Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
1
Þjóðleikhúsið:
Stefiit er að útboði
framkvæmda í dag
B Y GGIN G ANEFND Þjóðleik-
hússins steftiir að því að í dag,
*
Afram norð-
anátt og kalt
Vorið lætur bíða eftir sér, því
samkvæmt spá Veðurstofunnar
verður norðanátt og fremur kalt
veður um allt land á morgun,
skírdag, og á föstudaginn langa.
Skákmótið í Lyon:
Margeir
með 3 '/2
vinning af 4
MARGEIR Pétursson er með 3 'h
vinning af fjórum á opnu skák-
móti í Lyon í Frakklandi og er
efstur ásamt 6 öðrum. Karl Þor-
steins og Lárus Jóhannesson eru
með 3 vinninga.
miðvikudag, verði boðnar út
viðgerðir og endurbætur á
Þjóðleikhúsinu samkvæmt til-
lögum bygginganefhdarinnar.
Aætlað er að útboðsgögn vegna
framkvæmdanna fari til fjög-
urra fyrirtækja, sem þátt tóku
í forvali verktaka.
Leyfi til framkvæmda sam-
kvæmt fjáriagaafgreiðslu Alþingis
er háð samþykki Samstarfsnefnd-
ar um opinberar framkvæmdir.
Nefndin hélt lokafund um málið í
gær. þriðjudag. Reiknað er með
samþykki hennar til handa bygg-
inganefndinni, þar sem mennta-
málaráðherr'a og fjármálaráðherra
voru búnir að uppfylla ákveðin
skilyrði, sem Samstarfsnefndin
setti fyrir því að framkvæmdir við
Þjóðleikhúsið gætu hafist. Niður-
staða samstarfsnefndarinnar mun
liggja formlega fyrir á hádegi í
dag.
Þeir fjórir verktakar, sem ætlað
er að muni bjóða í endurbyggingu
Þjóðleikhússins, samkvæmt þeim
verkþætti sem fyrir liggur nú, eru
Ármannsfell, Byggðaverk, Hag-
virki og Istak.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Vél Oasis International, MD-83 arftaki DC9 frá MC Donnell Douglas, við komuna til Keflavíkurflug-
vallar i gær, en þessar vélar hafa ekki verið mikið í förum til Islands.
Spænsk flugvél í leiguflugi
Keflavík.
LEIGUFLUGVÉL frá spænska
flugfélaginu Oasis Internatio-
nal fór í gær með ftilla vél frá
ferðaskrifstofunni Veröld-Pól-
aris til Benedorm og Costa del
Sol á Spáni. „Samningur okkar
við Oasis markar ákveðin tíma-
mót, því með honum er Islend-
ingum í fyrsta skipti boðið uppá
reglulegt leiguflug beint til
Spánar með erlendu flugfé-
lagi,“ sagði Andri Már Ingólfs-
son framkvæmdastjóri hjá Ver-
öld-Pólaris við þetta tækifæri.
Andri Már sagði að mikill áhugi
væri fyrir þessum ferðum og
það hefðu færri komist með í
þessa fyrstu ferð en vildu, en
meðal farþega voru nemendur
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri.
Spænskar flugfreyjur buðu starfsfólki Veraldar-Pólaris upp á
veislufong í tileftii af fluginu og hér bjóða þær þeim Andra Má
Ingólfssyni og Halldóri Sigurðssyni umboðsmanni flugfélagsins
uppá kræsingar.
Andri Már Ingólfsson sagði að
næsta ferð yrði farinn eftir hálfan
mánuð og síðan vikulega til 22.
maí, en þá yrði flogið tvisvar í
viku til 31. október. Flogið yrði
með MD-83 sem er ný vél frá
MC Donnell Douglas sem tæki
163 farþega í sæti. í fyrstu yrði
flogið til Benedorm og Costa del
Sol og síðan til Ibiza og Mallorka
þegar ferðum yrði fjölgað í tvær
í viku. BB
Karl sagði við Morgunblaðið að
skákmótið væri ekki eins sterkt
og þeir þremenningar hefðu búist
við, þrátt fyrir að verðlaun væru
há. Áðeins tveir stórmeistarar eru
meðal þátttakenda, Margeir og
Mikhai Suba.
Ung kona
fannst látin
TÆPLEGA þrítug kona
fannst látin síðdegis í gær á
Mosfellsheiði, nokkru austan
við afleggjarann að Skála-
felli.
Konan fannst nokkur
hundruð metra utan vegar þar
sem bíll hennar stóð skammt
frá læknum Bugðu. Björgun-
arsveitir fundu konuna en þar
til í gær hamlaði veður leit-
inni, sem hófst á mánudag.
Dómsmálaráðherra leggur fram lagafrumvarp á næstu dögum:
Sakadómur í ávana- og fíkni-
e&iamálum verði lagður niður
DÓMSMÁLARÁÐHERRA mun á næstunni leggja fram á Alþingi
frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir því að embætti sérstaks saka-
dómara í ávana- og fíkniefhamálum verði lagt niður og Ásgeir Frið-
jónsson sakadómari, sem farið hefur með fíkniefnamál, verði almenn-
ur dómari við Sakadóm Reykjavíkur, að sögn Hjalta Zóphaníassonar
skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra hafði
áður farið þess á leit við allsheijarnefnd Alþingis að hún flytti frum-
varp þessa efiiis, en að sögn Jóns Helgasonar, formanns nefndarinn-
ar, vísaði hún því firá sér og taldi eðlilegra að ráðherra flytti málið
sjálfur.
Til stóð að þessi breyting tæki
gildi 1992 með nýjum lögum um
aðskilnað dóms- og umboðsvalds
en í kjölfar þess að Hæstiréttur
hefur ítrekað gert sakadómara að
víkja sæti við dómsmeðferð mála
Bjarni P. Magnússon:
Ekki ákveðinn í að taka
sæti á lista Nýs vettvangs
BJARNI P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokksins segist ekki
vera ákveðinn í að taka 3. sætið á framboðslista Nýs vettvangs fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Hann segir að fyrir próf-
kjör Nýs vettvangs um síðustu helgi hafi formaður og varaformaður
Alþýðuflokksins skipulega hvatt alþýðuflokksfólk að styðja Ólínu
Þorvarðardóttur í efsta sæti listans og einnig hafi aðrir frambjóðend-
ur eða stuðningsmenn þeirra myndað kosningabandalög.
Bjarni P. Magnússon stefndi á
1. sætið í prófkjörinu en endaði í
því þriðja. Bjami sagði við Morgun-
blaðið að margt af því alþýðuflokks-
fólki, sem hann hefði haft samband
við fyrir prófkjörið, hefði sagt sér
að það vildi ekki taka þátt í því,
vegna þess að hringt hefði verið frá
Jóni Baldvin Hannibalssyni for-
manni Alþýðuflokksins og Jóhönnu
Sigurðardóttur varaformanni, með
þau skilaboð að kjósa ætti óflokks-
bundna konu í fyrsta sætið.
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins sagði við
Morgunblaðið, að sinn hlutur í
þessu prófkjöri hefði ekki verið
annar en sá, að fá alþýðuflokksfólk
til þess að hvetja annað alþýðu-
flokksfólk til að taka þátt í prófkjör-
inu. Jóhanna Sigurðardóttir vara-
formaður Alþýðuflokksins vildi ekk-
ert segja um málið.
Bjarni sagði ennfremur, að al-
þýðuflokksmenn í prófkjörinu hefðu
litið svo á, að um það væri sam-
komulag að engin kosningabanda-
lög yrðu mynduð eða áróðursher-
ferðir yrðu farnar fyrir prófkjörið.
Því hefðu ekki verið opnaðar kosn-
ingaskrifstofur eða sköpuð
stemmning í kringum frambjóðend-
ur Alþýðuflokksins, sem þátttakan
í prófkjörinu hefði svo endurspegl-
að. En þegar kjörseðlamir væru
skoðaðir væri augljóst að félagar í
Nýjum vettvangi hefðu myndað
bandalag með félagi Ásgeirs Hann-
esar Eiríkssonar um að kjósa fram-
bjóðendur hvor annars.
„Svo maður fer að velta því fyrir
sér, me'ð hvers konar fólki maður
er að hefja samstarf. Og það er
best að skoða það aðeins betur áður
en maður tekur ákvörðun," sagði
Bjarni P. Magnússon.
Samkvæmt prófkjörsreglum
mynda átta efstu frambjóðendurnir
í prófkjörinu uppstillingarnefnd
ásamt þremur fulltrúum frá þeim
samtökum sem að framboðinu
standa, og raðar í sæti 9-30. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Nýjum
vettvangi mun skipan uppstillingar-
nefndar væntanlega liggja fyrir í
dag.
hefur verið ákveðið að fá breyting-
unni flýtt og er stefnt að því að
frumvarp þetta verði að lögum á
þessu þingi.
Með úrskurði Hæstaréttar á dög-
unum var hnekkt úrskurði Ásgeirs
og honum gert að víkja sæti við
meðferð máls sem snýst um ætlað-
an innflutning manns og konu á
tæpum þremur kílóum af hassi.
Fólkið var handtekið þann 21. júní
1986. í úrskurði Hæstaréttar segir
að samkvæmt þágildandi laga-
ákvæði, um að við embætti dómara
í ávana- og fíkniefnamálum skyldi
starfa undir hans stjórn sérstök
deild lögreglumanna, hefðu hin
ákærðu haft ástæðu til að ætla að
ávana- og fíkniefnadeild starfaði
undir stjórn dómarans og þau hafi
ekki getað vitað að samkvæmt
starfsskiptingu milli hans og lög-
reglunnar í Reykjavík annaðist lög-
reglustjóri starfrækslu lögreglu-
deildarinnar. Bæði dómstóllinn og
lögregludeildin eru til húsa í lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu. Þá
segir.í úrskurði hæstaréttardómar-
anna Hjartar Torfasonar, Hrafns
Bragasonar og Gunnars M. Guð-
mundssonar, setts hæstaréttardóm-
ara, að Hæstiréttur hafi með dómi
þann 9. janúar síðastliðinn komist
að þeirri niðurstöðu að skýra beri
lög svo að sá sem vinni að lögreglu-
rannsókn í máli geti ekki verið dóm-
ari í því.
Þetta er í þriðja skipti frá ára-
mótum sem Ásgeiri Friðjónssyni er
gert að víkja sæti. Hæstiréttur stað-
festi úrskurð hans um frávikningu
í máli því sem kallað hefur verið
stóra kókaínmálið í janúar, þar sem
andstætt væri mannréttindasátt-
mála Evrópu að dómari, í þágu
rannsóknar, úrskurðaði mann í
gæsluvarðhald á grundvelli þess að
hann hefði gerst sekur um brot sem
varðaði að minnsta kosti tveggja
ára fangelsi og legði síðan efnisdóm
á málið. Skömmu síðar var dómur
ómerktur í Hæstarétti og vísað
heim í hérað í máli annars manns
sem dæmdur hafði verið í fjögurra
ára fangelsi vegna smygls á kóka-
íni.
Próíkjör Nýs vettvangs:
Fangar á Litla-Hrauni
kusu með hjálp kjörbíls
FANGAR á Litla-Hrauni og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg
kusu í prófkjöri Nýs vettvangs um síðustu helgi með aðstoð kjörbíls.
Kristján Ari Arason starfsmaður
Nýs vettvangs sagði við Morgun-
blaðið að komið hefði beiðni frá
föngum um að fá að taka þátt í
prófkjörinu og sjálfsagt hefði þótt
að verða við henni. Dómsmálaráð-
herra hefði gefið sérstakt leyfi og
fulltrúi kjörstjórnar hefði farið á
staðinn með kjörkassa, og kjörið
hefði farið fram með aðstoð fanga-
varða. Kristján Ari sagði þetta vera
í fyrsta sinn sem föngum hefði
gefíst kostur á að kjósa í prófkjöri
stjórnmálaflokka.
Kristján sagði að kjörbíllinn hefði
einnig farið á elliheimili þar sem
fólk hefði óskað eftir að kjósa, og
heim til eldra fólks sem átti ekki
heimangengt.