Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 Ljóðrænir fletir Myndlist Bragi Ásgeirsson Það má til sanns vegar færa, að Guðmunda Andrésdóttir hafi skapað sér nokkra sérstöðu í íslenzkri myndlist. Fyrir hið fyrsta þá er ferill hennar óvenju staðfastur,. hvað viðfangsefni snertir, þótt skipta megi honum í nokkur afmörkuð tímabil, en það fer ekki á milli mála, að hið ljóðræna í strangfla- talistinni hafi alltaf höfðað til hennar. Ásýnd strangflatalistarinnar svonefndu, eða geometriunnar, svo sem alþjóðlega heitið er og nær athöfninni mun altækar, er sem sagt margþætt og því fer víðs fjarri, að listastefnan sé jafn- an eitthvað ískalt og útreiknað, eins og margur vill álíta. Og þannig eru til menn, sem eru einlægir aðdáendur vissra þátta í liststefnunni, en hafna öðrum, nákvæmlega einsog menn líta á landslagsmálverkið mörg- um augum og viðurkenna ekki allt einungis vegna þess, að það er af þekkjanlegum hlutum. Ef sú er ekki raunin, er ekki um list- skoðun að ræða heldur trúar- brögð og því miður verður að segja einsog er, að þau og ein- strengni eru full algeng innan myndlistarinnar. Guðmunda er og eina konan sem hefur sýnt með Septem- hópnum svonefnda, og er það ekki vegna þess að viðkomandi séu tiltakanlega á móti konum í listinni, heldur vegna þess að hér er um nokkra sérstöðu Guðmundu að ræða og kemur þar kyngrein- ingarálit hvergi nærri. Einfaldlega máluðu ekki fleiri konur óhlutlægt á landinu í þann tíma, er Guðmunda kom fram, ef Nína Tryggvadóttir er undan- skilin, en hún var fallin frá, er Septem-hópurinn var stofnaður. Til viðbótar þá tók Guðmunda þátt í síðustu Septembersýning- unni árið 1952, og taldist þar eftir jafnan til innsta hrings hóps- ins, sem myndaði kjarna hreyf- ingarinnar. En hér er hvorki tími né rými til nokkurra vangaveltna um slík mál og snúum okkur að því að rýna í sýningu verka Guðmundu Andrésdóttur, sem menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar stendur fyrir í vestari sal Kjarv- alsstaða fram til 25. apríl. Hið fyrsta er að bera lof á menningarmálanefndina fyrir að hafa stofnað til sýningarinnar, því að þetta er óvenju heildstæð sýning, er gefur góða hugmynd um þróun listar Guðmundu. Þá hefur líf listakonunnar ekki ávallt verið dans á rósum, og á tímabili var það nánast í tízku að hnýta í framlag hennar á árlegum sýn- ingum Septem-hópsins viðkom- andi til takmarkaðs sóma. Kannski var ástæðan helst sú, hve opin og augljós list Guð- mundu hefur jafnan verið, en það reynist, er svo er komið, einmitt vera styrkur hennar. Myndir Guð- mundu tóku sig þannig ekki jafn- an út sem skyldi í þessum hópi karlaveldisins, því að þær voru fíngerðari og höfðuðu til allt ann- arra kennda hjá skoðendunum. En svo kom það merkilega fram, þegar nokkrar myndir hennar sáust í stærra samhengi á Ab- strakt-sýningunni í samanlögðu húsinu fyrir nokkrum árum, að þá blómstraði framlag hennar í öllu -kraðakinu og einmitt fyrir einfaldleika sinn og skýrleika. Tel ég að þá hafi augu margra loks opnast fyrir styrk listar Guð- mundu, og þótti mér þá sérstakt tilefni til að benda á þetta, svo augljóst ssem það var. Tveir meginþættir eru yfir- gnæfandi á ferli listakonunnar, hinn fyrsti er hið svokallaða net- form, en hinn seinni er hringafor- mið ásamt mjúkum dansandi línum, sem á ýmsa vegu hlykkj- ast um myndflötinn, sem hún bindur með láréttum eða lóðrétt- um línum og misbreiðum ræmum, er skera hann þveran. Flest ann- að, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur, virkar við hlið þessara þátta sem tímabundnar æfíngar og rannsóknir á þanþoli myndfl- atarins, en ávallt með hrynjandi og hið ljóðræna að leiðarljósi. Á síðustu tímum mikilla stærða, grófleika, frekju og nán- ast ruddaskapar í myndsköpun virkar slík list vafalítið næsta pempíuleg á köflum, en það gerir mörg önnur mjög verðmæt list- sköpun í óhlutlæga geiranum einnig — öll ljóðræn og djúp list, allt frá hárfínum myndum ftjálsr- ar mótunar svo sem hjá Jean Fautrier, og til litsterkra en djúpra og mettaðra mynda Gustavs Singiers. Hinn síðast- nefndi var og lærimeistari Guð- mundu á Parísarárum hennar og má segja, að hún hafí verið trú menntun sinni og upplagi, því að Ijóðræna abstraktsjónin átti drjúgu fylgi að fagna á þeim árum í París og víðar. En þetta er einnig samofíð skapgerð Guðmundu, því að hún á fátt sameiginlegt með þessum tveimur fyrirrennurum sínum annað en viðhorfíð til listarinnar. Sýningin á Kjarvalsstöðum skilar vel hlutverki sínu, hvað það snertir að bregða upp skýru Ijósi á þessa meginþætti og henni er sérlega vel komið fyrir í salar- kynnunum. Hið hvassa netform, sem iðu- lega er mýkt upp af ótal tilbrigð- um jarðlita og lífgað með nokkr- um hreinum og ljósmiklum frum- litum, er af sumum álitinn há- punkturinn á listferli Guðmundu, en ég álít að hinar bestu myndir hringformanna taki þeim fram. Hringformsmyndirnar eru hreinni og afdráttarlausri málverk, þar sem aftur á móti eitthvað mjög efniskennt, sem gæti minnt á vefnað, einkennir á stundum net- formsmyndirnar. En það mikilvægasta er að ein- faldar og hljóðlátar myndir Guð- mundu Andrésdóttur vinna á í tímans rás og eins og kvikna til áleitinna lífsmagna. Slíkt er aðall allrar sannrar listar, á meðan hrópin og ærslaköllin deyja út og samsamast óminninu, — líkt og rokinn eimur. Bil á milli atburða Myndlíst Bragi Ásgeirsson í listhomi klæðaverzlunar Sæv- ars Karls Olasonar eru nokkur blönduð verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson til sýnis þessa dagana og fram til 20. apríl. Það er mun léttara yfir þessari sýningu en mörgum öðrum sem hafa verið settar upp á þessum stað og hafa verið háalvarlegar í smæð sinni, því að rýmið leyfir ekki stórbrotin tilþrif. Ekki þarf að kynna Helga Þor- gils sem er einn mest kynnti lista- maður hinnar yngri kynslóðar enda eru sýningar hans orðnar a.m.k. 30 og þar af margar er- lendis. Það kennir furðu margra grasa í þessum fáu myndum, og jafnvel er Helgi farinn að fást við skúlpt- úr og getur að líta einn slíkan á miðju sýningargólfinu. Á veggjunum sér svo i málverk og vatnslitamyndir af ýmsu tagi, en að öllu samanlögðu eru þau með sterkum einkennum skapara síns, sem virðist lifa og hrærast í íslenzkum veruleika í hugsunar- hætti, taki maður mið af ágætlega ritaðri stuttri frásögn í sýningar- skrá af labbi listamannsins frá Kolviðarhóli, upp á Hengil og að Þingvöllum. En hins vegar sækir hann sum form sín út fyrir land- helgi íslands eins og fleiri skoð- anabræður hans, og er það full komlega meinlaust, sé það borið uppi af listrænum tilþrifum. Vafalítið hafa margir ánægju af að skoða þessar myndir, og vek ég því athygli á sýningunni, en í sjálfu sér gefur hún ekki tilefni til nákvæmrar krufningar, því að Helgi Þorgils Friðjónsson flest þetta ber skýr einkenni höf- undarins og eins og hefur sést áður. GIMLIGIMLI Þorsgata 26 2 hæö Smu 25099 ^ Þorsgat.i 26 2 hæd Sirni 26099 VANTAR EINBÝLISHÚS Höfum kaupendurað góðum einbýlishúsum á Reykjavíkur- svæðinu. ® 25099 Stórar eignir MIÐHÚS - EINB. Fallegt ca 183 fm einbús á þremur pöllum m/fokh., innb. bílsk. Húsið afh. fokh. að innan ófrág. að utan með útihurðum. Glæsil. útsýni yfir borgina. Verð 7,2 millj. LINDARBYGGÐ - MOSBÆ - LAUST STRAX Fallegt, nýtt ca 160 fm parh. á einni hæð ásamt bílskýli. Skipti mögul. Áhv. 1800 þús. lífeyrissj. Verð 9,5 millj. ENGJASEL - RAÐH. - HAGSTÆÐ LÁN Falleg ca 140 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt stæði í bílskýli. 4 svefnherb. Hús í góðu standi. Áhv. 3,4 millj. hagst. lán. Verð 9,3 millj. KLAPPARBERG Fullb. ca 200 fm einb. á tveimur hæðum ásamt 35 fm bílsk. 5 rúmg. svefnherb. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. íb. í Hóla- hverfi m/bílsk. Verð 12,5 millj. SELTJARNARNES - EINB. Á EINNI HÆÐ Fallegt ca 153 fm einbhús á einni hæð ásamt ca 33 fm bílsk. 4 svefnherb., nýl. glæsil. eldhús. Parket. Fallegur ræktaður garður. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. íb. á Seltjarnarnesi eða [ Vesturbæ. Teikn. á skrifst. KEILUFELL - EINB. Ca 150 fm timbureinb., hæð og ris, ásamt bílsk. 4 svefnherb. Eign f góðu standi, vel viðhaldið. Ákv. sala. Verð 9,5 millj. AUSTURBERG - BÍLSK. Falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt fullb. bilsk. 3 rúmg. svefnherb. Ákv. sala. Verð 6,2 millj. HÓFGERÐI - BÍLSK. Góð 100 fm íb. á 1. hæð í tvíb. ásamt góðum 31 fm bílsk. 3 svefnherb. Parket. Nýtt rafmagn og ofnar. Verð 6,8 millj. KLEPPSVEGUR Falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð. Eign í góðu standi. Verð 5,5 millj. ENGJASEL - BÍLSK. Falleg 4ra herb. 102 fm nettó íb. á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Sérþvottah. Ákv. sala. Verð 6,2 millj. EIÐISTORG Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Glæsil. út- sýni. Vönduð sameign. Verð 7,5 millj. 3ja herb. íbúðir HJARÐARHAGI - 3JA Rúmg. 3ja herb. íb. á 4. hæð. Glæsil. út- sýni. Áhv. 2,2 millj. veðdeild. ÆSUFELL - RÚMG. Falleg 87 fm íb. á 1. hæð í lyftuh. Góöar innr. Verð 5,1 millj. HAMRABORG Glæsil. 93 fm nettó íb. á 4. hæð. Nýtt eldh. og skápar. Glæsil. útsýni. bílskýli. VESTURBERG Glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Nýtt par- ket. Verð 4,9 millj. OFANLEITI - 3JA Nýl. ca 90,8 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð. Skipti mögul. á góðri sérhæð eða litlu húsi í Smáíbúðahverfi, Hlíðum, Háaleitishverfi, Fossvogi, Vesturbæ eða Seltjnesi. VÍKURÁS - SELÁS Ný glæsil. 83 fm nettó íb. á 2. hæð ásamt bílskýli. Beykiinnr. Parket. Áhv. 1700 þús. veðdeild. DVERGABAKKI Falleg 84,5 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð. Áhv. 2,3 millj. hagst. lán. Sérþvottah. Endurn. bað. Verð 5,5 millj. 2ja herb. íbúðir HVERAFOLD - EINB. Mjög fallegt ca 140 fm einb. á einni hæð ásamt 35 fm bílsk. og nýrri 28 fm sól- stofu. Eignin er fullb. með frág. lóð. Hiti í bílaplani. Stórglæsil. útsýni yfir borgina. Ákv. sala. Teikn. á skrifst. I' SMÍÐUM Höfum fjölda einbhúsa, par- og raðhúsa á hinum ýmsu byggstig- um. Teikn. á skrifst. Peir sem hafa áhuga geta komið við fenglð eintak af teikn. 5-7 herb. íbúðir KAMBSVEGUR - HAGSTÆÐ LÁN Falleg 6 herb. sérhæð á 1. hæö m/sér- inng. Öll endurn. í hólf og gólf. Laus fljótl. Áhv. ca 2,7 millj. veöd. ca 1,0 millj. lífeyr- issj. Ákv. sala. EIÐISTORG Glæsil. ca 138 fm íb. á 2. hæð í vönduðu fjölbhúsi. Tvennar svalir. Vandaöar innr. Glæsil. útsýni. VESTURBÆR - KÓP. Falleg 6 herb. efri sérhæð ásamt bílsk. Glæsil. útsýni. 4 svefnherb. Nýl. gler. Parket. Ákv. sala. LAUGARNESVEGUR Falleg 126 fm neðri sérhæð á góðum stað. 3 svefnherb. 2 stofur. Verð 6,950 þús. RÁNARGATA Glæsil. endurn. íb. í „klassískum", hlýl. stíl. íb. er ca 130 fm á 1. hæö í þríb. Stór garður og mikil sameign. Parket. Laus í maí. 4ra herb. íbúðir KRUMMAHÓLAR Falleg 103 fm nettó íb. á 2. hæð í húsinu nr. 10. Sérþvottah. Ákv. sala. SÖRLASKJÓL - GLÆSIL. ÚTSÝNI Falleg 4ra herb. ib. á 2. hæð. 3 svefn- herb. Glæsil. útsýni. BOLLAGATA 3óð 103 fm nettó sérhæð á 1. hæð ásamt 25 fm bílsk. Sérinngangur. Skuldlaus. l/erð 7,5 mlllj. VESTURBERG - 4RA ÁHV. 3,0 MILLJ. Mjög falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Áhv. ca 3,0 millj. hagst. langtlán. ENGIHJALLI Falleg 4ra-5 herb. íbúð á 8. hæö. Stór- glæsil. útsýni. Nýmál. Verð 6,2 millj. EINSTAKLINGSÍBÚÐ - SKIPTI - MÁLVERK Höfum til sölu góða einstaklíb. á 3. hæð í lyftuh. i Hamarshúsinu v/Tryggvagötu. Parket. Glæsil. út- sýni yfir höfnina. Mögul. að greiða eignina að hluta til eða alla m/isl. málverkum. Áhv. 900 þús. Verð 2,6 millj. STANGARHOLT Glæsil. 2ja herb. fullbúin íb. á 2. hæð í nýju, vönduðu fjölbhúsi. Suðursv. Parket. Sérþvottah. Áhv. 1800 þús. veödeild. Verð 5,3 millj. VÍKURÁS Mjög falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð. Parket. Ca 60 fm nettó. Áhv. ca 1250 þús. veödeild. Verð 4,4 mlllj. REKAGRANDI - 2JA Glæsil. 2ja herb. íb. á 1. hæð með litlum nýstandsettum sérgarði. Áhv. ca 1900 þús. við veðdeild. Ákv. sala. HRAUNBÆR Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð með nýl. eldhúsi ofarlega í Hraunbænum. Vest- ursv. Góð aðstaða fyrir börn. V. 4,2 m. PVERBREKKA - LYFTA - HAGSTÆÐ LÁN Falleg 2ja herb. íb. á 7. hæö í lyftuh. Stórglæsil. útsýni. Áhv. ca 1700 þús. Verð 3,9 millj. HRAUNBÆR - LAUS Falleg 2ja herb. endaíb. á 2. hæð. Nýtt rafm. og ofnar. Ákv. sala. Verð 4050 þús. VINDÁS - BÍLSK. Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursv. Bílskýli. Verð 4,6 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Góð ca 50 fm nettó íb, í kj. Eign í mjög góöu standi. Áhv. ca 1500 þús. langtíma- lán. Verð 3,1 millj. GRETTISGATA - RIS - HAGSTÆÐ LÁN Falleg nýstandsett 2ja herb. íb. 58,3 fm nettó. Nýjar rafmagns- og ofnalagnir. Áhv. 1600 þús. hagst. lán. Verð 3,7 millj. VANTAR 2JA HERB. - STAÐGREIÐSLA Höfum fjárst. kaupanda aö góðri 2ja herb. íb. Staðgr. í boði fyrir rétta eign. Árni Stefánsson, viðskiptafr. 1 1 .urijmtil >1 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.