Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 32
'lÓEGtMfeiMÍÐ. k WÁMÍWéo
hS2
Hjónaminning:
Sigurbjörg Þórðar
dóttir og Steindór
R. Benediktsson
Fædd 14. maí 1907
Dáin 19. janúar 1990
Fæddur 1. mars 1898
Dáinn 28. janúar 1971
Kvatt hefur jarðlífið roskin kona
eftir langt sjúkdómsstríð. Þegar
rifjuð eru upp æviatriði hennar og
lífsstarf, er við hæfi að minnast
mannsins sem hún deildi kjörum
með í yfir fjóra áratugi. Líf sam-
hentra hjóna rennur oft saman, það
er eðlilegt og þannig á það raunar
að vera. Bæði voru þau upprunnin
í sveit og þar ólu þau aldur sinn
að meginhluta, þar fæddust böm
þeirra og ólust upp. Þau skiluðu
þjóðinni mannvænlegum börnum,
yrktu jörðina og reistu býli þar sem
áður var aðeins beitarjörð. Ef þetta
er ekki sjálf gæfan, þá veit ég ei,
hvar hana er að finna. Auðvitað er
lífíð ekki óslitin röð happa og sigra,
einnig ósigrar. Skáldið frá Kirkju-
bóli í Bjarnadal, Guðmundur Ingi,
orðar það snilldarlega á þessa leið:
Afrek í ósigrum lífsins
er aldrei tilgangslaust.
Hjónin sem hér er minnst áttu
sér þann draum að gera landið
Garður:
Fjórtán í
prófkjöri
H-listans
FJÓRTÁN manns óskuðu eftir að
vera í framboði í prófkjöri H-list-
ans, lista sjálfstæðismanna og
annarra frjálslyndra, en frestur
til að senda inn framboð rann út
1. marz. H-listinn hefir í dag þrjá
menn í hreppsnefnd af fimm og
eru allir meirihlutafúlltrúarnir
meðal þátttakenda i prófkjörinu.
Samkvæmt lögum frá 1986 ber
að fjölga hreppsnefhdarmönnum
úr 5 í 7 og var það ákveðið á
hreppsnefhdarfúndi 14. febrúar
sl.
Eftírtaldir aðilar verða í framboði
í prófkjörinu: Björn Vilhelmsson,
Einvarður Albertsson, Finnbogi
Bjömsson, Hulda Matthíásdóttir,
Ingimundur Guðnason, Jón Hjálm-
arsson, Karen Jónsdóttir, Kristinn
H. Ólafsson, María Guðfinnsdóttir,
Ólafur H. Kjartansson, Rafn Guð-
bergsson, Sigurður Ingvarsson, Sig-
uijón Skúlason og Þorsteinn Heið-
arsson.
Ákveðið hefír verið að prófkjörið
fari fram sunnudaginn 18. marz, og
verða fjögur efstu sætin bindandi.
Formaður prófkjörsnefndar er Guð-
rún Sveinbjamardóttir.
í undanförnum hreppsnefndar-
kosningum hafa aðeins verið tveir
listar í framboði og virðist stefna í
að svo verði einnig nú. Félag óháðra
borgara boðaði til fundar í gær-
kvöldi þar sem ræða átti frambbðs-
mál I-lisans.
byggilegra en það var, er þau hófu
lífsstarfið saman á morgni ævinn-
ar. Þeim tókst það. Hvað er það
sem samhent hjón geta ekki? Eng-
inn mannlegur félagsskapur er sig-
urstranglegri en sá er maður og
kona standa að af heilum hug, ást
og eindrægni.
Sigurbjörg og Steindór gengu í
hjónaband 2. júní 1929. Hún fædd-
ist í Galtanesi í Víðidal 14. maí
árið 1907. Vom foreldrar hennar
hjónin Þórður Hannesson (d. 1946)
bóndi í Galtanesi og Dýmnn Jóns-
dóttir (d. 1943), kona hans. Þau
bjuggu saman í Galtanesi í 37 ár.
Auk dótturinnar Sigurbjargar, sem
hér er minnst, eignuðust þau soninn
Hannes, sem tók við búi í Galta-
nesi að föður sínum látnum. Hann
varð skammlífur, lést aðeins 52
ára, 17. apríl 1967. Kona hans var
Jósefína Bjömsdóttir, fædd 1924,
nú búsett í Kópavogi. Eignuðust
þau tvo syni og eina dóttur, sem
komust til aldurs.
Steindór Ragnar Benediktsson
fæddist 1. mars 1898 á Torfustöð-
um í Miðfirði. Vora foreldrar hans
hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir
og Benedikt Jóhannsson, sem þar
bjuggu allan sinn búskap og áttu
sex börn. Auk Steindórs voru börn-
in þessi: 1. Jón, bjó lengi á Hvamm-
stanga, einhleypur, 2. Ingibjörg, bjó
á Ytri-Völlum í Kirkjuhvamms-
hreppi, 3. Bjöm, bjó á Torfustöðum,
4. Jóhann, bjó á Hvammstanga,
hann dó aðeins fímmtugur, 5. Guð-
rún, hún var yngst af þeim systkin-
um.
Steindór og Sigurbjörg hófu bú-
skap í Galtanesi, föðurleifð hennar
eftir að þau giftu sig, sem fyrr er
frá greint í þessari samantekt. En
þau áttu sér þann draum að vera
sjálfstæðar manneskjur. Þau fengu
til eignar hluta úr landi Galtaness
og nefndu Brautarland. Þar varð
að byggja allt frá grunni. Landið
varð einnig að rækta. Þetta var
mikið verkefni ungum hjónum og
tímarnir vora allt annað en hag-
stæðir. Hin magnaða ijárhags-
kreppa sem hófst 1929 lék marga
grátt, ekki síst bændur þessa lands.
Þá var mæðiveikin ekkert lamb að
leika sér við. Á henni fengu þau
að kenna svo að um munaði. En
allt hélst þó í horfinu, því bæði
vora dugleg, hagsýn og reglusöm.
Steindór var að vísu lengst af frem-
ur heilsutæpur, en var þó mjög
duglegur verkmaður. í Brautarlandi.
bjuggu þau öll sín bestu starfsár.
Arið 1963 fékk Steindór hjarta-
áfall. Var þá ekki um annað að
gera en að hætta búskap. Fluttust
þau þá til Reykjavíkur og festu þar
kaup á íbúð í Ljósheimum 22.
Steindór rétti við hvað heilsu snerti
er suður var komið og tók upp
störf. Vann hann til dauðadags að
kalla hjá Ríkisútvarpinu. Sigurbjörg
vann á Kleppsspítala meðan heilsan
entist.
En lífið var ekki eingöngu starf
og strit hjá þeim hjónum. Þau höfðu
bæði yndi af fögram tónum. Hann
lék á harmóníum, sem raunar var
aldrei nefnt annað en orgel í sveit-
um þessa lands. Hann var kirkju-
organisti í Víðidalstungu allan sinn
búskap í Víðidal. Hann kenndi og
nokkrum að leika á hljóðfæri, með-
al annarra Hannesi mági sínum í
Galtanesi, er síðar tók við starfi
hans sem kirkjuorganisti. Heima í
Brautarlandi vora kórar æfðir iðu-
lega, þar var þá mikið sungið eins
og að líkum lætur. Það fyrsta sem
þau hjón keyptu, er flutt var að
Brautarlandi, var harmóníum, er
kostaði 700 kronur; stórfé árið
1936. Mörgum fannst það mögnuð
óráðsía, en bóndinn í Galtanesi gat
sagt eins og skáldið góða frá Fagra-
skógi: „Hjartað heimtar meira en
húsnæði og brauð.“
Þegar upp er gert ævistarf hjóna
fer ekki hjá því að nefnt sé það sem
þau lögðu dýrast fram, börnin
þeirra. Við lifum að nokkra áfram
í bömum okkar. Hér skal að lokum
getið barna Sigurbjargar og Stein-
dórs, er upp komust:
1. Þórunn, fædd 14. apríl 1932,
gift Tryggva Kristjánssyni, þau búa
á Akureyri, eiga þijá syni og eina
dóttur.
2. Benedikt, fæddur 18. júlí
1939, búsettur í Garðabæ, kvæntur
Þóreyju Eyjólfsdóttur, eiga tvær
dætur og einn son.
Þá er Einar Gestsson frændi
minn fallinn frá.
Hann fæddist í Bjarghúsum í
Gargj 20. nóv. 1898. Foreldrar hans
vora Gróa Bjamý Einarsdóttir,
Jónssonar í Tjarnarkoti innra, síðar
Endagerði í Miðnesi og Gestur Sig-
urðsson, Þorsteinssonar í Bjarg-
húsum í Garði. Þegar Einar var á
öðru ári og átti systkini í vændum,
drakknaði faðir hans. Lítil systir,
Lísbet, fæddist í Bjarghúsum 3.
júlí 1900. Nokkra síðar kom Gróa
litlu stúlkunni fyrir hjá góðu fólki
þar sem hún ólst upp til fullorðins
ára. Er hún nú ein systkinanna á
lífi. Einar fór með móður sinni suð-
ur á Miðnes þar sem hún gerðist
bústýra og síðar eiginkona Guð-
mundar Gíslasonar bónda í Norður-
koti. Ólst Einar þar upp hjá móður
sinni og fóstra og eignaðist þijú
systkini, föður minn Gísla Guðfrið,
Sigurð Ragnar og Margréti. Um
fermingaraldur fór hann að fara á
sjóinn eins og ungra pilta var siður
í þann tíð, en sjómennskan varð
síðar hans aðalstarf. En hann lét
sér ekki nægja að fljóta á báti.
Hann lagði sig fram um að læra
að halda sjálfum sér á floti. Til
þess bjó hann sér til kút úr upp-
blásnum sundmögum. Síðan æfði
hann sundið í sjónum fyrir neðan
bæinn. Bar þessi iðja hans góðan
árangur og var hann vel syndur
áður en almenningi þótti sjálfsagt
að læra sund, sýndi jafnvel sund-
afrek við hátíðleg tækifæri.
Árið 1926 kvæntist Einar Val-
gerði Guðrúnu Gísladóttur úr
Ingólfur Arnar, fæddur 9. ágúst
1942, kvæntur Ingu Þyri Kjartans-
dóttur, þau era búsett í Kópavogi
og eiga eina dóttur. Með fýrri konu
sinni, Ólöfu Haraldsdóttur, eignað-
ist hann son, sem nú er tæplega
tvítugur. Þau skildu.
4. Dýrunn Ragnheiður, fædd 4.
ágúst 1945, búsett í Reykjavík, gift
Sverri Halldórssyni. Eiga tvær dæt-
ur.
Hér hefur bama þeirra Sigur-
bjargar og Steindórs, er upp kom-
ust, verið getið. Fyrsta barn sitt,
er fæddist 9. maí 1930 og hlaut i
skírninni nafnið Þórunn Ragnhild-
ur, misstu þau hjón tæplega árs-
gamalt. Olli það þeim að vonum
miklum harmi. En sem betur fór,
eignuðust þau böm síðar, sem
reyndust þeim vel, ekki síst henni,
sem síðustu árin var vistkona í
Hátúni, farin að heilsu og kröftum.
Dauðinn var henni mikil líkn, eins
og komið var heilsu hennar. Hún
andaðist í Landspítalanum aðfara-
nótt föstudagsins 19. janúar sl.,
tæplega 83 ára að aldri. Hún var
lögð til hinstu hvíldar við hlið manns
síns í Fossvogskirkjugarði.
Hér hefur verið reynt að bregða
nokkru ljósi á ævi hjóna, sem skil-
uðu góðu dagsverki, vegna þess
hversu samhent þau voru. Þau
Reykjavík. Eignuðust þau tvö böm,
Gest Hannes og Margréti Sigríði
og var heimili þeirra í Laufási á
Miðnesi. Er leiðir þeirra skildu flutti
Valgerður með börnin til Reykjavík-
ur en Einar bjó sér bólstað í Gilinu
fyrir ofan Norðurkot. Þama virtist
náttúrabarnið njóta sín við ræktun
landsins, með gott útsýni til sjávar.
Hann stækkaði graslendið, ræktaði
tijálundinn sinn sem honum þótti
svo vænt um, að ógleymdum kart-
öflugarðinum sem var alveg sjálf-
sagður. Þarna naut krían friðar og
þariía sprattu beztu og stærstu ber
sem við krakkarnir vissum um. Það
var ekki ofsögum sagt af þessu
gósenlandi hans Einsa frænda.
Þarna var borin virðing fyrir öllu
lífi og unnið gegn eyðingunni. Jafn-
vel hagamýsnar voru vinir hans.
En þrátt fyrir að Einar kynni vel
við einveruna og kyrrðina, hafði
hann gaman af samveru við fólk.
Tók hann þátt í félagsmálum og
samkomuhaldi alveg fram á síðustu
ár og eignaðist marga góða vini og
kunningja á Iífsleiðinni. Naut hann
hlýju og umhyggju margra þeirra
í svo ríkum mæli á efri árum ævinn-
ar. Fyrir það skal þakkað. Tel ég
ekki á neinn hallað þó ég nefni
sérstaklega Norðurkotsbræður,
Sigurð og Eirík, sem leyfðu honum
að vera í Norðurkoti síðustu 20-25
árin, Didda í Nesjum, sem vitjaði
hans reglulega og hló svolítið með
honum og húshjálpina hans, hana
Báru frá Nýlendu. Þessu fólki
þakka ég af alhug framlag þess til
að hann gæti lifað í ró og næði á
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar,
TRYGGVA KRISTJÁNSSONAR,
sem andaðist 18. febrúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki dvalarheimilanna Skjaldarvíkur og Hlíðar fyrir góða
umönnun og hlýhug síðustu árin. Guð blessi ykkur öll.
Laufey Valrós Tryggvadóttir,
Friðrika Tryggvadóttir,
Kristján T ryggvason,
JónTryggvason
og aðrir vandamenn.
Minning:
Einar Gestsson,
Norðurkotí
máttu vart af hvort öðru sjá. Líf
þeirra var oft erfitt, en örðugleik-
arnir þjöppuðu þeim saman. Bama-
börn þeirra eru orðin 11 að tölu og
barnabamabörnin 3. „Lífíð heldur
áfram, Austurstræti“, yrkir Tónias
Guðmundsson, og hann bætir við:
„Og önnur kynslóð tekur við af
hinni...“
Þessi sannleikur endurtekur sig
sífellt. Mest er um vert að skila
framtíðinni einhveiju. Það má telja
að Sigurbjörg og Steindór hafí gert.
Líf þeirra bar ríkulegan ávöxt.
Blessuð sé minning þeirra og líf.
A.B.S.
Kveðja frá mágkonu
Þegar Sigurbjörg frá Galtanesi
er öll, langar mig til að kveðja hana
með nokkram orðum.
Er ég ung að árum giftist Hann-
esi bróður hennar og stóð fyrir búi
þar ásamt honum á föðurleifð hans,
Galtanesi, urðu Sigurbjörg og
Steindór, maður hennar, næstu
nágrannar okkar. En þau vora
meira en það. Þau vora hollvinir
og hjálpendur. Fyrir mig sem
óreynda, unga konu var mikils virði
að geta leitað til Sigurbjargar um
ráðgjöf í daglegum störfum hús-
móðurinnar. Til þess var hún ætíð
reiðubúin.
Oft kom ég að Brautarlandi og
við bæði þá tæpa tvo áratugi, sem
þau vora nágrannar okkar, Sigur-
björg og Steindór.
Heimili þeirra var glaðvært. Hús-
bóndinn lék á orgel og hafði yndi
af tónlist. Sem unglingur í vist hjá
séra Jóhanni Kr. Briem á Melstað
nam hann orgelleik. Einnig hafði
hann stundað nám í þessari list-
grein í Reykjavík.
Sigurbjörg eignaðist góðan eigin-
mann, henni samboðinn.
Enginn fær umflúið ellina og þá
hrömun sem henni fýlgir, og nú er
Sigurbjörg frá Galtanesi horfin frá
okkur. Hinn efnislegi líkami hennar
hefur verið lagður til hinstu hvfldar
í skaut fóstuijarðarinnar, við hlið
elskaðs eiginmanns.
Eg geymi einungis Ijúfar minn-
ingar um Sigurbjörgu mágkonu
mína, og bið ég henni blessunar um
tíma og eilífð.
Jósefína Björnsdóttir
frá Galtanesi.
þeim stað sem hann helzt vildi svo
að segja til æviloka, eða þar til
síðasta haust. Það var okkur ætt-
ingjunum svo mikils virði að vita
af honum í þessu örugga skjóli.
Margs er að minnast að leiðarlok-
um. Allra góðu stundanna frá því
ég var krakki. Þegar hann kom
hjólandi til að láta klippa sig eða
til að skera meðfram rabbagarðin-
um hennar mömmu. Oh, hann var
svo sterkur. Hversu oft ég bað hann
að koma á loftið heima, ég var svo
myrkfælin fyrir hans hönd að vera
svona einn. Þá brosti hann bara að
mér og sagði að það væri svo gott
að vera einn, þá hefði maður svo
gott næði.
Ég þakka Einari frænda fyrir
allt sem hann var mér, góðu stund-
imar sem við áttum saman bæði
til skemmtunar og fróðleiks.
Guð blessi minningu hans.
Iðunn Gróa Gísladóttir