfn 5-7 að- ila sem þeir helst vilja sjá á framboðs- lista félagsins. Halldór sagði að ekki væri einungis um að ræða fólk sem væri í félaginu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrstu fjórir handhafar búseturéttar á Akureyri undirrituðu í gær samning um kaup búseturéttar í íbúðum við Múlasíðu. Frá vinstri í neðri röð: Halldór Bachmann, Brynja Skarphéðinsdóttir, Sigurður Eiríksson, Hafdis Pétursdóttir, búsetar, og Heimir Ingimarsson, formaður Búseta á Akureyri. í efri röð: Ármann Helgason, Jónína Pálsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir og Sveinn Brynjólfsson, en þau eru í stjórn Búseta. Samningur undirritaður um fyrstu búseturéttaríbúðirnar á Akureyri SAMNINGUR um kaup Ijögurra aðila á búseturrétti í íbúðum við Múlasíðu 9 var undirritaður í gær. íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða þær afhentar fúllbúnar í desember næstkomandi. I húsnæðissam- vinnufélaginu Búseta á Akureyri eru nú tæplega 110 manns og hefúr félagið sótt um lán til Hús- Sextánda kirkjuvikan hefst í Akureyrarkirkju á sunniidaginn KIRKJUVIKA hefst í Akureyrarkirkju á sunnudaginn og er það í sextánda sinn sem kirkjuvika er haldinn. Kirkjuvika er haldin annað hvert ár. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í kirkjunni þessa viku, kvöldvöku, orgeltónleika, föstumessu og leiklestur úr Kaj Munk. Vikunni lýkur með hátíðarguðsþjónustu þar sem herra Ólafur Skúla- son biskup flytur predikun. Æskulýðsguðsþjónusta verður i kirkjunni á sunnudaginn kemur þar sem Valgerður Hrólfsdóttir flytur predikun, en eftir guðsþjónustu verður nýja safnaðarheimilið til sýn- is og boðið verður upp á kaffiveit- ingar. Kirkjukórinn syngur í sal nýja safnaðarheimilisins og verður það í fyrsta sinn sem þar verður sungið. Nú vantar herslumuninn á að unnt verði að taka safnaðar- heimilið í fulla notkun og verður m.a. leitað eftir stuðningi almenn- ings svo ljúka megi við bygginguna. Á mánudagskvöld verður kvöld- vaka þar sem flutt verður tónlist, ávarp og ræða og þá verður helgi- stund. A þriðjudagskvöld verða org- eltónleikar Harðar Áskelssonar org- anista í Hallgrímskirkju og föstu- messa verður á miðvikudagskvöld. Leiklestur úr Kaj Munk verður á fimmtudagskvöld, en auk heima- manna tekur Arnar Jónsson leikari þátt í leiklestrinum. Kvöldvaka verður á föstudagskvöld þar sem fiutt verður tónlist og ræðumaður kvöldsins verður Guðrún Agnars- dóttir alþingismaður. Kirkjuvikunni lýkur annan sunnudag með hátíðarguðsþjónustu þar sem herra Ólafur Skúlason biskup predikar og er þetta þfyrsta sinn sem biskupinn yfír Islandi kemur til Akureyrar eftir að hann tók við embætti. næðisstofnunar ríkisins til kaupa á 20 íbúðum, en svars er að vænta í þessum mánuði um hversu mörgum íbúðum félaginu verður úthlutað. Heimir Ingimarsson, formaður Búseta á Akureyri, sagði við undir- ritun samninganna að búsetaformið væri frábrugðið öðrum húsnæðis- formum, að því leyti að sá er bú- seturéttinn hefur, eignast íbúðina aldrei, en hefur ævarandi rétt til að búa í henni. Búseturrétturinn geti gengið í erfðir, en ef menn vilja selja á félagið forkaupsrétt. Félagar í Búseta á Akureyri eru tæplega 110, en félagið var stofnað árið 1984. Haustið 1988 sótti félag- ið um lán hjá Byggingasjóði ríkisins og í desember það ár var gerður rammasamningur við Trésmiðjuna Fjölni hf. um kaup á 12 íbúðum við Múlasíðu 9. í júlí á síðasta ári fékkst vilyrði fyrir láni vegna kaupa á fjórum íbúðum. Ibúðirnar við Múlasíðu eru nú fokheldar og samkvæmt samningi við verktaka verða þær tilbúnar til afhendingar 15. desember. Minnstu íbúðirnar eru tveggja herbergja, en þær stærstu fjögurra herbergja og greiða búsetarnir frá 22.500 krón- um á mánuði fyrir minnstu íbúðirn- ar og fyrir fjögurra herbergja íbúð greiðir búsetinn 32 þúsund krónur. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður innifalinn, s.s. tryggingar, viðhald og fasteignagjald. Félagar í Búseta á Akureyri eru tæplega 110. Félagið hefur sótt um lán til Húsnæðisstofnunar ríkisins til byggingar 20 íbúða og er svars um úthlutun til Búseta að vænta í þessum mánuði. 366 manns atvinnulausir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar óskar að ráða heilbrigðisfulltrúa, sem starfa skal að al- mennu heilbrigðiseftirliti undir stjórn fram- kvæmdastjóra. Starfsréttindi heilbrigðisfulltrúa samkvæmt reglugerð 150/1983 eru áskilin. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1990. Stað- an veitist frá 1. júní 1990. Umsóknir, er greini frá menntun og störfum- umsækjanda, skal senda formanni svæðis- nefndar, Ólafi H. Oddssyni, héraðs- lækni,Heilsugæslustöðinni, 600 Akureyri, og veitir hann og framkvæmdastjórinn, Valdi- mar Brynjólfsson, nánari upplýsingar um starflð' Svæðisnefnd Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar. ENN hefiir nokkuð fjölgað á atvinnuleysisskrá á Akureyri. Um mánaðamót voru 347 skráð- ir atvinnulausir í bænum og fyrstu tvo dagana í mars bætt- ust 19 við. Hlutfallslega hefur atvinnulausum mest íjölgað í Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks, en helmingsfækkun hefiir orðið á meðal atvinnulausra sjó- manna. Sigrún Björnsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar sagði að tíðarfarið und- anfarið hefði haft mikið að segja, framkvæmdir lægju mikið niðri og fátt benti til þess að ástandið lagað- ist fyrr en með vorinu. AIls voru 347 einstaklingar skráðir atvinnulausir síðasta dag febrúarmánaðar og fyrstu tvo dag- ana í mars komu 19 til nýskráning- ar, þannig að alls eru nú 366 aðilar skráðir atvinnulausir. Atvinnu- lausar konur um síðustu mánaða- mót voru 133 og karlar voru 214. Mest hefur fjölgun atvinnulausra orðið hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, en þar eru nú 26 karlar atvinnulausir og 39 konur, eða alls 65 félagsmenn. Úr Verkalýðsfélaginu Einingu er 131 skráður atvinnulaus, 57 konur og 74 karlar. Úr Iðju, félagi verk- smiðjufólks eru 54 skráðir atvinnu- lausir, 28 konur og 26 karlar. Iðn- aðarmenn án atvinnu eru 37 og eru þeir úr fjórum starfsgreinum. At- vinnulausir bflstjórar eru 24 og sjó- menn 15, en sjómönnum á atvinnu- leysisskrá hefur fækkað um helm- ing, þeir voru 30 í lok febrúar. Múlagöngin: Um 100 metrar eftir 3130 metrar að baki 15. mars UM 100 metrar eru eftir þar til búið verður að sprengja fyrir Múlagöngunum, en áætlað er að komið verði í gegn Dalvíkurmeg- in 15. mars næstkomandi. Björn Harðarson staðaverk- fræðingur Vegagerðarinnar sagði að það yrði ágætis áfangi að korri- ast í gegnum ijallið. „Þetta verður nokkurs konar hálfleikur. Það er geysimikil vinna eftir enn og hér verður unnið af krafti í sumar við innréttingu mannvirkisins," sagði Björn. Aðra hvora viku er einungis unnið á einni vakt, en á tveimur hina vikuna. „Menn eru ekkert að æsa sig yfir þessu." Næsta sumar verða um 40-50 manns við vinnu í Múlagöngunum, en eftir er að gera vegskála Dalvíkurmegin auk allrar vinnu inni í göngunum. Bergið hefur verið ágætt þessa vikuna, en var frekar slæmt í fyrri viku, en Björn bjóst við að síðasti 100 metra spetturinn yrði ágæt- -ur.„Það bendir allt til þess að berg- ið verði í skárri kantinum," sagði hann. Daginn sem komið verður í gegnum fjallið, 15. mars, ætla Olafsfirðingar að gera sér daga- mun, en ekki hefur að fullu verið ákveðið hvernig dagskráin verður. Allar líkur benda þó til að Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra verði viðstaddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.