Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGÚR 3. MARZ 1990 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN MS'90-£SSR ■ SIGURÐUR SVEINSSON heldur upp á 31. afmælisdaginn sinn á mánudag. Hann er eini íslenski leikmaðurinn í hópnum sem fagnar slíkum tímamótum í ferð- inni. H HSÍtók með sér 6.000 póstkort og hefur sent þau héðan til allra, sem fermast á Islandi á árinu, starfsfólki Landsbanka Islands og fleirum. Kortið var gert í samvinnu HSÍ og Landsbankans sem styrkti framtakið og það er áritað af íslenska landsliðshópnum. ■ FARARSTJÓRNIN tók einnig með sér upplýsingabæklinga um Island, sem hún dreifir á allar mið- stöðvar fréttamanna HM. ■ KRISTJÁN ARASON tognaði á vinstri ökkla í leiknum gegn Spánverjum í fyrrakvöld. Jakob Gunnarsson, sjúkraþjálfari lands- liðsins, skoðaði meiðslin í gær og óttaðist að liðband væri slitið. „Ef svo er þarf að skera,“ sagði hann. „Nei, það er ekkert hægt að skera á þessu ári,“ svaraði Kristján H FYRIR leik íslands og Júgó- slavíu í dag verða veitt verðlaun í ritgerðarsamkeppni um ísland, sem fór fram á meðal skólabarna hér í Tékkóslóvakíu. 14 ára stúlka, Klara Stebrova frá Otrokovice, sem er skammt frá Zlín, fær fyrstu verðlaun. „Handboltaveis!a“ í sjónvarpinu Handknattleikur ræður ríkjum í Ríkissjónvarpinu í dag. Klukk- an 14 hefst umræðuþáttur í sjón- varpssal þar sem gestir verða Her- mann Gunnarsson, Jón Ólafsson, Ámi Indriðason og Guðríður Guð- jónsdóttir. Kafli úr leik Júgóslava og Spánveija verður sýndur áður en bein útsending hefst frá leik íslands og Júgóslava kl. 16.00. Eftir leikinn, um kl. 17:15, verða svipmyndir í vikulokin þar sem m.a. verður sýnt úr knattspymulandsleik Frakka og Vestur-Þjóðveija, sem fram fór á miðvikudagskvöld. Kl. 17:30 verður aftur skipt yfír til Tékkóslóvakíu þar sem Bjami Felix- son tekur leikmenn tali í beinni út- sendingu. í hringsjá, sem hefst kl. 19.30, verður enn handknattleikur á dag- skrá því þá verður bein útsending frá síðustu mínútunum í leik Kúbveija og Spánveija. „Það er okkar að stjóma leiknum" - segir Alfreð Gíslason sem eróhræddurvið Júgóslava ALFREÐ Gíslason er óhræddur við leikinn gegn Júgóslövum í dag. „Okkur hefur hingað til gengið vel með þá. Það er okk- ar að stjórna leiknum og með góðri samvinnu tökum við heimsmeistarana, þvi þeireru eigingjarnir, leika ekki sem heild og láta mótlætið fara með sig.“ Iþróttamaður ársins 1989 stóð sig vel gegn Spánveijum, skoraði grimmt og var kjörinn besti maður Islands. „Ég hef aldrei átt í vand- ræðum með Rico markvörð og hugsa ekkert um hann. Ég hef oft velt mark- vörðum fyrir mér, en það hefur reynst best að skjóta þar sem ég er öruggastur hveiju sinni. Hins vegar er ótrúlegt hvað mér gengur alltaf illa gegn lakari liðum, eins og Kúbu, en eftir þann leik fékk ég á tilfínninguna að ég Steinþór Guðbjartsson skrííar fráZlín myndi ekki skora í keppninni. Þetta er sálrænt og sennilega þyrfti ég að fara í meðferð!" Alfreð sagði að leikmenn gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. „Við höfum oft lent í þessari stöðu áður, en við verðum að vinna og til þess þurfum við að ná upp sömu stemmningu og gegn Vestur- Þjóðveijum í B-keppninni í Frakk- landi. Júgóslavar hafa ekki verið sannfærandi, en þeir eru óútreiijn- anlegir. Þeir byijuðu illa á Ólympíu- leikunum, en tóku sig á og eru ekki hættir hér. Hins vegar munar miklu fyrir okkur, ef Portner verður ekki með, en ég tel engar líkur á að hann spili.“ Alfreð sagði að aðalatriðið væri að byija rólega og auka svo hrað- ann. „Það hefur gengið vel. Eins verðum við að nota hraðaupphlaup og nýta þau, en Júgósiavarnir eru seinir aftur. Svo er um að gera að æsa þá upp, því þá fara þeir úr sambandi.“ Morgunblaðið/Júllus Davíð Sigurðsson sér um búninga landsliðsins. Hér er hann að gera klárt fyrir næsta leik, sem er gegn Júgóslöv- um í dag. Júlíus meðgegn Júgó- slövum ídag JÚLÍUS Jónasson kemur inn í tólf manna hópinn og leikur gegn Júgóslövum í dag. Eins er líklegt að Jakob Sigurðsson fái tækifæri, en óvíst er með aðrar breytingar. Bogdan hefur teflt fram sama liði í fyrstu tveimur leikjunum, en hann sagði við Morgunblaðið í gær að einhveijar breytingar yrðu gerðar. Júíus yrði með og sennilega Jakob. Líklegt er að þeir skipti við Héðinn Gilsson og Guðmund Guð- mundsson eða Valdimar Grímsson. Laugardagur kl.14:55 9. LEIKVJKA- 3. mars 1990 1 m 121 Leikur 1 Charlton - Norwich Leikur 2 Man. Utd. - Luton Leikur 3 Nott. For. - Man. City Leikur 4 Q.P.R. - Arsenal Leikur 5 Sheff. Wed. - Derby Leikur 6 Southampton- Chelsea Leikur 7 Tottenham - C. Palace Leikur 8 Wimbledon - Everton Leikur 9 Blackburn - Woves Leikur 10 Brighton - Oldham Leikur 11 Middlesbro - West Ham Leikur 12 Watford - Leeds Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 hDCPAI nil DÁTTI ID 1 ■ Morgunblaðið/Júlíus Júlíus Jónasson reyndi sig við glerblásturinn og hafði gaman af en sagðist ekki ætla að leggja þessa grein fyrir sig. Glerblástur ekki sterkasta greinin! Inær 200 ára gamalli verksmiðju í Kvédna sem er um 60 km frá Zlín, kom í ljós í gær að glerblástur er ekki sterkasta grein Júiíusar Jónassonar, landsliðsmanns í hand- knattleik. íslenska landsliðshópnum var boðið í nokkurra tíma skoðunarferð í gær og var verksmiðjan, sem framleiðir krystalvörur, skoðuð. Fylgst var með framleiðslunni frá byijun til loka og þótti mönnum mikið til koma en vinnubrögðin voru frekar gamaldags. Tæplega 600 manns starfa við framleiðsluna og eru framleidd um 9.000 stykki á dag. GETRAUNIR Þrjár milljónir í pottinum Þrefaldur pottur verður hjá íslenskum getraunum i dag, þar sem enginn hefur haft tólf leiki rétta síðustu tvær vikurnar. Að sögn Hákons Gunnarssonar, framkvæmdastjóra íslenskra getrauna, verður potturinn ekki undir þremur milljónum króna. Leikirnir á seðlinum í dag eru fiestir úr 1. deild ensku knattspyrnunnar. Það er enginn sjónvarpsleikur að þessu sinni. í staðinn sýnir RÚV beint frá heimsmeistarakeppninni í handknattleik og er það viðureign íslands og Júgóslavíu, sem hefst kl. 16.00.. Sölukössum getrauna verður Iokað kl. 14.55 í dag. Iþróttir helgarinnar Körfuknattleikur Sunnudagur Bikarkeppni KKÍ, undanúrslit: Njarðvík UMFN —Haukar...kl. 16.00 Seltj. KR - Keflavík.....kl. 20.00 1. deild karla: Bolungarv. UMFB-UMSB......14.00 Dingranes UBK-UMFL........kl. 14.00 Hagaskóli yíkveiji —ÍA...kl. 19.00 Kennarah. ÍS — Snæfell....kl. 20.00 Handknattleikur Laugardagur 2. deild karla: Keflavík ÍBK-UBK................kl. 18.00 2. deild kvenna: Vestm. ÍBV-ÞórAk...........kl. 14.00 3. deild karla: Húsav. Völs. — Ármann-b...kl. 14.00 Seltj. Grótta-b — Fylkir..kl. 14.00 Sunnudagur 1. deild kvenna: Hafnarfj. FH — Stjaman.;..kl. 17.00 2. deild karla: HafnarQ. Haukar —Valur-b....kl. 18.15 Hafnaríj. FH-b-UMFN......kl. 19.30 Selfoss Selfoss — Ármann.kl. 14.00 2. deild kvenna: Vestm ÍBV — Þór Ak.........kl. 14.00 3. deild karla: Digranes UBK-b — Ögri.....kl. 16.00 Hafnarfj. ÍH - Fram-b.....kl. 20.45 Kraftlyftingar • ísiandsmótið í kraftlyftingum verður haldið í íþróttahúsi Njarðvíkur í dag, laugardag. Keppni í 82,5 kg og léttari hefst kl. 12.00, en í 90 kg flokki og þyngri kl. 15.00. Meðal keppenda verða Jón Páll Sigmarsson, Hjalti „Úrsus" Árnason, Jón Gunnarsson og Elín Ragnarsdóttir. Blak Laugardagur Úrslitakeppni karla: Akureyri KA —ÞrótturR...kl. 13.30 Úrslitakeppni kvenna: Akureyri KA —UBK........kl. 14.45 Badminton Norðurlandamót unglinga í bad- minton hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Einstaklingskeppnin hefst kl. 10.00 í dag og verður þá keppt í einliða, tvíliða og tvenndar- Ieik. Urslitin hefjast síðan á morgun kl. 13.30. Þátttakendur á mótinu eru 18 ára og yngri og koma frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og íslandi. Borðtennis fslandsmótið í borðtennis í flokk- um bama, unglinga og „Old Boys“ fer fram í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Keppnin hefst í dag kl. 08.30 og lýkur kl. 16.00 á sunnu- dag. Sund TVÖ sundmót eru á dagskrá um helgina. Sundmót Vestra fer fram á ísafirði og Unglingamót Ægis í Sundhöll Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.