Morgunblaðið - 11.04.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990
9
HUOÐKUTAR OG
PÚSTRÖR
frá viðurkenndum fram-
leiðendum í Ameríku og
Evrópu í flestar gerðir
bíla, t.d.:
* TOYOTA
* FORD SIERRA
* MAZDA
* FIAT
* MITSUBISHI
* SUBARU
* O.FL.O.FL.
GÆÐAVARA - GOTT VERD
PÓSTSENDUM
Opið laugardaga kl. 10-13
Bílavörubúóin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
BEGA útiljós
Bjartari framtíð
Það sem gerir byggingu að
listaverki er lýsingin og
þar er Bega í fyrsta sæti.
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 — REYKJAVÍK —SlMI 687222 -TELEFAX 687295
VELKOMINÍ TBSS
Oragtir, iakkar,
gilsogkolir.
TBSS
Opiú lamilaga 10-12.
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
v NEt
frákl. 18öllkvöld.
Þnréttaóur málsverður
á aöeinskr. 1.895,-
Boróapantanir í símum
33272eóa30400.
HALLARGAROURINN
Húsi verslunarinnar
aju
þJÓDVIUINN
Álver
Hförleifur einnAjwrti
JúUusa, Sóme«*''e' , _ - |
Engirfyrirvarar um r övtsttwort a5 ve _jj |8 ■ |
MMÍTEÍSi;'-*
t rGutíormsson:
anlegt «ni að dr^i ÚJ
SALTl
Stóriðja og Alþýðubandalagið
„Með því að samþykkja í meginatriðum frumvarp ríkisstjórnarinnar
um undirbúning virkjunarframkvæmda vegna nýs álvers, hefur þing-
flokkur Alþýðubandalagsins skrifað upp á stefnu iðnaðarráðherra
í málinu," segir Þjóðviljinn í forsíðuramma í gær. Með þessu hefur
Alþýðubandalagið snarsnúist og þingflokkar, utan Kvennalistinn,
sameinast um gamalkunna stóriðjustefnu.
Störf, verð-
mætiog
lífskjör
Auðlindir sjávar -
nytjafiskar - hafe sín
nýtingarmörk, sem ekki
má yfir fera. Búvöru-
framleiðslan hefúr einnig
sín eftirspumarmörk.
Þess vegna hefur það
mikið líiskjaragildi fyrir
landsmenn alla að breyta
þriðju auðlindinni, ork-
unni í fallvötnum okkar,
í störf, verðmæti, gjald-
eyri og velferð.
Gjörbreytt afstaða
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins færir heim sann-
inn um, að allir þing-
flokkar hafa viðurkennt
stóriðjusteihuna sem
mótuð var undir forystu
Sjálfstæðisflokksins á sjö-
unda áratugnum, utan
Samtök um kveimalista
og fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra Alþýðubanda-
lagsins, Hjörleifur Gutt-
ormsson.
Fortíðarsöfii-
uður
Hjörleifur Guttorms-
son iagði fram harðorða
tillögu um stóriðjumál á
þingflokksfundi Alþýðu-
bandalagsins 7. aprU sl.
Lokaorð tillögu Hjörleifs
eru þessi:
„Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins gagnrýnir
harðlega hvemig staðið
hefur verið að undirbún-
ingi þessa máls á vegum
iðnaðarráðherra og gerir
kröfu til þess að allar
forsendur málsins verði
teknar til rækilegrar
endurskoðunar nú þegar.
Þingflokkurinn telur
ekki koma til greina að
Alþingi veiti við þessar
aðstæður heimildir til
nýrra virkjana eða Qár-
skuldbindinga til undir-
búnings framkvæmda við
virkjanir í þágu ál-
bræðslu á þessu ári.“
Tillaga Hjörleifs fékk
ekki stuðning í þing-
flokknum. Hún hefúr trú-
lega verið talin ógna ráð-
herrasósíalismanum;
setu flokksformgja á
valdastólum. „Þingflokk-
urinn skrifeði upp á
stefnu iðnaðarráðherra í
málinu," eins og Þjóðvilj-
imi orðaði það réttilega.
Þar með hefur þingflokk-
ur Alþýðubandalagsins
fert sig raunsæismegin
við Kvennalistánn í þess-
um málaflokki. Eftir situr
hinn gamalkunni þvers-
um-ráðherra Alþýðu-
bandalagsins í eins konar
fortíðarsöfiiuði með
Kvcnnalistanum. Það er
máske ekki að ósekju að
Þjóðviljinn, 6. aprif sL,
staðhæfir að Hjörleifur
sé „oft, bæði í gríni og
alvöru, kailaður 7. þing-
maður Kvennalistans".
Margbreytilegur klofii-
ingur í Alþýðubandalag-
inu hefúr tekið á sig enn
eina myndina.
Umhverfi um-
hverfisráð-
hermns
Tíminn, málgagn for-
sætisráðherra, segir í
baksíðufrétt í gæn
„Frumvarp um verk-
efnaflutning til umhverf-
isráðuneytisins fi-á öðr-
um stofnunum Sfjórnar-
ráðsins verður ekki tekið
aftur á dagskrá á Alþingi
fyrr en eftir páska. Eng-
ar sættir hafe náðst í
málinu milli Júlíusar Sól-
ness og stjórnarandstöð-
umiar og óvíst hvort
frumvarpið verður að
lögum fyrir þingslit í
vor . . .
Júlíus Sólnes, um-
hverfisráðherra, vildi í
gær engu spá um hveijar
lyktir málsins yrðu, en
eins og kunnugt er hafii-
aði haim fyrir helgi því
samkomulagi sem for-
sætisráðherra hafði gert
við fúlltrúa stjórnarand-
stöðunnar um framgang
málsins."
Pólitískt umhverfi um-
hverfisráðherrans í eigin
flokki er ekki til að
hreykja sér af. Pólitískt
umhverfi hans í ríkis-
stjónihini er heldur ekki
beysið. Forsætisráðherr-
ami semur við stjómar-
andstöðuna um vinnulag,
varðandi verkefnafrum-
varpið, m.a. um frestun
á afgreiðslu á hluta frum-
varpsins. Og umhverfis-
ráðherrann hafiiar sam-
komulagi, sem forsætis-
ráðherra stendur að, að
sögn Tímans. Þar með
eru verkefhi hins nýja
ráðuneytis jafh óráðin
sem fyrr.
Haltur leiðir
blindan
Kjördæmisblað sjálf-
stæðisfólks á Vestfjörð-
um, Vesturland, segir
m.a. í forystugrein:
„Allt tal um hugsjónir,
nýja samfylkingu, eða
geijun í fiokkakerfinu, í
tengslum við vandræða-
legan sambræðing
vinstri flokkanna í ein-
stökum kaupstöðum
landsins, er tóm blckk-
ing. Kjami málsins er sá,
að þar sem vinstri flokk-
ar treysta sér ekki einir
og óstuddir í kosningar,
rotta þeir sig saman, í
þeirri von, að haltur geti
leitt blindan. í leiðinni
vonast þeir til þess að
geta þyrlað upp nægu
moldviðri til þess að geta
blekkt kjósendur til fylg-
is við sig.“
Blaðið bendir á, að þar
sem Alþýðuflokkur telur
sig hafe styrk til
[Keflavík, Hafnarfjörðurj
bjóði hann fram einn og
sér. Sama gildi um Al-
þýðubandalagið [Nes-
kaupstað]. Þar sem þess-
ir flokkar standi hallari
feti sé gripið til þessa
„pólitíska ræflarokks",
sem bfeðið kailar svo,
þ.e. til þess að sigla und-
ir fölsku flaggi.
SJÓÐSBRÉF 4
9 % raunávöxtun
átímum
lækkandi
vaxta
Vextir og verðbólga hafa farið lækkandi á undan-
förnum vikum. A sama tíma hefur gengi hlutabréfa
hækkað mikið. hað skilar sér ekki aðeins til eigenda
hlutabréfa heldur líka til þeirra sem eiga Sjóðsbréf 4
hjá VIB. Sjóðu rinn á nú hlut í 13 almenningshluta-
félögum og var ávöxtun hans síðustu þrjá mánuði 9%
yfir hækkun lánskjaravísitölu. Haldi hlutabréfaverð
áfram að hækka má búast \ið aö raunávöxtun
Sjóðsbréfa 4 fari hækkandi. Verið velkomin í XdB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 13a, 103 Reykjavík. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26